Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 'ér Stefna VIS í starfsmannamálum er að hafa á að skipa vel menntuðu starfsfólki með haldgóða þekkingu á vátryggingamálum, að skapa gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita góða þjónustu. Við leggjum höfuðáherslu á þjónustulipurð og góða þekkingu á þeirri þjónustu sem félagið býður á markaði. ► Yfirmaður Tjónaskoðunarstöðva VÍS Yfirmaður tjónaskoðunarstöðva VÍS ber ábyrgð á mikilvægum þjónustuþætti í heildarþjónustu VÍS. Starfið er spennandi kostur fyrir verkfræði-, rekstrar- eða tæknimenntaðan einstakling. Starfs- og ábyrgðasvið. Yfirmaður tjónaskoðunarstöðva hefur yfirumsjón með tjónaskoðun og tjónamati ökutækja og vinnuvéla hjá félaginu um land allt. Meðal helstu verkefna eru: ► Skipulag og stjórn tjónaskoðunar og tjónamats. ► Greining og gerð áhættumats vegna tryggingatöku atvinnutækja. ► Samskipti og samningar við bifreiðaumboð og verkstæði. Starfsmannastjórnun og samræming á störfum matsmanna. ► Undirbúningur og skipulag fræðslu fyrir matsmenn félagsins. ► Fylgjast með nýjungum og breytingum á sínu sviði. Reynsla og þekking. Við leitum að stjórnanda með góða rekstrar- og tækniþekkingu. ►- Skipulags- og stjórnunarhæfileikar. Samskiptahæfileikar og reynsla á sviði mannlegra samskipta. Menntun á sviði verk- tækni- eða rekstrarfræða. ► Góð þekking á upplýsingatæknisviði æskileg. Reynsla á sviði vátryggingastarfsemi æskileg. Umfram allt leitum við að starfsmanni sem hefur metnað til að leggja sig allan fram um að ná árangri í starfi. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 14. maí1999 r Á B E N D I R Á Ð C ) Ö F & RÁONINGAR >1. AUGAVEGUR 178 SÍMI: 568 90 99 FAX: 568 90 96 Landsteinar Landsteinar International bjóða hugbúnaðar- og tölvufólki einstakt tœkifceri við að taka þátt i vexti stærstu samstœðu Navision fyrirtœlg'a i heiminum. Félagið á og rekur hugbúnaðarjýrirtæki í 5 Evrópulöndum. Fyrirhuguð erfrekari uppbygging íEvrópu áþessu ári ogsíðar í öðrum heimsálfum. Hjá Landsteinum starfa núá annað hundrað metnaðarfullir starfsmenn og veltan á síðasta ári varu.þ.b. 600 milljónir isl. króna. Umsjónarmaður tölvukerfa Starflð felst í umsjón og skipulagningu tölvumála, rekstri tölvubúnaðar þ.m.t. rekstur netkerfis, umsjón með innkaupum og öryggismálum, eftirliti með viðhaldi auk ýmissa annarra sérverkefna m.a. ráðgjöf til viðskiptavina. Við leitum að sjálfstæðum og vel skipulögðum tölvunar-, kerfis- og/eða verkfræðingi með reynslu af net- og gagnagrunnskerfum. Áhersla er lögð á metnað til að gera vel í starfi, viljaog getu til að starfa í hópi aukbrennandi áhuga átölvu- ogupplýsingatækni. í boði er sjálfstætt og krefjandi starf í hópi annarra sérfræðinga hjá mjög áhugaverðu og framsæknu fyrirtæki. Góð laun eru í boði fyrir réttan mann. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí n.k. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Guðný Harðardóttir (gudny@centrum.is) og Björk Bjarkadóttir (stral@centrum.is) veita nánari upplýsingar. Viðtalstímar eru frá kl.10-13. Umsóknarcyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem er opin frá kl.10-16 alla virka daga. STARFSRÁÐNINGAR GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR Mörkinni 3 - 108 Reykjavík - sími 588 3031 - bréfsími 588 3044 , . , . , - - - ■ ■ * RANNÍS Deildarsérfræðingur vísindasviðs RANNÍS Rannsóknarráð íslands óskar eftir að ráða í stöðu deildarsérfræðings vísindasviðs RANNÍS. Um er að ræða tímabundna ráðn- ingu í 6 mánuði með möguleika á fast- ráðningu að þeim tíma loknum. Starfssvið Starf deildarsérfræðings á vísindasviði felur í sér sjálfstæð störf undir yfirstjórn forstöðu- manns vísindasviðs. Deildarsérfræðingur hefur m.a. umsjón með framkvæmd úttekta á vís- indasviðum eftir ákvörðunum Rannsóknarráðs íslands og sér um framkvæmd á mati á hluta umsókna sem koma til sjóða ráðsins. Þá mun deildarsérfræðingur sjá um framkvæmdahlið á tilteknum alþjöðlegum samstarfsáætlunum og samskipti við norrænar/evrópskar sam- starfsstofnanir sem Rannsóknarráð íslands á aðild að eða samskipti við. Hæfniskröfur Krafist er vísindalegrar sérmenntunar á fag- sviði hug- eða félagsvísinda. Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika, nákvæmni og metnað til að beita vönduðum vinnubrögðum. Góð kunnátta í íslensku er áskilin svo og færni í ensku og einu Norðurlandamáli. Haldgóð tölvuþekking og reynsla í notkun Word og Excel er nauðsyn. Laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags. Þess er vænst að umsækjandi geti hafið störf í júní nk. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendistframkvæmdastjóra Rann- sóknarráðs íslands, Laugavegi 12, 101 Reykja- vík, eigi síðar en 17. maí nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum um- sóknum verðursvarað. Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri RANNÍS, og Kristján Kristjánsson, for- stöðumaður vísindasviðs RANNÍS. Ritari fyrir ráðuneyti Við leitum að ritara í heilsdagsstarf íyrir skrifstofiistjóra í einu af ráðuneytunum. Ritari annast bréfaskriftir í ritvinnslu og aðra tölvuvinnu, undirbúning funda auk annarra tilfallandi skrifstofustarfa. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með góða íslenskukunnáttu, talaða og ritaða. Æskileg er kunnátta í ensku og/eða einu Norðurlandamáli. Skilyrði er haldbær þekking og reynsla af tölvum. Áhersla er lögð á þjónustulipurð, snyrtimennsku, reglusemi og skipulagshæfileika. Umsóknarfrestur er til og með 23. maí n.k. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf fljótlega. Björk Bjarkadóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir veita nánari upplýsingar. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem er opin frá kl. 10-16 alla virka daga. STRA STARFSRÁÐNINGAR ehf. mjnsia GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR Mörkinni 3-108 Rcykjavfk - sími 588 3031 - bréfsimi 588 3044

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.