Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 67

Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kennarar sjálf- um sér verstir „BRÝNT að breyta vinnutíma kennara" var haft eftir formanni samtakanna Heimilis og skóla í Morgunblað- inu 17. apríl sl. Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir segir að nú megi auka tekjur kennara en það skilyrði fylgi að afsláttur frá kennslu- skyldu verði felldur niður og einnig sé gert ráð fyrir ýmsum breytingum á vinnu- tíma þeirra. Sem kennari veltir maður því oft fyi-ir sér hvers konar örlög það séu fyrir kennarastéttina að þurfa sífellt að biðjast afsökunar á sjálfri sér og hlusta á endalausar tillögur fólks í öðrum atvinnustéttum um hvernig kaup og kjör kennarastétt- arinnar eigi að vera. Hafa aðrar Launakjör Hjá kennarastéttinni, einni allra stétta, segir Haukur R. Hauksson, er það kallað kaup- hækkun að auka við sig vinnuna. stéttir spurt kennara að því hvað þeim fmnist um kaup og vinnutíma þeirra, t.d. borgarstjóra, lækna, dómara, bankastjóra, flugmanna o.s.frv.? Eg sé ekki að þessar starfsstéttir séu stanslaust að spyrja almenning álits á sínum kjörum. Kennarastéttin er eina lögvernd- aða stéttin er lætur það viðgangast að ófaglært fólk gangi óheft inn í störf þeirra ef menntamálaráð- herra býður svo við að horfa. Um það bil 17% leiðbeinenda eru ein- göngu með grunnskólapróf. Hvaða önnur stétt myndi líða þetta? Er von að kaupið sé lágt í stétt- inni? Því má ekki beita þessu leiðbeinenda- kerfi í öðrum fagstétt- um? Til dæmis leið- beinanda-hjúkrunar- fræðingur, leiðbein- anda-læknir o.s.fi-v. Ætli reksturinn yrði ekki léttari fyrir ríkið með slíkri aðgerð? í hvert skipti er kennarar fara fram á kauphækkun era framsettar kröfur frá mótaðila um skert áunnin réttindi svo sem að minni kennslu- skylda skuli afnumin og alltaf, ég endurtek alltaf, er farið fram á lengri vinnu- tíma, þá fyrst sé hægt að „hækka“ launin. Já, hjá kennarastéttinni, einni allra stétta, er það kallað kauphækkun að auka við sig vinn- una. Kennarar eru trúlega þeir einu sem þurfa að fara í verkfall út af kröfu mótaðilans. Þ.e. kennarar setja fram kröfur um launahækkun en fá framan í sig alls konar óskyldar kröfur frá mótaðilanum og þurfa svo að eyða kröftum sín- um í að halda aftur af þeim kröfum. Því á aldrei að ljá máls á slíkum óskyldum kröfum samhliða kröf- unni um kauphækkun. Þá er betur heima setið en af stað farið. Hafið það hugfast kennarar og þá ekki síst þið sem eruð í forystu- sveit okkar að það er aðeins kenn- arinn sem sendur er inn í skóla- stofuna og þarf að glíma við alla þá vinnu og öll þau vandamál sem upp koma. I ofanálag þarf hann að lifa við ein hin aumustu launakjör þessa lands. Eyðið ekki tíma ykkar í samningsumleitanir um skert kjör og lengri vinnutíma. Allri slíkri eftirgjöf fylgja fleiri kröfur í sömu átt og ávinningur fleiri ára- tuga gloprast niður. Kennarar, hættið að biðjast af- sökunar á sjálfum ykkur og spyrjið fyi-st og fremst um það hvað þið viljið en ekki Pétur eða Páll úti í bæ Höfundur er kennari. Á morgun gæti það verið Of SeÍnt Hringdu Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • ( 898 4332 Haukur R. Hauksson FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 67 Alltaf yfir strikið! Við þurfum d þér að halda d kjördag A morgun hefst lokaspretturinn íkosningabaráttunni. Við óskum eftir sjálfboðaliðum með bíl og GSM sfma til að aka kjósendum fyrir okkur á kjördag. Ný framsókn til nýrrar aldar B Hafðu samband við okkur á Hverfisgötu 33 f síma 552 7020 / 552 7045

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.