Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjónvarp og útvarp verða með fjölbreytta dagskrá á kosninganótt
Kosningavaka hefst
strax eftir fréttir
SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR, Rík-
isútvarpið og netmiðlamir koma til
með að flytja stöðugar fréttir af úr-
slitum alþingiskosninganna 8. maí.
Reiknað er með fyrstu tölum úr flest-
um kjördæmum strax eftir að kjör-
staðir loka kl. 22. Kosningabaráttunni
lýkur formlega í kvöld þegar foi'ystu-
menn framboðanna sem bjóða fram á
landsvísu ræðast við í sjónvarpssal.
Ríkissjónvaipið og Stöð 2 verða í
samkeppni um áhorf á kosninganótt-
ina, en stöðvarnai' verða þó með sam-
starf á nokkrum sviðum. Þær koma
til með að samnýta útsendingarbúnað
á talningastöðunum um allt land og
sameiginleg útsending verður frá við-
ræðum forystumanna flokkanna þeg-
ai’ fyrstu tölur hafa borist kl. 22.30 og
aftur skömmu eftir miðnætti.
Von á fyrstu tölum um kl. 22
Árni Þórður Jónsson, umsjónar-
maður með kosningasjónvarpi RÚV,
sagði að sjónvarpið myndi hefja út-
sendingu kl. 20.50 og reiknað væri
með að haldið yrði áfram þangað til
allar tölur hefðu borist. Búist væri
við fyrstu tölum úr flestum kjör-
dæmum skömmu eftir að kjörstöðum
er lokað kl. 22. Veður gæti þó sett
strik í reikninginn.
Árni Þórður sagði að talsverðar
breytingar hefðu verið gerðar á
framsetningu talna frá kosninga-
sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Not-
ast yrði við nýtt grafískt form, sem
Hafnarbót
ÞEGAR þeir Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra og Halldór Blöndal
samgöngui-áðhen-a voru á opnum
stjórnmálafundi í Grímsey sl. þriðju-
dagskvöld, impraði Halldór Blöndal
m.a. á því að Grímseyingar fengju
eitt stórgrýti í höfnina, fyrir hvert
atkvæði, en stórgrýtið þarf að flytja
til Grímseyjar úr landi. Heimamenn
töldu eðlilegra að verðleggja hvert
atkvæði þannig að tvö til þrjú stór-
gi-ýti kæmu í staðinn.
Morgunblaðið/RAX
UNDIRBÚNINGUR fyrir kosningasjónvarp RUV stendur nú sem hæst, en hann hvílir m.a. á (f.h.) Árna Þórði
Jónssyni fréttamanni, Bimu Ósk Björnsdóttur dagskrárgerðarmanni, Boga Ágústssyni fréttastjóra, Loga
Bergmann Eiðssyni fréttamanni og Elínu Hirst fréttamanni.
hefði það að markmiði að gera áhorf-
endum sem auðveldast að sjá þær
breytingar sem eru að verða á fylgi
flokkanna. Hann sagði að Ólafur
Harðarson stjómmálafræðingur yrði
fréttamönnum til aðstoðar við að
skýra tölurnar, en auk þess yrði rætt
í Grímsey!
Fram kom í frétt hér í blaðinu í
gær að Geir H. Haarde hafi við þetta
tækifæri snarað fram þessum fyrri-
parti til samgönguráðherrans:
Láki-biður bara um grjót
Blöndal lofar steinum
Og nú hefur Blöndal botnað á eft-
irfarandi hátt:
Því hér er þörf á hafnarbót
Hafs að stöðva öldurót
við frambjóðendur og komið við á
kosningavökum. Ennfremur yrði
boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði,
m.a. hljómsveitina Hljómbrot.
Sjónvaipið verður auk þess með
umræðuþátt nk. sunnudagskvöld
með forystumönnum framboða sem
ná kjöri á Alþingi. Þar verður farið
yfir úrslitin og spáð í framhaldið.
Karl Garðarsson, umsjónarmaður
með kosningasjónvai-pi Stöðvar 2,
sagði kosningasjónvarp Stöðvar 2
hefjast strax eftir fréttir kl. 20 og
stæði fram undir morgun þegar úr-
slit í öllum kjördæmum lægju fyrir.
Kosningavakan einkenndist af fjöl-
breyttu skemmtiefni, viðtölum við
frambjóðendur og gesti. Meðal
þeirra sem kæmu fram væri hljóm-
sveitin Kjörseðlamir.
Karl sagði að Stöð 2 yrði með nýj-
ungar í grafískri framsetningu talna.
M.a. yrði boðið upp á grafík í þrí-
vidd. Farið yrði í eins konar flugferð
inn í Alþingishúsið og þar gætu
áhorfendur séð hvernig þingsæti
skiptust á milli flokka.
Karl sagði að Bylgjan yrði að
hluta með samtengdai’ útsendingar
með Stöð 2 á kosninganóttina. Á há-
degi á sunnudag yrði ítarleg umfjöll-
un um úrslitin í samtengdum frétta-
tíma Bylgjunnar og Stöðvar 2. Kári
Jónasson, fréttastjóri fréttastofu Út-
vaips, sagði að kosningavaka Rásar
1 hæfist kl. 21.30 og stæði þangað til
úrslit lægju fyrir í öllum kjördæm-
um. Sent yrði út bæði á langbylgju
og stuttbylgju. Þorkell Helgason
stærðfræðingur yrði fréttamönnum
til aðstoðar við túlkun talna. Talað
yrði við stjórnmálamenn og vegfar-
endur um allt land um úrslit kosn-
inganna. Daginn eftir yrði ítarlega
sagt frá úrslitum í morgunfréttum,
en auk þess yrði tveggja tíma þáttur
um úrslitin milli kl. 10 og 12. Þessi
þáttur, sem hefur m.a. að geyma við-
töl við stjórnmálamenn, yrði endur-
tekinn um kvöldið. Úrslit í öllum
kjördæmum yrðu nákvæmjega tí-
unduð kl. 16. Kári sagði að Útvarpið
kæmi til með að hafa nánara sam-
starf við fréttastofu Sjónvarps en oft
áður um kosningavökuna, t.d. yrði
notast við sama tölvukerfið.
Kosningavakt á
fréttavef Morgunblaðsins
Vakt verður á fréttavef Morgun-
blaðsins alla kosninganóttina þangað
til úrslit liggja fyrh’ í kosningunum,
að sögn Guðmundar Sv. Hermanns-
sonar fréttastjóra. Fylgst verður
með tölum úr öllum kjördæmum og
leitað eftir viðbrögðum fi’ambjóð-
enda. Á kosningavefnum verður sett
fram spá um heildarúrslit strax og
fyrstu tölur berast. Þar verður
einnig að finna nöfn frambjóðenda.
Tölur verða settar fram á grafísku
formi. Ljósmyndarar verða á ferð-
inni og verða myndir birtar á vefnum
um leið og þær berast.
Vakt verður á fréttavef Vísis fram
yftr miðnætti, að sögn Ásgeirs Frið-
geirssonar fréttastjóra. Hann sagði
að blaðamenn og ljósmyndarar yrðu
á vakt og myndu fylgjast með við-
brögðum frambjóðenda við úrslitum
kosninganna. Úrslitin yrðu sett fram
með grafískum hætti. Ekki yrði vakt
alla nóttina, en lögð yrði áhersla á ít-
arlegar fréttir á sunnudaginn þegar
úrslit lægju fyrir.
Formannaþáttur í kvöld
Kosningabaráttunni lýkur form-
lega í kvöld með umræðum forystu-
manna framboðanna sem bjóða fram
á landsvísu. I þættinum verða Hall-
dór Ásgrímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, Davíð Oddsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, Sverrir
Hermannsson, formaður Frjálslynda
flokksins, Kjartan Jónsson, efsti
maður á lista Húmanista í Reykja-
vík, Margrét Frímannsdóttir, tals-
maður Samfylkingarinnar, og Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar. Umræðun-
um stýra Bogi Ágústsson, frétta-
stjóri fréttastofu Sjónvarps, og Páll
Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2.
Forsætisráðherra telur að birta eigi skattframtöl þingmanna og frambjóðenda
Skiptar skoðanir á
birtingu skattskýrslna
Forystumenn stjórnmálaflokkanna taka
misjafnlega undir þá hugmynd forsætis-
ráðherra að rétt sé að birta skattskýrslur
stjórnmálamanna en eru þó þeirrar skoð-
unar að þörf sé á reglum um fjárreiður og~
framlög til sjórnmálamanna og stjórnmála-
fiokka. Ómar Friðriksson ræddi við for-
ystumenn flokkanna.
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðheiTa
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í
gær vera þeirrar skoðunar að setja
ætti þá reglu að skattframtöl allra
þingmanna og jafnvel þeirra sem
bjóða sig fram í prófkjöri séu birt.
Morgunblaðið leitaði álits forystu-
manna annarra stjómmáiasamtaka á
þessari hugmynd.
Setja á sams konar reglur um
stjórnmálamenn og í Noregi
Halldór Ásgrímsson, utanríldsráð-
herra og formaður Framsóknai’-
flokksins, segist ekkert hafa á móti
því persónulega þó skattframtöl
stjómmálamanna verði birt en leggur
tíl að teknar verði upp sambærílegar
reglum og í gildi eru á hinum Norður-
löndunum. „Ég hef lengi verið þeirrar
skoðunar að við eigum að setja sams
konar reglur um stjórnmálamenn og
eru í Noregi,“ segir Halldór.
„Þar hefur verið sett ákveðið há-
mark á til dæmis gjafir sem stjórn-
málamenn mega þiggja og ef þær
fara yfir þau mörk ber að skýra frá
því á þinginu. Einnig ber stjórn-
málamönnum að leggja fram upplýs-
ingar um eignir sínar. Þessar reglur
voru settar í Noregi fyrir skömmu
og ég tel að það megi læra af þeim.
Eg veit hins vegar ekki um dæmi
þess að nokkurn tíma hafí verið far-
ið út í að birta skattskýrslur þó að
ég hafí persónulega ekkert á móti
því. Ég tel að þær reglur sem hafa
verið settar á Norðurlöndunum á
undanförnum árum séu til eftir-
breytini,“ segir Halldór.
Stjórnmálaflokkaniir geri
hreint fyrir sínum dyrum
Sverrir Heimannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, segist ekki hafa
velt því sérstaklega fyrir sér hvort
rétt sé að birta skattframtöl þing-
manna. „Aðalatriðið er að stjómmála-
flokkamir geri hreint fyrir sínum dyr-
um í fjármálum. Auðvitað er það mik-
ilsvert að þingmenn geti fært á það
sönnur að þeir séu alveg óháðh’ og
sjálfstæðir. Ég held þó að ef flokkam-
ir geta sýnt óyggjandi fram á þetta þá
væri það stærsta skrefið en það er
ekki að heyra að það sé talið þarft,“
segir SveiTÍr. Hann bendir einnig á að
stjómmálaflokkum á Norðurlöndun-
um sé skylt að gera sérstaka grein
fyrir öllum stærri framlögum sem
þeir fá. „Mér er sagt að það séu bara
tvö lönd í Evrópu þar sem þessar
reglur eru ekki komnar á og það sé í
Bretlandi og á fslandi en Bretar
munu vera í þann veginn að setja þær
á svo þá verða íslendingar einir á báti.
Það gengur ekki,“ sagði Sverrir.
Þörf á löggjöf um takmarkanir
á fjárframlögum
„Ég hef almennt séð ekkert nema
gott um það að segja að stjórnmála-
menn og stjórnmálaflokkar geri
gi’ein fyrh’ sínum málum og leggi
þau spil hreint á borðið en ég hef
verið þeirrar skoðunar að heppileg-
ast væri að setja um þetta löggjöf og
að við ættum að stefna að því að
setja lög hér á landi um bæði fjár-
stuðning við stjórnmálastarfsemi
sem og um takmarkanir á fjárfram-
lögum til flokka,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs.
„I slíkri löggjöf mætti líka eftir því
sem ástæða væri til mæla fyrir um
tiltekna upplýsingaskyldu stjórn-
málamanna um sín persónulegu fjár-
mál. Ég óttast að tilraun til að koma
þessu á með einhvers konar hefðar-
reglu gæti orðið endaslepp. Ég tel að
sá flokkur sem hefur verið þyngstur
í vöfum hvað varðar alla upplýsinga-
skyldu um sín fjármál og lagst gegn
því hafi einmitt verið flokkur forsæt-
isráðherra," sagði Steingrímur.
Sjálfsagt; að birta heildar-
tölur yfír íjárframlög
Margi’ét Frímannsdóttir, talsmað-
ur Samfylkingarinnai’, segir að við
fyrstu sýn virðist sér ekki eðlilegt að
skattframtöl þingmanna verði 001; í
heilu lagi. „Hins vegar get ég tekið
undir það að menn eigi að gera grein
fyrir því ef um er að ræða hlutabréfa-
eign eða aðrar verulegai’ eignh’ þar
sem hugsanlega gæti verið um hags-
munaárekstra að ræða,“ segir hún.
Margrét telur að hafa beri sama hátt
á ef t.d. er um það að ræða að stjórn-
málamenn hafa notið persónulegra
styrkja frá fyrirtækjum í prófkjörs-
baráttu eða vegna sinnar pólitísku
starfa, þai’ sem hugsanlega gæti orðið
um hagsmunaárekstra að ræða. „Að
öðru leyti finnst mér heimilsbókhald-
ið ekki koma þessu við,“ sagði hún.
„Það þarf að setja heildstæðar
reglur um það með hvaða hætti eigi
að fara með upplýsingar s.s. um það
hverjir það eru sem styrkja stjórn-
málaflokka eða stjórnmálamenn,"
segir hún. „Það þarf að setja sam-
ræmdar reglur. í dag verður auðvit-
að að virða trúnað við þá sem fram á
það fara en ég tel sjálfsagt að birta
engu að síður heildartöluna yfir fjár-
framlög fyrirtækja eða einstaklinga
til flokka," sagði Margrét.