Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ r A&P Einkaleyfi ehf. veitir ráðgjöf um vernd eignarréttar á sviði iðnaðar. Að fyrirtækinu standa A&P Lögmenn og danska ráðgjafa- fyrirtækið Plougmann, Vingtoft & Partners. Meginmarkmið fyrirtækisins er að veita aðilum í íslensku atvinnulífi ráðgjöf um einkaleyfisvernd, vörumerkjaskráningar ofl. “I Vegna framtíðaruppbyggingar fyrirtækisins leitum við að efnafræðingi, líffræðingi, lyfjafræðingi eða einstaklingi með sambærilega háskólamenntun sem hefur áhuga á að taka þátt f spennandi verkefnum er miða að því að tryggja sem bestan afrakstur rannsóknar- og þróunarstarfs viðskiptavina okkar. Einkaleyfi Intellectual Property Group , Jlugverkaréttindi - verðmæti franitíðarmnar^ Starfssvið: • Rannsóknir og mat á nýjum hugmyndum. • Ráðgjöf um vernd eignarréttar á sviði iðnaðar. • Samstarf við innlenda og erlenda aðila. • Tæknilegar skilgreiningar hugmynda. • Kynningar- og fræðslustarf. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf á sviði efnafræði, líffræði, lyfjafræði eða sambærilegt. Framhaldsnám æskilegt. • Gott vald á íslensku og ensku. • Skipulögð vinnubrögð, nákvæmni og áreiðanleiki. I boði er: • Krefjandi en um leið áhugavert starf á sviði nýsköpunar. • Mikil endurmenntun. • Alþjóðlegt starfsumhverfi. • Góð laun fyrir réttan aðila. Gert er ráö fyrir umfangsmikilli starfsmenntun sem að stórum hluta fer fram hjá erlendum samstarfsaðilum okkar. Viðkomandi þarf þess vegna að vera reiöubúinn að dvelja um nokkurra mánaða skeið erlendis. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Örn Harðarson, framkvæmdastjóri í síma 540 0200. Með allar umsóknir og fyrirspurnir er farið sem trúnaðarmál. Skriflegar umsóknir sendist A&P Einkaleyfi ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík. ai 5 Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k. I J r Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs I Mosfellsbæ búa um 5.500 íbúar og er bærinn í örum vexti. Bæjaryfirvöld leggja áherslu á að styðja við fjölskylduvænt mannlíf meðgóðum möguleikum á útivist og íþróttaiðkun. Bærinn hefur bæði kosti dreiíbýlis og þéttbýlis, er sveit I nálægð borgar. íMosfellsbæ eru reknir tveir grunnskólar og þrír leikskólar og hafin er bygging á fjórða leikskólanum. Bæjaryfirvöld stefna að einsetningu grunnskólans árið 2001. íbæjarfélaginu er blómlegt íþrótta-, æskulýðs- og menningarlíf. Mosfellsbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs. Starfssvið: • Samræmir, hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á allri starfsemi er undir sviðið heyrir og stjórnar daglegri starfsemi þess. í því felst eftirlit með þeim 14 stofnunum sem undir sviðið heyra. • Vinnur að stefnumótun í samvinnu við þær nefndir sem hafa umsjón og eftirlit með viðkomandi málaflokkum. Annast gerð fjárhagsáætlana ásamt því að hafa eftirlit með rekstri sviðsins og fjármálum þess. • Annast samskipti við ríkið og önnur sveitarfélög í samráði við bæjarstjóra vegna mála sem tengjast fræðslu- og menningarsviði. Menntun og hæfniskröfur: • Gerð er krafa um háskólamenntun eða sambærilega menntun. • Reynsla og þekking af stjórnun og rekstri nauðsynleg svo og þekking á fræðslu-, menningar-, og íþróttamálum. • Lögð er áhersla á frumkvæði, skipulagshæfileika, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Mosfellsbær" fyrir 20. maí nk. Öllum umsóknum verður svarað. PrICB/VATeRHOUsEQoPERS § Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Drífa Sigurðardóttir hjá Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300. Netföng: thorir.thorvardarson@is.pwcglobal.com drifa.sigurdardottir@is.pwcglobal.com Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sfmi 550 5300 Bréfasími 550 5302 www.pwcglobal.com/is Fiæðsluiniðstöð Reykjavfloir Lausar stöður í grunn- skólum Reykjavíkur skólaárið 1999—2000 Kennarar Árbæjarskóli, sími 567 2555. er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.—10. bekk. Skólinn varð einsetinn frá hausti 1997. Nemendureru um350 í 1,—7. bekk og um 450 á unglingastigi. Við skólann starfa um 60 kennarar. Skólinn var á haustmánuðum val- inn af menntamálaráðuneyti sem þróunarskóli í upplýsingatækni og er það þróunarverkefni í gangi til 2002. Sérstök áhersla er lögð á fag- kennslu á unglingastigi og töluverð aukning hefur verið á fagkennslu á miðstigi. Við skólann eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Alm. kennsla í 1. & 6. bekk. Enskukennsla á unglingastigi. Foldaskóli, sími 567 2222. alm. kennsla, 2/3—1/1 staða. Heimilisfræði, 1/1 staða. Sérkennari í sérdeild unglinga, 1/1 staða. Laugalækjarskóli, sími 588 7500. Enska og danska í 8. og 9 bekk, 2/3 staða. Laun skv. kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga. Sérhæfðir starfsmenn Foldaskóli, sími 567 2222. Þroskaþjálfi, 2/3-1/1 staða. Til að fylgja og styðja þroskaheftan nemanda sem hefur nám í 1. bekk á næsta hausti. Laun skv. kjarasamningi Þroskaþjálfafélags íslands við Reykjavíkur- borg. Umsóknarfrestur er til 7. júní nk. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar skólanna og Ingunn Gísladóttir á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sími 535 5000, netfang: ingunng@reykjavík.is. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Bolungarvíkurkaupstaður Kennarar Við Grunnskóla Bolungarvíkur eru lausartil umsóknar kennarastöður næsta skólaár. Um er að ræða almenna kennslu á yngsta stigi, íslensku í 8. —10. bekk, ensku Í7. —10. bekk, raungreinar í 8. —10. bekk, stærðfræði í 9.—10. bekk, dönsku í 7.-8. bekk, myndmennt og sér- kennslu. Þá vantar kennara í 1/2 stöðu í tón- mennt. Æskilegt er að sá aðili geti einnig kennt við Tónlistarskóla Bolungarvíkur. Grunnskóli Bolungarvíkur er einsetinn. Nem- endafjöldi er 175 og er einn bekkur í árgangi. Skólinn ervel búinn taekjum og vinnuaðstaða kennara er mjög góð. í gangi er tveggja ára þróunarverkefni sem bæði Bolungarvíkurkaup- staðurog nú Þróunarsjóðurgrunnskóla styrkja en það er gerð stigsnámskrár fyrir skólann. Einnig vinna leikskóli, grunnskóli og tónlistar- skóli saman og verið er að efla og styrkja þá samvinnu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ/HÍK og Launanefndar sveitarfélaga. Auk þess er í gildi sérkjarasamningur milli kennara og Bolungar- víkurkaupstaðar. Greiddur er flutningsstyrkur. Allar nánari upplýsingar veitir Anna G. Ed- vardsdóttir skólastjóri í síma 456 7249 (vinna), 456 7213 (heima), netfang arun@bolungarvik,- is og Halldóra Kristjánsdóttir aðstoðarskóla- stjóri í síma 456 7129 (vinna) og 456 7372 (heima).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.