Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
10(OCoKKNQ3C0C0O)O)(
"•,'"'0)0)ap)0)0)0)0)<
CDOjOj. o>o>o>o><
Iggs
i?
Od i§
§ <o to JSH
co
1
25
20 ^
15 r
10 r
5 I
0 V
«
! <55 05 ð5 j
111o<
45
40
35
30 “
25 I-
44,0% „
■ ~ 43,7%
41;3%-
41,9%
20
37.1%
Sjálfstæöisflokkur
Ék Æ
-
______Jl_________
48,0%
Framsóknarflokkur
-i—i—i—i—i—i—i—i—;—i-
15
10
5
0
-i---1---1--1---1---1--1
Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1995
og í skoðanakönnunum síðan
35
30
25
20
15
10
5
0
1© - -33:5%
Samfylkingin 2,3%
// \J
1 16,0%
H i
28,6%
Spurt 6. maí:
Hvað ætla menn að kjósa í alþingis-
kosningunum á laugardaginn, 8. maí?
april maí
Húmanistaflokkurinn 0,2% 0,3%
10
5 -
0 1- i
Frjálslyndi
flokkurinn
Vinstri hneyfingin/
grænt framboð
=:=!s4Í=;2,5%
-t—t—0
7,5%—8,7%
Skoðanakönnun Félag’svísindastofnunar
HÉR er að fínna niðurstöður skoðanakönn- blaðið og samanburð við niðurstöður fyrri manna úrtaks og var framkvæmd í gær.
unar Féiagsvísindastofnunar fyrir Morgun- kannana, en skoðanakönnunin náði til 1.200 Nettósvarhlutfall var 73%.
Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir göng undir Reykjanesbraut
Dregið úr slysahættu á Reykja-
nesbrautinni með undirgöngum
Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar
í gær var ítrekað að öryggi vegfar-
enda á gatnamótum Öldugötu,
Reykjanesbrautar og Kaldársels-
vegar yrði tryggt tafarlaust. Bæjar-
ráðið samþykkti því að nú þegar
yrði hafinn undirbúningur að gerð
undirganga á gatnamótunum.
Framkvæmdin verður fjármögnuð
fyrst um sinn af bæjarsjóði og
þangað til framkvæmdum lýkur
verður varsla á gatnamótunum þar
sem fjöldi slysa hefur orðið á liðnum
árum.
Gert er ráð fyrir að undirgöngin
verði eins nálægt núverandi gang-
braut og hægt er. Að sögn Magnús-
ar Gunnarssonar, bæjarstjóra í
Hafnarfirði, hefur áformum um
uppsetningu umferðarijósa á gatna-
mótunum hins vegar ekki verið ýtt
út af borðinu, en ráðgert er að setja
þau upp í sumar.
„Pessi gatnamót hafa verið mjög
slæm í langan tíma og með hliðsjón
af sögunni er það niðurstaða okkar
að við viljum bregðast fljótt og vel
við,“ segir Magnús um samþykkt
bæjarráðs um undirgöngin í gær.
Hann segir ljóst að lega Reykja-
nesbrautarinnar verði eins næstu
3—á árin en áætlað er að færa hana
austur fyrir kirkjugarðinn í Hafnar-
firði.
„Brautin verður á sínum stað
næstu 3-4 árin og þess vegna
bregðumst við svona við og erum
tilbúin að leggja fram fé úr bæjar-
sjóði og auðvitað reynum við að fá
Vegagerðina til að taka þátt í kostn-
aðinum."
Þess má geta að kostnaður við
undirgöng undir akbrautir er talinn
vera á milli 20-50 milljónir króna.
Með vörslu við gangbrautina á
Reykjanesbrautinni eins og talað er
um í samþykkt bæjarráðs, er átt við
gangbrautarvörð, sem mun hafa
eftirlit með gangandi umferð yfír
gangbrautina, a.m.k. þar til skólum
lýkur. Ekki er Ijóst hve langan tíma
tekur að Ijúka við undirgöngin.
Viðbrögð allra aðila
eru fagnaðarefni
Að sögn Óla H. Þórðarsonar,
framkvæmdastjóra Umferðarráðs,
eru viðbrögð allra aðila sem að sam-
göngubótinni koma fagnaðarefni og
segist hann feginn að vita til þess að
með fyrirhuguðum aðgerðum verði
einni slysagildrunni færra á götun-
um.
Óli H. og Sigurður Helgason
upplýsingafulltrúi gengu í gær á
vettvang slyssins, sem varð á um-
ræddum gatnamótum þar sem
fímmtán ára gömul stúlka lést er
hún varð fyrir bifreið á þriðjudag.
Þeir voru sammála um að með fyr-
irhuguðum undirgöngum yrðu
gerðar miklar úrbætur í málefnum
gangandi vegfarenda á Reykjanes-
braut.
Háfnarfjörðu
Reiknað er með að innan fárra
ára verði Reykjanesbrautin flutt
austur fyrir kirkjugarðinn og liggi
þar undir brú á Kaldárselsvegi.
Astjörn
LJÓST er að lega Reykjanesbrautarinnar við Öldutúnsskóla breytist
ekki næstu 3-4 árin, en að þeim tíma loknum er áætlað að færa hana
austur fyrir kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Til að tryggja öryggi gang-
andi vegfarenda þangað til verða grafin göng undir brautina nálægt
núverandi gangbraut og í sumar er ráðgert að setja upp umferðar-
ljós á gatnamótum Reykjanesbrautar, Kaldárselsvegar og Öldugötu
í því skyni að draga úr umferðarhraða.
. Urriðakots
\% vatn
Undirbuningur er hafinn að
gerð undirganga undir
Reykjanesbraut við Öldugötu
VÁsfjall
M__L____
500 m
Barna- og ung-
lingageðdeild
lokuð um helgar
Aukið fjár-
magn verði
veitt til
deildarinnar
INGIBJÖRG Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra kveðst
hafa lagt tillögur fyrir ríkis-
stjórnina um að veitt verði
aukið fjármagn til barna- og
unglingageðdeildarinnar til
að fjölga þar sérhæfðu
starfsfólki. Hún segir að tek-
ið hafí verið jákvætt í tillög-
urnar en þær hafi ekki verið
afgreiddar.
Talsmenn Foreldrafélags
geðsjúkra barna hafa dregið
upp dökka mynd af því
ástandi sem ríkir í heilbrigð-
isþjónustu við geðsjúk börn.
Komið hefur fram að barna-
og unglingageðdeild Land-
spítalans er lokuð um helgar
og engin bráðaþjónusta þá
fyrir hendi. 90 böm em á
biðlista eftir innlögn á deild-
ina. ’
HVjóti afgreiðslu
á næstu dögum
„Ég hef á kjörtímabilinu
lagt mikla áherslu á málefni
geðsjúkra, til dæmis með
auknu fjármagni til bama- og
unglingageðdeildar, fjölgun
sérhæfðs starfsfólks, víðtækri
stefnumótun og öflugum
stuðningi við Geðhjálp.
Þannig hefur tekist að efla
geðheilbrigðisþjónustuna
vemlega og jafnframt vekja
athygli á þörfum þessa hóps.
Sú vinna hefur skilað árangri
og ég tel að nú ríki góður
skilningur á málefnum geð-
sjúkra á Islandi og þjónustan
er á flestum sviðum jafn góð
eða betri en við þekkjum ann-
ars staðar," sagði heilbrigðis-
ráðherra.
Hún segir að tillögur þær
sem hún hafi lagt fyrir ríkis-
stjóm miði að því að bæta
þjónustu við böm og unglinga
enn frekar, enda sé mesta
þörfin þar.
„Ég vænti þess að tillög-
urnar hljóti afgreiðslu. á
næstu dögum, en þar er ekki
um að ræða einhver kosninga-
brögð heldur eðlilegt fram-
hald af þeirri miklu stefnu-
mótunar- og uppbyggingar-
vinnu sem hefur verið í gangi
undanfarin fjögur ár,“ sagði
heilbrigðisráðherra.
nu
Herðum okkur á lokasprettinum.
Frambjóðendur verða við símann
frá kL l8 til 21 í kvöld,
föstudagskvöld.
Kosningakaffi á morgun.
Kosningamiðstöð Ármúla 23, simi 588 4350
Borgarstjóri segir ekki rétt staðið að uppsögnum
Starfsmönnunum verða
fundin önnur störf
BORGARSTJÓRI sagði á borgar-
stjórnarfundi í gær að rangt hefði
verið að verki staðið við uppsögn
fjögurra fatlaðra starfsmanna hjá
garðyrkjustjóra um síðustu mánaða-
mót. Segir hún að þeim verði fundin
önnur störf áður en uppsagnarfrest-
ur þeirra rennur út.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarfulltrúi Sj álfstæðisflokksins,
tók framangreindar uppsagnir til
umræðu utan dagskrár á fundi
borgarstjórnar í gær. Hann hélt því
fram að borgarstjóra hefði verið
kunnugt um að uppsagnir þessara
starfsmanna stæðu til og látið
átölulausar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði svo ekki vera, sér hefði
fyrst verið kunnugt um uppsagnirn-
ar síðastliðinn þriðjudag.
Hún sagði borgarverkfræðing
hins vegar hafa bent sér á fyrir
nokkrum vikum að til þess gæti
komið að segja yrði upp nokkrum
starfsmönnum hjá gatnamálastjóra
og garðyrkjustjóra. Hún kvað hann
ekki hafa vitað að um fatlaða ein-
staklinga væri að ræða.
Borgarstjóri sagði enga breytingu
hafa orðið á stefnu borgarinnar varð-
andi störf fatlaðra, þeir starfsmenn
borgarinnar þyrftu ekki að óttast um
atvinnuöryggi sitt. Hún sagði að
ýmsar breytingar yrðu iðulega á eðli
starfa og því kæmi oft til þess að
færa yrði starfsmenn til í störfum
hjá borginni.
Borgarfulltrúar tókust á um málið
í tveggja tíma umræðum og sökuðu
borgariulltrúar Reykjavíkurlistans
minnihlútann um að gera Reykjavík-
urlistann tortryggilegan í málinu í
Ijósi þess að stutt væri til alþingis-
kosninga.
Sögðu þeir málflutning sjálfstæð-
ismanna um mál viðkomandi starfs-
manna þeim ekki til framdráttar.
Borgarstjóri sagði fulltrúa beggja
flokka sammála um að ekki væri rétt
staðið að uppsögnunum og því væri
ljóst að tveggja klukkutíma umræða
um málið væri einungis í því skyni að
gera það. að. pólitísku hitamáli..