Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 11
Nefnd fulltrúa 5 flokka um fjárhagslegan stuðning við stjdrnmálaflokka
Oæskilegt að afnema
nafnleynd styrktaraðila
Þorskkvóti í verð-
laun í kosninga-
happdrætti
Þrír aðil-
ar lofa
kvóta
NEFND sem forsætisráðherra skipaði 1995 til
að fjalla um fjárhagslegan stuðning við stjórn-
málaflokka komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu
sinni að óæskilegt væri að afnema nafnleynd
styi’ktaraðila stjórnmálaflokkanna. I nefndinni
sátu fulltrúar fimm stjórnmálaflokka og skilaði
hún niðurstöðum sínum í desember sl.
Davíð Oddsson forsætisráðherra fól nefndinni
að gera tillögur að reglum um fjárhagslegan
stuðning við stjóx-nmálaflokka og þá þætti sem
slíkum stuðningi tengjast. í nefndinni sátu
Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður, sem var
formaður nefndarinnar, Kjax-tan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Helgi S.
Guðmundsson, tilnefndur af Framsóknax-flokki,
Einar Karl Haraldsson, tilnefndur af Alþýðu-
bandalagi, Sigurður Ax’nórsson, tilnefndur af Al-
þýðuflokki og Kiistín Sigurðardóttir, tilnefnd af
Kvennalistanum. Arthur Morthens tók sæti Ein-
ars Karls í nefndinni 1996 og Ingvar Sverrisson
tók einnig þátt í störfum nefndarinnar fyrir Al-
þýðuflokkinn. Pjóðvaki tilnefndi ekki fulltrúa í
nefndina.
Yrðu háðari
ríkisframlögum en ella
Nefndin fjallaði m.a. ýtarlega um opinber
framlög til stjórnmálaflokka og gerði tillögur um
skiptingu fjárframlaga en fjallaði einnig um fjár-
hagslegan stuðning fyx-irtækja og einstaklinga
við stjói’nmálaflokka. I niðui’stöðum nefndarinn-
ar segir m.a. um það álitamál: „Ljóst er, að ef
nafnleynd styi’ktai’aðila yrði aflétt myndi draga
mjög úr frjálsum fjárframlögum til flokkanna,
sem aftur gerir þá enn háðari ríkisframlögum en
ella og hætta skapast á því, að þeir festist í fjár-
hagslegum viðjum hins opinbera. Það er af þeim
ástæðum óæskilegt að afnema nafnleyndina, auk
þess sem fráleitt væri að ætla að afnám hennar
gæti verið allsherjarlausn til að koma í veg fyrir
spillingu og misferli og e.t.v. fælist í því falskt ör-
yggi. I þessu sambandi er einnig rétt að líta á það
sem rétt einstaklinga og félaga, að styrkja tiltek-
in samtök án vitneskju annarra óski viðkomandi
eftir því, enda eru allir skv. 1. mgi’. 73. gr. stjói'n-
arski’árinnar „frjálsir skoðana sinna og sannfæi’-
ingar“.“
Bent er á það í skýrslunni að stuðningur við
stjómmálaflokka sé m.a. kominn til vegna vel-
vilja í þeirra garð og stuðnings við málstað
þeirra, en gera verði ráð fyrir því að breytt eign-
arhald fyrii’tækja og almenn hlutabréfaeign hafi
stuðlað að því að stjórnmálaflokkar standi jafnar
en áður hvað varðar möguleika þeirra á að afla
slíks fjár. „Hluthafar í hlutafélögum eiga heimt-
ingu á því að fá upplýsingar um styrki slíki’a fé-
laga og veita stjórnendum og stjómum þar með
aðhald og eftirlit,“ segir í skýrslunni.
Fram kom að fulltrúi Kvennalistans í nefnd-
inni var ekki sammála mörgum þeirra forsendna
sem nefndai’menn settu fram og taldi m.a. eðli-
legt að sett yrðu séi’stök lög um starfsemi og
fjárreiður stjórnmálaflokka.
SAMFYLKINGIN hefur efnt til
kosningahappdrættis þar sem
fyrsti vinningur er eins tonns
þorskkvóti, að andvirði um 820
þúsund krónur. Hólmsteinn Brekk-
an, einn framkvæmdastjóri happ-
drættisins, segir þijá aðila hafa
heitið því að láta þennan kvóta til
happdrættisins og gangi vinning-
urinn út, verði einn þeirra að efna
það loforð. Um helstu fjáröfiunar-
leið Samfylkingarinnar sé að
ræða.
„Vinningar í happdrættinu eru á
einn eða annan hátt tengdir
stefnumálum Samfylkingai’innar.
Eitt af áherslumálunum er að auð-
lindirnar séu í þjóðareign og því
kviknaði sú hugmynd að hafa
þorskkvóta í verðlaun,“ segir
Hólmsteinn.
Skoðanakönnun
Gallups
Fylgi D-
lista hefur
aukist lítil-
lega
FYLGI Sjálfstæðisflokksins
var um einu prósenti meira í
skoðanakönnun Gallup sem
birt var í gær heldur en í
könnun Gallup frá miðviku-
deginum. Litlar breytingar
urðu á fylgi annarra flokka
milli kannananna.
Sjálfstæðisflokkurinn fær
43,2% atkvæða í kosningun-
um ef marka má nýju könn-
unina, en hafði 42,3% í sam-
kvæmt fyrri könnuninni.
Samfylkingin fær 27,3% í
nýju könnuninni en fékk
27,1% í hinni fyrri. Fram-
sóknarflokkurinn fær 18% en
var áður með 18,3%. Vinsti’i-
hreyfingin - grænt framboð
mælist með 7,9% fylgi en var
með 8,3% Frjálslyndi flokk-
urinn fær nú 3,4% en var með
3,2%, Húmanistaflokkurinn
var með 0,9% í síðustu könn-
un en fær nú 0,2%. Fylgi
Kristilega lýðræðisflokksins
og Anarkista mældist í hvor-
ugri könnuninni.
Úrtakið var
þúsund manns
Urtakið í könnuninni var
1.000 manns af landinu öllu á
aldrinum átján ára og eldri,
þar af voru fimm hundruð
spurð á miðvikudagskvöldið
og voru þau svör lögð við svör
í könnuninni sem gerð var á
þriðjudagskvöldið 3. maí.
Svai’hlutfall var um 71%, um
16,5% vora óákveðnir eða
neituðu að svara, 4,2% sögðust
ekki myndu kjósa eða ætluðu
að skila auðu.
_ Morgunblaðið/Kristján
LEIKFELAG Menntaskólans á Akureyri sýndi atriði úr söngleiknum Kabarett á Samfylkingargleðinni í
Sjallanum. Kjartan Höskuldsson, sem leikur skemmtanastjórann í verkinu, fékk þær stöllur, Margréti
Frímannsdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Rannveigu Guðmundsdóttur til að hátta sig á sviðinu.
Verðmæti 820 þús. og vex
„Þegar miðarnir voru prentað-
ir var verðmætið áætlað 820 þús-
und krónur og fer hækkandi að
sögn fróðra manna, vegna viðbót-
arveiðiheimilda sem útdeilt verð-
ur á næstu dögum. í landinu eru
tíu kvótasölur þannig að nánast
hver sem er getur stundað við-
skipti með kvóta, en í þessu til-
viki fengum við vilyrði frá þrem-
ur aðilum sem voru tilbúnir til að
selja kvótann eða láta hann frá
sér. Við leituðum álits hlutaðeig-
andi ráðuneyta og þetta mun vera
heimilt."
Hólmsteinn segir að vinnings-
hafi þurfi ekki að eiga skip til að
nýta sér kvótann. „I landinu eru
um 4.000 fjölskyldur sem eiga bát
eða hluta í bát, sumir hverjir
kvótalausir, og ef vinningshafinn
er svo heppinn að koma úr þessum
fjölskyldum fer kvótinn beint á
viðkomandi bát. En ef hann er
ekki svo heppinn, fær vinningshaf-
inn afhenta verðgildisávísun og
getur annaðhvort selt kvótann
þeim sem á bát eða nýtir sér þetta
með einhverjum öðrum hætti.“
Margrét Frímannsdóttir á Samfylking-
argleði í Sjallanum á Akureyri
Davíð getur
ekki setið rór
í fleti sínu
MARGRÉT Frímannsdóttir, tals-
maður Samfylkingarinnar, gagn-
rýndi Sjálfstæðisflokkinn harkalega
í ræðu sinni á Samfylkingargleði í
Sjallanum á Akureyxi í fyrrakvöld
og vék sérstaklega að framkomu og
einræðistilhneigingum Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra, eins
og hún orðaði það.
Afl sem getur gjörbreytt
aldahlutföllum
Margrét nefndi að Davíð hafi
gerst bókmenntagagnrýnandi,
skammaðprest opinbei’lega fyi’ir að
skrifa smásögu sem honum líkaði
ekki og veitt fréttamönnum ofaní-
gjöf líki honum ekki fréttaflutning-
ur þeirra. Hún sagði að forsætisráð-
herra skammaði öryrkja og aldraða
fyrir að auglýsa eigin kjör og verk
ríkisstjórnarinnar og þá finnist hon-
um að biskup Islands eigi ekki að
hafa skoðun á því að hér á landi býr
fólk við fátækt.
„Þessi oi’ð og athugasemdir og sú
framganga sem við höfum orðið vitni
að er ekki sæmandi manni í hans
stöðu. En hvei’s vegna er Davíð
Oddsson að fara á taugum? Hvers
vegna er hann svo striður í lund og
óstýrilátur á mannamótum? Það er
von að maður spyrji því staðan hjá
höfuðandstæðingi okkar, Sjálfstæð-
isflokknum, er sterk. En Davíð
Oddsson veit jafn vel og við að ekki
er allt sem sýnist. Upp er risið afl
sem getur gjörbreytt valdahlutfoll-
um í landinu til frambúðar. Og það
pirrar hans viðkvæma geð. Þetta afl
er komið til að vera. Hann veit að
hér eftir getur hann ekki setið rór á
fleti sínu,“ sagði Margrét.
Samfylkingin troðfyllti Sjallann
og auk Margi-étar fluttu ávarp Jó-
hanna Sigurðardóttir, Rannveig
Guðmundsdóttir og Svanfríður Jón-
asdóttir en allar leiða þær lista
Samfylkingai-innar í sínum kjör-
dæmum. Einnig var boðið upp á
skemmtiatriði sem vöktu mikla
hrifningu viðstaddra.
Morgunblaðið/Ásdís
Sj álfstæðiskonur
á kosningafundi
Á ANNAÐ hundrað manns
mættu á konukvöld sem haldið
var í kosningamiðstöð Sjálfstæð-
isfiokksins í gærkvöldi, þar á
meðal allar konur á framboðs-
lista fiokksins í Reykjavík og
jafnframt nokkrir karlanna.
Flutt var tónlist og boðið upp
á skennntiatriði. Anna Gunnars-
dóttir, „Anna og útlitið", fjallaði
um tísku og útlit og Ásta Möller,
sem er í níunda sæti á lista
fiokksins í Reykjavík flutti
ávarp um konur og stjórnmál.
Sólveig Pétursdótt.ir alþingis-
maður, sem er í fjórða sæti í
Reykjavík, heilsar hér einum
gestanna.