Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
AKUREYRI
MORGUNB LAÐIÐ
Undan
vetri
AÐALHEIÐUR S. Eysteins
dóttir opnar sýningn í Ljós-
myndakompunni á morgun,
laugardaginn 8. maí, kl. 15.
Yfirskrift sýningarinnar er
Undan vetri.
Aðalheiður útskrifaðist úr
málunardeild Myndlistarskól-
ans á Akureyri 1993. Hún hef-
ur haldið nokki-ar einkasýning-
ar og tekið þátt í samsýningum
þar sem hún hefur ýmist sýnt
málverk eða tréskúlptúra. Að
þessu sinni sýnir hún ljós-
myndir.
Vinnustofa hennar er að
Kaupvangsstræti 24 og þar
hefur hún einnig rekið Ljós-
myndakompuna síðastliðið eitt
og hálft ár. Ljósmyndakompan
er opin frá þriðjudegi til laug-
ardags frá kl. 14 til 17.
Fj ölsky lduhátíð
á Ráðhústorgi
svið. Hljómsveitin Sóldögg leikur
fyrir dansi á eftir.
Kosningakaffí D-listans verður á
fjórum stöðum í kjördæminu, í
Sjallanum á Akureyri frá 15 til
17.30 á kjördag, í Víkurröst frá kl.
14-17, á Gamla Bakkanum á Húsa-
vík frá kl. 10 til 22 og í húsi aldr-
aðra í Ólafsfirði frá kl. 10 til 22.
Kosningavökur verða á sömu stöð-
um, nema hvað á Akureyri verður
hún í Kaupangi.
hefði komið mikið fjármagn í bæinn,
auk þess sem miðbærinn hefði átt
möguleika á að blómstra á ný, með
tengingu við verslanamiðstöð á vell-
inum. „Við sáum fyrir mikla mögu-
leika þarna en úr því sem komið er
munum við beina okkar fjárfesting-
um annað,“ sagði Jákup og nefndi
Reykjavíkursvæðið og Kanada í því
sambandi.
Á þessari teikningu sést frumathugun
á afmörkun svæðis fyrir stórmarkað
austan Samkomuhússins. Mikil undir-
búningsvinna er nauðsynleg áður en
unnt verður að taka endanlega
ákvörðun. Þá eru líka mjög skiptar
skoðanir meðal bæjarbúa um þetta
svæði undir verslanamiðstöð.
KEA vill kanna möguleika á lóð austan
Samkomuhússins á Akureyri
upp 1 um
180 milljóna
króna kröfur
SKIPTUM er lokið í þrotabúi Hall-
dórs Jóhannssonar og búi einkafyr-
irtækis hans, H.J. teiknistofu, en
búin voru tekin til gjaldþrotaskipta
í október 1996. Halldór hafði einka-
leyfí á sölu aðgöngumiða á Heims-
meistarakeppnina í handknattleik
sem fram fór hér á landi vorið 1995.
Lýstar kröfur í bú Halldórs námu
127,1 milljón króna en í bú H.J.
teiknistofu var lýst 49,1 milljón
króna, þar af voru forgangskröfur
tæplega 5,7 milljónir króna. Ekkert
kom upp í kröfur né heldur vexti
eða kostnað eftir úrskurðardag
gjaldþrotaskipta. Óverulegar eignir
fundust í búinu og gengu þær upp í
skiptakostnað.
# Morgunblaðið/
HUSABAKKAKORINN Góðir hálsar úr Svarfaðardal er á leið til Finnlands.
Svarfdælsk börn á faraldsfæti
MORGUNVERÐARFUNDUR
verður á vegum Sjálfstæðisflokks-
ins á Norðurlandi eystra á Greifan-
um í dag, fóstudag kl. 8. Frambjóð-
endur flytja stutt ávörp og sitja
fyrir svörum. Síðar um daginn, kl.
16.30 verður fjölskylduhátíð á Ráð-
hústorgi. Leiktæki verða á staðn-
um, fjörug tónlist og veitingar.
Ungir sjálfstæðismenn verða
með skemmtun í Sjallanum um
kvöldið, en hún hefst kl. 23.30 þeg-
ar „Hundur í óskilum" stígur á
Ekkert fékkst
Rúmfatalagerinn
hefur ekki áhuga
FORSVARSME NN Rúmfatala-
gersins hafa ekki áhuga á því að
koma upp verslun á lóðinni austan
Samkomuhússins á Akureyri. Kaup-
félag Eyfírðinga hefur hins vegar
áhuga á að skoða þá möguleika sem
þar eru og er verið að vinna úttekt á
því fyrir félagið. Að sögn Sigmundar
Ófeigssonar framkvæmdastjóra
verslunarsviðs KEA kemur tii
greina að byggja 10-12 þúsund fer-
metra hús á lóðinni og að fleiri aðilar
en KEA Nettó yrðu þá með rekstur
í þvi.
Jákup Jacobsen annar eigenda
Rúmfatalagersins sagði líklegt að
byggt yrði við núverandi húsnæði
Rúmfatalagersins við Norðurtanga
á Akureyri. Rúmfatalagerinn hafði
lýst yfir áhuga á því að byggja allt
að 12 þúsund fermetra verslunar-
miðstöð á Akureyrarvellinum, sem
var framkvæmd með heildarkostnað
upp á um einn milljarð króna. Nú er
hins vegar líklegast að byggt verði
við húsnæðið við Norðurtanga, sem
Jákup taldi að gæti verið fram-
kvæmd upp á um 30 milljónir króna.
Skipulagsnefnd Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum nýlega tillögu
vinnuhóps nefndarinnar þess efnis
að benda forsvarsmönnum Rúm-
fatalagersins og Kaupfélags Eyfírð-
inga á lóð austan Samkomuhússins
til að byggja 12 þúsund fermetra
verslunarhúsnæði.
Fyrirtækin sóttu skömmu fyrir
áramót um lóð Akureyrarvallar til
að reisa á verslunarhúsnæði og sem
fyrr sagði hafði Rúmfatalagerinn
lýst yfir vilja til að byggja húsið og
framkvæma á vellinum fyrir um
einn milljarð króna. Að mati nefnd-
arinnar er Akureyrarvöllur of lítill
fyrir þá starfsemi sem fyrirtækin
ætluðu að vera með þar, auk þess
sem kostnaður við uppbyggingu
íþróttaaðstöðu annars staðar í bæn-
um væri of mikill. Þá var heldur
ekki nægileg sátt um að völlurinn
færi undir verslunarsvæði.
Verði farið í að byggja á lóðinni
austan Samkomuhússins þarf að
fylla upp 20-22 þúsund fermetra
svæði og færa Drottningarbraut til
austurs. Aætlaður kostnaður við þá
framkvæmd er um 170 milljónir
króna. „Við ætlum ekki að gefast
upp og viljum meina að það gæti orð-
ið Norðlendingum tii framdráttar að
setja þama upp öfluga verslun. Mál-
ið er í eðlilegum farvegi en við höfum
ekki sett okkur nein tímatakmörk.
Við leggjum jafnframt áherslu á að
gera þessa hluti í sátt og samlyndi
við Akureyringa og aðra Norðlend-
inga,“ sagði Sigmundur.
Sáum mikla möguleika
Jákup sagði að ef áætlanir þeirra
hefðu gengið eftir og leyfi fengist til
aö byggja á Akureyrarvellinum,
IU//UÍ/C/0-
bryggja
ST0FNFUNDUR
EININGAR - IÐJU
haldinn á Fosshótel KEA15. maí 1999 kl. 14.00
DAGSKRA:
1. Aðalfundarstörf:
a) Staðfesting á lögum og reglugerðum hins nýja félags.
b) Lýst stjórnarkjöri.
c) Kosning í stjórnir og nefndir fyrir næsta starfsár.
d) Ákvöröun um félagsgjald.
2. Önnur mál.
3. Skemmtiatriði:
Blokkflautuleikarar frá Tónlistarskólanum á Akureyri,
stjórnandi Jacqueline FitzGibbon.
Þuríður Vilhjálmsdóttir og Hildur Tryggvadóttir syngja
við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.
PKK flytja írska þjóðlagatónlist.
4. Kaffiveitingar.
Félagar fjölmepnið á þessa stóru stund í sögu eyfirskrar
verkalýðshreyfingar.
Stjórnir Einingar og Iðju.
Góðir hálsar til Helsinki
HÚSABAKKAKÓRINN Góðir
hálsar í Svarfaðardal heldur tón-
leika í Dalvíkurkirkju á morgun,
laugardaginn 8. maí, og hefjast
þeir kl. 14. Á efnisskránni eru ís-
lensk og erlend sönglög, en með
þá dagskrá fer kórinn á barna-
kóramót í Helsinki í Finnlandi í
næstu viku.
I kórnum eru böm og ung-
lingar á aldrinum 10 til 16 ára,
21 að tölu, nemendur við Húsa-
bakkaskóla I Svarfaðardal.
Bamakóramótið hefst 12. maí
en kórinn kemur aftur til iands-
ins 18. maí næstkomandi. Kórar
frá öllum Norðurlöndum taka
þátt í mótinu m.a. fleiri kórar
frá Islandi. Sungið verður í dóm-
kirkjunni í Helsinki, Temple
kirkjunni.
Að kóramótinu loknu halda
Góðir hálsar til vinabæjar Dal-
víkur í Finnlandi, Borgá, og
syngja á tónleikum í dómkirkj-
unni þar.
KA-messa
KA-MESSA verður í Akureyrar-
kirkju á sunnudag, 9. maí, og hefst
hún kl. 14. Taka KA-menn virkan
þátt í messunni með ritningarlestri
og flytur Jóhannes Bjarnason þjálf-
ari predikun. KA-kórinn syngur í
messunni.
Kaffísala á vegum félagsins verð-
ur í Safnaðarheimili eftir messu.
Kirkjustarf
LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrð-
arstund verður á sunnudagskvöld,
9. maí kl. 21 í Grenivíkurkirkju.
Guðsþjónusta verður á Grenilundi á
uppstigningadag, 13. maí kl. 16.
AKUREYBARBÆR BYGGINGADEILD
Fax 462 7536
Akureyrarbær óskar eftir tilboöum í breytingar og endurbætur
á leikskólanum Árholti.
Verktími er 1. júní 1999—15. júlí 1999.
Útboösgögn verða afhent á Arkitektastofunni í Grófargili, frá
og með mánudeginum 10. maí 1999.
Tilboðin skulu merkt: Leikskólinn Árholt — breytingar 1999.
Tilboðum skal skila á byggingadeild Akureyrarbæjar,
Geislagötu 9, 4. hæð.
Tilboðin verða opnuð þar þriðjudaginn 18. maí 1999 kl. 11.00.
Deildarstjóri.