Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 2

Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Brautarholtsfeðgar kaupa næststærsta eggjabú landsins, Nesbú á Vatnsleysuströnd Hefur ríflega 20% hlutdeild á eggjamarkaðinum JÓN Ólafsson í Svínabúinu Braut- arholti og synir hans fjórir hafa fest kaup á öllum hlutabréfum í Nesbúi ehf. á Vatnsleysuströnd, næst- stærsta eggjabúi landsins með 45 þúsund hænur. Kaupverð fæst ekki uppgefið en að sögn Kristins Gylfa Jónssonar höfðu seljendumir, Sig- urður Sigurðsson og Ólafur Jóns- son, áhuga á að breyta til í rekstri sínum og nálguðust kaupendur í kjölfarið. Fyrir nokkrum vikum hófust síðan viðræður um kaupin. Hafa leitað tækifæra Jón kaupir búið ásamt sonum sín- um, Kristni Gylfa, Ólafi, Jóni Bjarna og Bimi, og verður sá síð- astnefndi framkvæmdastjóri Nes- bús ásamt því sem Jón Bjarni verð- ur bústjóri. „Við höfðum um talsvert langt skeið leitað að tækifæmm á eggja- markaði og náðum saman við fyrr- verandi eigendur Nesbús. Þarna hafði verið góður og blómlegur rekstur hjá stofnendum fyrirtækis- ins sem hafa rekið Nesbú hátt í þrjátíu ár, en þeir höfðu áhuga á að selja reksturinn og snúa sér að öðr- um hugðarefnum," segir hann. Kaupendumir hafa nú tekið yfir reksturinn og kveðst Kristinn Gylfi ekki gera ráð fyrir að miklar breyt- ingar verði gerðar á honum, að minnsta kosti ekki í bráð. Hann segir veltu Nesbús á seinasta ári vera trúnaðarmál en kaupunum fylgi traust viðskiptasambönd, tæki og annað, og að þeirra mati sé um að ræða eitt best rekna eggjabú landsins auk þess sem staðsetning þess sé heppileg. Kristinn Gylfi segir að Nesbú hafi vel yfir fimmtung af eggjamarkað- inum,_ sennilega á milli 23% og 24%. Jón Ölafsson og fjölskylda hans á og rekur Svínabúið í Brautarholti sem er eftir nýlega stækkun orðið stærsta svínabú landsins , auk þess að eiga helmingshlut í kjúklingabú- inu á Móum á Kjalarnesi sem er næststærsti kjúklingaframleiðandi landsins með um 25% markaðshlut- deild. Þá era feðgarnir aðilar að kjötvinnslunni Esju í Kópavogi og Iíjúklingabúið á Móum er aðili að kjötvinnslunni Ferskir kjúklingar í Garðabæ. „Með þessum kaupum erum við að styrkja okkur á markaðinum og að samþætta umfangsmikla fram- leiðslu á kjöti og eggjum. Við höfum mikla trú á framtíð eggjafram- leiðslu og teljum mikla möguleika í þessari grein. Við höfum lagt stund á greinar sem tengjast kjúklingum og svínum og hafa þær vaxið mjög mikið á seinustu árum með hag- kvæmari framleiðslu og öflugri sölu- og markaðsstarfsemi, og við höldum að svipað megi gera varð- andi framleiðslu og sölu eggja og úrvinnslu þeirra,“ segir Ki-istinn Gylfi. Viðbrögð við breytingum í smásölu Hann segir að samþjöppun smá- söluverslunar á fáar hendur valdi því að hagkvæmara sé fyrir fram- leiðendur að hafa fleiri en eina vöra á boðstólum og geta boðið sam- þætta sölustarfsemi. „Það er að verða heilmikil breyting á markað- inum og að hluta til eru þessi kaup okkar nú viðbrögð við þeim,“ segir hann. Herjólfur frá í viku HERJÓLFUR verður úr leik í áætlunarsiglingum milli lands og Eyja næstu daga vegna bilunar í öðram veltiugga skipsins. Skipið siglir frá Vestmannaeyjum áleiðis til Rotterdam síðdegis í dag og vonast Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs, eftir því til baka í áætlunina á föstudag eða laugardag í næstu viku. Bilunin kom upp í veltiugganum fyrir um þremur vikum og segir Magnús ekki verða lengur undan því vikist að gera við, enda lætur skipið ekki eins vel í sjó þegar hans nýtur ekki við. Ekki er unnt að gera við hérlendis þar sem Herjólfur er of breiður fyrir slipp þegar veltiuggar eru úti. Magnús segir viðgerðina kosta nokkrar milljónir, vonandi fáar, en það komi ekki í ljós fyrr en skipið er komið á þurrt. Öll sextán manna áhöfn Herjólfs fer með skipinu og segir Magnús tímann verða notaðan til að gera skipið klárt fyrir sumarannirnar, þrífa, bóna og mála. Vítaverður akstur Framboðsum- ræður tákn- málstúlkaðar Stefnt að 20% verð- mæta- aukningu FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er að setja á laggirnar nefnd sem er ætlað að tryggja 20% verð- mætaaukningu árlega í þekk- ingariðnaði á fyrsta áratug næstu aldar. Formaður nefnd- arinnar verður Kári Stefáns- son, forstjóri íslenskrar erfða- greiningar. Þetta kom fram í máli Finns á vinnustaðafundi hjá Skýw hf. í hádeginu í gær. Finnur sagði að markmiðið væri raunhæft ef skapaðar væru réttar aðstæður. Hann sagði að skattamálin spiiuðu þar stórt hlutverk. Hann kvaðst vera tilbúinn að beita sér fyrir því að þróunarkostn- aður fyrirtækja yrði frádrátt- arbær til skatts. „Þetta gæti hjálpað fyrir- tækjunum gríðarlega mikið. Ég hef lagt þá tillögu fyrir rík- isstjómina að ríkið eigi að veita litlum og stórum hug- búnaðarfyrirtækjum stuðning með því að færa verkefni sem verið er að vinna inni í ráðu- neytunum til sumra þessara fyrirtækja, jafnvel án útboðs, til þess að leyfa þeim að vaxa. Mín skoðun er sú að við eigum að taka verkefnin út úr ráðu- neytunum, færa þau út á markaðinn og í því felst meðal annars stuðningurinn við hug- búnaðarfyrirtækin,“ sagði Finnur. LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók tæplega tvítugan pilt í gær, sem ekið hafði bifreið um Asgarð í Reykjavík með vítaverðum hætti. Hann var talinn undir áhrifum áfengis eða vímuefna og var færður á lögreglustöð. Ökumaðurinn hafði ekið í gegnum grindverk við íbúðarhús í götunni og bakkað þaðan út á götuna, rekist á aðra bifreið og valdið skemmdum á henni og endað ferð sína með því að rekast á ljósastaur. Mildi mátti telja að ekki urðu slys á gangandi vegfar- endum, en börn höfðu verið að leik við götuna stuttu áður en glæfraakstur mannsins hófst. STJÓRNMÁLAUMRÆÐUR í sjón- varpssal í kvöld, daginn fyrir kjördag, verða táknmálstúlkaðai- beint í út- sendingu Sjónvarpsins í kjölfai- dóms Hæstaréttar sem kveðinn var upp í gær. Héraðsdómur hafði 17. mars sl. sýknað Ríkisútvarpið af kröfu Félags hcjTnarlausra þessa efnis. Hafdís Gísladóttir, framkvæmda- stjóri félagsins, segir að dómurinn sé mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir því að táknmálið verði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. Framboðsfundminn daginn fyrir kjördag er sendur út beint bæði á RÚV og Stöð 2. Karl Garðarsson, varafréttastjóri Stöðvar 2, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort táknmálstúlkunin yrði látin fylgja útsendingu þein-a, en að málið myndi skýrast í dag. í dómi Hæstaréttar er vísað til stjómarskrárinnar, mannréttinda- sáttmála Evrópu, útvarpslaga og til laga um málefni fatlaðra frá árinu 1992 þar sem segir að fatlaðir skuli eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. „Mál þetta varðai- mikilvæg rétt- indi, þ.e. kröfu ákveðins hóps einstak- linga um að þeir njóti á sama hátt og aðrir þeirrar þjónustu stefnda [RUV], sem ætluð er til að auðvelda kjósendum val milli framboða í kosn- ingum til löggjafarþings þjóðarinnar. Ákvörðun stefnda um tilhögun út- sendingar umrædds framboðsfundar felur í sér að heymarlausir kjósendur sitja þar ekki við sama borð og aðrir landsmenn... Verður ekki talið að stefndi hafi fært fi-am nægilega gild og málefnaleg rök til að réttlæta þá mismunun, sem í ákvörðun háns felst,“ segir meðal annars í dóminum. Fram kemur í iréttatilkynningu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarps- stjóra að yfirmenn Ríkisútvarpsins og útvarpsráð hafi ákveðið að þáttur- inn yrði endursýndur fyrir dagskrái'- lok sama kvöld og umræðumar færu fram með táknmálstúlkun og textað- ur að auki fyrir heymai-skerta. Þar eð Hæstiréttur hafi ekki talið það fullnægjandi miðað við aðstæður, verði hann nú túlkaður á táknmáli í beinni útsendingu. Kosningasjónvarp túlkað í Noregi frá 1981 Hafdís segist ekki vita til þess að samskonar mál hafi áður verið rekið fyrir dómstólum i Evrópu og dómur- inn marki því tímamót. Hún bendir þó á að á Norðurlöndum sé þjónusta við heyrnarlausa mun betri en hér á landi. „í Noregi hafa framboðsræður til dæmis verið táknmálstúlkaðar í beinni útsendingu frá árinu 1981.“ Hafdís segir að í framkvæmd verði það svo að táknmálstúlkur verði í einu homi sjónvarpsskjásins. Hafdís segh’ að dómurinn feli í sér staðfestingu á því að heymarlausir eigi rétt á að fá upplýsingar, en segir að stjórn félagsins eigi eftir að yfir- fara dóminn með aðstoð lögfræðings síns til að komast að niðurstöðu um þýðingu hans fyrir önnur baráttumál heymarlausra. 3 Ósýnilegu skólaári slitið Höggmyndir í takt við tímann Með Morgun- blaðinu f dag er dreift blaði frá Æskunni, „Unglinga blaðinu Smell“ Kristján Arason hafnaði tilboði frá Gummersbach B/1 Tyrkneskur miðvallarspilari til reynslu hjá ÍBV B/3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.