Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 78

Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 78
•,* 78 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Og þetta er ritgerðin Nei, hann er ekki fjárhund- Einhverjar fleiri mín um hundinn minn, ur, af hveiju er hann með spurningar? einhveijar spurningar. þetta prik? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Faðir kvótans óhæfur til að fjalla um kvótann á Alþingi Frá Pétii Haukssyni: FJÖLSKYLDA Halldórs Ásgríms- sonar á milljarða kvóta. I yfirhe.vrslu Stöðvar tvö yfir Halldóri Asgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, í kvöld kom fram að móðir Halldórs á þriðjung í útgerðarfyrirtæki sem er skráð fyr- ir kvóta að verðmæti allt að 9 millj- örðum króna. Rétt er að geta þess sú fjárhæð segir ekki til um hreina eign því skuldir geta hvílt á fyrir- tækinu. Pá kom fram að móðir Halldórs býr í óskiptu búi Asgríms Halldórs- sonar, sem var kunnur útgerðar- og athafnamaður á Höfn í Hornafirði. Bróðir Halldórs, sem er skipstjóri á Höfn, á einnig hlut í þessu fyrir- tæki. Halldór Asgrímsson er nú ut- anríkisráðherra en var sjávarút- vegsráðherra í átta ár á síðasta ára- tug á meðan núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi var í mótun. Halldór benti á í svari sínu að fyr- irtæki þetta hefði munað tímana tvenna og hefði frá upphafi haft það að leiðarljósi halda veiðiheimildum í byggðarlaginu og viðhalda og skapa þar atvinnu. Hvað finnst þér? Þetta er maður- inn sem er faðir kvótakerfisins. Ef þetta gerir menn ekki óhæfa til að fjalla um kvótann, þá veit ég ekki hvar við erum staddir, góðir lands- menn. PÉTUR HAUKSSON, Móabarði 18B, Hafnarfirði. Þakkarbréf til „Krímer og Krímer“ frá Þóru Kristínu Helgadóttur Frá Póru Kristínu Helgadóttur: MIG langar að koma á framfæri þakklæti til fyrii-tækis sem heitir „Krímer og Krímer". Þannig er mál með vexti að ég var í saumaklúbbi með vinkonum mínum. Aður en ég kom þangað fór ég í bað sem ekki er í frásögur færandi nema hvað ég rann illilega til í baðkarinu og sneri mig um ökkla þegar ég var að stíga upp úr því. Ein vinkona mín benti mér þá á „Krímer og Krímer“ sem er fyrir- tæki sem býður sérstaka meðferð á baðkörum og sturtubotnum. Bað- botninn verður stamur í bleytu. Þetta er eins og maður standi í þurru baðkarinu þótt það sé fullt af vatni! Ég hafði strax samband við „Krí- mer og Krímer“. Þeir brugðust skjótt við og meðhöndluðu baðkarið mitt og þetta er ótrúlegt. Það sést ekkert á botninum heldur hefur orðið einhver breyting á yfirborði hans. Ekkert mál er að þrífa baðkarið á vanalegan hátt eftir meðhöndlunina. Nú fer ég örugg í baðkarið mitt og það sem meira er ég get baðað litlu barnabörnin mín án þess að setja bala ofan í karið. Ég vil þakka starfsmönnum „Krí- mer og Krímer“ fyrir lipurð og elskulegheit, það verður gott að fá þá aftur eftir 5 ár. Slysin gera ekki boð á undan sér og flest slys verða á heimilum okkar. Það er mér ánægja að láta fylgja hér með símanúmer og heimilisfang „Krírner og Krímer" en það er 544- 4020 að Dalvegi 24, Kópavogi. ÞÓRA KRISTÍN HELGADÓTTIR, Nónhæð 3, Garðabæ. Rafmagnseftirlitið og iðnaðarráðherrann Frá Sveinbirni Guðmundssyni: ÉG FAGNA því að fram hefur kom- ið að Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill beita sér fyrir endur- bættu öryggiseftirliti á sviði eld- varna og rafmagnsöryggis í landinu. Fjöldamörg öryggisstörf hafa verið lögð niður á sviði rafmagnseftirlits af núverandi iðnaðarráðhen-a í kjöl- far þess að Rafmagnseftirlit ríkisins var lagt í rúst. Á þess vegum hafði öryggi verið treyst á grundvelli reglugerðar og með eftirliti um ára- tuga skeið. Ástæða er til að spyrja af marggefnu tilefni: Er lengiir starfrækt háspennueftirlit á Is- landi? Og hvert skyldi almenningur nú eiga að leita vegna öryggis raf- lagna á sínum eigin heimilum? Hér verður að fara fram viðamikil og hlutlaus könnun hið bráðasta. SVEINBJÖRN GUÐMUNDSSON rafvirkj ameistari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.