Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 26

Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samkomulag um að Baugur eða aðrir óskyldir aðilar kaupi hlut Gaums í Ferskum kjötvörum og Lyfjabúðum Vitað frá upphafi um hættu á hag'smunaárekstrum Komi til viðskipta við önnur félög sem Gaumur á eignarhlut í mun stjórn Baugs taka ákvarðanir um þau SAMKOMULAG hefur orðið milli stjómar Baugs hf. og eigenda Gaums ehf., sem á um 25% í Baugi, um að óska eftir utanaðkomandi mati á verðmæti hlutabréfa Gaums í Ferskum kjötvömm ehf. og Lyfjabúðum ehf. með það fyrir augum að Baugur hf. eða aðrir óskyldir aðilar kaupi eignarhlut Gaums í þessum félögum. Að sögn Oskars Magnússonar, stjórnarformanns Baugs hf., voru stjórn Baugs hf. og eigendur Gaums ehf. frá upphafí meðvituð um að eignaraðild Gaums í áður- nefndum félögum hefði í fór með sér hættu á hagsmunaárekstrum vegna viðskipta Baugs við þau. Því var ákveðið að fjalla um þessi mál í stjóminni og taka ákvarðanir þar án þess að ákvarðanir væru teknar af stjómendum Baugs sem tengdir væra Gaumi né undirmönnum þeirra í Baugi. Þannig hefði verið unnið og nokkur mál tekin til um- fjöllunar. Hagsmunatengsl geta valdið tortryggni „Við viljum nú stíga skrefí lengra og um það er fullt sam- komulag við eigendur Gaums. Það er vissulega traustast að rjúfa þessi hagsmunatengsl og það er það sem við eram að leggja af stað með. Auðvitað getur þetta tekið einhvem tíma, en við vitum af þessum tengslum og höfum fylgst með þeim. Það eitt að hætta geti verið á hagsmunaárekstram getur nægt til að valda tortryggni og því best að hagsmunirnir fari sem mest saman,“ sagði Óskar. í tilkynningu sem Baugur hf. hefur sent Verðbréfaþingi segir að með því að Baugur kaupi eignar- hlut Gaums í ofangreindum félög- um, eða að eignaraðild Gaums ljúki með öðrum hætti, muni hætta á hagsmunaárekstrum í þessum mikilvægu viðskiptum verða úr sögunni. Komi til við- skipta við önnur félög sem Gaum- ur á eignarhlut í eða sem tengjast Gaumi á annan hátt, þ.á.m. Pizza Hut, muni stjóm Baugs taka ákvarðanir um þau viðskipti eins og ákveðið var í upphafi. Engir samningar verið gerðir við Pizza Hut Aðspurður um hvers vegna Pizza Hut væri nefnt sérstaklega sagði Óskar að ástæða þess væri sú að af hálfu nýráðins fram- kvæmdastjóra Pizza Hut kæmi það fram í Morgunblaðinu að það verði gjarnan stefna hjá Pizza Hut að vera sem víðast í verslunum Nýkaups. „Það er gott og göfugt markmið en um það hafa nú ekki verið gerðir neinir samningar við okkur enn þá, og það er í samræmi við stefnu okkar að slíkur samningur verður ekki gerður nema við stjórn félagsins," sagði Óskar Magnússon. Seðlabanki Islands Gjaldeyris- forðinn jókst um 1,6 millj- arða í apríl GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Islands jókst um 1,6 milljarða króna í apiíl og nam í lok mánaðarins 34,2 milljörðum króna, eða jafnvirði 467 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok. í frétt frá bankanum kemur fram að erlendar skamm- tímaskuldir eru nær engar, og er- lendar langtímaskuldir breyttust óverulega í apríl og námu í mánað- arlok 3,4 milljörðum króna. Höfðu þær Iækkað um 1,7 milljarða króna frá áramótum. A millibankamarkaði með gjald- eyri keypti Seðlabankinn 1,7 millj- arða króna af gjaldeyri í aprfl um- fram það sem hann seldi. Gengi ís- lensku krónunnar mælt með vísitölu gengisskráningar lækkaði um 0,4% í mánuðinum. Aukin ríkisvíxlaeign Heildareign Seðlabankans í mark- aðsskráðum verðbréfum nam 11,2 milljörðum króna í aprfllok miðað við markaðsverð og jókst um 1,5 milljarða króna í mánuðinum. Breytingin fólst nær öll í aukinni ríkisvíxlaeign bankans sem nam 4,9 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur bankans á innlánsstofnan- ir lækkuðu um 0,4 milljarða króna í aprfl og námu 12,1 milljarði króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjár- málastofnanir hækkuðu um 0,9 milljarða króna og voru 5,7 miilj- arðar króna í lok mánaðarins. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir lækkuðu um 8 milljarða króna í apríl og vora nei- kvæðar um 6 milljarða króna í lok hans. C IBM Aptiva ) C 129 900 -") ^^mmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmm^r n IÐM Aptiva turntölva / margmiölunartölva AMD K6 II 400MHz 3DNow örgjörvi. 512KB skyndlmlnnl, 64MB SDHAM vlnnsluminni (mest 256MB) 8(0GB EIDE harður diskur, ATI Raga Pro 3D 2X AGP 8MB SGHAM skjákort Innbyggt 56K mótald (v.9D) 32 hraða gelsladrii, Víöóma SHS 3D hljóðkort, 40W Iníinity hátalarar með góðum hljómburð! IBM lyklaborð með flýtihnöppum og IBM Scrollpoint flýtimús IBM 17" Aptiva lággeisla litaskjár m. vsk. Hugbúnaður Windows 98 Canhgsafe (tekur óryggisafrit af stýrikerfi) Norton Antivlrus vínisvarnarforiit Battlezone leikur IBM Worldbook alfræðiorðabók Internethugbúnaður Hjálparhugbúnaöur ofl. ofl. Mikill fjöldi ánægöra notenda IBM Aptiva tölvanna á íslandi ber glöggt vitni um ágæti þeirra. Dflugur vél- og hugbúnaður þeirra skilar sér í skemmtilegri vinnslu sem er bæði hröð og auðveld. Þessir einstöku eiginleikar og frábært verð gera Aptiva- tölvurnar mjög hentugar til heimilisnota. Fjölmargir notendur IBM Aptiva á Islandi gera sér grein fyrir þessu. - Hvað um þig? x ' Ti NÝHERJI Skaftahlíö 24 Sími 5G9 7709 www.nyharji.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.