Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VILHJÁLMUR HANS
VILHJÁLMSSON
+ Vilhjálmur Hans
Vilhjálmsson
stórkaupmaður
fæddist á Sæbóli í
Aðalvík 12. júlí
1914. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 30. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
Vilhjálms voru hjón-
in Ingibjörg Katrín
Hermannsdóttir, f.
22. mars 1884, d. 7.
ágúst 1943, og Vil-
hjálmur Hans Magn-
ússon, f. 12. septem-
ber 1879, d. 13. nóv-
ember 1914. Hálfbróðir Vil-
hjálms var Finnbogi H. Sigurðs-
son, f. 27. janúar 1920, d. 25. júní
1989.
Vilhjálmur var tvíkvæntur.
Fyrri eiginkona hans var Ingi-
björg Asgeirsdóttir. Þau eignuð-
ust einn son, Asgeir, f. 17. júlí
1938. Börn Asgeirs eru: 1) Aðal-
steinn Ómar, f. 3. nóvember
1958, kvæntur Auði Matthías-
dóttur og eiga þau fjögur börn.
2) fvar, f._15. júní 1959, kvæntur
Þórunni Arnadóttur og eiga þau
eina dóttur. 3) Annette, f. 19.
september 1961, gift Hákon Iv-
ersen og eiga þau þijú böm. 4)
Lena, f. 27. janúar 1966. 5) Pat-
rick, f. 7. apríl 1969.
Síðari kona Vilhjálms var
Margrét Aðalheiður Sigurgeirs-
dóttir, f. 5. nóvember 1921, d.
30. janúar 1974. Börn
þeirra era: 1) Geir
Viðar, f. 12. janúar
1942. 2) Vilhjálmur
Hans, f. 24. júní 1950.
Hann er kvæntur
Fríðu S. Kristinsdótt-
ur og eiga þau þrjá
syni, Vilhjálm Hans, f.
20. október 1971,
Finn Þór, f. 12. maí
1979, og Inga Frey, f.
27. september 1980. 3)
Ingi Hermann, f. 17.
febrúar 1952. 4) Guð-
rún Brynja, f. 1. sept-
ember 1958. Hún er
gift Hauki Geirmundssyni. Þeirra
böra eru: Margrét Aðalheiður, f.
22. febrúar 1979, Araa Dröfn, f.
31. mars 1982, Harpa Snædís, f.
18. janúar 1989, Fanney, f. 4.
október 1992, og Vilhjálmur Geir,
f. 9. maí 1994.
Börn Vilhjálms og Ingibjargar
Þorsteinsdóttur f. 5. október 1934,
d. 23. ágúst 1997, eru: 1) Þor-
steinn Jens, f. 2. mars 1964,
kvæntur Maríu Ellingsen og eiga
þau eina dóttur, Láru, f. 21. janú-
ar 1999. Sonur Þorsteins og Sig-
rúnar Arnardóttur er Tómas, f. 8.
desember 1988. 2) Guðrún Sigríð-
ur, f. 2. mars 1964. Dóttir Guðrún-
ar og Sigurðar Guðjónssonar er
Ingibjörg Ósk, f. 6. október 1987.
Börn Guðrúnar og Rafns Sigur-
björnssonar eru: Sigurbjörn
Gauti, f. 14. júní 1990, Hrefna
Björk, f. 15. október 1991, og
Þorsteinn Dagur, f. 19. ágúst
1994.
Vilhjáhnur ólst upp á Sæbóli
hjá móður sinni og síðari eigin-
manni hennar, Sigurði A. Finn-
bogasyni. Hann fluttist til
Reykjavíkur árið 1930 og starf-
aði þar sem matreiðslumaður og
þjónn í Oddfellowsalnum og á
Hótel Borg. Eftir það vann hann
í nokkur ár sem kokkur og bryti
á skipum Eimskipafélags Islands
hf. Árið 1938 hóf Vilhjálmur
störf sem sölumaður hjá heild-
versluninni Eddu hf. og síðar hjá
heildverslun Geirs Stefánssonar.
Árið 1944 stofnaði hann heild-
verslunina Hólm hf. ásamt Teiti
Finnbogasyni og ráku þeir fyrir-
tækið saman til ársins 1953. Það
ár stofnaði Vilhjálmur heild-
verslun undir sínu nafni og rak
hana óslitið til ársins 1985,
lengst á Bergstaðastræti llb í
Reykjavík. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir samtök
stórkaupmanna, m.a. sat hann í
stjórn Félags íslenskra stór-
kaupmanna og sijórn Verslunar-
ráðs íslands. Þá átti hann sætj í
bankaráði Verslunarbanka Is-
lands og var formaður þess um
skeið. Vilhjálmur var félagi í
Oddfellowstúkunni Hallveigu
frá árinu 1944. Einnig var hann
meðlimur í Kiwanishreyfing-
unni. Árið 1971 var hann einn
þeirra sem stofnuðu Kiwanis-
klúbbinn Nes. Vilhjálmur var
fyrsti forseti klúbbsins og heið-
ursfélagi hans síðustu ár.
Útför Vilhjálms verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Æskuvinur minn Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson iést að morgni 30. apr-
íl síðastliðins eftir erfið veikindi, á
áttugasta og fimmta aldursári.
* Hann hafði átt viðburðarík æviár,
fyrst bemsku- og unglingsárin í Að-
alvík en síðan komst hann til góðra
efna í Reykjavík. Faðir Vilhjálms
hafði verið mikill athafnamaður í
heimabyggð sinni. Hann hóf búskap
á Sæbóli árið 1908 er hann gekk að
eiga frænku sína Ingibjörgu Her-
mannsdóttur. Þá strax á næsta ári
reisti hann fjölskyldu sinni tvílyft
hús byggt úr steini, er enn í dag 90
árum síðar er veglegt sumarhús
fyrir bamabörn þeirra hjóna. Áiið
1911 keypti Vilhjálmur mótorbát, er
hann nefndi „Gunnar“, og hóf um
leið útgerðarrekstur og formennsku
í eigin útgerð. Nokkru síðar tók
+ hann að sér verslunarútibú Ás-
geirsverslunar á Látrum þótt hann
byggi í raun í Vesturvíkinni, en á
haustdögum árið 1914 veiktist hann
af bráðri lungnabólgu, er leiddi
hann til dauða á örfáum dögum, þ.
13. nóvember það sama ár. Þann 12.
júlí um sumarið hafði Ingibjörg alið
þeim hjónum sveinbam, er gefið
var nafn fóður síns. Sveinninn var
því aðeins fjögurra mánaða gamall
er faðir hans lést. Við þetta sorg-
lega fráfall varð ekkjan að ráða sér
formann á bát þeirra og tókst henni
að fá Markús Finnbjömsson til að
taka að sér útgerðina, en honum
láðist að fá bátinn vátryggðan og
árið 1915 sökk hann á Sæbólslagi í
aftakaveðri án þess að nokkrar bæt-
ur kæmu íyrir. Þetta var ekkjunni
mikið fjárhagslegt áfall, til viðbótar
við missi bónda síns ári áður. Það
eina sem létti undii- með henni var
að henni tókst að fá hreppinn til að
leigja af sér stofuna í nýja steinhús-
inu og var skólinn þar til húsa
næstu árin. Er Vilhjálmur vinur
komst í skilning um áfall fjölskyld-
unnar syrgði hann fóður sinn sárt.
Nokkmm árum síðar giftist móðir
hans aftur manni úr víkinni, Sigurði
. Alexander Finnbogasyni, og átti
nneð honum Finnboga, hálfbróður
Villa, sem látinn er fyrir nokkrum
áram. Sigurður var heilsuveili, sem
leiddi til þess að Vilhjálmur varð
oftsinnis fyrir fermingu að ganga í
verk hans á planinu hjá Guðmundi
Helga, því fjölskyldan mátti ekki
verða af þessari vinnu. Ég man sér-
^staklega eftir því árið 1927 að við
Ingimar Guðmundsson frá Þverdal
voram sendir til sundnáms inn í
Reykjanes við Ísaíjarðardjúp, að
Vilhjálmur átti að fara á þetta nám-
skeið, en gat það ekki, þar eð stjúpi
hans hafði veikst og Villi varð að
taka að sér hans störf, þó að hann
hefði sannarlega hvorki aldur né
þroska til þess, enda innan við
fermingu. En fjölskyldan varð að
halda vinnunni til að geta skrimt.
Vorið 1928 fermdust tólf ung-
menni í Staðarkirkju í Aðalvík, þar
á meðal við vinimir, en á næsta
hausti eða árið 1929 héldum við til
Isafjarðar og settumst í Unglinga-
skólann þar. Ég fékk inni í óupphit-
uðu þakherbergi hjá gömlum hjón-
um á Brunngötu 12, en Vilhjálmi
var komið fyrir hjá móðurbróður
sínum, Finnbimi Hermannssyni, í
herbergi með frændum sínum. En
hann borðaði til skiptis þar og hjá
Margréti, tengdamóður Sverris
Hermannssonar, en hún var gift
Kristjáni Tryggvasyni klæðskera-
meistara. Á þessum vetri voram við
mikið saman, en um vorið fékk ég
að taka próf fyrir páska til að geta
mætt til róðra fyrir norðan og varð
Vilhjálmur samferða mér heim og
var hann þá ákveðinn að mæta ekki
aftur til skólans að hausti, heldur
fara tO Reykjavíkur þegar hann
gæti og setjast í skóla matreiðslu-
manna þar. Næstu tvö sumur vann
Villi á síldarstöðinni á Hesteyri en
hélt síðan til Reykjavíkur árið 1932
og sótti matreiðsluskólann þar auk
þess sem hann vann nokkurn tíma
sem þjónn í Oddfellowhúsinu og á
Hótel Borg. Á þessu tímabili varð
hann fyrir því að veikjast af berkl-
um og var um tíma á Vífilsstöðum,
en hann náði sér frá þeim veikind-
um og réð sig þá sem matsvein á
gamla Selfoss og var þar um tíma
einnig bryti í því gamla skipi þar til
árið 1938 að hann réð sig sem sölu-
mann hjá Heildverslun Eddu. Þar
var hann sannanlega kominn á rétta
hillu í lífinu, því hann reyndist með
afbrigðum hæfur sölumaður. Bæði
var hann einstaklega næmur á
klæðaburð auk þess sem hann hafði
góð áhrif á fólk. Árið 1944 stofnaði
hann svo eigið firma með Teiti
Finnbogasyni er þeir nefndu Heild-
verslunin Hólmur. Voru þeir Teitur
saman til ársins 1953 að hann stofn-
aði Heildverslunina V.H. Vilhjálms-
son, er hann rak í mörg ár, eða þar
til tvö yngri böm hans, Guðrún og
Ingi, tóku að mestu við rekstri fyr-
irtækisins árið 1984. Vilhjálmur vin-
ur vann sér hvarvetna traust og var
kosinn til margháttaðra tránaðar-
starfa innan verslunarstéttarinnar.
Hann sat meðal annars í allmörg ár
í stjóm Verslunarbankans, sem og í
fleiri tránaðarstörfum fyrir verslun-
arstéttina. ViUijálmur var tvíkvænt-
ur. Fyni kona hans var Ingibjörg
Ásgeirsdóttir, en þau skildu eftir
stutta sambúð. Þau áttu einn son,
Ásgeh', er ólst að öllu leyti upp hjá
móðurforeldram sínum, Ásu Ás-
grímsdóttur og Ásgeiri Sigurðssyni
skipstjóra. Er við Vilhjálmur voram
í Námsflokkum Reykjavíkur árið
1937 kynntist hann bráðfallegri
stúlku, sem fljótlega leiddi til hjóna-
bands, og eignuðust þau þrjá drengi
og eina dóttur. Árið 1950 byggðu
þau sér myndarlegt einbýUshús á
Skólabraut 17 á Seltjamamesi. Þar
þjuggu þau þar tíl Vilhjálmur vai'ð
fyrir þeirri miklu sorg að missa
konu sína á besta aldri árið 1974 er
leiddi til þess að hann seldi húsið og
keypti sér íbúð í húsum aldraðra á
Seltjamamesinu. Vilhjálmur hafði
auk þess keypt hús í Bergstaða-
stræti fyrir verslun sína og þar
byggði hann einnig nýtt verslunar-
hús upp á þrjár hæðir. Vilhjálmi
gekk allt vel í verslunarrekstrinum.
Eg hitti Villa vin aftur árið 1935 er
ég flutti til Reykjavíkur og bjó ég
með honum á Kirkjustræti 8 hjá
Fríðu Pétursdóttur frá Hesteyri og
manni hennar Árna Hinrikssyni.
Síðan fluttum við inn á Karlagötu.
Þai' bjó ég með honum þar til ái'sins
1937 að ég fór að búa með konu
minni, Unni Halldórsdóttur. Við
Vilhjálmur höfum ávallt haft mikið
samband hvor við annan. Árið 1949
buðu þeir Garðar Guðmundsson frá
Þverdal og Vilhjálmur mér að ger-
ast meðeigandi í hákarlshjalli sem
þeir voru að reisa úti við Ráðagerði
og þáði ég það boð. Við áttum svo
margar ánægjustundir í hjallinum
við hákarlsverkun allt þar til Garðar
vinur okkur var frá okkur kallaður
á besta aldri hinn 28. júlí árið 1971.
Eftir það gleymdist hjallurinn og
við Villi höfðum ekki fyrr en þá gert
okkur ljóst að það var Garðar sem
kallaði okkur til starfa og útvegaði
okkur hákarl úr toguranum. Við
Vilhjálmur stóðum einnig fyrir út-
gáfu Sléttuhreppsbókarinnar ásamt
Sigurði Stiu-lusyni, Guðmundi
Snorra og Guðmundi Guðnasyni frá
Búðum. Þessi störf og fleiri fyrir
okkar kæru heimabyggð vora okk-
ur einkar ljúf og eigum við frá þess-
um áram margar góðar minningar
sem ástæða er til að þakka fyrir að
leiðarlokum mínum góða vini Vil-
hjálmi. Ég sendi bömum hans og
öðram afkomendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Gunnar Friðriksson.
Það er komið að kveðjustund,
pabbi minn, og ótal minningabrot
fylla hugann. Ferðalög vora þitt líf
og yndi og naut ég svo sannarlega
góðs af því. Ég læt hugann reika til
baka. Það er sumar og ég er í sveit-
inni. Þið mamma komið upp í
Steinsholt og við fóram inn í Þjórs-
árdal og gistum þar í hjólhýsinu.
Hjálpaifoss og meira að segja
Gaukshöfði vora líka vinsælir án-
ingarstaðir. Það virtist ekki vera
neitt mál í þá daga að stoppa hvar
sem löngunin sagði til og eiga næt-
urstað. Eitt sinn man ég að ég
vaknaði upp ein í hjólhýsinu, á ferð
og það leið óratími þar til þú stopp-
aðir og ég fór upp í bílinn til þín.
„Morgunninn var svo fallegur,"
sagðirðu og að þú hefðir orðið að
halda áfram en ekki tímt að vekja
mig.
Ég var ekki há í loftinu er þú
fórst með mig á Fimmvörðuháls,
man ég ekld ýkja mikið eftir því
ferðalagi. En þegar þú gekkst með
okkur Guðfinnu vinkonu upp á Esj-
una hef ég verið u.þ.b. 10 ára. Okk-
ur var orðið ansi kalt og eitthvað
famar að bera okkur illa þegar þú
sagðir: „Það er bara tvennt í stöð-
unni, að duga eða drepast." Voram
við fljótar að velja fyrri kostinn.
Á mínum uppvaxtarárum á Sel-
tjamarnesi fór ég oft með þér út í
hjall. Þar verkaðir þú, ásamt félög-
um þínum Garðari og Gunnari, há-
karl og hertir þorskhausa. Mai'gir
nutu góðs af þessari framleiðslu
ykkar og var þetta ásamt harðfiski
það besta sem þú fékkst.
Þrátt fyrir að þú hafir verið mikill
heimshornaflakkari, naust þú þín
sérstaklega vel úti í íslenskri nátt-
úra og efalaust vita allir sem þig
þekktu að þú tengdist Aðalvíkinni
sterkum böndum. Þú kenndir okkur
systkinunum að njóta og upplifa
fegurðina og friðsældina sem þar er
ríkjandi, sem vai'ð til þess að við
sækjum í að koma þama á hverju
sumri ásamt okkar fjölskyldum. Og
svo er einnig um fjölmarga ættingja
okkar, þama kynnast ættliðfrnir
hver af öðram og samgangurinn er
mikill. Er þetta sá staður sem börn-
in okkar kjósa helst að eyða sumar-
fríinu. Kölluðu krakkamir Aðalvík-
ina oft „afavík“ og hafðir þú gaman
af.
Við áttum góðar samverustundir
í Aðalvíkinni síðastliðið sumar.
Áttatíu og fjögurrra ára afmælis-
dagurinn þinn, hinn 12. júlí, var
bjartur og fagur og komu nær allir
sem í víkinni vora í afmæli til þín.
Var sungið og spilað á gítar, hami-
onikku, sagðar sögur og farið með
vísur fram eftir degi. „Þú varst ekki
tilbúinn til þess að fara heim þegar
við Haukur og bömin fórum með
Fagranesinu daginn eftir afmælið
þitt, svo Ingi var með þér í nokkra
daga í viðbót, og urðu það síðustu
dagamir þínir í víkinni þinni góðu.
Þú talaðir oft um gömlu dagana
og ég fann að þú saknaðir þess að
hafa ekki kynnst fóður þínum. Oft
hefurðu talað um það með miklu
stolti hversu framsýnn faðir þinn
hafi verið að 1908 hafi hann látið
byggja steinhús sem var eina stein-
húsið í hreppnum. í fyrrasumar
sagðir þú mér frá því að Magnús afi
þinn hafi reitt allt efni í húsið neðan
frá sjó á Bránku sinni og maður að
nafni Albert hafi innréttað það fyrir
300 krónur. Húsið var pússað 20 ár-
um síðar af Guðmundi Snorra
frænda þínum.
Ogleymanlegar era þær stundfr
sem við höfum setið með þér í eld-
húsinu í Steinhúsinu og hlustað á
þig segja sögur af fólki og atburðum
frá liðinni tíð. Oft hafa Sigga og
Dísa verið með okkur og höfum við
hlustað af athygli á ykkm' spjalla
saman um gömlu dagana. Þefr era
heldur ekki fáir bragimir og vísum-
ar sem þú kunnir. Þú beittir öllum
ráðum til þess að ná þér í þorsk til
þess að búa til hausastöppu og var
oft hrært í hausastöppupottinum á
öllum tímum sólarhringsins. Þama
varst þú á heimavelli og svo sannar-
lega í essinu þínu.
Þú talaðir oft um það sem þitt
„lán í óláni“ þegar þú vannst sem
bryti á einum fossinum, en mættfr
of seint til vinnu einn morguninn. I
þá daga biðu menn í röðum eftfr
starfi og varst þú látinn hætta. Þá
fékkstu vinnu sem sölumaður hjá
heildversluninni Eddu. Næst þegar
sama skip lagði úr höfn varst þú
eini fai'þeginn um borð, á leið í sölu-
ferð kringum landið. Vai- það upp-
hafið að þínum viðskiptaferli. Þrátt
fyrir litla menntun, einn vetur í
unglingaskóla og námskeið í náms-
flokkunum kom það ekki í veg fyrir
að þú af einstökum dugnaði og
kjarki stundaðir viðskipti um allan
heim. En tungumálakunnátta þín
byggðist að mestu leyti á sjálfs-
námi.
Síðustu mánuðir vora þér erfiðir,
þar sem þú þurftir að fai-a allra
þinna ferða í hjólastól og þai' sem
athafnaþráin var þér í blóð borin
varst þú ekki sáttur við að eldast og
oft sagðirðu nú seinni árin, ,já, hún
er slæm þessi elli“. Hugurinn bar
þig lengra en heilsan leyfði og ekki
er langt síðan þú vildir drífa þig ut-
an í sólina.
Skemmst er að minnast ferðar
sem þú fórst til Kanaríeyja páskana
1997 með mér, Hauki og bömunum.
Þar sem við vöktum hvarvetna at-
hygli, þú í hjólastólnum með Fann-
eyju og Villa á hnjánum á þér og
Hörpu hangandi aftan í. Dögunum
eyddfr þú svo dormandi úti við
sundlaug, með vindil og hatt.
Föstudagurinn 30. apríl sl. var
sólríkur og fallegur. Þá lagðir þú
upp í þína hinstu fór. Ég trái því að
nú getirðu ferðast til allra þeiiTa
staða sem þú þráðfr. Og minnist ég
orða þinna sl. sumar er þú sast í
blíðunni á pallinum fyrir utan stein-
húsið í Aðalvík er þú sagðir „það má
vera gott hjá honum sankti Pétri ef
það verður betra en þetta“.
Ég sakna þín, pabbi minn, tilver-
an verður tómlegri án þín. Ég hefði
viljað hafa þig lengur hjá mér en
gangi lífsins verður ekki breytt, en
ég trái því að nú líði þér vel.
Mig langar í lokin að kveðja þig
með fyrsta erindinu af fallega ljóð-
inu sem Jón Pétursson orti um Að-
alvík og er eins konar þjóðsöngur
okkar fólksins sem er ættað þaðan.
Sól að hafi hnígur,
hamra gyllir tind.
Með söngvum svanur flýgur
sunnan móti þýðum vind.
Króna hægt á blómum bærist,
brosa þau svo unaðsrík.
Kvölds þá yfir friður færist,
fegurst er í Aðalvík.
Guð geymi þig, elsku pabbi, og
hjartans þakkir fyrir allt.
Þín dóttir
Guðrún Brynja.
Það er undarleg tilfinning að
kveðja mann, sem að mörgu leyti
var mér einsog mjög fjarskyldur
ættingi. Vilhjálmur H. var pabbi
minn, og ég hef eiginlega aldrei get-
að vanist þessu orði, pabbi. Ég
þekkti manninn ekki mikið, á þann
mælikvarða sem menn bregða upp
á náin kynni, samt þekkti ég hann
vel fannst mér. Þegar við hittumst
sá ég í honum spegilmynd sjálfs
mín, bránu augun, og ómælt skapið,
ég skynjaði í honum gífurlegan lífs-
kraft, og um leið hið gagnstæða,
vonleysi, kannski uppgjöf. Hann var
alinn upp í þessari litlu vík fyrir
norðan, sem heitir hvorki meira né
minna en Aðalvík, í Steinhúsinu
sem svo er kallað. Pabbi hans lést
þegar hann var komungur, og mér
finnst einsog sorgin vegna þess hafi
fylgt honum hvert fótmál síðan.