Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 57 MINNINGAR JÚLÍANA GUÐRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR + Guðrún Þorleifs- dóttir húsmóðir var fædd að Hofi í Garði 26. maí 1908. Hún lést á Dvalar- heimilinu Garðvangi í Garði 28. aprfl síð- astliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Júlí- ana Hreiðarsdóttir húsmóðir, frá Hátúnum í Land- broti, V-Skaftafells- sýslu, f. 12.10. 1871, d. 9.8. 1964, og Þor- leifur Ingibergsson útvegsbóndi, frá Sléttabóli á Síðu, V-Skaftafells- sýslu, f. 15.5. 1863, d. 4.12. 1942. Systkini hennar voru Sigurberg- ur Helgi, hreppstjóri og vita- vörður, f. 30.8. 1905, d. 23.11. 1989; tvíburasystir hennar Sig- ríður húsmóðir, f. 26.5. 1908, d. 15.5. 1995; Pálína Hreiðbjörg húsmóðir, f. 11.9. 1911, d. 24.1. 1997, og fóstursystir Björný Hall Sveinsdóttir, f. 10.8. 1922, d. 10.12. 1989. Maki Guðrúnar var Matthías Oddsson smiður og verkstjóri, f. 31.12. 1900, d. 30.12. 1988. Þau bjuggu að Móhúsum í Garði. Frá 6.10. 1992 hefur Guðrún dvalið að Dvalarheimilinu Garðvangi í Garði. Sonur þeirra er Þor- leifur Július tann- læknir, f. 7.8. 1931, maki Nang Matthf- asson, sonur þeirra ér Tómas Matthías- soii, f. 15.8. 1990. Börn Þorleifs frá fyrra hjónabandi: Matthías Aurel, f. 27.11. 1961, dreng- ur, f. 3.2. 1966, d. 13.6. 1966, Björn Gunnar, f. 20.2. 1967, og Andri, f. 30.11. 1968. Dóttir Þorleifs fyrir hjónaband er Hrönn Fann- dal, f. 19.6. 1961. Fósturdóttir Guðrúnar og Matthíasar er Guð- nin Ólafía Sign'ður Guðmunds- dóttir D’Autorio, f. 24.4. 1948, maki Robert D’Autorio. Börn þeirra Angela, f. 1968, látin, Gus Matthías Guðmundur, f. 1971, látinn. Sonur Guðrúnar, Gunnar Víldngur, f. 1966, látinn. Utför Júlínu Guðninar fer fram frá IJtskálakirkju í Garði í dag og hefst athöfnm klukkan 14. Pú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér þú logar enn, í gegn um bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá sem barn ég þekkti fyr. (M. Joch.) Árið 1953 er ég var fimm ára gömul kom ég að Móhúsum í Garði til Matthíasar og Guðrúnar. Fram að þeim tíma var ég á flakki og átti í raun engan að. Gunna og Matti tóku mig inn á heimilið og ég fann og vissi að ég var komin heim. Gunna var mér sem móðir og kenndi mér kærleika og blíðu. Hún talaði aldrei illa um nokkum mann og vildi alltaf gera gott úr öllu. Hún lifði mjög einföldu lífi, heimilið og fjölskyldan var það sem hún lifði fyrir. Kærleik- ur hennar til systkina sinna var mjög mikill eins og sást best á síð- ustu árum hennar og Pöllu systur hennar á Dvalarheimilinu Garð- vangi. Ég vil þakka Gunnu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Ég lærði mikið af henni, góðmennsku hennar og því hvemig hún kom fram við annað ótrúlega samrýndar og skipti þar fjarlægð engu máli. Það var eitt- hvað það samband á milli þeirra systra sem enginn komst í snert- ingu við. Ég á Gunnu mikið að þakka, margar skemmtilegar bemskuminningar, því mamma dvaldi hjá þeim hjónum, Gunnu og Matta, með okkur krakkana flest sumur meðan pabbi var á síldveið- um. Við vorum þar líka á flestum stórhátíðum. Svo skemmtilega vildi til að ég fæddist í rúminu þeirra hjóna í Móhúsum og við Erling gift- um okkur í Móhúsum og byrjuðum að búa þar á neðri hæðinni. Ein dóttir okkar er líka skírð þar, Júlí- ana Dagmar, en amma hélt henni undir skírn. Yngsta dóttir okkar Sigrún, heitir í höfuðið á þeim tví- burasystram, en hún fæddist á af- mælisdegi þeirra. Eins og fyrr segir voru þær mjög samrýmdar, þótt ólíkar væru og fannst okkur krökkunum alltaf skrítið að Gunna var stærri en mamma, þótt mamma fæddist á undan. Þær störfuðu að ýmsu sam- an og áttu t.d. hænsni saman og tóku blautfisk sem þær og við krakkarnir sólþurrkuðum uppi á reit uppi í heiði. Við voru í hey- skap, en Gunna átti kýr sem voru svo hændar að henni að ein gekk óboðin upp allar tröppurnar til að komast inn til hennar. Gunna bak- aði líka afbragðs kleinur sem öllum þótti góðar, þær voru kallaðar Gunnu-kleinur og man ég að tengdafólk mömmu í Grindavík var mjög hrifið af þeim. Matti var mik- ill hagleikssmiður. Hann byggði mörg hús og þar af nokkur í Gr- indavík. Hann byggði Glaumbæ rétt hjá Móhúsum og þar var okkar brúðkaupsveisla í nýbyggðu húsinu á nýársdag 1955. Það eru margar minningarnar sem hugurinn rifjar upp. Það voru margar ánægju- stundirnar í Garðinum hjá Gunnu og Matta, með syni þeirra Þorleifi, Nýlendu-bræðrum, systkinabörn- unum í Hofi og vinum úr Akurhús- unum, Nýjabæ, Guðlaugsstöðum og Akurgerði, ásamt mörgum fleir- um. Gunna var myndarleg húsmóð- ir og þau hjón voru mjög gestrisin og leituðu margir til þeirra sem þau hlúðu að. Ég man sérstaklega vel eftir gamalli einstæðri konu, Guðbjörgu, sem kom til að dvelja þar eina nótt en dvaldist þar í fjölda ára. Mér er minnisstæður höfuðbúnaður hennar, en henni var alltaf svo illt í höfðinu. Guðbjörg lést í Móhúsum. Það bjuggu marg- ir á neðri hæðinni í Móhúsum og margir hafa fæðst þar. Þegar sr. Valdimar Eylands kom til að þjón- usta Útskálaprestakall þá fluttu Gunna og Matti á neðri hæðina og eftirlétu prestsfjölskyldunni efri hæðina í nokkra mánuði, meðan verið var að lagfæra prestsbústað- inn. Gunna átti einn bróður, Sigur- berg Helga, tvær systur, Sigríði og Pálínu Hreiðbjörgu og eina uppeld- issystur, Björnýju. Var alla tíð mik- ill kærleikur á milli þeirra systkina. Palla bjó í næsta húsi og þótti þeim systrum það frábært. Síðar þegar Gunna dvaldi á Garðvangi voru þær saman þar og höfðu mikla ánægju og stuðning hvor af annarri. Það var Gunnu mikið áfall þegar Palla dó. Það var mjög vel hugsað um Gunnu á Garðvangi og þökkum við öllum þar fyrir aðhlynninguna. Sérstakar þakkir til Helgu og Eyjólfs fyrir þeirra miklu ummönnun. Við send- um Þorleifi, Guðrúnu og öllum hennar ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. fólk. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Guðrún (Lilla). Vertu dyggur, trúr og tryggur. Tungu geymdu þína. Við engan styggur, né í orðum hryggur athuga ræðu mína. (H. Pét.) Júlíana Guðrún Þorleifsdóttir frá Móhúsum í Garði andaðist 28. apríl 1999. Blessuð sé minning hennar. Eiginmaður hennar var Matthías Oddsson og einkasonur er Þorleifur Júlíus Matthíasson tannlæknir. Gunna eins og við kölluðum hana fæddist í Hofi og byggðu þau sitt fyrsta hús við hliðina á því og nefndu það Áræði. Fljótlega byggðu þau myndarlegt hús, Móhús, sem þau bjuggu í æ síðan. Gunna og Matti tóku að sér litla móðurlausa stúlku, Guðrúnu Ólafíu Sigriði Guð- mundsdóttur. Þau tóku henni sem sinni eigin dóttur og reyndust henni alla tíð þannig. Lilla eins og við köll- uðum hana var þeim alla tíð mjög góð og sýndi þeim mikla ræktar- semi. Svo skemmtilega vildi til að hún ber bæði nafn Gunnu og mömmu. Gunna hló innilega. Hún var róleg og dul og með afbrigðum trygg og traust. Amma mín Júlíana fór til þeirra þegai- afi Þorleifur dó 1942 og var þar ætíð síðan. Þau hlúðu ávallt vel að henni. Gunna var tvíburasystir mömmu minnar, Sigríðar, og í raun og veru hennar annar helmingur. Þær voru Þórdis Björnsdóttir, Ruggero Cortelino, Árni Haukur Björnsson, Þórey Bjarnadóttir. + Útför föður okkar, tengdaföður og afa, VILHJÁLMS H. VILHJÁLMSSONAR frá Sæbóli f Aðalvík, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstu- daginn 7. maí, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysa- varnafélag íslands. Ásgeir Vilhjálmsson, Geir Viðar Vilhjálmsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Fríða S. Kristinsdóttir, Ingi H. Vilhjálmsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Haukur Geirmundsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, María Ellingsen, Guðrún S. Vilhjálmsdóttir og barnabörn. Gunna er nú komin til Guðs, eig- inmanns, systkina og annarra ætt- ingja sem taka henni opnum örm- um. Ég og fjölskylda mín viljum þakka ykkur hjónum samverana í Móhúsum og allar ánægjustundirn- ar á lífsleiðinni. Sofðu rótt, Gunna mín. Þóra og Erling. Elsku Gunna mín, við Eyi vorum vakin að morgni 28. aprfl. Hjúkr- unarforstjóri Garðvangs, Guðrún Hauksdóttir, hringdi og tilkynnti okkur að þú hefðir látist kl. 6.20. Þú fékkst hægt andlát og má þakka fyrir að þú þurftir ekki að líða. Það er alltaf sárt að missa ást- vini en tími þinn hefur verið kom- inn. Gunna mín, mig langar til að þakka þér hvað þú varst alltaf góð við mig þegar ég var hjá ykkur Matta í Móhúsum að hjálpa tU, árið sem ég fermdist. Þú varst með átta karlmenn í fæði sem unnu í frysti- húsi Gerðabáta, þar sem Matti var verkstjóri. Þeir héldu til í kjallar- anum hjá ykkur, en ég var á efri hæðinni og svaf í herbergi með Júlíönnu mömmu þinni, sem var á heimilinu. Hún var mjög góð við mig, kenndi mér bænir og góða siði. Öll ykkar fjölskylda var kær- leiksrík og gott að treysta á. Stundum var ég syfjuð á kvöldin, ég varð samt alltaf að fara með bænir. Ein er mér alltaf minnis- stæð; „Kristur minn ég kalla á þig“. Ég átti eftir að tengjast fjöl- skyldu þinni þegar ég giftist Eyjólfi, sem var fóstursonur Odds og Kristínar í Presthúsum. Kristín var systir Júlíönnu móður þinnar. Það var mikill samgangur á milli heimilanna, þar sem Eyjólfur og Þorleifur sonur Gunnu og Matta voru miklir vinir og era enn. Það var erfitt hjá þér Gunna mín þegar Matti þinn dó. Þá kom Lilla fóstur- dóttir þín frá Ameríku og var hjá þér í langan tíma. Hún var svo góð og sýndi þér mikinn kærleik og væntumþykju, hún hefur verið að launa þér uppeldið. Robert maður hennar var svo góður þér líka. Lilla fór aftur út en var alltaf með hug- ann hjá þér, sendi þér pakka og hringdi alltaf. Það er ekki auðvelt að vera svona langt í burtu frá sín- um, eiga son, fósturdóttur og barnabörn erlendis. Synir Þorleifs af fyrra hjónabandi, Matthías, Björn og Andri, heimsóttu ömmu sína þegar þeir voru hérlendis og móðir þeirra, Evamarie, líka. Þáttaskil urðu í lífi Gunnu þegar hún þurfti að fara á Garðvang í október 1992. Hún var heppin, því Pálína systir hennar var þar á heimilinu, hefur alltaf verið kært á milli þeirra. Þær máttu aldrei hvor . af annarri sjá, því var mjög erfitt > hjá Gunnu þegar Palla dó 24. janú- ar 1997. Gunna var aldrei söm eftir það, alltaf að spyrja um Pöllu syst- ur. Gestur sonur Pöllu kom á hverjum degi til mömmu sinnar og var Gunna alltaf glöð að sjá hann. Siggi og Haddý, þakka ykkur fyrir gjafir og heimsóknir til Gunnu. Gunna mín, ég þakka þér fyrir að fá að hugsa um þig á Garðvangi og vona að ég hafi getað borgað þér fyrir hvað þú varst góð okkur Eyja og börnum okkar, sem við nutum í ríkum mæli hjá ykkur Matta. Við Eyi biðjum góðan Guð að styrkja Þorleif, Nan og litla Tómas Matthí- as í Taílandi sem geta ekki verið við útfór Gunnu. Einnig ber að þakka öllu hinu góða starfsfólki á Garð- vangi fyrir allt það sem það hefur gert fyrh- Gunnu. Biðjum við góðan Guð að styrkja aðstandendur henn- ar. Blessuð sé minning þín, kæra vina. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð í faðmi þínum. F.h. fjölskyldu minnar, Helga Þ. Tryggvadóttir. í dag fylgjum við bræðurnir ömmu okkar til grafar. I dagsins önn á þönum á eftir ein- hverju fánýtu, er gott að minnast konu sem ekki eyddi lífinu í að hlaupa á eftir duttlungum dagsins. Við minnumst ömmu okkar sem hlédrægri konu, konu sem lifði í sátt við guð og menn í góðu húsi suður með sjó. Hún sauð ýsu handa okkur í hádeginu og steikti læri um helg- ar. Það var gott að vera pottormur í _ heimsókn um helgar og seinna ung- * lingur í sumarvinnu. Aldrei heyrðum við hana tala illa um nokkurn mann, og reyndar minnust við þess ekki að hún hafi nokkum tímann hvesst sig við okk- ur. Ekki svo að skilja að við bræð- umir höfðum aldrei til þess unnið, það var einfaldlega ekki hennar eðli að óskapast yfir uppátækjum ann- arra. Amma, við þökkum þér allt sem þú hefur gert fyiTr okkur í gegnum tíðina. Megir þú hvfla í friði. Matthías, Bjöm og Andri Þorleifssynir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMUNDUR REIMARSSON, Árbliki, Ölfusi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 2. maí. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju láugardaginn 8. maí kl. 13.30. Steinunn Hermannsdóttir, Reimar Ingimundarson, Brynja Þrastardóttir, Guðbjörg Ingimundardóttir, Karl Óskar Svendssen, Halla Ingimundardóttir, Birgir Hilmarsson, Jón Hermann Ingimundarson og barnabörn. + Elskuleg kona mín, móðir, stjúpmóðir, amma, systir og frænka, ÞÓRA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR, (Dúa í Lótus), Álftamýri 7, Reykjavfk, lést á Líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 6. maí. Jón R. Lárusson, Þór Bjarkar, stjúpbörn, barnabörn, systur og systkinabörn. ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.