Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 E 7 Netþíónusta Vegna stóraukinna verkefna óskar Nýherji hf. að ráða nú þegar starfsmenn við almenna netþjónustu. M.a. Microsoft NT, Novell, Cisco, Lotus Notes, Backoffice. Sérfræðingur í víðnetum: Leitað er að verkfræðingi/tæknifræðingi eða umsækjendum með mikla þekkingu og reynslu á beinum (routerum),TCP/IP og ISDN. Sérfræðingur í Microsoft Netkerfum: Æskilegt er að umsækjandi hafi MCSE gráðu, en það er ekki skilyrði. Góð þekking á NT og reynsla af Microsoft hugbúnaðarkerfum er nauðsynleg. Við leitum að áhugasömum aðilum með þekkingu og reynslu á umræddum sviðum til starfa við fjölbreytt verkefni. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. i boði eru góð laun, krefjandi og skemmtileg verkefni og góður starfsandi. Við meðhöndlum allar umsóknir sem trúnaðarmál og svörum þeim öllum. Umsóknarfrestur er til fös. 1. júní. Frekari upplýsingar um stöðurnar veitir Símon Þorleifsson í síma 569 7889 eða í netfangi simonth@nyherji.is. Umsóknareyðublöð liggja á heimasíðu Nýherja, www.nyherji.is. Nýherji er eitt öflugasta þjónustufyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Markmið Nýherja er að útvega heildar- lausnir í upplýsingatækni sem skapa mikinn ávinning fyrir viðskiptavini. <o> NÝHERJI Skaftahlíð 24 • 105 Reykjavík Sími: 569 7700 • www.nyherji.is FJÁRMÁLASTJÓRI Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi HHHH Eitt af stærstu þjónustufyrirtækjum í eigu Islendinga óskar eftir að ráða fjármálastjóra. Fyrirtækið er í alþjóða viðskiptum og hefur verið í hröðum vexti undanfarin ár. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru víða um heim og er starfsumhverfi þess að mestu á ensku. . Starfssvið • Stjórnun, skipulagning og ábyrgð fjármálasviðs. • Yfirumsjón með áætlanagerð, kostnaðareftirliti og uppgjörum, arðsemisútreikningum og ýmsum sérverkefnum í tengslum við rekstur. • Þátttaka í stefnumótunarvinnu og stjórnunarlegum ákvörðunum. Menntunar og hæfniskröfur • Framhaldsmenntun í viðskiptafræði. • Góð tölvuþekking, frumkvæði og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi sem stjórntæki í rekstri. • Mjög góð enskukunnátta. Önnurtungumálakunnátta er kostur. • Hæfileiki til að starfa sjálfstætt sem og í hóp. • Umsækjendur þurfa að hafa sýnt hæfni sína í krefjandi ábyrgðarstörfum á sviði fjármála og rekstrar ásamt því að hafa haldgóða stjórnunarreynslu. j boði er spennandi stjórnunarstarf við frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Helga Jóhanna Oddsdóttir og Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 25. maí nk. merktar: „Fjármálastjóri" Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Staða h j ú kr u n a rf o rstjó ra Laus er til umsóknar staða hjúkrunarforstjóra heilbrigðisstofnunarinnar. Um er að ræða nýja stöðu sem verðurtil vegna sameiningar sjúkra- húss og heilsugæslu. Á sjúkrasviði er nú 23 rúma blönduð sjúkra- deild sem einnig sinnir bráðainnlögnum, einn- ig nýendurbætt 12 rúma öldrunardeild og 12 vistrýma dvalardeild. Á heilsugæslusviði starfa þrír hjúkrunarfræð- ingar, þar af einn við heilsugæslustöð á Skaga- strönd, íbúafjöldi á starfssvæði stofnunarinnar er um 2.300. Þrír læknar starfa við stofnunina. Umsóknarfrestur er til 4. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Bolli Ólafsson fram- kvæmdastjóri. Staða hjúkrunardeildarstjóra heilsugæslusviðs Laus ertil umsóknar staða hjúkrunardeildar- stjóra heilsugæslusviðs. Um er að ræða nýja stöðu sem verðurtil vegna sameiningar sjúkra- húss og heilsugæslu. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Bolli Ólafsson fram- kvæmdastjóri. Staða heilsugæslulæknis Laus er til umsóknar staða læknis til lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða stöðu sem skipt- ist í 65% stöðu á heilsugæslusviði og 35% stöðu á sjúkrasviði. Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum æskileg. Nánari upplýsingar um störfin veita Páll N. Þorsteinsson yfirlæknir og Bolli Ólafsson fram- kvæmdastjóri. Hjúkrunarfræðingar — sumarafleysingastörf Laus er staða hjúkrunarfræðings á sjúkrasviði frá 1. ágúst nk. Einnig vantar hjúkrunarfræð- inga til sumarafleysinga. Nánari upplýsingar veitir Sveinfríður Sigur- pálsdóttir hjúkrunarforstjóri sjúkrasviðs. Heilbrigðisstofnunin Blönduósi, Flúðabakka 2, sími 452 4206. Vid hjá Rollingum í Kringlunni óskum eftir að ráða starfsmann í sumar. Starfið felst fyrst og fremst í sölu og þjónustu við viðskiptamenn. Við leitum eftir manneskju á aldrinum 20—40 ára sem er tilbúin að vinna virka daga frá kl. 10 til 18.30 og þrjá laugar- daga í mánuði. Viðkomandi aðili þarf að uppfylla eftir- farandi skilyrði: • Hafa þjónustulund. • Þægilegt viðmót og jákvæðni. • Stundvísi. • Sölumannsblóð í æðum. • Enskukunnáttu. • Geta hafið störf sem fyrst. Til greina kemur áframhaldandi starf í vetur eða hlutastarf. Skriflegar umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merktar: „Barnafatnaður — 3022" fyrir 14. maí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.