Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UNDIR LOK
KOSNINGABAR-
ÁTTUNNAR
EFTIR u.þ.b. sólarhring verða kjörstaðir opnaðir og
landsmenn ganga til kosninga og kjósa fulltrúa sem
sitja á Alþingi næstu fjögur ár. Allar vísbendingar um úr-
slit kosninganna^ sem fram hafa komið í skoðanakönnun-
um nokkurra aðila hafa bent til hins sama: að núverandi
stjórnarflokkar standi vel að vígi og muni halda meirihluta
sínum á Alþingi, að Samfylkingin hafi ekki náð sér á strik í
kosningabaráttunni en að vinstri grænir hafí náð meiri fót-
festu en ætla mátti í upphafi.
Þetta er staðfest í nýrri skoðanakönnun, sem Félagsvís-
indastofnun Háskóla Islands gerði fyrir Morgunblaðið í
gær og í fyrradag og sagt er frá í blaðinu í dag. Þar kemur
fram, að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 41,9%, Sam-
fylkingarinnar 28,6%, Framsóknarflokksins 18%, vinstri
grænna 8,7% og Frjálslynda flokksins 2,5%. Þessar tölur
eru nánast samhljóða niðurstöðum Gallup-könnunar, sem
RÚV skýrði frá í gærkvöldi og þess vegna fer tæpast á
milli mála, að þær gefí sterka vísbendingu um styrkleika
flokkanna.
Skýringin á sterkri stöðu stjórnarflokkanna blasir við:
það hefur ríkt góðæri í landinu mestan hluta kjörtímabils-
ins og aldrei meir en nú síðustu misserin. Við slíkar að-
stæður eru stjórnarflokkar erfíðir viðureignar í kosning-
um. Viðhorf kjósenda er jákvætt og þeir horfa með bjart-
sýni til framtíðarinnar. Stjórnarandstöðuflokkar sem
halda uppi gagnrýni á ríkisstjórn við þessar aðstæður eiga
undir högg að sækja. Talsmenn þeirra þykja neikvæðir í
málflutningi og þeir sem eru neikvæðir við núverandi að-
stæður í þjóðarbúskapnum eiga ekki upp á pallborðið hjá
kjósendum.
Stjórnarflokkarnir hafa rekið skynsamlega kosninga-
baráttu frá þeirra sjónarmiði séð. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur rekið rólega kosningabaráttu, sem hefur fallið kjós-
endum vel. Framsóknarflokkurinn, sem hefur þurft að
sækja harðar fram til þess að halda stöðu sinni hefur rekið
mjög skipulega og markvissa kosningabaráttu.
Eftir að forystumenn Samfylkingarinnar höfðu unnið
það pólitíska afrek að sameina vinstri öflin að mestu leyti í
einni fylkingunni eftir langa sundrungarsögu hafa þeir
sennilega ekki haft kraft og úthald til þess að reka öfluga
kosningabaráttu. I þeim efnum hafa þeim verið mislagðar
hendur frá upphafí, fyrst með birtingu draga að stefnu-
skrá sl. haust og síðan með framkvæmd kosningabarátt-
unnar undanfarnar vikur. Það er t.d. ekki hyggileg bar-
áttuaðferð að tala um að andstæðingar „ljúgi“ eins og gert
var í auglýsingu frá Samfylkingunni hér í blaðinu og ann-
ars staðar í gær.
Samfylkingin hefur ekki megnað að verja vígstöðvar
sínar til vinstri fyrir ásókn vinstri grænna, sem augljós-
lega hefur sett verulegt strik í reikninginn. En jafnframt
fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið
töluvert af fyrra fylgi Alþýðuflokksins, þróun, sem sjá
mátti fyrir og Morgunblaðið hefur áður gert að umtalsefni.
Þessi kosningabarátta verður stjórnmálaflokkunum öll-
um áreiðanlega töluvert umhugsunarefni, þegar upp verð-
ur staðið. Af henni má mikið læra fyrir þá, sem á annað
borð hafa áhuga á að kynna sér hvað hefur áhrif og hvað
ekki í kosningum sem þessum. Það er gagnlegt að skipu-
leggja kosningabaráttu með jafn löngum fyrirvara og
Framsóknarflokkurinn hefur augljóslega gert. Það skiptir
ekki öllu máli, að hafa uppi mikinn fyrirgang í kosninga-
baráttu. Það sýnir róleg kosningabarátta Sjálfstæðis-
flokks, sem hefur verið mjög árangursrík. Það er ekki lík-
legt til ávinnings við aðstæður sem þessar að halda uppi
mjög neikvæðum áróðri eins og stjórnarandstöðuflokkarn-
ir hafa gert.
Samfélagið er síður en svo gagntekið af kosningabarátt-
unni eins og áður tíðkaðist. Fólk veitir henni eftirtekt en
varla meir en ýmsu öðru sem er að gerast í þjóðfélaginu.
Það er af hinu góða og eitt af mörgu sem er til marks um
að við búum í heilbrigðara þjóðfélagi en áður.
„Eins og Hitl-
er teygi sig
upp úr gröf-
inni og segi:
ég sigra!“
Mörg alþjóðleg samtök koma að hjálpar-
starfí í flóttamannabúðunum í Makedóníu.
Skapti Hallgrímsson blaðamaður og Sverrir
Vilhelmsson ljósmyndari hittu þar líka fyrir
bandaríska gyðinga sem tóku sig til upp á
eigin spýtur og drifu sig á staðinn með ýmiss
konar vörur sem þeir töldu þörf fyrir.
NOKKRIR bandarískir gyð-
ingar tóku sig til fyrir
skömmu og söfnuðu ýmiss
konar vamingi, drifu sig
yfir til Evrópu og komu í byrjun vik-
unnar á áfangastað; einar flótta-
mannabúðirnar í grennd við Skopje í
Makedóníu.
„Við sáum myndir héðan úr búðun-
um í sjónvarpinu íyrst eftir að þær
voru settar upp og fyrstu viðbrögð
mín voru: Nei! Petta getur ekki verið
að gerast!" segir kona á miðjum aldri
í samtali við Morgunblaðið í búðun-
um. Foreldrar hennar voru báðir í út-
rýmingarbúðum nasista í síðari
heimsstyrjöldinni og henni er tíðrætt
um Helförina. „Það er alltaf verið að
tala um að ekki megi gleyma Hitler
og nasistunum, að ekki megi gleyma
Helförinni. Auðvitað er það alveg rétt
en það sem ekki má gleyma nú er
þetta fólk sem er hér. Að sjá fólkið í
sjónvarpinu í þessum búðum minnir
mig ískyggilega á Helfórina, þótt
ekki sé um nákvæmlega sama hlutinn
að ræða. Og eitthvað svipað og gerð-
ist þá má aldrei koma fyrir aftur.“
18 manns í hópnum
I hópnum eru átján manns, sextán
frá New Jersey og tveir bættust við
frá New York. „Við erum öll gyðing-
ar,“ segir hún en tekur þó skýrt fram
að trúarbrögð skipti engu máli í
þessu sambandi. „Ég er til dæmis alls
ekki strangtrúuð og þetta kemur því
gyðingdómnum ekki beint við. Mér
ofbauð bara sem manneskju þegar ég
sá í sjónvarpinu hvað var að gerast."
Konan hringdi í kunningja sinn, sem
einnig hafði verið að horfa á sjón-
varpið, og strax eftir það samtal voru
þau ákveðin í að gera eitthvað. Niður-
staðan varð sú að safna alls kyns
vamingi sem fólkið taldi þörf fyrir;
skóm, alls kyns sjúkradóti, sokkum á
bömin, dömubindum, útvarpstækj-
um, rafhlöðum og skóladóti, svo eitt-
hvað sé nefnt. Og söfnunin gekk mun
betur en þau leyfðu sér að vona. „Við
stóðum uppi með ótrúlega mikið af
dóti. Þú hefðir átt að sjá staflana af
skónum. Ég get sagt þér að rabbíinn
okkar - sem er reyndar héma með
okkur - grét þegar hann kom inn í
salinn þar sem skónum hafði verið
staflað. Sjónin sem blasti við minnti
hann nefnilega svo mikið á
Auschwitz. En þetta er auðvitað al-
gjör andstæða; þar vom skór í stöfl-
um sem teknir höfðu verið af fólki áð-
ur en það var myrt, en hér vora skór
sem við söfnuðum til að fólk gæti not-
að þá.“
Þegar þama er komið samtalinu
EIN af hjálparsveitunum í Brazda
grísku læknai
ÞÝSKUM spitala hefur verið komi
inn í eitt s
hljómar allt í einu lagið I will survive
og konan tekur undir ásamt nokkram
albönskum bömum sem fylgjast með
okkur. „Við voram að kenna þeim
þennan texta í morgun," segir konan
- en heiti lagsins gæti útlagst Ég
mun lifa af, á íslensku.
Ekki gekk alveg þrautalaust fyrir
hópinn að komast til Makedóníu.
S
Israelsk ungliðahreyfíng kom til Skopje til að hafa ofan af
Heimsbyggðin
ætti að
skammast sín
„VIÐ vitum hvað það er að þjást
og fannst við verða að hjálpa þeg-
ar við sáum hvað var að gerast
héma,“ sagði Israelsmaður sem
Morgunblaðið hitti í einum flótta-
mannabúðunum við Skopje en þar
var hann með hópi unglinga frá
Israel sem komu í þeim tilgangi
einum að hafa ofan af fyrir börn-
um í þessum tilteknu búðum.
„Hér var ísraelskt bráða-
birgðasjúkrahús í mánuð, en síð-
an komu Þjóðverjar með framtíð-
arspítala og þess vegna var þeim
ísraelska lokað. Þetta var fyrir
tveimur vikum og þá tókum við
upp á þessu í staðinn. Helförin
var vissulega miklu skelfílegri en
það sem er að gerast hér en
ákveðin atriði eru þó keimlík, ef
vel er að gáð. Til dæmis hvemig
það er fyrir böm að vera á svona
stað. Okkur fannst gríðarlega
mikilvægt að reyna að sjá um
skipulagða dagskrá fyrir þau og
það hefur sýnt sig að þau hafa
tekið þessu mjög vel. Það er
hroðalegt fyrir börn að vera á
svona stað án þess að hafa nokk-
uð fyrir stafni,“ segir umræddur
maður, Simcha Stein, forstöðu-
maður The Ghetto Fighters’ Hou-
se í Israel, en það er safn og
rannsóknarstofnun.
Annar maður, sem í ljós kemur
að er Dr. Efraim Zuroff, forstöðu-
maður Simon Wiesenthal stofnun-
arinnar í Jerúsalem, segir búðirn-
SKIPULEGGJANDI verkefnisins s«
ur fyrir í einum flóttamannabúðum
nokkrum bamanna
ar sem við emm staddir í, þær
einu þar sem sérstök dagskrá sé
fyrir bömin frá morgni til kvölds.
„Dagskráin byrjar klukkan níu og
stendur til sólseturs. Það er spil-
uð tónlist fyrir börnin, þau fá að