Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ '64 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 * Ahrif grunnskólans á fjárhagsstöðu sveitarfélaga ÞEGAR rúmlega tvö ár eru frá yfirtöku sveitarfélaga á grunn- skólanum er smám saman að skýrast hvaða áhrif þessi stóri og mik- ilvægi málaflokkur hef- ur á rekstur sveitarfé- f laganna. Þó er öllum ljóst sem um þessi mál fjalla að ekki er allt enn til lykta leitt hvað þenn- an málaflokk varðar. Sem sveitarstjórnar- maður, en ég hef setið í bæjarstjórn Garðabæj- ar sl. tvö kjörtímabil, talaði ég fyrir flutningi grunnskólans frá rík- inu. Ég var og er enn þeirrar skoðunar að málaflokknum sé betur komið á því stjórnsýslustigi. Eins er tilfærslan liður í þeim til- gangi að efla sveitarstjórnarstigið og fækka sveitarfélögum þannig að þau verði færri og um leið öflugri. i Vandinn, sem við blasir núna, er sá að sveitarstjórnarmenn gerðu sér almennt ekki grein fyrir umfangi og eðli þessa málaflokks. Sumir gerðu sér jafnvel vonir um að með hagræð- ingu mætti reka grunnskólann með minna fjármagni en ríkið hefði gert, þannig að tilkoma grunnskólans gæti bætt fjárhagslega stöðu sveitarfé- lagsins en ekki hið gagnstæða. Ár eftir ár, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, hef ég vakið athygli á því að rekstur grunnskólans væri v vandmeðfarinn og að sú fjárhæð sem y ríkisvaldið flytti með skólanum til sveitarfélaga væri engan veginn nægilega há sem nú hefur komið á daginn. Grunnskólinn hafði til margra ára verið í miklu fjársvelti af hálfu ríkis- ins. Einmitt þess vegna vildum við skólamenn eindregið að grunnskól- inn yrði fluttur nær kjósendum. Við fundum manna best að foreldrar telja það forgangsmál að gera vel við bömin og skólann. Það hefur lengi verið stefna yfir- valda menntamála að böm með sér- þarfir skuli vera í sínum heimaskóla sé þess nokkur kostur, enda hefur nemendum sérskólanna fækkað um 30%. En þetta dæmi hafði eng- inn reiknað til enda, kostnaðarlega séð. Skólarnir eru ekki byggðir með þessa þjónustu í huga. Nú vantar víða séraðstöðu, sem að öllu jöfnu era ekki til staðar í almenn- um skóla, kaupa verður sérstök námsgögn og tæki og ráða þarf sér- menntað starfsfólk. Blöndun bama með sérþarfir í almenna grannskóla kallar á miklar breytingar, vinnu og fjárútlát. Hitt stóra óútreiknaða dæmið við flutning grunnskólans voru launa- kjör kennara. Öllum sem vita vildu hlaut að vera fullljóst að þar varð að verða breyting á. Mikið hefur verið Menntun Mikilvægi menntunar er það sem öllu máli skiptir, segir Sigrún Gísladóttir, fyrir ---------- framtíð Islands sem lýðræðisríkis og af- komu þjóðarinnar. gert með 30% launahækkun sem kennarar samþykktu naumlega í síð- ustu kjarasamningum. En þeir samningar hefðu aldrei verið sam- þykktir nema vegna þess hve fyrri verkföll kennara og slæmar afleið- ingar þeirra, einkum og sér í Iagi fyrir nemendur, voru kennurum í fersku minni og þeir gátu ekki afbor- ið tilhugsunina um enn eitt verkfall- ið. Og hvað gerir 30% launhækkun ofan á laun sem eru smánarlega lág fyrir? I stað þess að hrekjast frá kennslu í önnur betur launuð störf Sigrdn Gfsladóttir Með hverjum notuðn bíl á sumartilboði fylgir geislaspilari/ > * \ HIÍ I . rC -Z'J ‘ " Z ' J \ CVu á notuðum bílum með alvöru afslætti *> ' m • fe < t- » Þú kemur og semur * Opið virka daga kl. 9-18 og laugaiffaga kl. 12-17 BÍLAHÚSIÐ (í húsi ingvars Helgasonar og Ðilheima) Sævarhöfða 2 -112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 • Símbréf 587 7605 • Tölvupóstur gusi@ih.is UMRÆÐAN hafa margir kennarar haldið sér á floti með óhóflega mikilli yfirvinnu og með því að taka að sér önnur störf á sumrin. En nú eru þessi úrræði ekki fyrir hendi lengur. Með einsetn- ingu grunnskólans verða möguleikai’ á yfirvinnu litlir og í sumum tilvikum er erfitt að veita kennurum fullt starf, þess vegna tók bæjarstjórn Garðabæjar þá ákvörðun að lengja daglegan skólatíma barnanna þannig að umsjón með einum bekk yrði fullt starf fyrir kennarann og fleiri kennslustundir bæta jafnframt stöðu nemendanna. Mættu fleiri sveitarfé- lög taka sér það til fyrirmyndar. Allir eru sammála um mikilvægi þess að fá vel menntaða og hæfa kennara iyrir barnið sitt og þá hlýt- ur að vera jafn ljóst að kennarinn þarf að fá sómasamleg laun miðað við menntun og ábyrgð. Þess vegna er alveg óþolandi að hlusta á félagsmálaráðherra og for- mann Sambands íslenskra sveitarfé- laga kyrja sama sönginn um það að kennarar séu að setja hengingaról á sveitarfélögin með kröfum sínum um betri kjör. Það átti engum að koma á óvart að kennarar myndu sækja á um bætt launakjör ef menn á annað borð vildu eitthvað um þau mál vita. Þetta gerði ég einnig að umtalsefni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem þessir sömu menn voru við- staddir, en stundum velja menn að heyra ekki né skilja. Sem skólastjóri er ég þakklát kennuram fyrir að hafa leitað leiða til að bæta sín kjör. Nógu erfitt er að manna skólana miðað við núverandi ástand. Hef u engar kjarabætur komið til væri enn erfiðara að fá menntaða kennara til starfa. Rétt er að benda á að aldrei fyrr hafa skóla- stjórar á höfuðborgarsvæðinu neyðst til þess að ráða leiðbeinendur fyrir yngri bekki grunnskólans í jafn rík- um mæli og nú er raunin. Samt veita flest ef ekki öll sveitarfélög mun meira fjármagni til reksturs grunn- skólans heldur en þau fengu við flutning málaflokksins írá ríkinu. Mikilvægi menntunar er það sem öllu máli skiptir fyrir framtíð íslands sem lýðræðisríkis og afkomu þjóðar- innar. Með tilliti til þess og til að forða sveitarfélögum í landinu frá gjaldþroti leyfi ég mér að skora á ráðamenn þjóðarinnai’ sem sitja munu á Alþingi til þess að taka til endurskoðunar og hækka það fjár- magn sem flutt er með grunnskólan- um til sveitarfélaganna. Höfundur er skólastjóri Flataskóla í Garðabæ. í Morgunblaðinu 5. maí birtist loks mál- efnaleg umfjöllun um skipulagsmál verka- lýðshreyfingarinnar frá einum af forystu- mönnum „ófaglærðra" stéttarfélaga, Garðari Vilhjálmssjmi í Iðju. Hann setur þar fram vörn fyrir því hvers vegna komi eigi í veg fyrir að „ófaglærðir“ hafi aðgang að stéttar- félögum „faglærðra". Þar bendir hann rétti- lega á að starfsmennt- un í atvinnulífínu hafi gjörbreyst á undan- fömum árum og á þeim grundvelli sé nauðsynlegt fyrir stéttarfélögin að huga að greiðum aðgangi félags- manna sinna að starfsmennta- Stéttarfélög Telja forystumenn stéttarfélaga „ófag- lærðra“, spyr Guðmundur Gunnars- son, að ASI verði sterkara takist því að halda starfsgreina- samböndum utan heildarsamtaka? stöðvum. Það er nákvæmlega það sem ég hef í málflutningi mínum margoft bent á og það er einmitt þar sem hnífurinn stendur blýfast- ur í rúsínunni í pylsuendanum. Hann getur þess að með samein- ingu innan stéttarfélaga Eflingar og deildaskiptingu skapist möguleikar til þess að byggja upp starfsmenntastö ðvar fyrir „ófaglærða“ launamenn með sama hætti og „faglærðir" hafi byggt upp fyrir sitt fólk. Hann ræðir um að með sameiningu sjúkra- og orlofssjóða skapist betri möguleiki til þess að þjóna fé- lagsmönnum. Þetta fyrirkomulag er í starfsgreinasambönd- um og hefur tíðkast í Rafiðnaðarsamband- inu frá stofnun þess 1970. Spyrja má: 1) I þeirri viðhorfskönnun sem fara mun fram meðal félagsmanna Iðju verða t.d. þeir rafiðnaðannenn sem eru í Iðju spurðir um hvort þeir vilji frekar vera í Rafiðnaðar- sambandinu en Eflingu? í nýlegri viðhorfskönnun meðal félags- manna Rafiðnaðarsambandsins kom mjög glöggt fram að þeir vilja vera í starfsgreinasambandi rafiðn- aðarmanna og telja reyndar að það tryggi best tilvist þeirra á vinnu- markaði. Hverra hagsmuna er ver- ið að gæta, forystunnar eða félags- manna? 2) Uppbygging starfsmennta- stofnana kostar feiknalega mikla peninga og tekur langan tíma. Hvers vegna á að byggja upp eina fyrir „faglærða“ og aðra fyrir „ófaglærða" í sömu starfsgrein? Síðan á að reka þar svipuð nám- skeið með samskonar kennslutækj- um og leiðbeinendum þjálfuðum á samskonar námskeiðum. Væri ekki réttara að viðurkenna tilvist starfs- greinasambanda og heimila öllum launamönnum í sömu starfsgrein að vera innan sama starfsgreina- sambands? Þá gætu menn samein- að krafta sína og einbeitt sér að menntunarmálum sínum og byggt upp sterkar starfs- og símennta- miðstöðvar. Hverra hagsmuna er verið að gæta, forystunnar eða fé- lagsmanna? 3) I krafti valda sinna innan ASI renna forystumenn stéttarfélaga „ófaglærðra" í gegnum skipulags- og laganefndir ASÍ lögum, sem heimila þeim að hafa innan sinna raða jafnt „ófaglærða" og þá sem hafa aukið við starfsmenntun sína. Þessir sömu menn hafa svo í áraraðir komið í veg fyrir að málm- og byggingariðnaðarmenn geti breytt lögum sínum með sama hætti. Þessir sömu menn neita Matvís um inngöngu í ASÍ á þeim forsendum að þar er gert ráð fyrir starfsgreinasambandi sem í geti verið jafnt þeir sem hafa sveins- próf og sveinsprófslausir. Rafiðn- aðarmönnum er gert að vísa á dyr öllum „ófaglærðum" vilji þeir vera áfram innan ASI. Eg hef reyndar ítrekað bent á að þessir rafiðnaðar- menn muni ekki sætta sig við að vera skutlað á milli stéttarfélaga, þeir muni einfaldlega standa utan verkalýðshreyfingarinnar. Hverra hagsmuna er verið að gæta, foryst- unnar eða félagsmanna? 4) Telja forystumenn stéttarfé- laga „ófaglærðra“ að ASÍ verði sterkara takist þeim að halda starfsgreinasamböndum utan heildarsamtaka? Telja þeir ís- lenska launamenn verða sterkari ef við stöndum saman, hvorir í sínu lagi? Hverra hagsmuna er verið að gæta, forystunnar eða félags- manna? Höfundur er formaður Rafíðnaðar- sambands íslands. ÍÞRÓTTAFÉLAG FATLAÐRA REYKJAVÍK ,AÐ VERA ÞÁTTTAKANDI ER STÆRSTI SIGURINN" Merkjasala ÍFR verður á öllum kjörstöðum í Reykjavík 8. maí „Styðjið íþróttir fatlaðra“ Skipulagsmál til framtíðar og til samræmis við óskir launamanna Guðmundur Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.