Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 51

Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 51, og spilaði eina Kassínu á eftir annarri við mig. Afi var mjög þolin- móður við okkur krakkana. Þegar ég hugsa til afa, þá er mér lífsgleði hans svo minnisstæð. Hann lumaði oft á skondnum sögum og hló oft heitt og innilega. Og þegar afi klappaði var ég oft svo hissa, hann klappaði nefnilega ekki saman lóf- unum eins og venja er heldur klapp- aði einni hendinni ofan á handar- bakið á hinni. Eitthvað svo einstakt sem mun ávallt minna mig á hann. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við eydd- um saman, þó að þú sért núna far- inn frá okkur munu minningarnar um þig geymast í hjarta mínu. Eg á eftir að sakna þín. En að vita að þú sért núna kominn til ömmu og að ykkur líði vel saman yljar mér um hjartarætur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Thelma. Senn líður að sumri. Börn og unglingar fara í próf með sólskin í hjarta og gleðjast yfir hækkandi sól. Sá tími sem afi naut best er kominn. Sjaldan hefur vorið byrjað jafn vel, en því miður er afi ekld hér til þess að njóta þess. Afi bjó inni á heimilinu mestan hluta bemskuára okkar og var því kjölfesta í hinu daglega lífi. Margar voru stundimar sem við sátum sam- an niðri í kjallara hjá honum á spjalli, spilandi eða teflandi. Dýr- mætt er það veganesti sem svo náin samskipti veita. Af honum lærðum við mörg heilræði sem hafa hjálpað okkur að takast á við lífið. Hann gat alltaf brosað að tilverunni og sá alltaf björtu hliðamar á öllu. Það er okkur minnisstætt hve oft hann fór með þessi orð: „Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.“ Hann afi hafði svo sannarlega margt að segja. Hann hjálpaði okk- ur að skilja gamla tímann og upp- mna okkar samfélags. Hann var ótæmandi brunnur af tækifæris- kvæðum og ferskeytlum og alltaf fylgdi saga með af þeim er ortu kvæðin og af hvaða tilefni. Honum skeikaði aldrei í tímasetningum og nöfnum frá gamla tímanum. Það er sárt til þess að vita að ekki verður lengur sótt í þennan fróðleiksbmnn. Það er ávallt erfitt að ímynda sér tilveruna án einhvers nákomins. Oft höfum við hugsað út í að lífið er ekki endalaust, jafnvel hjá þeim sem eru manni kærir og hafa alltaf verið innan handar, alltaf til staðar. Þannig var það með hann afa. Það var svo sjálfsagt að finna hann og geta talað við hann þegar maður vildi. En allt á sinn endi og lífið er þar engin undantekning. Það verð- ur tómlegt að koma heim til Bol- ungarvíkur og eiga ekki von á að afi muni njóta matar með okkur, taka undir í söng eða gleðja alla nær- stadda með sínum hnyttna húmor. Við munum sakna hans sárt, en lítum til baka þakklátir fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- Allt sem liður daprast, dvín, dagar koma og gleymast, en alltaf mun þó myndin þín í mínum huga geymast. Magnús Már Einarsson, Jónatan Einarsson. Þegar ég sest nú niður til að skrifa nokkur kveðjuorð frá mér og Siggu dóttur. minni reikar hugurinn nokkuð aftur á bak til þeirra tíma sem við áttum með þeim Magnúsi og Guðbjörgu. Við komum fyrst inn á heimili þeirra eftir að þau flutttu til Keflavíkur og síðan urðu heim- sóknirnar margar, enda stóðu okk- ur þar ævinlega allar dyr opnar. Maggi Guðna eins og hann var kall- aður af svo mörgum var okkar mað- ur, mikill grallari og góður vinur. Hann var góður sagnamaður sem færði hluti gjaman í stílinn. Ein af mínum uppháhaldssögum var af því þegar hann eitt sinn kom til Ingólfs- fjarðar á síldarbáti og lenti þá af einhverjum ástæðum í kaffi hjá for- eldrum mínum. Um kvöldið vildi áhöfnin komast á ball og fékk þá Magnús lánaða spariskó föður míns. Löngu seinna áttu svo leiðir þessa fólks eftir að liggja saman. í Kefla- víkinni var oft tekið í spil enda mað- urinn góður brigdespilari, og þar fengum við Ásta verðandi tengda- dætur hans okkar fyrstu tilsögn í þeirri list og höfum búið að ætíð síð- an. Á góðum stundum rifjaði hann upp fyrir okkur spil sem hann hafði spilað, sérstaklega var honum hug- leikin slemman sem hann spilaði ár- ið ‘47. Þegar Guðbjörg féll frá flutt- ist Magnús fljótlega til Bolungar- víkur og settist að í húsi dóttur sinnar Guðrúnar. Þá sáum við hann sjaldnar en ævinlega leit hann inn hjá okkur er hann átti leið til Reykjavíkur, og fékk þá pönnukök- ur eða við drifum okkur á kaffihús. Við hittum hann síðast þegar við heimsóttum hann á áttræðisaftnæl- inu 1994. Við kvöddum hann með þeim orðum að þetta myndum við endurtaka að fimm árum liðnum. Það átti ekki fyrir okkur að liggja og nú kveðjum við góðan vin og afa og sendum börnum hans og bama- bömum okkar bestu samúðarkveðj- ur. Valgerður Eiríksdóttir, Sigríður Sigurðardóttir Það var alltaf jafn gaman og gott að koma til ykkar Guggu ömmu, fyrst á Tjarnargötu 10 og síðan á Hafnar- götu 47 í Keflavík. Þú fluttir síðan vestur í Bolungarvík nokkmm árum eftir að Gugga amma dó. Alltaf var lif og fjör í kringum þig og þú hafðir mjög gaman af því að spila á spil. Við spiluðum oft Vist og þá sagðir þú iðulega að það væri bannað að trompa ása, þegar þú settir ás út, en síðan var í lagi að þú trompaðir ásana! Þú kenndir okkur einnig að spila Kasínu, sem er enn vinsælt spil á mínu heimili. Þegar við komum í heimsókn áttir þú alltaf kandís handa okkur, sem okkur þótti mjög góður. Þú varst líka mjög mikill söng- maður og hafðir afskaplega gaman af því að syngja. Þú kunnir bókstaf- lega öll gömlu góðu íslensku lögin. Ef erindin voru mörg, þá kunnir þú þau öllsömul og stundum aukaer- indi sem ekki sáust oft í riti! Þú varst í raun ótrúlegur og þegar þú hélst upp á 80 ára afmælið þitt heima hjá Guðrúnu og Einari, þá langaði mig mest til að taka upp öll lögin sem þú söngst og eiga þau á spólu svo ég gæti lært þau sjálf ein- hvern tímann seinna. Það varð því miður ekkert af því. Eitt af uppá- haldslögunum þínum heitir „Vertu hjá mér Dísa“ og það lag söngst þú hástöfum ásamt öðrum lögum í af- mælisveislum þínum. Ég man það einnig vel að þú lagðir mikla áherslu á það við okkur systkinin að við vissum hver samdi þjóðsönginn okkar „Ó guð vors lands“, en það var Matthías Jochumsson og lagið er eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson. Þér fannst alveg hræðilegt að ung- dómurinn í dag, í kringum 1980, skyldi ekki þekkja höfund síns eigin þjóðsöngs og að íslensk böm skyldu almennt vera fermd án þess að vita það! Elsku afi minn, núna ertu kominn yfir móðuna miklu, alveg eins og þú hafðir óskað þér, og ég er alveg viss um það, að hún Gugga amma hefur tekið mjög vel á móti þér þarna hin- um megin. Ýmsar sögur og minningar um þig streyma fram og er það von mín og trú að ylur minninganna vermi okkur sem allra lengst. Margs er að minnast, margt er þér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Hvíl þú í friði, elsku afi minn, og megi guð vera sálu þinni náðugur. Guðbjörg Jónsdóttir. + Benedikt Jóns- son fæddist á Höfnum á Skaga 7. maí 1947. Hann iést á endurhæfingar- stöð Grensásdeildar 25. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 5. mars. Mig langar að minnast hér með örfá- um orðum tengdafóður míns, Benedikts Jóns- sonar frá Höfnum á Skaga. Hann er nú ný- látinn en hefði orðið 52 ára í dag, 7. maí, 1999. Hann var kallaður Benni. Það gælunafn þykir mér hafa vingjarn- legt yftrbragð og hið sama má segja um manninn sem bar það og hér skal minnst. Alveg frá fyrstu kynn- um var mér ljóst að þarna hafði ég hitt mann sem gæti haft veruleg áhrif á líf mitt. Hann var varfærinn þegar við hittumst fyrst, reyndi ekki að sýnast annar en hann var. Viðmótið ljúft og rólyndislegt. Brosið góðlegt og augun sérstak- lega brosandi og hlýleg. Mér þótti maðurinn traustur og áreiðanlegur. Það átti eftir að koma á daginn að reyndist rétt mat. Benni var að vísu ekki gallalaus, þrjóskur var hann til dæmis með eindæmum, en um slíkt verður ekki fjölyrt hér. Annars er að minnast. Benni var náttúrubarn. Hann var alinn upp í sveit við sjó, í Höfnum á Skaga. Sú jörð er hrein nátt- úruperla og Benna afar hugstæður staður. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi ásamt fleirum að fá að fylgja þeim feðgum, Benedikt og Jóni, til nytja á auðlindum þessarar jarðar og þá hefur engum dulist að þar ríkti mikil virðing fyrir náttúr- unni og gæðum hennar. Jón heldur nú áfram að nytja jörð sína, sonar- ins nýtur ekki lengur við, en stund- irnar sem þeir áttu saman nú síðari ár í Höfnum munu vafalaust veita honum aukinn kraft til þessara starfa um ókomin ár. Og Benna var fleira gefið af nátt- úrugæðum. Hann var tónlistarmað- ur af Guðs náð. Aldrei lærði hann að lesa nótur en enginn velkist í vafa um að aldrei datt rétt nóta úr þeim lögum sem hann náði að til- einka sér eftir eyranu. Og þau lög voru allmörg. Mér eru minnisstæð kvöldin í Höfnum eftir ánægjulega starfsdaga. Þá komu allir inn þreyttir en sælir af útiveru og góðu starfi, jafnvel skemmtilegum sam- skiptum við æðarunga og kollur sem voru misjafnlega hrifnar af heimsóknum okkar í varpið. Mér eru minnisstæð þessi kvöld þegar allir voru sestir inni í stofu, mettir í værð og friði. Þá settist Benni við fótstigið orgelið og lék af fingrum fram. Það voru dýrmætar stundir. Þetta eru dýrmætar minningar. En það sem gladdi organleikarann einna mest í tónlistai-flutningi sín- um almennt var þegar barnabörnin gáfu leik hans gaum, klöppuðu og kættust yfir tónlistinni. Benni var snyrtilegur í alla staði. Hann gekk vel til fara og lét sér ávallt annt um það hvernig hann kom fyrir. Hann ók leigubifreið sinni ávallt klæddur skyrtu og bindi og hélt bílnum svo snyrtilegum að lýtalaust var. Hið sama gilti um heimilið og nýfenginn sumarbústað- inn. Allt hafði sinn stað. Allt var í röð og reglu. Það var grundvallarat- riði í huga Benna til þess að hann gæti gengið óhikað til allra sinna starfa, jafnt heima sem heiman. Trillan sem Benni gerði út um skeið áður en heilsan bilaði var hér engin undantekning. Guðbjörgin var ávallt gerð hrein og snyrtileg eftir róðra og þegar tími gafst til úti á sjó fann hann sér eitthvað til dundurs sem miðaði að því að auka hagræði við vinnuna, umgengni og ásýnd um borð. Ég reri einn vetur með Benna, samhliða námi. Við vorum á línu, iðulega með 10-12 bala. Hver róðrardag- ur hófst þannig að Benni hringdi um hálf- fimmleytið að morgn- inum og það var einmitt lýsandi fyrir tillitsemi hans að hann lagði róminn lágt og spurði rólyndislega hvort við ættum ekki „að kíkja á þetta“. Síð- an ók ég suður til Keflavíkur eða Sand- gerðis og við skipt- umst á kveðju sem þótti sérkenni- leg en einkenndi öll okkar sam- skipti. Benni hafði ríka kímnigáfu og hann er ógleymanlegur svipur- inn á „kafteininum" þegar ég var jafnvel orðinn sjóveikur í hafnar- mynninu! Ég hef nefnt að Benni hafi verið traustur félagi sem lét sér annt um fjölskyldu sína og vini. Það varð ég margsinnis var við í fari hans og at- höfnum. Það sama gilti þegar við vorum staddir á trillunni einhvers staðar langt fjarri föstu landi. Aldrei datt mér í hug að efast um skipstjórnarhæfni „kafteinsins" og ég man sérstaklega vel eftir því að mér þótti ekkert að óttast þegar við urðum einu sinni vélarvana ein- hvers staðar úti á Faxaflóanum. Benni hélt ró sinni og greindi vandamálið. Við þurftum að kasta öllum fiskinum upp úr lestinni og að því loknu fór Benni niður að kil- inum og síðan komu legur og pakkningar fljúgandi upp á dekk. Málinu var bjargað og „kafteinn- inn“ stímdi í land eins og ekkert hefði í skorist. Samskipti okkar Benedikts Jóns- sonar voru mér einstök og afar mikils virði. Þau voru annað og meira en „venjuleg" samskipti tengdafeðga. Við náðum afar vel saman og samvinna okkar á trill- unni skóp djúplæg vináttubönd sem ekki geta rofnað þótt hann hafi þurft að yfírgefa þennan heim allt of snemma fyrir tilverknað krabba- meins. Við munum hittast hinum megin þótt síðar verði. En þessi reynsla mín af sjúkdómslegu og lífsbaráttu tengdafoður míns hefur Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndai- DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, mið- að við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- 'markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. BENEDIKT JÓNSSON reynst mér þarfur skóli. Ég hef lært hversu heimskulegt það er af alheilbrigðu fólki að nota orðtök eins og það að láta hveijum degi nægja sína þjáningu. Því raunveru- leg þjáning er ekki langt undan ogx það er alls ekki sjálfsagt að við fór- um án áfalla gegnum hvern þann dag sem okkur auðnast að lifa. Ég lærði það af Benna meðan hann kenndi sér einskis meins að láta mér annt um hið smáa í kringum mig. Og Benni kenndi mér með lífi sínu og dauða að ég megi ekki líta fram á miðjan aldur og telja að þá geti ég loksins farið að lifa lífinu. Því líf okkar er hver dagur, hver mínúta, hvert andartak sem við drögum andann. Benedikt og Guðrún eignuðust ■ fjögur börn; Elínborgu Bimu, Bene- diktu Sigþrúði, Steinunni Ólöfu og Jón Guðmund. Öll hafa þau erft sterkan persónuleika frá báðum for- eldrum sínum, dugnað með eindæm- um og snyrtimennsku. Og Guðrún og Steinunn gengu saman hönd í hönd þá grýttu leið sem síðustu mánuðirnir í lífi Benna voru meðan líf hans fjaraði út. Það var ganga sem vart er á nokkum leggjandi en þar hafði Steinunn tækifæri tO þess að styðja móður sína allt til enda. Og það gerði hún svo eftir var tekið og hefur með því veitt foreldmm sínum báðum ómetanlegan styrk í hinni óumræðanlega erfiðu þrautagöngu. Sjálf kom Guðrún mér þægilega á' óvart, þvílíkt var æðruleysi hennar og styrkur, bæði í veikindum Benna og ekki síður eftir lát hans. Harm sinn bar hún í hljóði en hvikaði hvergi og sameinaði með ótrúlega góðu jafnvægi fjölskylduna alla á erfiðum stundum. Álagið á alla nána ættingja og vini er undir þessum kringumstæðum ólýsanlegt en þó stóð sig enginn betur en Benni sjálf- ur sem undir það síðasta fékk til dæmis Aldísi frænku sína til þess að koma og spila á harmonikkuna við - sjúkrabeð sinn. Og ekki má heldur gleyma starfsstúlkunum á Grensás- deild sem léttu svo um munaði undir með Benna, Guðrúnu og fjölskyld- unni allri allt þar til yfir lauk. Það er komið að kveðjustund. Ég kveð með þessum vitnisburði í allt of fáum orðum sterkan persónu- leika, góðan vin og félaga, tengda- fóður minn, fóður eiginkonu minnar og afa dætra minna. Ég kveð Bene- dikt Jónsson með virðingu og sökn- uði, ríkari af dýrmætum minning- um um eftirminnilegan mann. Jóhann Guðni Reynisson. Útfararstofa íslands sér um: ■ Útfararstjórj tekur að sér umsjón útfarar j { i samráði við prest og aðstandendur. - Fiytja hinn látna af dánarstað í likhús. ! - Aðstoða við val á klstu og likklæðum. ■ - Undirbúa lík hins látna i kistu og * snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: I - - Prest. I - Dánarvottorð. II - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. | j - Legstað I kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, I elnleikara og/eða annað listafólk. j I - Kistuskreytingu og fána. i; j - Blóm og kransa. | - Sálmaskrá og aöstoðar við val á : sálmum. - Likbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. | : - Sal fyrir erfidrykkju. i j - Kross og skilti á leiði. j - Legstein, j - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. j j - Flutning á kistu til landsins og frá landlnu. Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.