Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aður óþekkt Kjarvalsverk komið í leitirnar í Svíþjóð Handbragðið þesslegt að um Kjarvalsverk sé að ræða KJARVALSVERKIÐ, sem sænskur maður festi kaup á á flóamarkaði í Svíþjóð fyrir skömmu og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, hefur ekki áður komið fyrir sjónir tveggja sérfræðinga um verk Jóhannesar Kjarvals sem Morgunblaðið leitaði til. Sér- fræðingarnir segjast hins veg- ar báðir hafa séð sambærileg verk eftir Kjarval. Karl Andersson keypti verk eftir Kjarvai á flóamarkaði í Gautaborg fyrir skömmu á rúmar 500 krónur. Verkið var boðið upp hjá Bukowskis-upp- boðshúsinu í síðustu viku en seldist ekki. Útgangsverð hjá Bukowskis samsvarar um 264.000 íslenskum krónum. Karl Andersson ætlar að láta íslenskan sérfræðing skoða verkið og mun hann líklega selja það hér á landi. Ólafur Ingi Jónsson, forvörð- ur hjá Morkinskinnu, segist ekki hafa séð þetta tiltekna verk áður, en það er af lands- lagi með fossi. Ólafur segir hins vegar að Kjarval hafi mál- að mörg sambærileg verk. „Myndir Kjarvals í þessum stíl eru svokallaðar draumaiands- myndir og málaði hann slíkar myndir frá upphafi ferils síns. Þetta draumalandslag byggist ekki á neinum veruleika svo myndin er injög líklega ekki máluð eftir sérstakri fyrir- mynd,“ segir Ólafur Ingi. Hann telur litlar líkur á að verkið sé falsað þótt erfitt sé að dæma slíkt einungis af ljósmynd. Hann segir að í fljótu bragði líkist það mjög verki eftir Kjarval sem hann gerði við ný- lega. Ólafur segist telja út- gangsverð Bukowskis-upp- boðshússins í lægri kantinum þótt erfitt sé að dæma um ástand verksins af ljósmynd einni. Kristín Guðnadóttir, list- fræðingur og forstöðumaður Listasafns ASI, kannast ekki við þetta tiltekna verk en seg- ist hafa séð svipuð verk eftir Kjarval. Kristín hefur sett, upp nokkrar sýningar með verkum Kjarvals og hefur góða yfirsýn yfir þau og feril Kjarvals. Verkið gæti verið málað um 1940 „Þetta er mótíf sem hann málaði í langan tíma, en ég myndi telja að verkið væri mál- að í kringum 1940. Án ábyrgð- ar og miðað við að ég hef bara séð verkið af ljósmynd þá virð- ist það ekta en það er erfitt að dæma eingöngu út frá blaða- Ijósmynd. Það væri gaman að fá að sjá verkið en það er alltaf virkilega spennandi þegar ný verk eftir Kjarval koma í ljós,“ segir Kristín. Hún segir að mörg verk Kjarvals hafi borist með ís- lenskum íjölskyldum til Skand- inavíu og heilmikið af verkum eftir Kjarval sé til víða um Norðurlöndin. Eimskip fær nýtt skip til Ameríkusiglinga EIMSKIP hefur fengið nýtt skip í flota sinn og hefur það hlotið nafnið Selfoss. Verður það notað í Amer- íkusiglingar en Goðafoss verður fluttur á strandleið. Ráðgert er að um 11 manns verði í áhöfn skipsins. Haukur Már Stefánsson, for- stöðumaður skiparekstrardeildar Eimskips, sagði að skipið, sem var smíðað í Danmörku árið 1991, hefði verið tekið á þurrleigu, en að í samningnum væri kaupheimild, þannig að Eimskip gæti keypt skipið á leigutímabilinu, en þannig hefur Eimskip eignast flest sín skip. Skipið, sem er í dag metið á um 700 milljónir, er í eigu danska útgerðarfyrirtækisins KIL Shipp- ing sem á um 20 skip, bæði olíuskip og gámaskip. Skipið er um 9 þús- und tonn, tæplega 130 metra langt og 724 gámaeiningar, en til saman- burðar er Brúarfoss 1.012 gáma- einingar. Selfoss er tólfta skip Eimskips. Eins og er eru tvö skip félagsins í slipp erlendis, en þau koma í lok mánaðarins. Ekki verða þá verk- efni nema fyrir annað þem-a og segir Haukur Már þá verða skoðað hvort það verður selt eða leigt frá félaginu. Hann sagði nýjan Selfoss nýlegan og því kærkomna viðbót til endurnýjunar skipaflotans og telur líkur á að skipið verði keypt á samningstímanum. Skorradalsvegur er safnvegur og fær ekki aukafjárvcitingu „Brotalöm í kerfínu“ Fyrsti áfangi að byggingu þjónustuskála Framkvæmdir hefj- ast í næstu viku FRAMKVÆMDIR við fyrsta áfanga að byggingu nýs þjónustu- skála við Alþingishúsið við Austur- völl hefst í næstu viku og er áætlað að þeim ljúki í lok september á þessu ári. Um er að ræða jarðvinnu og uppsteypu 1650 fermetra bíla- kjallara og kjallara en tilbúinn verð- ur skálinn samtals 2400 fermetrar. Alþingi hefur tekið tilboði lægst- bjóðanda, félagsins Ólafs og Gunn- ars ehf. um framkvæmdir við fyrsta áfanga að upphæð 167,9 milljónir króna og kynnti Ólafm- G. Einars- son, forseti Alþingis, verksamning við verktakann í fyrradag. Þrír aðr- ir aðilar sem valdir voru í forvali fyrir lokað útboð skiluðu einnig inn tilboði í verkið og hljóðaði tilboð hæstbjóðanda, Byggðaverks, upp á rúmar 218 milljónir. Kostnaðará- ætlun hönnuða gerði hins vegar ráð ---------------- Leiðsögumenn vilja ekki LÍV FÉLAGSFUNDUR Félags leið- sögumanna, sem haldinn var 5. maí sL, hafnaði einróma tillögu skipu- lagsnefndar ASÍ um inngöngu fé- lagsins í Landssambands íslenski'a verslunarmanna, að því er segir í fréttatilkynningu. Félag leiðsögumanna hefur ekki óskað aðildar að Landssambandi ís- lenskra verslunarmanna og telur hagsmunum félagsmanna sinna bet- ur borgið utan þess, segir í fréttinni. Skipulagsnefnd Alþýðusambands Is- lands hefur verið send tilkynning um ofangreinda afstöðu félagsfundarins. fyrir því að verkið kostaði tæpar 190 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að þjónustu- skálinn, sem rísa á vestan við Al- þingishúsið á lóðinni nr. 12 við Kirkjustræti í Reykjavík verði til- búinn í lok september ársins 2000. EF allur Skorradalsvegurinn yrði styrktur með um 40 til 50 cm malar- lagi þá yrði hann í góðu lagi, en sú framkvæmd myndi kosta nokkrar milljónir. Þetta sagði Bjami Johan- sen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að eins og staðan væri í dag væri ráðgert að verja um 1,5 milljónum króna í viðgerðir á veginum vegna þess að hann flokk- aðist sem safnvegur, en fjáiveiting- ar til slíkra vega væru einungis reiknaðar eftir lengd veganna en ekki umferðarþunganum. Ástand malarvega slæmt Bjami sagði að Skorradalsvegur- inn hefði ákveðna sérstöðu því hann væri safnvegur með mikinn umferð- arþunga, en á sumrin fara um 360 bflar um veginn á dag. Hann sagði að ekki væri unnt að fá neina auka- fjárveitingu út á umferðina og það væri „brotalöm í kerfinu". Að sögn Bjarna er ástand malar- vega í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu slæmt en vegurinn í Skorradal sér- staklega slæmur og nánast aðeins fær jeppum og helgast það af því að hann er frá upphafi miklu lakari en aðrir vegir á svæðinu. Hann sagði að ástand vegarins væri með versta móti í ár og að það væru býsna mörg ár síðan hann hefði litið svona út. „Við getum eiginlega ekkert gert á meðan klakinn er að fara úr því ef að við reynum að keyra í eina og eina rispu þá kannski búum við til tvær nýjar í staðinn," Sagði Bjarni. „Reynslan hefur kennt okkur að best sé að reyna að þreyja þorrann ef mögulegt er og vonast til þess að klakinn fari úr veginum, þá þornar hann mjög fljótt." Bjarni útskýrði hvers vegna veg- urinn væri svona slæmur. „Þegar vegur frýs á vetuma þá myndast undirþrýstingur undir klakaskel- ember sl. um fiskveiðiréttindi hafi sömuleiðis valdið talsverðum um- ræðum á þinginu og kom það sam- an í janúarbyrjun, á óvenjulegum tíma, til að afgreiða breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða. Friðrik bendir auk þess á að mörg önnur mál hafi verið fyrirferðar- mikil á þinginu svo sem byggða- mál og skipulagsmál á hálendinu. Rætt um störf þingsins í 5 tíma I ársskýrslu Alþingis má m.a. sjá fjölda þingfunda og lengd þeirra. Til dæmis var samtals 91 þingfundur á 123. löggjafarþingi inni, sem sogar grunnvatnið upp í veginn. Ef það frýs mjög hægt í til- tölulega litlu frosti, svona 2 til 5 gráðu, þá vinnur tíminn á móti okk- ur því þá sogast vatn í veginn áður en hann frýs. Ef vegurinn frýs hratt áður en vatnið sogast upp þá frýs hann þurr og þegar frostið fer úr aftur þá er miklu minna vatn sem er að stríða okkur.“ Biðum eftir að klakinn fari úr „Það lagar þetta enginn nema náttúran og tíðarfarið núna, við bíð- um eftir því að klakinn fari úr, hann er kominn um hálfan metra eða 40 cm niður og þegar klakaskelin sem eftir er opnast þá lagast þetta í hvelli því þá hripar vatnið niður. „Þetta eru vegir sem fólk þarf bara að gera sér grein fyrir að geta farið svona og á meðan ekki eru meiri fjárveitingar til vegagerðar hér þá verður ástandið svona.“ og var heildarfundartími samtals 384 klukkustundir. Hann skiptist á þann hátt að umræður um frum- vörp tóku 220 klukkustundir, ræð- ur um þingsályktunartillögur tóku 48 klukkustundir, atkvæðagi-eiðsl- ur tóku 17 klukkustundir, umræð- ur um skýi-slur tóku 21 klukku- stund, svör við fyrirspurnum 25 klukkustundir og utandag- skrárumræður 13 klukkustundir. Þá hefur vakið athygli að ræður um störf þingsins í upphafi fundar hafi tekið samtals fimm klukku- stundir eða jafn langan tíma og al- mennar stjórnmálaumræður sam- anlagt. Arsskýrsla Alþingis gefín út í fyrsta sinn Rekstrargjöld síðasta árs námu tæpum milljarði HEILDARUTGJÖLD Alþingis námu tæpum 966 milljónum króna á árinu 1998, þar af var þingfarar- kaup alþingismanna rúmar 216 milljónir króna og launagjöld á skrifstofu Alþingis rúmar 269 milljónir króna. Alþingismenn eru 63 en stöðugildi á skrifstofu Al- þingis voru 89,4 í árslok 1998, að meðtöldu starfsfólki í afleysinga- störfum vegna barnsburðarleyfa og veikinda. Þetta kemur m.a. fram í nýrri ársskýrslu um störf og rekstur Alþingis. Þetta er í fyrsta sinn sem slík skýrsla er gefin út en í henni er greint frá rekstri Alþingis fjárhagsárið 1998. Ennfremur er skýrt frá störfum 123. löggjafarþings Alþingis, sem hófst í byrjun október 1998 og lauk 8. maí sl. í formála eftir Ólaf G. Einarsson, forseta Alþingis, segir að útgáfa skýrslunnar sé lið- ur í þeirri viðleitni að gera starf- semi Alþingis sýnilega. Átakamál færri í inngangi eftir Friðrik Ólafs- son, skrifstofustjóra Alþingis, seg- ir m.a. að það sé mál manna að átakamál milli stjórnar og stjórn- arandstöðu hafi verið færri á 123. löggjafarþingi en oft áður. Engu að síður hafi orðið mikil umræða um mörg mál og beri þar hæst frumvarpið um gagnagrunn á heil- brigðissviði sem var afgreitt fyrir jólahlé. Dómur Hæstaréttar í des- Skipting fundartíma á 123. löggjafarþingi Þingsályktunartillögur, 48 klst. - Atkvæðagreiðslur, 17 klst. - Skýrslur, 21 klst. - Fyrirspurnir, 25 klst. j| 57,3% Frumvörp 220 klst. Utandagskrárumræður, 13 klst. 1,3% Störf þingsins, 5 klst. 1,3% Alm. stjórnmálaumræður, 5 klst. Annað, 30 klst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.