Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 68

Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 68
f AS/400 U nýtísku DB2 n e t þ j ó n n tvAVAvW^iffartTrsinPi l * ___________________ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fiskifræðingar leita skýringa á lítilli meðalþyngd loðnu í vetur MEÐALÞYNGD loðnu á yfirstand- andi vertíð er sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Hjálmar Vil- hjálmsson, fiskifræðingur hjá Haf- _^k. rannsóknastofnun, telur ekki að hér sé um þróun að ræða, heldur verði að leita skýringa til óvenjulegra að- stæðna í hafinu. Mikið hefur borið á smáloðnu í afla vetrarvertíðarinnar og loðnu- frysting fyrir Japansmarkað þess vegna gengið erfiðlega. Samkvasmt mælingum Hafrannsóknastofnunar er meðalþyngd loðnunnar á vertíð- inni sú minnsta frá því að regluleg- ar mælingar hófust árið 1979 eða 16,7 grömm. Minnsta meðalþyngd í mælingum síðustu 10 ára var árið 1992 þegar meðalþyngdin var 18,1 gramm. Meðalþyngd loðnunnar á árunum 1989 til 1998 var 19,3 grömm. T Hjálmar segir að sé loðnustofninn stór verði samkeppni um æti meiri Loðnan ekki rýran og hver einstaklingur því smærri. Astandið nú sé hins vegar óeðlilegt og frávik frá því sem verið hefur. Leita verði aftur tU ársins 1970 til að finna meðalþyngd í líkingu við með- alþyngd á yfirstandandi vertíð en þá hafi framkvæmd mælinganna reyndar verið með öðrum hætti og ekki með öllu sambærileg. „Við eigum eftir að fara ofan í aflagögn og umreikna þau í fjölda. Mér sýnist hins vegar fjöldi einstak- linga í stofninum á vertíðinni ná- lægt því sem við bjuggumst við. í 20 ár Aflaspá upp á 1.420 þúsund tonn á vertíðinni miðaðist við þann fjölda en þá var meira að segja miðað við meðalþyngd í lægri kantinum. Þessi litla meðalþyngd kemur þannig verulega á óvart og er í öfugu hlut- falli við stofnstærðina eða fjölda einstaklinga." Lítið um æti á ætisslóð loðnunnar Hjálmar telur þó ekki að hér sé um þróun að ræða, til þess sé fall meðalþyngdarinnar of mikið. „Það liggur í augum uppi að loðna vex ekki nema hún hafi nóg æti. Skýr- ingin kann því að vera að lítið hafi verið um æti á ætisslóð loðnunnar síðastliðið sumar. Það hve sumar- vertíðin gekk illa rennir einnig stoð- um undir þessa skýringu því loðnan er dreifð þegar hún er í ætisleit og þá ganga veiðamar erfiðlega," segir Hjálmar. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til við sjávarútvegsráðuneytið að loðnukvóti fiskveiðiársins verði aukinn um 250 þúsund tonn, úr tæpum 688 þúsund tonnum í 938 þúsund tonn. Búist er við að endan- leg ákvörðun liggi fyrir í lok þessar- ar viku. A yfirstandandi vetrarver- tíð hafa veiðst alls um 336 þúsund tonn en samtals um 629 þúsund tonn að sumar- og haustvertíðum meðtöldum. Eftirstöðvar útgefins loðnukvóta eru því nú um 58 þúsund tonn. Rækjutrollið sett upp á Skagaströnd FLJÓTLEGA eftir helgina heldur Helga Björg HU 7 frá Skaga- strönd á rækjuveiðar á Flæm- ingjagrunni. Gert verður út undir eistnesku flaggi undir heitinu Thakuna. Á þriðjudag var verið að seija upp rækjutrollið við höfn- ina á Skagaströnd. Að sögn Hjartar Magnússonar skipstjóra er gert ráð fyrir 25 daga túr og er búist við að helm- ingur aflans fari á innanlands- markað. Verð á iðnaðarrækjunni, sem fer til vinnslu á Skagaströnd er 125-135 krónur á kílóið og hef- ur verið stöðugt síðastliðið ár, en verð á verðmætari rækjunni, sem fer á Japansmarkað hefur farið heldur hækkandi, en nú er meðal- verðið á rækju um 200 krónur á kflóið. Veikjast þrátt fyrir bólusetningu Búnaðarbankinn bregst við vaxtaaðgerðum Seðlabankans Hækkar óverð- tryggða skuldavexti ÞRÁTT íyrir að um 50 þúsund manns hafi látið bólusetja sig gegn inflúensu í haust hefur verið mjög mikið um veikindi af hennar völdum í vetur. Þórður Ólafsson, vaktstjóri hjá Læknavaktinni, sagði að eitthvað væri um að fólk, sem hefði látið bólu- setja sig gegn inflúensu, hefði smit- ast af henni. Hann sagði að sjúk- dómseinkennin væru í þeim tilfellum yfirleitt vægari. Þórður sagðist telja að um eina tegund af inflúensu væri að ræða og væri hún mjög skæð. Henni fylgdi hár hiti og fólk væri lengi að ná sér. Algengt væri að fólk væri viku frá vinnu, en margir væru þó lengur að ná fullri heilsu. Auk flensunnar væru ýmsar aðrar pestir í gangi. Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir í Reykjavík, sagði engar tölur tiltæk- ar um fjölda skráðra sjúkdómstil- fella, en ekki færi milli mála að um mjög skæða inflúensu væri að ræða. BÚNAÐARBANKINN hefur ákveðið að hækka óverðtryggða skuldavexti um 0,40 prósentustig frá og með næstu mánaðamótum í samræmi við vaxtahækkun Seðla- bankans. Jafnframt hækka vaxta- kjör markaðsreiknings um 0,40 prósentustig. Yfirlýstur tilgangur Búnaðarbankans með þessari vaxtahækkun er að koma til móts við þá stefnu Seðlabankans að reyna að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. Vaxtamunur milli landa hefur aukist Bankinn bendir á að vaxtamunur milli Islands og helstu viðskipta- landa hafi aukist að undanförnu og sé nú tæplega 4%. „Þetta er mesti munur milli inn- lendra og erlendra vaxta síðan fjármagnsstreymi var gefið frjálst. Efnahagslífið ber nokkur einkenni þenslu og viðskiptahalli er tölu- verður. Viðskiptahallinn var 35 milljarðar á síðasta ári og í ár er spáð miklum halla. Hallinn er meiri en svo að hann verði skýrður með tímabundnum áhrifum stóriðju- framkvæmda. Laun hafa hækkað og kaupmáttur aukist meira hér- lendis en í viðskiptalöndum,“ segir í frétt frá bankanum. Telja vaxtahækkunina eina og sér ekki nægja Skiptar skoðanir eru hjá bönk- um og verðbréfafyrirtækjum um aðgerðir Seðlabankans í vaxtamál- um. Viðskiptastofa Landsbankans telur að vaxtahækkunin nægi ein og sér ekki til að spoma við þenslu hérlendis og muni tæplega styrkja krónuna verulega. Almennt er þó búist við því að krónan muni styrkjast til skamms tíma litið. Fyrirhugaðar reglur um lausa- fjárskyldu banka era umdeildar á fjármálamarkaði. Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, sér ekki gild rök fyrir því að endurvekja lausafjárkvöð banka að nýju og segist vona að Seðlabankinn leiti betri og nútímalegri leiða til að ná markmiðum sínum. ■ Nægir vart/34 Menntun íbúa speglast í meðaleinkunn skóla BREYTILEGUR bakgrunnur nemenda á meiri þátt í mismun milli meðaleinkunna grannskóla í Reykjavík á samræmdum prófum í 10. bekk en mismunandi innra starf skólanna. Þetta kemur fram í könnun sem Elsa Reimarsdóttir og Hildur Björk Svavarsdóttir hafa unnið til BA-prófs í félagsfræði við Háskóla íslands. I ritgerðinni, sem liggur frammi á Þjóðarbókhlöð- unni, kemur fram að þættir á borð við menntun og starfsstétt íbúa í skólahverfi tengist fremur hárri meðaleinkunn skóla en þættir á borð við stuðning við nemendur og óheimilar fjarvistir nemenda, sem þó höfðu marktæk áhrif til lækkunar á meðaleinkunn. Hlutfail háskólamenntaðra fbúa í skólahverfum borgarinnar var frá 4% til 41%. Tengsl þessa hlut- falls við meðaleinkunnir í grunnskóla hverfisins eru greinileg. Einnig kom fram munur eftir starfsstétt- um og einkunnum. Meðaleinkunn í hverfisskóla svarenda sem lokið hafa grunnskólanámi reyndist vera 5,35. Meðal- einkunn í hverfisskóla svarenda sem lokið hafa iðn- námi var 5,37; meðaleinkunn i hverfisskóla svarenda sem lokið hafa bóklegu framhaldsnámi var 5,53 og meðaleinkunn í hverfisskóla þeirra sem lokið hafa há- skólanámi var 5,65. ■ Bakgrunnur skýrir/4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.