Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 72
1
72 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
t.
EINHVER mis-
skilningur virðist
koma upp öðru hverju
um hvað iðnvæðing í
kvikmyndagerð sé og
hvert sé takmark
hennar. Til að einfalda
málið er best að gera
grein fyrir því hvað sé
ekki takmarkið; það er
að fjöldaframleiða
færibandakvikmyndm,
svo sem mótorhjóla-
myndir og brellu-
bombur.
Takmarkið er ein-
faldlega að leggja
traustan efnahagsleg-
an grunn að starfi
kvikmyndafyrirtækja svo þau geti
vandað framleiðslu sína, lagað sig
að breyttu umhverfi og verið sam-
keppnishæf í alþjóðlegu umhverfi.
Eignaraðild
Verkefni og umhverfi kvik-
myndafyrirtækja era flest þau
sömu og annarra fyrirtækja, þau
búa við samkeppni, pólitískt um-
hverfi og fleira. Ólíkar áherslur í
rekstri algengustu kvikmyndafyr-
irtækja mótast aðallega af því að
meta listrænt gildi hlutanna eða
„lesa“ markaðinn. Sérstaða kvik-
myndaiðnaðarins er mikil að þessu
leyti. En listrænt frelsi felst ekki
eingöngu í því að fyrirtæki fái pen-
inga frá hinu opinbera eða stóru
stúdíó-fyrirtæki úti í heimi og fari
með það að vild, heldur liggur
galdurinn í stjórnun fyrirtækisins
sjálfs og meðferð
þeirra aura sem era
umleikis. Kvikmynd
sem kostar 10 milljón-
ir getur verið betri en
sú sem kostar 1.000
milljónir. Það þekkja
flestir.
Þessar ólíku áhersl-
ur á milli kvikmynda-
fyrirtækja og annarra
birtast í eignaraðild í
fyrirtækjum og ein-
stökum bíómyndum.
Hluthafar leggja mun
meiri áherslu á hverjir
séu hinir hluthafarnir
en t.d. ef um hunda-
matarverksmiðju væri
að ræða. Arðsemi er aðalmálið fyr-
ir flesta hluthafa. Og þar sem
áhættan er oftast nokkuð mikil í
þessu fagi gera stórir hluthafar
kröfu um háa ávöxtun, oft yfir 50%.
Mörg dæmi era um að slík ávöxtun
heppnist og gott betur, en til að
koma á móts við háa ávöxtunar-
kröfu og lækka hana er reynt að
minnka áhættuna. I kvikmynda-
gerð er að þessu leyti mikil áhersla
lögð á rétta eignaraðild, því í gegn-
um hana liggur áhættudreifingin,
og er oftar en ekki forsenda fyrir
því að kvikmynd verði gerð.
A vesturlöndum er mesta áhersl-
an lögð á aðgang að markaði, þ.e.
dreifingarfyrirtæki eigi að minnsta
kosti 25% hlut í verkefni. Með
sterkt dreifingarfyrirtæki er hægt
að gera áhættuna að nánast engu.
Dreifingarfyrirtækið vill á móti -
Kvikmyndagerð
Kvikmynd sem kostar
10 milljónir, segir Ein-
ar Þór Gunnlaugsson,
getur verið betri en sú
sem kostar 1.000 millj-
ónir. Það þekkja flestir.
til þess að geta selt myndina -
traustan framleiðanda, góða hug-
mynd, gott handrit, þekktan/góðan
leikstjóra eða leikara o.s.frv. eða
eitthvað af þessu. Að fara stjörnu-
leiðina, það er að ráða eina stjörnu,
var ein af lykilvinnureglum
Hollywood frá upphafí og hefur
gefist vægast sagt vel. Hvað telst
gott er oftast matsatriði og mótast
bæði af menningu og stefnu fyrir-
tækis. En þar sem einstök dreif-
ingaríyrirtæki gera ekki og styðj-
ast ekki við viðhorfskannanir fyrir
„vörar“ sínar geta þau haft mjög
ólíkar áherlsur.
Annað sem hluthafar leita eftir
eins og gengur í rekstri er sam-
starf við aðila sem veita aðgang að
nýjum fjármagnsleiðum, nýrri
þekkingu og nýjum samböndum al-
mennt. Þetta er mjög áberandi hjá
litlum og meðalstórum kvikmynda-
fyi-irtækjum í Evrópu í dag þar
sem evrópski iðnaðurinn er bæði
fjölbreyttur og breytist ört. Og
þegar hluthafi er metinn segir t.d.
eiginfjárstaða viðkomandi fyrir-
tækis mjög lítið um verðgildi þess.
Ólíkt hugbúnaðar- og margmiðlun-
ariðnaði, þar sem oft er mikil
áhætta í undirbúningi verkefnis,
hefur kvikmyndaiðnaðurinn um
100 ára sögu að baki, en enn er
áhættuliðurinn sá sami.
Listrænt frelsi
I takmarki hluthafa, þ.e. arð-
semi, felst oft krafa um listrænt
gildi. Það er oftar en ekki reglan
frekar en undantekningin, því
flestir eigendur kvikmynda, fyrir
utan nokkur Hollywood-dæmi, sjá
markað og arð í því sem fólk vill sjá
og heyra, eitthvað sem skiptir það
máli. Þegar best verður á kosið og
það sem einkennir góða stjórnun
er þegar dreifendum og framleið-
endum tekst að dreifa áhættu, laða
að söluvænt nafn á myndina til
þess að gefa hinum skapandi ein-
staklingum sem „ekki selja" meira
frelsi. Hið listræna mat framleið-
andans og viðskiptnef listamanns-
ins geta leitt til dýnamísks og ai'ð-
bærs samstarfs. Góð stjómun er
þegar þetta skarast á skynsamleg-
an hátt. Vitaskuld er allur gangur á
þessu og er mannlegi þátturinn þar
mikilvægastur.
Listrænt frelsi í kvikmyndagerð
má því engan veginn vega og meta
eins og listrænt frelsi listmálarans.
Það er óraunhæf krafa i mark-
aðsvæddum iðnaði og vinnubrögð
eru einnig ört að breytast í
styrkjakerfinu. Listamanninum
kann að finnast hann svikinn þeg-
ar hann sér að aðrir eiga meiri-
hluta í kvikmyndinni „hans“ og að
„peningamenn“ ráða öllu. Vera-
leikinn er hins vegar sá, að þegar
góðir stjórnendur hafa búið svo
um hnútana að áhætta er dreifð og
búast má við eðlilegri sölu hafa
meirihlutahluthafar oft ekki áhuga
eða tíma til að fylgjast með dag-
legri vinnslu. Inn í þetta koma
bæði undirverktaki og aðrir lista-
menn, sem handritshöfundur og
leikstjói-i ráða eftir eigin hyggju-
viti.
Sú ímynd loðir við kvikmynda-
iðnað að þar séu listamenn sem
ekki fá að njóta sín vegna valds
peninganna og fara illa út úr við-
skiptum við stóra „kalla“. Það er
undantekning og hugsanlega er sú
ímynd tilkomin vegna þess mann-
lega eiginleika fólks að spá frekar í
það sem illa fer en það sem vel er
gert. Og þetta er líka undir lista-
manninum sjálfum komið. En þessi
ímynd er ekki til þess fallin að laða
að nýtt fólki inn í greinina, hvorki
viðskiptafræðinga. lögfræðinga né
listamenn, sem við hér á Islandi
þurfum á að halda ef við ætlum að
vera samkeppnishæf.
Opinbert fé
Islensk kvikmyndagerð hefur
starfað í skjóli styi'kja og þarf að
tileinka sér breyttar áherslur ef
hún ætlar að færa út kvíarnar.
Myndir styrktar með opinbera fé
era þó nauðsynlegar til að koma
kvikmyndagerðai-mönnum á kopp-
inn. En iðnvæðing er forsenda fyi'-
ir því að Islendingar geti haft meiri
forræði yfir myndum sínum sem
era framleiddar með erlendum að-
ilum, ekki síst listrænt séð eins og
umhvei-fið er að þróast. Opinbera
fé eb því best varið til hugmynda-
og þekkingarvinnu, til þjálfunar og
til að laða að nýja starfski-afta til
iðnvæðingar.
Höfundur er kvikmyndagerðar-
niaður.
Hvað er iðnvæðing?
Einar Þór
Gunnlaugsson
Stöndum vörð um
íslenska kúastofninn
AÐ TILHLUTAN
Landssambands kúa-
bænda var í nóvember
1997 gerð skoðana-
könnun meðal kúa-
bænda um hvort heim-
ila skyldi Bændasam-
tökum íslands og
Landssambandi kúa-
bænda að sækja um
leyfi fyrir innflutningi
á erfðaefni til kynbóta
á íslenska kúastofnin-
um. Talsmenn tillög-
unnar fóra út í öll hér-
uð landsins með funda-
höld til að kynna málið
fyrir bændum. Þar var
rekinn stífur áróður
fyrir þessari hugmynd því engir
frammælendur komu á þá fundi til
þess að kynna gagnstæð sjónarmið.
Þrátt fyrir það var tillögum um inn-
flutningsleyfi á þessu erfðaefni
hafnað með talsverðum atkvæða-
mun.
Mál þetta var svo lagt fyrir Bún-
aðarþing. Þar var það samþykkt
með litlum atkvæðamun og tel ég
að með þessari samþykkt hafi
meirihluti Búnaðarþings misnotað
vald sitt með því að ómerkja þá
skoðanakönnun sem Landssam-
band kúabænda stóð fyrir.
Friðjón
Guðmundsson
Nú getur hæglega
bragðið til beggja vona
um úrslit í þessu máli.
En sem betur fer era
ekki öll sund lokuð.
Nýlega hefur komið
fram sterk og skýlaus
andstaða gegn inn-
flutningsleyfi á erfða-
efni í mjólkurkýr. Ber
fyrst að nefna þrjá val-
inkunna menn sem
hafa víðtæka þekkingu
og reynslu á þessu
sviði, en þeir era Stef-
án Aðalsteinsson, fyrr-
verandi framkvæmda-
stjóri Norræna gena-
bankans, Sigurður Sig-
urðarson, dýralæknir Keldum, og
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land-
læknir. Þessir ágætu menn skrifa
grein í Morgunblaðið 27. febr. sl. og
vara sterklega við innflutningi af
ýmsum ástæðum, en sérstaklega
vegna sjúkdómahættunnar. Mjólk-
in úr íslensku kúnum sé betri og
heilsusamlegri en úr þeim norsku
og að íslenski kúastofninn sé meira
virði en svo að réttlætanlegt sé að
fóma honum og láta hann hverfa.
Sigurður brýnir menn til and-
stöðu og þá vil ég benda á skelegga
grein Katrínar Andrésdóttur dýra-
læknis og undirskriftir 213 bænda í
Morgunblaðinu og Degi í mars sl.
Þessar ábendingar og vamaðar-
orð ber að þakka. Það er ekkert
einkamál þessara Búnaðai'þings-
fulltrúa sem óvirtu skoðanakönnun
meðal bænda að taka bindandi
ákvarðanir í þessu máli og halda
þeim til streitu gegn eindreginni
andstöðu þremenninganna sem
hafa til að bera faglega þekkingu
og reynslu sem treysta má. Og
þetta er auðvitað í innsta eðli mál
íslensku þjóðarinnar allrar.
Norsku kýmar sem horft er til
era væntanlega komnar á toppinn í
afurðagetunni. Þær era píndar til
ýtrastu afurða með gríðarlegri
Kúakyn
Stofninn er íslenskt
fyrirbæri, segir Friðjón
Guðmundsson, frábær
og ómetanleg eign sem
ekki á sér hliðstæðu í
öðrum löndum.
kjamfóðurgjöf og endingin er svo
lítil að sagt er að þær séu ekki látn-
ar eiga nema tvo kálfa. Þá er lík-
legt að þær fari að úrkynjast úr
þessu.
Hins vegar era íslensku kýrnar
alltaf að bæta við sig afurðum og
með markvissum kynbótum er
nyög líklegt að stofninn muni innan
15 ára skila mun meiri afurðum og
muni ái'eiðanlega standa fyrii' sínu.
Islenski kúastofninn er hreinn
og óblandaður stofn. Hann er
merkilegur fyrir það að hann hefur
verið ræktaður í landinu í meira en
ellefu aldir. Stofninn er því alveg
einstaklega íslenskt fyrirbæri, frá-
bær og ómetanleg eign sem ekki á
sér hliðstæðu í öðrum löndum. Það
væri því mikið glapræði, siðleysi og
þjóðarskömm ef kúnum væri
kastað fyrir borð. Eitt stórt og
mikið slys sem ekki yrði bætt. Sök-
um þess beini ég þeirri áskorun til
íslenskra bænda, til starfsmanna
kynbóta á íslenskum kúm, til
þeirra sérfróðu manna sem hér að
framan hafa verið nefndir og til ís-
lenskra stjórnvalda að standa vörð
og koma í veg fyrir þau óhappa-
verk að flytja inn erfðaefni sem
gæti leitt til þess að velta íslenska
kúastofninum úr ellefu alda sessi
fyrir fullt og allt. Slíkt má ekki ger-
ast. „Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur.“
Höfundur er bóndi á Sandi, Aðaldal.
Það er hugsjón
í matinn, elskan
í FRÉTTUM Stöðv-
ar tvö í síðustu viku var
sýnt frá opnun nýrrar
líknardeildar fyrir
deyjandi krabbameins-
sjúklinga. f opnunar-
ræðu sinni sagði ræðu-
maður nokkur orð sem
vöktu mig til umhugs-
unar. Sagði hann að sú
eiginhagsmunahyggja,
hjá heilbrigðisstarfs-
mönnum, sem lýsti sér í
sífelldum kröfum um
meira handa sjálfum
sér, væri eitthvað sem
þeir þyftu að taka til
endurskoðunar. Þessi
hugsun er reyndar ekki
óþekkt, því allt frá því að Florence
Nightingale gekk um með Iampann
margfræga, hefur það verið skoðun
margra að hjúkrunarstörf ættu að
vera hugsjónarstörf. Að vissu leyti
er ég þessu sammála, hjúkran er
Launakjör
/
Eg er orðin þreytt á
því, segir Elín B. Birg-
isdóttir, að heyra verð-
andi starfsfélaga mína
kallaða frekjur þegar
þeir biðja um mann-
sæmandi laun.
hugsjón og enginn getur starfað við
hana nema að hafa í sér hugsjón.
En hér þarf meira að koma til. Allir
hjúkranarfræðingar gera sér grein
fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera
gagnvart skjólstæðingum sínum og
í raun lyfta þeir grettistaki þegar
kemur að því að efla lífsgæði og
vellíðan sjúklinga sinna. En þó hlýt-
ur sú ábyrgð sem þeir bera gagn-
vart þeim börnum sem Guð hefur
gefið þeim, að vega meira. Það er
framskylda allra for-
eldra að fæða og klæða
börn sín og veita þeim
tækifæri til menntunar
og annarra mannrétt-
inda. Það verður ekki
gert með hugsjónina
eina að vopni. Ef
hjúkranarfræðingar
þurfa stöðugt að vera
að hafa áhyggjur af því
hvort hægt verði að
gefa börnunum eitt-
hvað að borða í kvöld
eða hvort hægt sé að
kaupa blýant og
strokleður fyrir þau í
skólann, er hætt við að
hugurinn verði oftar
heima en í vinnunni. Þeir sem til
þekkja vita að þegar unnið er með
mannslíf, getur slíkt haft alvarlegar
afleiðingar. Það er í sjálfu sér alveg
nógu mikið álag á börnin að verða
að vera án foreldris síns um jól,
páska og aðra hátíðisdaga þegar
aðrir eiga frí, þó að þau hafi eitt-
hvað að borða yfir hátíðirnar. Það
hefur verið farið stórum orðum um
þær háu prósentutöluhækkanir sem
hjúkrunarfræðingar hafa fengið á
launum undanfarið. En slíkt er í
raun bara Ieikur að orðum, því það
þarf ekki mikinn stærðfræðing til
að sjá að há prósenta af litlu er enn-
þá lítið. Meðan hægt er að borga
bankastjóram fleiri hundruð þús-
und fyrir það eitt að hætta í vinn-
unni, hlýtur að vera hægt að borga
hjúkrunarfræðingum fyrir að vera í
vinnunni. Ég sem hjúkrunarfræði-
nemi er því orðin heldur þreytt á
því að heyra verðandi starfsfélaga
mína kallaða frekjm- þegar þeir
biðja um mannsæmandi laun fyrir
störf sín, þannig að þeir þurfi ekki
lengur að hafa fyrirvinnu til að geta
stundað þau. Það er ekki lengur
hægt að ætlast til að þeir segi við
börnin sín: Það er hugsjón í matinn,
elskan.
Hiil'undur er nemi í hjúkninnrfrætli
við Háskóln íslnnds.
Elin B.
Birgisdóttir