Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 68

Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 68
68 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐAN Nokkur umræða um innflutning á norsku mj ólkurkúaky ni PAÐ HAFA orðið miklar umræður um að ^ flytja ti! landsins norskt kúakyn. Við þeirri ákvörðun hafa virtustu dýralæknar og aðrir vísindamenn varað vegna sjúkdómahættu. Prátt fyrir vissu með smitandi sjúkdóma í þessu norska kyni, krefjast þessir tals- menn innflutnings á þessum hættulegu smit- sjúkdómum. Að þeirra dómi á þessi sjúkdóma- hætta að teljast lítils- megandi í samanburði við kosti norska kúa- stofnsins. Þegar kom til fyrir margt nokkuð * að flytja inn karagúlfé voru rökin svipuð. Kostimir myndu vega á móti ókostunum miklu meira. Við að taka þá áhættu með þennan innflutning nú, sem dýralæknar og aðrir vísinda- menn vara strengilega við, getur þetta ekki talist annað en hryðju- verkastarfsemi. Það þarf að berja niður þessa þjóðhættulegu hugmynd þegar í stað, áður en áróður innflutnings- manna nær því að svæfa dómgreind landbúnaðarforustunnar, þannig að innflutningur á norsku kúakyni verði leyfður og þessir líklegu hryðjuverkamenn verði slegnir til riddara og taldir bjargvættir alls hagvaxtar í landbúnaðinum. Eftir fyrrí reynslu okkar af inn- flutningi erlends búfjár er þessi nýja hugmynd, að flytja inn norskt kúakyn, forhert ábyrgðarleysi og illvirki sem jaðrar við vinnubrögð hryðjuverkamanna. íslenskt kúakyn hefur aðlagast þessu landi í ellefu hundruð ár, gróðrinum og veðurfarinu. Miðað við stærð og fóðurtöku mjólka ís- lenskar kýr meira en nokkurt annað mjólkurkúakyn í veröldinni, þar að auki hollari mjólk en önnur kyn. jp. Ef erlendum vísindamönnum væri kunn hollusta íslenskrar mjólkur, þó ekki væri nema varð- andi sykursýkisrannsóknimar, er ekki fráleitt að ímynda sér að norskir bændur og einnig í öðrum löndum myndu sækjast eftir að flytja inn íslenskar kýr. Dæmið gæti algjörlega snúist við en ís- lenskir bændur gætu ekki annað framleiðslu á mjólk og mjólkurvör- um til útflutnings, en þeir sem hafa hvatt til innflutnings á þessu norska kyni yrðu sér rækilega til skammar og yrðu settir á stall með þeim óhappa- mönnum sem fluttu inn fjárkláða, mæðiveiki, garnapest og mink. Auðvitað er sjálfsagt að kynbæta íslenskar kýr innan stofiisins sjálfs með öllum ráðum og raxmsóknum. Við eigum úrvalsmenn til að anna þeim aðgerð- um. íslenskir bændur hafa átt og eiga kýr, sem mjólka 6.000 lítra á ári. Það þykir gott þótt hjá útlend- um kúm sé. Nokkur andstaða er hjá búkonum hér á landi varðandi tæknifrjóvgun á kúm, þar sem framkvæmdin sé með allt öðrum áherslum en hjá nauti. Kýmar hafa enga ánægju af athöfninni, alls enga. Búkonumar Kúainnflutningur Eftír fyrri reynslu okk- ar af innflutningi er- lends búfjár er þessi nýja hugmynd, segir Steinólfur Lárusson, að flytja inn norskt kúakyn forhert ábyrgð- arleysi og illvirki sem jaðrar við vinnubrögð hryðjuverkamanna hafa ef til vill sett sig í spor kúnna, bundnar á bás og fengju það ekki nema einu sinni á ári, þar með væri lágmarkskrafa að full ánægja feng- ist með athöfninni. Dýravemdarfélög vilja ekki taka þetta á nokkum hátt til greina en mótmæli kúnna em mjög skýr. Þær eru hættar að gefa sig fram við gangmál, það kallast dulbeiðsli og skapar mjög mikla erfiðleika hjá bændum í hverju fjósi að koma kálfi í kýmar. Búkonumar telja að ef Steinólfur Lámsson tæknifrjóvgun færi fram með út- búnaði og áherslum sem væri sem líkastur og hjá graðneyti myndi dul- beiðsli hverfa fljótlega. Þegar fyrst fréttist af tækni- frjóvgun á konum setti nokkurn ugg að mönnum víða um land. Þá urðu til tvær eftirfarandi vísur hér á Skarðsströndinni: Sæðið mælt og sett á vog senda þeir póstleiðina, guggnaðir við góðu og gömlu aðferðina. Held ég væri af hendingu efhittistnokkurvina, súerþægisendingu svona póstleiðina. Guðm. Gunnarsson á Tindum Fyrir nokkm tók ég saman sögu ef einni mjólkurkú hér á Skarðs- ströndinni. Eg vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef þessi kýr hefði verið norsk og helmingi stærri og þurftafrekari en íslenskar kýr. Svoleiðis var að bóndinn á Reynikeldu á Skarðs- strönd þurfti mjög nauðsynlega að kaupa mjólkurkú að búi sínu. Hann var tveggja kvenna maður og átti mörg böm með báðum. Bóndinn varð að sæta afarkostum með kaup- verð kýrinnar, var í algjörri neyð, enda nefndi hann kúna Dýrtíð. Það var á þeim tíma nýyrði í málinu. Dýrtiðin er sem sagt uppmnnin hér á Skarðsströndinni. Kýrin varð gömul á búi bóndans enda vom bæði eyra hennar nær því afskorin að hlust. Það var gamalt þjóðráð að skera ofanaf eyrum kúnna, þegar þær höfðu verið þjónustaðar af nauti. Þótti óbrigðult ráð að þær héldu betur fangi. En ef kýrin gekk skáhallt við vind flautaði í hlustum hennar ákaflega. Ekki er skrásett dánardægur þessarar belju en eitt er víst að hún gekk aftur og var lengi á búgarði þeim er heitir á Austurvelli, þar búa bændur sjald- an lengur en 4 ár. Hafa þeir húskarla marga allt upp í 60 menn. Var þar mikið annríki þeirra um- hirða kýrinnar. Nú bar svo við eftir að kýrin Dýrtíð kom á þennan stað að ákaflega kvað hátt í hlustum hennar eftir því hvemig vindar blésu í þjóðfélaginu. Kýrin mjólkaði sumum ákaflega vel í þessu fjósi en öðram stórlega illa en einhvem veg- inn komst fóðurþörf kýrinnar sem kvöð á almenning. Þótti mörgum þungt undir að búa. Það var siður bænda hér áður fyrr að signa sig á morgnana með viðeigandi bæn, ef til vill er svo enn. Þetta var bamsvani hjá Bjarti í Sumarhúsum. Endaði hann bænina þannig: „Fyrr skal ég dauður liggja en að ég kaupi kú, amen!“ Eg myndi ráðleggja íslenskum bændum að enda bæn sína þannig: „Fyrr skal ég dauður liggja en að ég kaupi norska kú í nafni Bænda- samtakanna, amen!“ Höfundur er bóndi. KosninpaHátíð siálTstæðismanna á Broadway Alvöru kosningastemmning fram á blánótt Laugardagskvöldið 8. maí. Húsið opnar kl. 22.30. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. ÁRANGURfyrirJMAJK Breiðholt og upp- bygging þess Á HAUSTMÁNUÐUM árið 1963 urðu miklar kjaradeilur í landinu. Kom undir lokin til af- skipta ríkisvaldsins af þeim og Ólafur Thors forsætisráðherra náði samkomulagi við verka- lýðshreyfinguna 9. nóv- ember það ár. í fram- haldi ákvað verkalýðs- hreyfmgin, undir for- ystu Hannibals Valdi- marssonar, að skipu- leggja sig í eina samn- inganefnd og koma fram sem slík vorið og sumarið 1964. Fyrir tilstilli Bjarna Benediktssonar komu verkalýðshreyfmg og atvinnurek- endur að samningaborðinu á vor- dögum 1964. Þegar yfir lauk hafði Byggingarátak Yfírlýsing ríkisstjórn- arinnar og kjarasamn- ingar verkalýðshreyf- ingar og atvinnurek- enda, segir Kjartan Emil Sigurðsson, fólu í sér byggingu 1.250 íbúða til handa félags- mönnum í verkalýðs- hreyfíngunni. ekki verið fallist á neinar launa- hækkanir, en fyrirheit gefin um úr- bætur fyrir hina lægst launuðu, til dæmis með uppbyggingu í húsnæð- ismálum. Samt mátti öllum vera ljóst, að samningar og yfirlýsing ríkisstjómar á árinu 1964 gat verið forsmekkur að því, sem koma skyldi, ári síðar. Júlísamkoulagið árið 1965 Vorið 1965 gengu samningavið- ræðurnar nokkuð erfiðlega fyrir sig. Þrjár nefndir voru skipaðar til viðræðna milli ríkisstjórnarinnar, verkalýðshreyfingarinnar og at- vinnurekenda. Einna best mun hafa gengið í húsnæðisnefndinni. Sú at- burðarás, sem leiddi til júlísam- komulagsins, er mörgum kunn og þarf ekki að rekja hér. Þar komu við sögu áhrifamiklir menn, svo sem Bjami Benediktsson og Finn- bogi Rútur Valdimarsson. Hitt skal nefnt að það var þegar ljóst sumar- við Fellsmúla, s. 588 7332. Opið 9-18, laugard. 10-14. ið 1964 að ótiltekinn fjöldi íbúða yrði byggður sem hluti af kjarasamningum næsta árs. Sennilega hafa menn því notað veturinn 1964-65 til að kasta á milli sín hugmyndum um svo og svo margar íbúðir sem fallast mætti á. Hugmýnd Finnboga Rúts hefur hljómað vel - 1.000 íbúðir - og hljómar sem bergmál af hliðstæðri fram- kvæmd í Svíþjóð, sem bar heitið „Miljon- programmet". Hvað fólu samningamir í sér? Áður en lengra er haldið er rétt að nefna að yfirlýsing ríkisstjórnar- innar og kjarasamningar verka- lýðshreyfingar og atvinnurekenda fólu í sér byggingu 1.250 íbúða til handa félagsmönnum í verkalýðs- hreyfingunni. 1.003 íbúðir vom byggðar fyrir tilstilli ríkisvaldsins og um það bil 250 byggðar af Reykjavíkurborg. 4.000-6.000 manns skyldu fá þak yfir höfuðið. Lagður var grunnur að Breiðholt- inu. Eftir að framkvæmdanefnd byggingaráætlunar lauk verki sínu tók stjóm verkamannabústaða við og hélt áfram byggingu íbúða fyrir láglaunamenn. Hin pólitísku tíðindi vora mikil. Frá og með samningun- um árið 1964 og 1965 urðu þjóðar- sáttarsamningar, svokallaðir fé- lagsmálapakkar, algengir svo sem árin 1974 og 1986. I þessum tveim- ur kjarasamningum var samið um margvíslegar umbætur í húsnæðis- málum, sambærilegar þeim, sem áttu sér stað í kjarasamningum árið 1965. Framkvæmdir af sama tagi úti á landi hófust ekki fyrr en með lög- unum 1973 um byggingu 1.000 leiguíbúða á vegum sveitarfélaga utan Reykjavíkur. En lög um verkamannabústaði, sem áður hafa verið nefndir, vora samþykkt undir lok viðreisnartímabilsins, eftir miklar og ófyrirséðar tafir. Viðbrögð og hliðarverkanir Dagblaðið Vísir hamaðist gegn framkvæmdunum í Breiðholti með atfylgi byggingarmeistara og fé- lagasamtaka þeirra. Dómur sög- unnar yfir því brambolti öllu er harður. Vissulega töfðust fram- kvæmdir í Fossvogsdalnum og verkamenn og iðnaðarmenn hvaðanæva fóra til starfa í Breið- holti. En stórframkvæmdir þær sem áttu sér stað í Breiðholti vora mjög af hinu góða og boðuðu að mörgu leyti nýja tíma í uppbygg- ingu í húsnæðismálum fyrir lág- launafólk í Reykjavík. Hvað kostaði framkvæmdin? Meðalverð á núvirði á þeim 1.003 svokölluðum FB-íbúðum sem byggðar vora er áætlað 5.365.985 krónur. Þannig má áætla að FB- framkvæmdimar hafi í heild kostað um 5,3—4 milljarða króna á núvirði. Byggt var í Breiðholti I; í Fella- hverfi í Breiðholti; í Hólahverfi í Breiðholti; og í Stekkjahverfi í Breiðholti. Dýrast að meðalvirði var íbúð í Lambastekk 2-14, sem kostaði 13,6 milljónir, og í Skriðu- stekk 1-31, sem kostaði tæpar 9 milljónir króna. Hér er um að ræða einbýlishús. En dýrustu blokkar- íbúðir vora í Ferjubakka 2-16, sem kostuðu 6,7-8 milljónir. íbúðir í Iðufelli vora ódýrastar og kostuðu tæpar 3 milljónir. Flestar eru íbúð- ir í Hjaltabakka, alls 104. Hér er miðað við verðlag í mars 1999. Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem þessar tölur era teknar saman og birtar að hluta op- inberlega. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Kjartan Emil Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.