Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX FÓLK á öllum aldri lítur inn í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins en þar er daglega tekið á móti gestum og gangandi, jafnvel þótt þeir séu ekki með kosningarétt eins og þessir krakkar sem Ijósmyndari blaðsins hitti í gær. Morgunblaðið/RAX KOLBRÚN Halldórsdóttir, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Kolbeinn Óttarsson Proppé kosningastjóri spjalla við kjósendur í kosningamiðstöð framboðsins í gær. Morgunblaðið/Ásdís VERKIN, sem tala á kosningaskrifstofu Framsóknar eru meðal annars nýbakað brauð og lax frá kjósenda, sem Örn Gústafsson kosningastjóri og gestir hans gæddu sér á í gær. Morgunblaðið/Ásdís HIN rétta breytni Samfylkingarinnar í gær var að mæta á kosningahátíð við Iðnó og þar var Óskar Guðmundsson kosningastjóri auðvitað mættur. Erum þar sem kjós- endur eru SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er með kosningamiðstöð í Skipholti 19 og níu aðrar kosningaskrifstofur í öðrum hverfum borgar- innar. Stefna flokksins íyrir þessar kosningar er að fara til kjósenda fremur en að láta þá koma til sín, að sögn Friðjóns Friðjónssonar, starfsmanns miðstöðvarinnar. í Skipholtinu hefur verið opið síðasta mán- uðinn frá klukkan 14 og fram á kvöld. Þangað hafa kjósendur leitað með spurningar um ým- is málefni sem þeir vilja spyrja út í. Að sögn Friðjóns hefur verið töluverð umferð á mið- stöðina, sérstaklega þegar þar eru haldnar uppákomur eða fundir. í gærkvöldi var til dæmis skemmtun undir yfirskriftinni konur og stjórnmál þar sem skemmtidagskrá var blandað saman við stjómmál í léttum dúr. Einnig hefur að sögn Friðjóns mikið verið hringt í miðstöðina með spurningar. Aðsókn eykst eftir því sem nær dregur kosningum „Fólk spyr um allt milli himins og jarðar. Frá stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum til stefnu hans í málefnum samkynhneigðra. Fólk spyr líka um sérstök áhugamál og einnig kemur fyrir að það hringir til að rífast,“ segir Friðjón og bætir við að fyrirspumir berist einnig á tölvupósti. Friðjón segir að flokkurinn leggi sig fram við að vera á þeim stöðum þar sem fólkið er. Frambjóðendur flakka daglega á milli vinnu- staða til að kynna málefni flokksins auk þess sem þeir eru í Kringlunni og í öðrum verslun- armiðstöðvum. „Spurningar fólks, aðsókn á kosningamiðstöðina og á skipulagða atburði kosningabaráttunnar hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem nær dregur kosningum. Að auki fer fram mikið starf á hverri kosninga- skrifstofu og við reynum að ná til fólks með því að hringja í ákveðna markhópa, senda póst og standa fyrir uppákomum," segir Friðjón. Friðjón segist ekki hafa fundið fyrir deyfð í kosningabaráttunni eins og nokkuð hefur bor- ið á í umræðu um kosningamar undanfarið. Hann segist fínna fyrir því að fólk sé almennt ánægt með ástandið og flokkurinn hafi mikinn meðbyr fyrir þessar kosningar. Að lokum seg- ir hann að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins muni einbeita sér að því að vera þar sem kjós- endur era á lokaspretti kosningabaráttunnar sem er í dag. Kjósendur forvitnir um nýtt framboð KAFFI og kanilsnúðar eru á boðstólum í kosningamiðstöð Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs á Suðurgötu 7. Þar sitja frambjóðendumir Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir og spjalla við kjósend- ur. Undanfama daga hafa frambjóðendur flokksins verið til viðtals í þessum bækistöðv- um flokksins en á morgun verða þeir á þönum um allan bæ að spjalla við kjósendur og kynna málstaðinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé er kosninga- stjóri framboðsins í Reykjavík og er ávallt við í kosningamiðstöðinni á Suðurgötu. Hann segir að mikið sé um að fólk kíki inn og spyrji út í ýmis mál, enda skrifstofan í alfaraleið á horni Suðurgötu og Vonarstrætis. Kolbeinn segir að mest beri á því að spurt sé um stefnu flokksins í umhverfismálum og segist hann gjarnan heyra að fólki hafi fundist vanta flokk sem setji þau mál á oddinn. Engin deyfð yfír kosningabaráttunni „Við eram nýtt framboð og kannski þess vegna era margir sérstaklega forvitnir um okkur. Mér finnst mikið bera á því að fólk er ekki búið að gera upp hug sinn og er að kanna nýja kosti eins og okkur. Auk þess sem menn koma hingað hringja þeir og senda fyrirspurn- ir á Netinu. En vegna þess að við eram nýtt framboð þurfum við að kynna okkar stefnu frá granni. Við verjum ekki miklum fjármunum í auglýsingar heldur höfum við kosið að kynna stefnu okkar með fræðslu. Við höfum starf- rækt bæði Grænu smiðjuna og Rauðu smiðj- una þar sem við höfum verið með fræðslufundi um umhverfismál annars vegar og velferðar-, menntunar- og menningarmál hins vegar. Auk viðveru í kosningamiðstöð hafa fram- bjóðendur kynnt stefnu flokksins á vinnustöð- um og í verslunarmiðstöðvum eins og í Kringl- unni og fleiri verslunarmiðstöðvum. Undan- famar vikur hafa verið haldnir 3-4 fundir í viku í kosningamiðstöðinni og Kolbeinn þver- tekur fyrir að áhugaleysi nki meðal kjósenda íyrir þessar kosningar. „Ég hef oft staðið í kosningabaráttu en aldrei fundið fyrir svona miklum áhuga. Á fundum okkar hefur verið fullt hús og við höfum haft miðstöðina opna fram á kvöld í rúman mánuð þar sem hér hefur verið stöðug traffík.“ „Frambjóðend- ur verða að vera sýnilegir“ „HÉR er verulegur straumur, þegar fram- bjóðendur hafa tíma til að vera hér,“ segir Öm Gústafsson, kosningastjóri Framsóknarflokks- ins, þegar litið er inn á kosningaskrifstofu flokksins við Hverfisgötu. Á borðum eru klein- ur og kökur, að ógleymdu nýbökuðu brauði og reyktum laxi, gjöf frá góðum flokksmanni. Við hlið góðmetisins er andleg fæða í formi lesefn- is. Fyrir konur á uppleið er til sölu bókin „Gegnum glerþakið“, sænsk bók um leið kvenna til valda. Nokkrir gestir sitja og gera veitingunum góð skil og Ólafur Örn Haralds- son þingmaður og Finnur Ingólfsson við- skipta- og iðnaðarráðherra hafa litið við. „Það er misjafnt hvað hingað kemur mikið af fólki,“ segir Örn og bætir við að þegar fram- bjóðendur gefi sér tíma til að koma sé veraleg- ur straumur á skrifstofuna. Dagurinn á skrifstofunni hefst með morg- unfundi, þar sem sjö efstu frambjóðendur á listanum mæta. Þá er farið yfir dagskrá dags- ins, hvaða vinnustaðir verða heimsóttir og annað sem gert er. Auk þess sér skrifstofan um útgáfu bæklinga. „Vinnudagarnir vilja verða langir og mikið að gera,“ segir Örn. „Frambjóðendur verða að vera sýnilegir þegar um fjöratíu prósent kjósenda eru enn óákveðnir," segir Örn. Því eru frambjóðendur flokksins daglega í Mjóddinni og í Kringlunni. I dag fer rúta með sextán frambjóðendum um bæinn og heimsækja þeir vinnustaði. „Móttök- urnar era yfirleitt vinsamlegar," segir Örn, „þótt einn og einn sé önugur. Áhugaefnin á vinnustöðunum fara eftir hvaða vinnustaðir eiga í hlut.“ Órn hefur orð á því hvað yngstu kjósend- umir séu áhugasamir um að afla sér upplýs- inga. „Hingað komu til dæmis þrjár ungar stúlkur og höfðu þá farið á kosningaskrifstof- ur allra flokkanna. Ég er hræddur um að þetta hefði ég ekki gert á þeirra aldri.“ Efnin sem fólk ræðir helst að sögn Arnars era velferðarmál eins og barnabætur, tekju- trygging, skattamál og barnakortið, en þá nýj- ung setur Framsókn á oddinn. „Þeir sem koma hingað hafa ekki sterkar skoðanir á kvótamálinu.“ „Fólk vill auðvitað helst ræða við frambjóð- endur hér og fá skýr svör,“ segir Örn. „Sumir ræða jafnvel persónuleg mál og leita úrlausn- ar, aðrir ræða hugðarefni sín.“ Svo hringir fólk mikið til að leita eftir upplýsingum um kjörskrá, en eins til að leita eftir að fá fram- bjóðendur í vinnustaðaheimsóknir eða á aðrar samkomur." Öm segist ekki hafa langa reynslu af kosn- ingabaráttu og því ekki geta metið hvort kosn- ingabaráttan sé dauf, eins og margir halda fram. „En flokkamir era líkir og þá verður þetta meira spuming um persónur, þar sem forystumennirnir gegna auknu hlutverki." Á lokasprettinum er verið að undirbua keyrslu á kjördag og kosningavöku, sem að þessu sinni verður haldin á Grand hóteli, auk þess sem skrifstofan býst við að um hundrað manns komi við í kaffi á kjördag. „En línurnar í baráttunni hafa þegar verið lagðar og þeuri stefnu verður ekki breytt. Menn hafa verið málefnalegir í kosningabaráttunni, en hún er ekki búin enn og allt getur gerst.“ „Kosninga- skrifstofan er torg fram- bjóðenda“ KOSNINGAHÁTÍÐ Samfylkingarinnar í og við Iðnó síðdegis í gær færði kosningaskrif- stofu hreyfingarinnar þangað úr Ármúlanum og þar var Óskar Guðmundsson kosninga- stjóri að hlýða á kórsöng er blaðamann Morg- unblaðsins bar að. Utandyra reyndu krakkar kraftana með sleggju, tónlist hljómaði úr gjall- arhornum og innan dyra var hægt að kaupa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.