Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „ Skuggaspegill“ ILKE Vogler, f. 1950. Myndlýsing við ljóð eftir Elisabeth Ediger, f. 1930; Eg læt fara vel um mig/halla mér aftur og/loka augunum,/til að sjá ykkur og sjá mig/ vendilegar,/ ítarlegar/ég loka þeim ekki,/sökum of skærrar birtunnar ... MARLA Reese f. 1942. Myndlýsing við ljóð eftir Inge Titzik, f. 1931; Hið komandi/flýr/ eins og spurningamerki/ inn í auðar línur/von/ í millibilunum/þar fyrir neðan/ nafn mitt. MYNDLIST Listusul'n Kópuvogs, Gerðursufn LJÓÐ OG MYND SEXTÁN ÞÝSKAR MYNDLISTARKONUR/ KVENRITHÖFUNDAR Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 9. maí. Aðgangur 200 krónur í allt húsið. Sýningarskrá/ bók 800 krónur. ATHYGLISVERÐ sýning 16 myndlistarkvenna og jafnmargra kvenrithöfunda frá Slésvík-Holt- setalandi í norðursal, vekur upp ýmsar spurningar. Um er að ræða samvinnuverkefnið, Ljóð og mynd, sem var hugmynd er þróaðist inn- an samtakanna GEDOK, félags listakvenna og listfrömuða í Slés- vík-Holtsetalandi. Og árið 1995 kynnti málarinn og myndhöggvar- inn Margit Huch áætlun um fram- kvæmd sérstakrar þemasýningar er byggðist á samvinnu myndlist- arkvenna og kvenrithöfunda, ásamt fjáröflun henni til styrktar, sem fékk strax mikinn meðvind. Rithöfundurinn og ljóðskáldið Theresa Chromik, er hlaut bók- menntaverðlaun GEDOK1989, gekk svo í lið með henni. Það liðu tvö ár þangað til að sýn- ingin komst á laggirnar, og má af öllu ráða að hér hefur ekki verið kastað til höndunum, umbúnaður um myndir og Ijóð hinn vandaðasti og framtakinu fylgir vegleg sýn- ingarskrá/bók, með ljóði og lit- mynd eftir alla þátttakendurna. Þannig er séð fyrir því að sýningin týnist ekki, öll hin mikla vinna og fórnfýsi sem að baki liggur sé unn- in fyrir gýg, sem við þekkjum neyðarleg vel til hér á landi. Þetta er þannig ein þeiira sýninga sem þola að hanga lengi uppi, utan við alla síbylju og illa undirbúnar skyndiframkvæmdir. Þetta hefur rýnirinn sannreynt, því sýningin vinnur á við hverja heimsókn, það er einfaldlega svo spennandi að skoða fyrst myndirn- ar, bera síðan saman ljóð og mynd og loks setja sig inn í skilning myndlistarkvennanna á inntaki textanna. Af þessu markaða ferli er drjúgur ávinningur, en þeir sem fara hratt yfir missa af miklu vegna þess að ljóðin ljúka upp nýj- um víddum, eru mörg hver af hárri gráðu, orðkyngi mikil, tjáháttur opinn, blóðríkur og beinskeyttur. Segja má að sviðið stækki við hverja yfírferð og þá er afar fróð- legt að sjá ljóðin í íslenzkri þýð- ingu á þennan sérstaka hátt. Sú leið var valin, að koma öðru frem- ur inntaki þeirra til skila með nán- ast orðréttri þýðingu, þar sem línuskipan frumtextanna fær að mestu að halda sér. Þetta er nefni- lega farsælasti hátturinn í þessu tilviki, þótt listræn einkenni kunni að glatast að hluta, og hárrétt að það auki skilning á samspili máls og myndar, sem vitaskuld er hér aðalatriðið. En þó skal gerð athugasemd, sem er að æskilegt hefði verið að geta gengið að þýðingunum í heft- um blöðum, því það er seinlegt og þreytandi að vera alltaf að glugga í þær við hlið myndanna, og sum eru löng. Þá hefur gleymst að ganga frá nöfnum listakvennanna við hlið myndanna sem er óskiljan- leg yfirsjón varðandi annars jafn óaðfinnanlega og mikilsverða framkvæmd. Það sem sýningin öllu öðru fremur segir okkur á mjög svo áþreifanlegan hátt, er að í upp- runalandi siðaskiptanna hafa menn fyrir löngu þróast langt langt burt frá niðurrifi á allri skreytigleði páfadómsins er í kjöl- far þeirra íýlgdu. Myndin/mynd- listin jafn rétthá rituðu máli meðal Þýðverja, á meðan hún hefur lengstum mætt afgangi hérlendis líkast því sem siðaskiptin sitji sem kökkur í hálsi landsmanna, sjón- menntaarfurinn afskiptur. Hér gæti komið langur kafli og reiði- þrungin um fátækt og búraskap varðandi myndlýsingar seinni tíma íslenzkra bókmennta. Og þótt til framfara horfi höfum við enn ekki tekið við okkur á viðlíka hátt um skreytingar guðshúsa og þeir sunnar í álfunni. Þá var bókbandi úthýst úr skóla lista og íða í stað þess að setja það í víðfeðmara og æðra samhengi og nefna einfald- lega bókverk. Þessi sending frá Slésvík-Holtsetalandi, flytur okkur þannig ósjálfrátt mikil og gagnleg boð um hvernig staðið skuli að þessum málum og þar fyrir utan er sýningarskráin bókverk sem við getum dregið drjúgan lærdóm af. Uppsetning efnis hreint og klárt, textar skilvirkir og lausir við allar hjáleitar langlokur og andlega leikfimi í ritmáli, hér er það sýn- ingin sjálf sem máli skiptir, að hún rati þráðbeint til skoðandans. Hvetji hann til að taka afstöðu og lyftir honum á hærra svið. Menn beri einungis þessa framkvæmd saman við þá sem fyrir var í hús- inu á undan og skaraði þó mikil tímamót í sögu grafíklista á landi hér. Þá er það mikilsvert að ekki er um neina þrönga og miðstýrða einstefnu í myndavali að ræða, fjölbreytni þannig drjúg, hvoru- tveggja í stílbrögðum sem vinnu- ferli, ásamt því að engin aldurs- greining er viðhöfð, allar kynslóðir réttháar. Hér eru þannig myndir sem menn gætu allt eins rekist á í Ingólfsstræti 8, Nýlistasafninu og listhúsinu Fold. Allt eru þetta vel menntaðar konur, sumar hámenntaðar með langan feril að baki og má vera borðleggjandi að hér hefur misskil- ið lýðræði, einstefna harðra hags- muna- og markaðsafla ásamt snobbi niður á við átt erfitt upp- dráttar... Mér skilst að sýningin komi hingað fyrir tilstilli Þýska sendi- ráðsins, og hefur hér verið unnið gott og þakkarvert verk. Væri vel ef fleiri sendiráð færu að dæmi þess á vondum tímum er hverri menningarstofnuninni af annarri er lokað, þeim er vísa til háleitra vits- muna, en hvers konar útlimavirkt lyft á stall. Vonandi fáum við einnig í mynd og máli að taka örlítinn þátt í 250 ára fæðingai-afmæli Goethe, en honum voru sjónmenntir einnig mjög hugleiknar. Er málarinn J.H.W. Tischbein (1751-1829) sendi Goethe teikningar sínar skrifaði hann hugleiðingar við hverja eina þeirra, og skáldið eyddi 40 árum ævi sinnar í rannsóknir á litakerf- inu, og taldi það sitt mesta afrek á fjölþættum lífsferli. Bragi Ásgeirsson Leiðrétting I rýni minni um sýninguna, World Press Photo, þann 4. maí hnikaðist til ein málsgrein ofarlega í öðrum dálki. I vinnslu blaðsins breyttust orðin homo sapiens sapi- ens í homo sapiens. Munurinn telst þó umtalsverður í þróunarsögunni, nokkur árþúsund. I fyrra fallinu er vísað til hins viti borna manns en í því seinna til mannsins, rétt og slétt. Þetta leiðréttist hérmeð með nokkrum áhersluþunga, því á þess- um hugtökum er gerður skýr eðlis- munur í mannfræðinni. OLIVER J. Kentish, stjórnandi Kammersveitar Tónlistarskóla Hafnar- ijarðar, stjórnar hér æfingu sveitarinnar. Vortónleikar tónlistarskólanna Tónlistarskóli Hafnaríjarðar HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Kammer- sveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða í Tónlistarskólanum Hásölum á morgun, laugardag, kl. 17. Þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Leifs sem fæddist 1. maí í Húnavatnssýslu og Helga Páls- sonar, sem fæddist 2. maí á Trölla- nesi í Norðfirði. Eftir Helga verður flutt Menuett í gömlum stíl fyrir strengjasveit og Hinsta kveðja op. 53, sem Jón Leifs samdi til minningar um móður sína, Ragnheiði Bjamadóttur. A tónleikunum verður einnig flautukonsert í e-moll eftir J.S. Bach þar sem Eyjólfur Eyjólfsson verður einleikari, en leikur hans með sveit- inni er hluti af burtfararprófi hans frá skólánum. Hljómsveitin mun síðan leika Adagio fyrir strengi eftir Samuel Barber, en tónleikunum lýkur með Divertimento í F-dúr K. 138 eftir W.A. Mozart. Þetta er í fyrsta skipti sem leikið verður á nýja sembal skólans og í fyrsta skipti sem Kammersveitin heldur tónleika í Hásölum. Stjórn- andi Kammersveitarinnar er Oliver J. Kentish. Tónlistarskóli FÍH VORTÓNLEIKAR tónlistarskóla FÍH verða haldnir í sal skólans að Rauðagerði 27 á morgun, laugardag, kl. 14. Fram koma nemendur á öllum stigum, einnig munu samspilsbönd skólans leika. Suzukitónlistarskólinn Allegro Fyrstu vortónleikar nýstofnaðs Suzukitónlistarskóla, sem hlotið hef- ur nafnið Allegro, verða haldnir í húsnæði KFUM & K, Holtavegi 28, á morgun, laugardag kl. 13.30. Á efniskránni verða samleiksatriði um 80 fiðlu- og píanónemenda, byrj- enda og lengra kominna, sem læra eftir Suzukiaðferðinni. Suzukiaðferð- in byggir m.a. á því að börnin hefja hljóðfæranámið mjög ung, læra lögin eftir eyra í fyrstu og að foreldrar þeirra taka virkan þátt í tónlistar- náminu. Tónlistarskólinn í Grafarvogi Tónlistarskólinn í Grafarvogi held- ur þrenna vortónleika í Húsaskóla á morgun, laugardag, kl. 10,11.15 og 13. Tónskóli Eddu Borg Seinni vortónleikar skólans verða í Seljakirkju á morgun, laugardag, kl. 11,13 og kl. 14. Fram koma nem- endur í einleik og samleik. Strengjasveit skólans kemur fram á tónleikunum kl. 11 og blásarasveit kl. 13 og kl. 14. Forskólabörn koma fram og syngja og leika á blokk- flautur. Tónleikar eldri nemenda verða þriðjudaginn 11. maí í Seljakirkju. Sýning í Leifsstöð í tilefni 1000 ára kristni í FLUGSTÖÐ Leifs Eiríks- sonar verður opnuð sýning í dag, föstudag, kl. 13.30 í til- efni 1000 ára kristni á Is- landi. A sýningunni, sem verður í landgangi flugstöðv- arinnar, verða ýmsir munir, þar á meðal frá Þjóðminja- safni Islands, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur úr Skál- holtskirkju, ljósmyndir tekn- ar af Ragnari Th. Sigurðs- syni og Rafni Haffjörð og eft- irprentun af mynd Coll- ingwoods frá Þingvöllum. Ávörp flytja Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur samið texta á sýningarspjöldum, þar sem samfylgd kristni og þjóðar er reifuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.