Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 16

Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sendinefnd frá Færeyjum kynnti sér íslensk heilbrigðismál Samstarf í heilbrigðis- málum í burðarliðnum Færeyski og íslenski heilbrigðisráðherr- ann eru sammála um að samstarf þjóðanna í heilbrigðismálum komi báðum vel og þýði betri nýtingu í heilbrigðiskerfinu. Jóhannes Tómasson hitti ráðherrana að máli og ræddi einkum við þann færeyska. Morgunblaðið/jt FÆREYSKI heilbrigðisráðherrann, Helena Dani, hafði stutta viðdvöl á Islandi um helgina. FÉLAGS- og heilbrigðisráðherra Færeyja, Helena Dam, var í stuttri heimsókn á íslandi um síðustu helgi ásamt ráðuneytisstjóra sínum og byggingarnefnd fyrir Landssjúkra- húsið í Þórshöfn, sem fyrirhugað er að stækka verulega. Erindi sendi- nefndarinnar var að ræða við VSÓ ráðgjöf og fulltrúa Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur og safna upplýsingum og hugmyndum vegna verkefnisins. Einnig ræddust heil- brigðisráðherrar landanna við um samstarfssamning í heilbrigðismál- um sem nú er í burðarliðnum. Færeyingar reka þrjú sjúkrahús, það stærsta í Þórshöfn með 232 rúm- um og 600 til 700 manna starfsliði. Tvö þau minni eru í Klakksvík og á Suðurey, með 36 og 30 rúmum og kringum 100 starfsmönnum hvort. Heilbrigðiskerfi Færeyja hefur síð- ustu árin átt í þrengingum vegna efnahagserfiðleika í landinu sem nú eru að baki en um 20% niðurskurður á fjárframlögum til heilbrigðismála varð milli áranna 1994 og 1995. „Þrátt fyrir það náðum við að veita svipaða þjónustu, meðferðartími og legutími styttist, beitt var margs konar hagræðingu og þannig tókst að halda afköstunum," sagði Helena Dam í samtali við Morgunblaðið. Hún segir efnahagserfiðleikana hafa gengið nærri öllum í Færeyjum og við þessar aðstæður hafi heilbrigðis- starfsmenn unnið þrekvirki. „Við höfum ekki enn náð að veita sama fjármagn til heilbrigðismála og var árið 1994 en erum samt sem áður að auka þjónustuna sem er mögulegt með ýmsum tæknibreytingum, nýj- ungum og aðgerðum.“ I ráði er að stækka Landssjúkra- húsið í Þórshöfn og hefjast fram- kvæmdir senn. Gert er ráð fyrir að þær taki þrjú til fjögur ár. Helena Dam segir að með viðbyggingunni sé sjúkrarúmum ekki fjölgað nema lítil- lega heldur sé verið að gera mögulegt að koma við margs konar nýrri tækni, svo sem í röntgenþjónustu. Breyting- ar í meðferð sjúklinga og skipulagi sjúki'ahúsarekstrar krefjist annai-s konar aðstöðu en íyrir er í núverandi byggingu, svo sem mun meiri göngu- deildarþjónustu, og bætt verði einnig úr starfsaðstöðu starfsfólks. Færeyingar eru ekki sjálfum sér nógir í heilbrigðismálum því á viss- um sviðum er þjónusta sótt til Dan- merkur. Færeyskir læknar sækja menntun sína og sérfræðimenntun einnig þangað og í nokkrum mæli til hinna Norðurlandanna einnig. „Við höfum sent sjúklinga með ákveðna hjartasjúkdóma til Danmerkur, einnig þá krabbameinssjúklinga sem þurfa mjög sérhæfða mðferð, líf- færaflutningar fara þar fram og til skamms tíma einnig þjónusta við nýrnasjúklinga sem þurftu að fara reglulega í blóðskilun en nú höfum við tekið upp þá þjónustu heima. Annars urðu nýrnasjúklingar hrein- lega að flytjast til Danmerkur.“ Gigtar- og húðsjúklingar hugsanlega til Islands HeilbrigðisráðheiTann segir að færeysku læknarnir geti ekki sinnt öllum sérgreinum og sérhæfðustu sjúkdómum hjá svo lítilli þjóð, sjúk- lingar séu hreinlega ekki nógu marg- ir til að hægt sé að viðhalda ákveðn- um sérgreinum. Hún segir að Færeyingar hafi í seinni tíð horft talsvert til íslands um aukna sam- vinnu og að nú liggi fyrir drög að samstarfssamningi landanna. „Við ráðgerum til dæmis að geta sent hingað sjúklinga með húðsjúk- dóma, gigtarsjúklinga og kannski vissan hóp krabbameinssjúklinga enda vitum við að meðferðarárangur hjá íslenskri heilbrigðisþjónustu er mjög góður. Færeyingar vilja ekkert síður koma til Islands en Danmerkur til lækninga og ég tel að samningur um að á Islandi fari fram ákveðin þjónusta, valaðgerðir í vissum sér- greinum, geti verið báðum löndum hagstæður og geti þýtt betri nýtingu á heilbrigðiskerfum landanna,“ segir færeyski heilbrigðisráðherrann og undir það tekur Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra: „Við gætum til dæmis samið við ákveðnar deildir spítalanna um að taka að sér þjónustu við Færeyinga sem þá yrði bæði unnið þannig að hingað kæmu sjúklingar til meðferð- ar og að íslenskir læknar og jafnvel annað heilbrigðisstarfsfólk færi utan vissan tíma. Það kæmi til dæmis til greina varðandi gigtarlækna þar sem eini sérfræðingur Færeyinga á því sviði er að komast á eftirlauna- aldur og íslenskir gigtarlæknar gætu þá farið þangað til skigtis og sinnt ákveðnum verkefnum. Ég held hins vegar að íslenskir læknar muni vart fai’a í föst störf í Færeyjum," segir Ingibjörg. Helena Dam segir tungumálið ekki hindnm, það taki yfirleitt ekki nema hálfan mánuð fyrir íslendinga og Færeyinga að ná saman. Hún segir flesta Færeyinga h'ka skilja öll tungumál Norðurlanda og því geti ís- lenskir læknar, sem sótt hafa t.d. menntun sína til Svíþjóðar, vel gripið til sænskunnar. En er læknaskortur í Færeyjum? Jaðrar við læknaskort „Það jaðrar við það enda koma sumir færeyskir læknar ekki aftur heim eftir að hafa sótt sérfræði- menntun sína. Þetta er þó ekki al- varlegt og þótt við þurfum að sækja vissa þjónustu út fyrir Færeyjar annar heilbrigðiskerfi okkar öllum venjulegum vandamálum eins og ég nefndi áðan og er að auka hana smám saman. Varðandi samstai’fíð við Islendinga sé ég fyrir mér að með því stækki þjónustusvæði beggja landanna sem þýðir að lækn- ar í báðum löndum geti aukið getu sína og sérhæfingu þegar þeir þurfa að sjá um stærri sjúklingahóp.“ Færeyska sendinefndin heimsótti Landspítala og Sjúkrahúss Reykja- víkur og ræddi við fulltrúa spítal- anna og hún heimsótti einnig fieiri sjúkrastofnanir og ræddi við VSÓ ráðgjöf varðandi stækkun Lands- sjúkrahússins. Færejdngarnir héldu til Bandaríkjanna í gær þar sem einnig verður safnað í sarpinn til úr- vinnslu þegar heim kemur. Dæmt í máli þar sem ekið var á kind Bóndinn dæmdur bótaskyldur HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt bónda til að greiða eig- anda bifreiðar 150 þúsund króna sekt, en ekið var á kind í eigu bónd- ans á vegi þar sem lausaganga sauðfjár var bönnuð. Málsatvik eru þau að ær með tvö lömb hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var um Suðurlandsveg í júní 1995. Ærin drapst við áreksturinn og tjónið á bílnum var það mikið að tjónaskoðunaiTnaður taldi ekki svara kostnaði að gera við hann. Verðmæti bflsins var talið jafngilda 150 þúsund krónum. Samkvæmt 56. gr. vegalaga er lausaganga búfjár bönnuð á stofn- vegum og tengivegum þar sem girt er báðum megin vegar, en þannig háttaði einmitt til þar sem óhappið átti sér stað. Ekki var því um það deilt að búfjárhald var bannað á þessum stað. Héraðsdómur taldi að þó mælt sé fyrir um það í lögum að viðhalds- kostnaði girðinga með vegum skuli skipt milli veghaldara og landeig- anda breyti það því ekki að leggja verði þá ábyrgð á bóndann að girð- ingunni hafi átt að halda við á full- nægjandi hátt, en við réttarhaldið upplýstist að girðingin hafi verið farin að ganga úr sér. Niðurstaða dómsins varð því sú að dæma bóndann til að greiða eig- anda bflsins 150 þúsund krónur með vöxtum frá 30. júní 1995 og einnig 180 þúsund krónur í máls- kostnað. ------------ Stjórnmála- samband Islands og Singapúr FASTAFULLTRÚI íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, Þorsteinn Ingólfsson, og fastafull- trúi Singapúr, Kishore Mahbubani, undirrituðu hinn 4. maí 1999 yfir- lýsingu um stofnun stjórnmálasam- bands milli íslands og Singapúr. Ræðissamband hefur verið milli landanna frá árinu 1977, þegar ís- lenskur aðalræðismaður var skip- aður í Singapúr. Borgarstjórnarflokkar Reykjavíkur ósammála um orsakir leiguíbúðavanda Reykjavíkur Eru 1.200 fjölskyldur á götunni í Reykjavík? INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, sagði á fundi borgarstjórnar á þriðjudag að húsnæðisleysi fólks í höfuðborginni segði meira um fátækt í landinu og meint góðæri Davíðs Oddssonar en framboð á leiguhúsnæði á vegum Reykjavfkurborgar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja leiguí- búðavandann stafa af aðgerða- og úrræðaleysi R-listans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðu fram fyrirspurn á fundi borgarstjómar varðandi ummæli Jó- hönnu Sigurðardóttur alþingismanns um að 1.200 fjölskyldur væru á göt- unni í Reykjavík. Kom þetta fram í máli Jóhönnu á fundi frambjóðenda til alþingiskosninganna sem haldinn var í Ráðhúsinu 3. maí sl. Sögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að fullyrðingar alþingismannsins, ef þær væru sannar, væru mikill áfell- isdómur fyrir stjórn R-listans í Reykjavík m.a. hvað varðar framboð á leiguhúsnæði. Var borgarstjóri spurður að því hvort hann teldi að fullyrðingar Jóhönnu væru á rökum reistar. Svaraði hún því til að Reykjavíkurborg hefði 1.300 leiguí- búðir á sínum snærum og framboð væri hvergi meira í landinu. „Samt hrekkur það ekki til og fjöldi fólks á í engin hús að venda. Það segir meira um fátækt í landinu og rangláta tekjuskiptingu en fram- boð á leiguhúsnæði á vegum Reykja- víkurborgar. Þetta eru þau lífskjör sem fjöldi fólks býr við í hinu meinta góðæri ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar. Aukin eftirspurn eftir félags- legu leiguhúsnæði segir sína sögu um versnandi stöðu fjölda einstak- linga og fjölskyldna,“ segir í bókun borgarstjóra. Sýnir aðgerðarleysi R-listans í leiguíbúðamálum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi sem sæti á í félagsmálaráði Reykjavíkurborgar segir að það stoði lítið fyrir borgai-stjóra að kenna ríkisstjórn Davíðs Oddssonar um það aðgerða- og úiTæðaleysi sem R-listinn hafi sýnt í leiguíbúðamál- um. „I stjórnartíð R-listans sl. fímm ár hefur leiguíbúðum í eigu borgar- innar lítið sem ekkert fjölgað en í tíð sjálfstæðismanna fjölgaði þeim veru- lega. R-listinn hefur gefið mörg fög- ur kosningaloforð um að fjölga leigu- íbúðum en síður en svo staðið við þau. M.a. lofaði R-listinn því fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að fjölga þeim um 100 þegar á því ári, en það gerðist að sjálfsögðu ekki. Þetta vita þeir best sem nú eru á biðlistum eftir leiguhúsnæði hjá borginni. Hér er um að ræða upp- safnaðan vanda sem R-listinn einn er ábyrgur fyrir. Borgarstjóri gerir lífskjör almenn- ings að umfjöllunarefni í sinni bókun á sama tíma og sú staðreynd blasir við að stefna R-listans hefur ekki stuðlað að bættum lífskjörum í borg- inni. Það sýna fjölmargar skatta- og gjaldahækkanir. M.a. útsvar og hol- ræsagjöld og því til viðbótar hafa þjónustugjöld á eldri borgara hækk- að verulega í tíð R-listans. Ennfrem- ur hefur lóðaskortur í Reykjavík, sem er tilkominn vegna aðgerðaleys- is R-listans í skipulagsmálum m.a. gert það að verkum að fasteignaverð hefur hækkað og einnig húsaleiga,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að þær fullyrðing- ar Jóhönnu Sigurðardóttur að 1.200 fjölskyldur séu á götunni í Reykjavík séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Enginn hafi kannast við þessar tölur í borgaiTáði. „Þessar tölur eru greinilega settar fram í pólitískum tilgangi nú nokkrum dögum fyrir kosningar," segir Vilhjálmur. íbúðum fjölgað jafnt og þétt Helgi Hjörvar, formaður félags- málaráðs Reykjavíkur, er ósammála Vilhjálmi og segir að frá 1994 hafi Reykjavíkurborg eignast um 100 nýjar leiguíbúðir og muni það sem eftir er af þessu ári bæta við allt að 70 íbúðum. Hann segir að þrátt fyrir fjölgun íbúða hafi fjölgað jafnt og þétt á biðlistunum. „Til þess að vera á þessum biðlistum þai-f fólk að búa við félagslegar aðstæður sem ekki er hægt að kalla annað en fátækt. Það, að því fólki hafi fjölgað umfram fjölgun leiguíbúða í góðærinu, hlýtur að segja sína sögu um aukna mis- skiptingu, mitt í góðærinu. Þetta er að sínu leyti spurning um hvað menn kalla vandamál. Ef fólki fjölgar sem ekki á fyrir mat þá köll- um við það ekki matvælavanda held- ur fátækt og nú þegar því fólki fer augsýnilega fjölgandi sem ekki á fyr- ir húsnæði þá kallast það líka fátækt, fremur en húsnæðisvandi. í Reykja- vík er mest framboð af félagslegum leiguíbúðum og Reykjavíkurborg á mun fleiri leiguíbúðir en þekkist til að mynda í nágrannalöndum okkar, þannig að það er fullkomlega ósann- gjarnt að gera Reykjavíkurborg að blóraböggli fyrir þá efnahagsstefnu sem virðist gera fleira fólk fátækt heldur en í nágrannalöndunum,“ segir Helgi Hjörvar, formaður fé- lagsmálaráðs Reykjavíkurborgar. 550 fjölskyldur á biðlista í Reykjavík Að sögn Helga eiga þær tölur sem Jóhanna setti fram á umræddum fundi við landið í heild en ekki Reykjavík eingöngu. „Það eru 1.200 fjölskyldur á biðlistum í landinu öllu eftir leiguhúsnæði og eru þar af 550 í Reykjavík. Af þeim 550 má telja að um 300 séu í brýnni þörf fyrir öruggt og ódýrt húsnæði þó að margt af því fólki hafi ýmis úrræði, þ.e.a.s. er ekki á götunni. Fyrir þetta ár höfum við fengið lánsloforð fyrir tæplega 100 leiguíbúðum og með þem hraða í uppbyggingu á leiguíbúðum vonumst við til þess að leysa brýnasta vand- ann á næstu misserum. Það sem er áhyggjuefni er að talsverður fjöldi sem áður fékk inni í verkamannabú- stöðum og í félagslegri kaupleigu verður nú að leita á leigumarkaðinn því ríkið hefur lagt þessi húsnæðisúr- ræði af, án þess að skapa aðrar lausnii' í þeirra stað,“ segir Helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.