Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 70

Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 70
70 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 99 AURAR og geimferð í kaupbæti! UMRÆÐAN lil Ef þú kaupir 'fdl., þ.e. gerist TímaTALs áskrifandi í tólf mánuöi meö kreditkorti, bjóðast þér þessir símar á aöeins 99 aura. því að BT býður alltaf betur! Pað er sama IBt þú kýst! Þeir kosta ekki krónu... Siemens S6 • Vegur165 gr • 30 klst. í bið • 4 klst. ending í notkun SMSskilaboð Númerbirting Grafískur skjár ofl. ofl. Allir sem kaupa símann fá miða á geim- sápuna, Hnetuna, sem sýnd er í Iðnó Athugið: TALkort kostar 1.999,- og er selt aukalega. Hægt er að velja mismunandi þjónustuleiðir. Til dæmis TímaTAL 30 sem innifelur 30 mínútna taltíma, talhólf, númerabirtingu og SMS textaskilaboð. Allt fyrir aðeins kr.990,- á mánuði. M: HliSi M. m i Z. i m s A f > & j GASGRILL Þriggja daga kynningar- tilboð. Gríptu tækrfærið og grillaðu í kvöid! BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 Brúðhjón Allur boróbilnaður - Glæsileg gjaíavdra - Briíðtijónalistar YERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Um fæðingar- þjónustu í TILEFNI af greinaskrifum í Morg- unblaðið undanfarið um Kvennadeild Land- spítalans og þá fæðing- arþjónustu sem fer þar fram, heimafæðingar og vatnsfæðingar, langar mig að koma eftirfarandi á fram- færi. Kvennadeild Land- spítalans þjónar þorra fæðandi kvenna á Is- landi, þeim sem bú- settar eru á stór- Reykjavíkursvæðinu svo og þeim konum ut- an af landi sem vegna áhættumeðgöngu, fyrirburafæð- inga eða annarra orsaka þurfa eða kjósa að fæða þar. Að öðrum fæð- ingarstöðum ólöstuðum er þar stærsta og fullkomnasta fæðingar- deild landsins og þar vinnur stór hluti íslenskra ljósmæðra. Þar fer fram gott og faglegt starf og þar vinnur hæft og duglegt starfsfólk sem sorglega þó er ekki metið til réttlátra launa í þjóðfélag- inu, en það er annað mál sem ekki skal tíundað hér. Þar er ávallt leit- ast við að koma til móts við þarfir og óskir kvenna varðandi fæðingar að svo miklu leyti sem unnt er á hverjum tíma og flestar konur eru ánægðar með þá þjónustu sem þær fá þar. Astæður þess að fæðingardeild Landspítalans býður ekki upp á vatnsfæðingar eru margvíslegar. Að hluta til að það tekur tíma að koma því í framkvæmd. Það tek- ur tíma að þjálfa upp mikinn fjölda starfsfólks og ekki eru alltaf allir sammála á stórum vinnustað um hvað rétt sé og best. Eins og stendur er boðið upp á vatnsbað sem verkjastill- ingu í fæðingum, á útvíkkunar- stigi, en einungis eitt baðker er komið svo því miður er það stund- um svo að konur sem þess óska geta ekki notið þess, en það kem- ur samt sjaldan fyrir því ásóknin er ekki það mikil. Vatnsbað hent- ar ekki öllum konum, en þær þurfa að hafa þetta val. Strangar öryggiskröfur eru viðhafðar og nákvæmt eftirlit er haft með móður og barni við notkun vatns- baða í fæðingum. A nokkrum fæðingarstöðum í nágrannasveitarfélögum Reykja- víkur er boðið upp á vatnsfæðingar og er það vel, þangað geta konur leitað ef þær óska eftir að fæða í vatni. Konur hafa nefnilega leyfi til að velja sér fæðingarstað, en það eru bara ekki allar konur sem átta sig á því og þeim er e.t.v. ekki kynnt það nægilega vel. Ég ætla ekki að rekja hér hvers vegna fæðingar á íslandi fluttust á sjúkrahús og tel að fyrir heil- brigðar konur í eðlilegri með- göngu sé það ekki endilega kjör- fæðingarstaður. Mörgum konum hentar sjálfsagt betur að fæða heima eða á fæðingarheimili þar sem þær þarfnast lít- ils annars en stuðn- ings og eftirlits frá ljósmóður til að full- nægja öryggiskröfum við fæðingar. Hér á höfuðborgar- svæðinu er því miður lítið val um fæðingar- staði. Það er sjúkra- hús eða heima. Lokun Fæðingarheimilisins hér í Reykjavík tók frá konum þann góða val- kost að fæða á litlum heimilislegum stað. Með auknum áherslum síðari ára á upplýst val á meðgöngu og í fæð- ingu er það nú svo að margar kon- Fæðingar Hræðsluáróður vegna vankunnáttu, fordóma Jenný Inga Eiðsdóttir og forræðishyggju, segir Jenný Inga Eiðs- dóttir, á ekki rétt á sér en vill því miður oft verða ofan á. ur kjósa að fæða heima frekar en á sjúkrahúsi og þeim fer fjölgandi. Konur og ljósmæður hafa brugðist við með stofnun félags áhugafólks um heimafæðingar og æ fleiri ljós- mæður gefa nú kost á sér til þess- arar þjónustu. Það getur enginn bannað konu að fæða heima, en að sjálfsögðu er það ekki ráðlegt nema um sé að ræða heilbrigða konu í eðlilegri meðgöngu og engir alvarlegir áhættuþættir séu íyrir hendi. Það sama gildir um ljósmæður, það getur enginn bannað þeim að taka á móti bömum í heimahúsum þar sem þær hafa til þess fullgilt emb- ættispróf og leyfi. Það getur heldur enginn bannað konu að nota vatn sem verkjameð- ferð í fæðingu og jafnvel að fæða ofan í vatni. Konan þarf hins veg- ar að hafa kynnt sér hvað um er að ræða og þarf að vera upplýst um þennan valkost eins og alla aðra. Hræðsluáróður vegna van- kunnáttu, fordóma og forræðis- hyggju á ekki rétt á sér en vill því miður oft verða ofan á og er það- miður. Heimafæðingar og vatnsfæðing- ar eru upplýst val nútímakvenna og þær ljósmæður sem gefa sig út til að sinna þeim konum eru vel upplýstar og meðvitaðar um kosti og galla og hafa ávallt velferð móð- ur og barns í fyrirrúmi. Að halda öðru fram er bæði ósmekklegt og móðgandi fyrir allar ljósmæður og konur og vegið stórlega að starfs- heiðri ljósmæðra og skynsemi kvenna og er í senn forræðishyggja í sinni svörtustu mynd og argasta kvenfyririitning. Þessar konur og ljósmæður vita jú alveg hvað þær eru að gera og hafa fullan rétt til þess. Sem betur fer eru konur eins misjafnar og þær eru margar, hafa ólíkan smekk, þarfir og langanir og það er hlutverk ljósmæðra að uppfylla þarfir þeirra og óskir varðandi fæðingar að eins. miklu leyti og hægt er og innan ákveð- inna öryggismarka og sem betur fer eru ljósmæður ólíkar og hafa mismunandi skoðanir og áhuga- svið og okkur ber að virða það og fagna því. Konum sem kjósa forræðis- hyggju heilbrigðisstarfsfólks á meðgöngu og í fæðingu stendur hún til boða, þær konur sem kjósa upplýst val og að virðing sé borin fyrir þeirra þörfum og óskum þurfa líka að eiga sér málsvara og þeim konum fer fjölgandi. Höfundur er Ijösmóðir - starfandi á fæðingardeild Landspítalans. Konur ÖLL STRIÐ eru mannskemmandi. Þau leyfa manndráp á lög- legan hátt. I stríðum kemur hið versta fram í manninum. A síðustu árum hafa okkur borist hræðilegar sög- ur af stríði og nauðg- unum á Balkanskaga. Enn berast okkur fi-á- sagnir af nauðgunum á konum þar. Stríð og nauðganir Hermenn ganga um og nauðga konum og stúlkum hinna stríðs- þjáðu landa. Þeir fara svo heim til sín og setjast að borði með dætrum sínum, mæðrum, eig- Stríö Þessa meðferð á okkur konum af hendi sona okkar, segir Koibrún S. Ingólfsddttir, er ekki hægt að þola lengur. Kolbrún S. Ingólfsdóttir á konum og börnum af hálfu hermanna. Stríð eru talin vöm þjóða til að verja landareign sína og föðurland. Það er stutt síðan fjallað var um jap- anskar konur sem hafðar höfðu verið í kynlífsþrælabúðum í heimsstyrjöldinni síð- ari. Það eru karlmenn sem eru sendir á víg- völlinn og gleyma að haga sér eins og menn gagnvart vamarlaus- um kvenmannslíköm- um. Konur verða að mótmæla inkonum, ömmum og barnabörn- um eins og ekkert sé. Hvemig hugsunarháttur og menningararf- ur er það sem getur af sér karl- menn sem haga sér svona? Stríð eiga ekki að vera vettvang- ur til að svala kynlífsfysn karl- manna. Stríð á ekki að vera eins konar vottorð sem leyfir nauðganir Konur á íslandi og um allan heim eru í margs konar samtök- um innan stjórnmálaflokka, innan kirkjunnar og í ýmsum öðrum fé- lagasamtökum. Konur á íslandi ættu að taka höndum saman og hafa samband við kynsystur sínar um allan heim og mótmæla með- ferðinni á helmingi mannkynsins. Margar konur geta ekki mót- mælt vegna stjórnmálaástands heimalanda sinna og hjá öðrum eru ekki hæg heimatökin, annaðhvort eru þær óupplýstar eða ólæsar. En kvenfólk í Evrópu er fleira en 300 milljónir og í Bandaríkjunum um 150 milljónir. Þessa meðferð á okk- ur konum af hendi sona okkar er ekki hægt að þola lengur. Höfundur er meinatæknir og húsmóðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.