Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 59 ’* I 1 MINNINGAR Samferðamenn Vilhjálms hafa dregið upp skemmtilega mynd af honum í sögum sínum, þetta var greinilega maður sem leitaði uppi góð ævintýri, hvar sem þau var að finna í heiminum, og ég sakna þess að hafa ekki fengið að vera ferðafé- lagi hans í lífinu. Eg er um leið þakklátur fyrir að hafa þekkt hann svolítið, ekld síst fyrir að hafa feng- ið að kynnast háifsystkinum mín- um, Vilhjálmi, Guðrúnu og Inga, og fjölskyldum þein'a. Það á ég Fríðu mágkonu minni að þakka. Og nú er fátt eitt ósagt, mér líður helst einsog syninum sem faðirinn sendir bui-t, í ljóði Braga Ólafssonar, nú þegar við Vilhjálmur pabbi höldum hvor í sína áttina: „Eg mun snúa aftur með ný orð og ég mun geta orðað það sem miður fer á nýjan hátt. A þann veg sem mér er ófær núna.“ I guðs friði. Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Þegai’ við systumar vorum litlar vorum við hjá ömmu og afa í sumar- bústaðnum þeirra við Skutulsfjörð sumarlangt, umvafðar öryggi hversdagsins þar sem allt gekk sinn vanagang eftir mynstri sem amma skapaði með sinni festu. Þó svo við vissum að Villi frændi kæmi við hjá okkur á Grundinni á leið sinni norð- ui' í Aðalvík á hverju sumri, þá varð koma hans alltaf jafn óvænt og spennandi. Eg komst að því mörg- um árum seinna að Villi frændi og amma voru systkinaböm - en ég man að ég furðaði mig alltaf á því að hann skyldi vera frændi hennar ömmu, svo gerólík sem þau vom. Villi birtist alltaf skyndilega. Hann renndi í hlað á jeppa, hemlaði snöggt, vatt sér útúr bflnum, lág- vaxinn, sólbrúnn og kátur og faðm- aði ömmu sem varð alltaf jafn glöð þó hann gerði aldrei boð á undan sér. Hann var laglegur og karl- mannlegur, dökkur á brún og brá og klæddi sig allt öðruvísi en aðrir gestir sem bar að garði. Hann var oftast í ljósum jakkafótum (sem ömmu þóttu nú ekki praktísk) og mér fannst hann alltaf vera nýkom- inn frá útlöndum. Hann var líka þeirrar gerðar að hann gaf bömum gaum og tíma. Hann færði okkur vel valdar smágjafir; einu sinni gaf hann mér öskju með mörgum litlum súkkulaðistykkjum og á hverju þeirra var mjög falleg mynd frá Hollandi, af blómaökrum, stúlkum með hollensk höfuðfót og á trékloss- um, af frægum byggingum o.s.frv. Eg borðaði aldrei súkkulaðið því ég dáðist svo mikið að umbúðunum og súkkulaðiaskjan sú reyndist mér drjúg undirstaða í landafræðinámi um Holland í barnaskóla. Einu sinni kom Villi frændi með rauðan og hvítan hraðbát í eftir- dragi vestur og hann lét sig ekki muna um að sjósetja hann á firðin- um sem sumarbústaðurinn stendur við. Hann svipti okkur um borð og þeysti af stað í áttina til ísafjarðar og leyfði mér að stýra á ofsahraða. Þama stóð ég yfírspennt og alsæl við stýrið og saltur og kaldur sjór- inn lamdi mig alla og mér fannst ég vera að slíta af mér öll bönd - og var raunar að því í bókstaflegri merkingu - því amma og afi áttu gamlan árabát (rauðan og hvítan!) sem vai- alltaf hafður í löngu bandi í öryggisskyni þegai' við rerum út á fjörðinn. Kraftar Villa frænda voru alveg þrotnir undir það síðasta og bnínu augun sindruðu ekki sem fyrr. Eg hitti hann síðast við minningarat- höfnina um ömmu í febrúar í fyrra og þá vissi ég að varla yrði langt á milli þeirra frændsystkina. Eg vil með þessum orðum þakka honum fyrir litríka daga sem kveiktu ævin- týraþrá í brjósti lítillar frænku fyrir vestan. Ég votta allri fjölskyldunni inni- lega samúð mína. Margrét K. SveiTÍsdóttir. • Fleirí minningnrgrciimr um Vilhjálni Hans Vilhjálmsson bíða hirtingnr og niunu birtast í blaðinu næstu daga. + Ásdís Eiríks- dóttir var fædd 13. ágþíst 1914. Hún lést 1. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Gíslason og Guð- rún Ásmundsdóttir. Ásdís eignaðist tvö börn með Ágústi Erlendssyni: 1) Helga Ágústsdóttir, f. 17.3. 1934, gift Birni T. Gunn- laugssyni. Börn þeirra eru Sigur- björg, d. 1992, Anna Ásdís, Sigurveig og Nú hefur Ásdís amma okkar kvatt þetta jarðlíf hvfldinni fegin, því síðustu vikur hennar hér herjaði sjúkdómur sá sem lagði hana að velli stíft á hana, annars hafði amma alla tíð verið með afbrigðum heilsu- hraust. Hún var kona hlédræg, flíkaði ekki tilfínningum sínum, en hafði mikinn áhuga á öllu sem viðkom okkar fjölskyldum, t.d. mundi hún alla afmælisdaga og ár. Amma var fróðleiksfús, hlustaði mikið á útvarp og las mikið. Hún var nægjusöm kona og fór ekki fram á mildð en það sem fyrir hana var gert, var hún mjög þakklát fyrir. Með þessum orðum kveðjum við hana ömmu okkar og þökkum henni samfylgdina. Hvfli hún í friði. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. En það er margt um manninn á svona stað og meðal gestanna er sífelldur þj's og læti. Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægileg sæti. Gunnlaugur Auð- unn. 2) Hörður Ágústsson, f. 2.10. 1935, d. 19.6. 1937. Ásdís giftist síðan Jóhanni Siggeirs- syni. Þau eignuðust Hörð Jóhannsson, f. 18.7. 1938, kvæntur Sigríði Einarsdótt- ur. Dætur þeirra eru Margrét, Ásdís og Elín Brynja. Útför Ásdísar fer fram frá Fossvog- skapellunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. En þó eru sumir sem láta sér lynda það að lifa úti í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennimir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. (Tómas Guðm.) Anna Ásdís, Sigurveig og Gunnlaugur. Elsku langamma okkar. Takk fyi-ir allar góðu stundirnar með okkur og allar gjafirnar sem þú gafst okkur. Snert hörpu mína, himinboma dís, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég ijalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Ur furatré sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó. I huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í Qarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinboma dís, og hlustið, englar guðs t paradís. (Davíð Stef.) Sólveig Helga og Bjöm Ari. + Elskuleg móðir mín, HELGA ALBERTSDÓTTIR hjúkrunarkona, Ljósheimum 20, lést á Landakotsspítala föstudaginn 30. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hörður Guðmundsson. Ástkær faðir okkar, SIGURÐUR G. ÓLAFSSON bifreiðastjóri, Hraunbæ 102-D, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkúr að kvöldi mið- vikudagsins 5. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Sigurðsson, Bryndís H. Sigurðardóttir, Margrét G. Sigurðardóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Magdalena Sigurðardóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR GUÐMUNDA ÞÓRARINSDÓTTIR, Mánagötu 3, Reyðarfirði, lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 5. maí. Jóhanna Sölvadóttir, Davíð Valgeirsson, Freydís Sölvadóttir, Jón Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn. ÁSDÍS EIRÍKSDÓTTIR + Eiginmaður minn, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON frá Efri-Tungu, Bugðutanga 8, Mosfellsbæ, lést þriðjudaginn 4. maí. Anna Einarsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Seli, áður til heimilis á Eyrarvegi 17, Akureyri, verður jarðsett frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkort frá Alzheimer-félögunum. Jörundur Guðmundsson, Guðrún Kolbeinsdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Þorgerður Halldórsdóttir, Þórhalla Guðmundsdóttir, Stefán Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför elsku frænku okkar, GUÐMUNDU BJÖRNSDÓTTUR, Fornasandi1, Hellu, er andaðist þriðjudaginn 27. apríl, fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð laugardaginn 8. maí kl. 11.00 fyrir hádegi. Fyrir hönd vandamanna, Örn Guðjónsson og dætur. + Systir mín, VALBORG ÞORSTEINSDÓTTIR frá Klúku, Fljótsdal, lést aðfaranótt föstudagsins 30. apríl sl. á Heilbrigðisstofnuninni Egils- stöðum. Jarðsungið verður mánudaginn 10. maí frá Valþjófsstaðakirkju kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heilbrigðisstofn- unina Egilsstöðum. Sverrir Þorsteinsson. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR frá Laugarbökkum, Skagafirði. Sérstakar þakkir til Álftagerðisbræðra. Aðstandendur. Hugheilar kveðjur og þakkir fyrir alla samúð, vindttu og hlýhug við andldt okkar kœra Sigurðar Ásmundssonar Sú minning sem gafstu, hún mun okkur kœr, þú mörgum ert harmdauði fjœr eins og nœr. Far vel, sem að skildist frá vonum og óloknum önnum. (J.H.) Samhugur á sorgarstundu mun aldrei gleymast. Karí Karólína Eiríksdóttir Edda Dagmar, Birna Katrín, Sigurður K. Kolbeinsson Ellisif Astrid, Sunna Miriam Erlingur Hjaltested ömmu- og afabörn Hafliði Ragnarsson Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar milli kl. 13.00 og 15.00 í dag, föstu- daginn 7. maí, vegna útfarar GUÐRÍÐAR NIKULÁSDÓTTUR. Mata ehf., Eggert Kristjánsson hf., Kexverksmiðjan Frón ehf. 4 *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.