Morgunblaðið - 16.05.1999, Page 16
16 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Þrír
reynsl-
unni ríkarí
ÞRÍR ungir og efnilegir leik-
menn eru komnir aftur í her-
búðir Skagamanna eftir
skamma dvöl með öðrum lið-
um. Það eru þeir Unnar Val-
geirsson, sem lék undir stjóm
Teits Þórðarsonar hjá eist-
nesku meisturunum í Flora
Tallin, og Freyr Bjamason og
Jón Þór Hauksson, sem báðir
vom í láni hjá SkaUagrími í 1.
deildinni á síðustu leiktíð.
Sigursælir
Skaga-
menn
SKAGAMENN hafa verið
sigursælastir íslenskra knatt-
spymuliða á þessum áratug,
unnið íslandsmeistaratitilinn
1992,1993,1994,1995 og 1996
og bikarmeistaratitilinn 1993
og 1996. Alls hafa Skagamenn
raunar orðið Islandsmeistar-
ar sautján sinnum og sjö sinn-
um bikarmeistarar.
Æftá
Laugar-
vatni
LOGI Ólafsson, þjálfari
Skagamanna, er íþróttakenn-
ari að mennt og hefur m.a.
unnið við kennslu á Iþrótta-
kennaraháskólanum að
Laugarvatni í vetur. Þar hafa
Skagamenn einmitt æft síð-
ustu daga, fóm þangað á
uppstigningardag og æfðu á
grasvelli við góð skilyrði.
„Það er mikilvægt að ná
hópnum saman og æfa á
grasi, en ekki hefur verið
hlaupið að því í vor. Það er
stutt í að Islandsmótið hefjist
og ég vil hafa mína menn
klára í slaginn. Það er mikil-
vægt að byrja vel, þótt ég sé
ósammála því að það skipti
öllu máli. KR-ingar sýndu
það í fyrra. Þeir gerðu sex
jafntefli í fyrri umferðinni en
komust samt í hreinan úr-
slitaleik undir lokin. Það sýn-
ir okkur að allir leikirnir
átján skipta máli, en ekki að-
eins þeir fyrstu,“ segir Logi.
Skagamenn leika við Vík-
inga á heimavelli í 2. umferð
og eiga svo Fram og Keflavík.
„Þetta verða aUt mjög erfiðir
leikir og geta ráðið miklu,“
segir þjálfarinn.
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Þorkell
LOGI Ólafsson, þjálfari Skagamanna, ásamt tveimur af sínum mönnum - Jóhannesi Harðarsyni og Alexander Högnasyni.
Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, telur að sitt lið verði á svipuðu róli og áður
Hefð fýrir topp-
baráttu á Akranesi
LIÐINU hefur gengið ágætlega í vorleikjunum og mér finnst hafa
verið stígandi í þessu hjá okkur,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari
Skagamanna, sem leika opnunarleik íslandsmótsins gegn KR-
ingum í Frostaskjóli nk. þriðjudag. „Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun
hjá sjálfum mér, leikmönnum liðsins og þeim sem að því standa.
Það er ávallt gaman þegar íslandsmótið hefst, því þá sjá menn
loksins laun erfiðisins eftir langt og strangt undirbúningstíma-
bil.“
Eftir
Bjöm Inga
Hrafnsson
Skagamenn eru eitt sigursælasta
lið íslenskrar knattspymu og
þar á bæ eru ávallt gerðar miklar
kröfur. „Það er hefð
fyrir toppbaráttu á
Akranesi og þar ætl-
um við að vera í sum-
ar. Við lentum í
þriðja sæti í fyrra og þess vegna
hljótum við að stefna á að gera enn
betur nú,“ segir þjálfarinn.
Logi segir að gott gengi í deilda-
bikarkeppninni sýni að liðið sé á
réttri leið og enn eigi eftir að slípa
tvo leikmenn í framlínunni. Það eru
þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson,
sem er í láni frá Walsall á Englandi,
og Kári Steinn Reynisson, sem
kominn er aftur á Akranes eftir
dvöl hjá Leiftri á Ólafsfirði. „Þeir
eiga eftir að komast betur inn í hlut-
ina og eins eiga þeir Ragnar Hauks-
son og Baldur Aðalsteinsson eftir að
fá sín tækifæri," segir Logi, en
Baldur kom frá Völsungi á Húsavík
og þykir mikið efni, ekki orðinn tví-
tugur. „Sigurður Ragnar leikur með
okkur þar til í júlí og þá er mikil-
vægt að aðrir séu tilbúnir að taka
við.“
Fjölmargir erlendir leikmenn
hafa leikið með Skagamönnum á
undanförnum ánim, en nú bregður
Spáin: 3. sæti
svo við að enginn er á samningi -
enn sem komið er. „Það gæti nú
breyst á næstunni,“ segir Logi. „Við
gætum þurft að styrkja hópinn með
erlendum leikmanni, jafnvel frá
annarri heimsálfu," bætir hann við.
Skagamenn hafa einmitt haft auga-
stað á framherja frá Suður-Afríku
og mun hann væntanlegur til liðs-
ins.
Logi er einn af reyndari þjálfur-
um landsins, gert Víkinga og
Skagamenn að íslandsmeisturum
og stjómað landsliði kvenna og
karla. Reynslan hlýtur að skila sér í
þjálfuninni, en Logi segist þó alltaf
leita eftir nýjungum og hann hafi að
mörgu leyti farið nýjar brautir á
undirbúningstímabilinu. „Þetta er
talsverð breyting frá í fyrra. Ég
ákvað að gefa ekki frí strax eftir lok
mótsins í fyrra, heldur lékum við
knattspymu fjómm til fimm sinnum
í viku framundir miðjan nóvember,
bæði á grasi og möl. Þá fyrst var
tekið frí, en þó með þeim formerkj-
um að menn mættu á tvær af þrem-
ur æfingum á viku og hlypu eða
lyftu lóðum og héldu sér þannig í
æfingu. Eftir áramót hófum við svo
æfingar af fullum krafti á nýjan leik
og höfum æft fimm til sex sinnum í
viku síðan. Þetta finnst mér að hafi
skilað sér í ánægðari leikmönnum
og betra liði. Það er nefnilega engin
ástæða til að hætta að leika knatt-
spyrnu í september, fara þá í frí og
byrja svo aftur þegar vonlaust er að
iðka íþróttir utandyra vegna veðurs.
Knattspyma er heilsársíþrótt og
mér fannst tímabært að breyta æf-
ingum til samræmis við það sem
gerist og gengur erlendis."
Þetta var ekki eina breytingin,
því Logi ákvað einnig að minnka
leikmannahópinn verulega. „Ég
vildi gera æfingamar markvissari
og því urðu nokkrir leikmenn að
hætta. Því fylgdi auðvitað viss sárs-
auki, en ég taldi það betra fyrir lið-
ið,“ segir Logi
Þjálfarinn telur líklegt að deildin
verði afar jöfn að þessu sinni, ekk-
ert lið muni stinga önnur af og allt
að sex lið geti slegist í toppbarátt-
unni. „Við ætlum að vera þar og
Eyjamenn, KR-ingar og Leifturs-
menn sömuleiðis. Ég get líka séð
fyrir mér að Fram og Keflavík geti
verið í hópi efstu liða og þessi fjöldi
sýnir að deildin verður jöfn. Ég vil
engu liði á íslandi svo illt að spá því
fallbaráttu, en bragðið getur til
beggja vona hjá nýliðunum og eins
Grindvíkingum. Þó hefur skapast
hefð fyrir því að nýliðar geti komið
á óvart og víst er að þessi lið verða
ekki auðunnin."
En Skagamenn ætla ekkert að
gefa eftir í baráttunni, frekar en
venjulega?
„Nei, það er alveg á hreinu. Við
ætlum okkur í toppbaráttuna og
munum gera allt sem í okkar valdi
stendur til að svo megi verða. Ég tel
mig líka vera með lið til þess, svo
lengi sem lykilmenn haldast heilir,"
segir Logi Ólafsson.
AKRANES
Nýir leikmenn
Gunnlaugur Jónsson, frá Örebro
Kári Steinn Reynisson, írá Leiftri
Baldur Aðalsteinsson, frá Völsungi
Ólafur Þór Gunnarsson, frá ÍR
Unnar Valgeirsson, frá Flora Tallin,
Freyr Bjamason, frá Skallagrími
Jón Þór Hauksson, frá Skallagrími
Farnir
Þórður Þórðarson, til Norrköping
Steinar Dagur Adolfsson, til
Kongsvinger
Dean Martin, til KA
Slobodan Milisic, til KA
Jóhannes Karl Guðjónsson, til Genk
Sigursteinn Gíslason, til KR
Guðjón Skúli Jónsson, til FH
Ruslan Moussayev, til Eistlands
Zaur Tagizade, til Eistlands,
Zoran Ivsic, til Júgóslavíu