Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 E 11 REYKJANESBÆR Reykjanesbær er framsækiö 10.500 íbúa sveitarfélag. Fjórir grunnskólar veröa starfræktir í bænum frá og meö næsta skólaári meö um 1700 nemendum og 140 kennurum. Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar veitir skólunum faglega þjónustu og ráögjöf jafnframt því sem hún stendur fyrir öflugri símenntun fyrir kennara. Heiöarskóli er nýr einsetinn grunnskóli í Reykjaneshæ sem tekur til starfa 1 .ágúst 1999. Skólinn veröur meö um 430 nemendur í 1.-10. bekk. Húsnæöiö fullnægir ýtrustu kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis í dag. Haustið 2000 verða allir skólar Reykjanesbæjar einsetnir meö sambærilega aöstööu tif verklegrar og bóklegrar kennslu. Kennarastöður í Reykjanesbæ Þetta er tilvalið tækifæri fyiir kennara sem • vilj a móta skólastarf frá byrj un • hafa áhuga á skólaþróun • hafa áhuga á samstarfi við kennara, foreldra og aðra sem að skólanum koma • eru hugmyndaríkir og framsæknir Heiðarskóli: Kennara vantar 1 almenna kennslu, sérkennslu, hannyrðlr, smíði, tónmennt, líffræði, eðlisfræði, stærðfræði og upplýsingamennt. Einnig vantar skólasafnskennara og námsráðgjafa. Upplýsingar veitir Ámý Inga Pálsdóttir skólastjóri eða Guðhjörg Sveinsdóttir rekstarfulltrúi skólaskiifstofu í síma 421 6700. Holtaskóli: Kennara vantar í almenna kennslu á miðstigi, tónmennt og líffræði. Upplýsingar veitir Sigurður Þorkelsson s. 421 1135. MyUubakkaskóU: Heimilisfræði og tónmennt. Upplýsingar veitir Vilhjálmur Ketilsson s. 421-1450. NjarðvíkurskóU: Heimilsfræði. Upplýsingar veitir Gylfl Guðmundsson 421-4399. Laun skv. Kjarasamningum Sambands islenskra sveitarfélaga og Kí. Einnig er í gildi sérsamningur milli grunnskólakennara , og Reykjanesbæjar. Umsóknarfrestur er til 20.maí. Starfsmannastj óri Umsóknir berist Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57,230 Keflavík, Reykjanesbæ. REYKJANE SBÆR TJAHNARGÖTU 12 • 230 KEFLAVlK TölvuMyndir ehf eru eitt af öflugustu hugbúnaðar- og upplýsingafyrirtœkjum á Islandi. Hjá fyrirtækinu starfa 75 manns. Verkefni TölvuMynda eru á sviði forritunar og hugbúnaðargerðar, reksturs tölvukerfa o.fl. Töl vuMy ndir Prentiðnaður Vegna aukinna verkefna vantar okkur fólk til starfa. Við leitum að duglegu starfsfólki sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt og er tilbúið að vinna mikið hjá ört vaxandi fyrirtækjum. Prentarar: Við leitum að vönum prenturum á arkavélar, rúlluvélar og blaðavél prentsmiðjunnar. Lager og móttaka: Við leitum að vönum lagermanni til að hafa umsjón með efnislager prentsmiðjunnar, móttöku efnis og afhendingu verka. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Kjartansson í síma 550 5990 BÓKBANDSSTOf-A Við leitum að vönum bókbindurum og aðstoðarmönnum, einkum á brotvélar, hefti- og fræsilínur bókbandsstofunnar. Nánari upplýsingar veitir Axel Steindórsson í síma 561 0150 ÍP-PRENTÞJÓNUSTAN EHF Við leitum að starfsmönnum vönum umbroti, sem hafa gott auga fyrir uppsetningu prentgripa og þekkingu á QuarkXpress, FreeHand, lllustrator og Photoshop. í boði er góð vinnuaðstaða þar sem nýjustu tæki og tækni eru notuð. Nánari upplýsingar veitir Árni Sörensen í síma 550 5650 Hjá ísafoldarprentsmiöju hf. og dótturfélögum hennar Flatey bókbandsstofu og ÍP-Prentþjónustunni starfa í dag um 70 starfsmenn. Félögin veita alla almenna prentþjónustu og eru staðsett í Þverholti 9. Áhugasamir skili starfsumsóknum fyrír 14. maí á skrífstofu félaganna aö Þverholti 9, annarri hæö. Einnig er hægt aö senda umsóknirnará netfangið kristthor@isafoid.is HUGBÚNAÐARGERÐ Vegna aukinna verkefna innanlands og erlendis óska TölvuMyndir ehf. eftir að ráða forritara fyrir Navision Financials upplýsingakerfi. Starfssvið • Kerfisgreining, ráðgjöf og forritun fyrir viðskiptavini og aðrir þættir er snúa að hagnýtingu þeirra upplýsingakerfa sem fyrirtækið hefur þróað. • Ýmis sérsmíði og sérlausnir í öðrum kerfum. Menntunar og hæfniskröfur • Leitað er að tölvunarfræðingum, kerfisfræðingum eða verkfræðingum sem hafa áhuga og metnað til að veita faglega ráðgjöf og góða þjónustu. • Einstaklingar með aðra háskólamenntun eða starfsreynslu í hugbúnaðargerð koma einnig vel til greina. í boði er góð starfsaðstaða í nýju húsnæði, viðhaid menntunar og góð launakjör. Þetta er áhugavert tækifæri til að taka þátt í framþróun á hugbúnaðarsviði. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9-12 í síma 533 1800. • Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 16. maí nk. merktar: „TölvuMyndir - hugbúnaðargerð" ............. Enika menika Óviðjafnanlegt, alþjóðlegt atvinnutækifæri. Fjör, ferðalög og bónusar. Upplýsingar hjá Helgu í síma 426 8695 og 986 9386. Fataviðgerðir Starfsmaður, vanur fataviðgerðum og fata breytingum óskast. Umsóknirsendisttil af greiðslu Mbl. merktar: „F — 8006". Tilsjónarmenn/ persónulegir ráðgjafar Félagsþjónustan í Hafnarfirði óskar eftir að ráða fólktil starfa sem áhuga hefur á mannleg- um samskiptum. Tilsjónarmenn/persónulegir ráðgjafar starfa eftir Barnaverndarlögum nr. 58/1992. Hlutverk tilsjónarmanns felst fyrst og fremst í því að aðstoða foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldu sinni s.s. best hentar hag og þörfum barns. Hlutverk persónulegs ráðgjafa felst fyrst og fremst í því að veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar. Um er að ræða hlutastörf. Æskilegur aldur umsækjenda er 22 ára og eldri. Stuðningsfjölskyldur Félagsþjónustan í Hafnarfirði óskar eftir stuðn- ingsfjölskyldum sem starfa eftir Barnaverndun- arlögum nr. 52/1992. Hlutverk þeirra er að vera tilbreyting og stuðningur við börn sem búa við erfiðar fjölskylduaðstæður. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af börnum og ung- mennum og geti tekið þau inn á heimili sitt í stuttar dvalir. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, Strandgötu 8—10 (gengið inn frá Linnetsstíg). Opið er frá kl. 9.30 til 15.30. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir María Hjálmarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í síma 565 5710. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.