Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Gjöf til Grænlands Vígslu Katuaq var í óeiginlegum skilningi fram haldið á dögunum, þegar stjórn Nor- ræna hússins í Reykjavík færði hinni nýju menningarmiðstöð Grænlendinga íslenska menningardagskrá að gjöf. Þórarinn Stefánsson var viðstaddur og hermir það sem fyrir augu bar. GLÆSILEGT og aðlað- andi, rétt við miðbæjar- kjamann í Nuuk, rís Katuaq - menningarhús Grænlands eins og borgarísjaki í hafísnum. I byrjun árs 1997 var Katuaq vígt við hátíðlega athöfn þar sem Sinfóníuhljómsveit Is- lands hélt tónleika - þá fyrstu sinnar tegundar á Grænlandi tjáði mér einn gesta hússins sem rifjaði upp tónleikana með þakklæti og vissulega hefur Katuaq opnað upp á gátt möguleika á alls kyns menningarstarfsemi. Katuaq ber stórhug Grænlendinga vitni og gefur til kynna vilja og metnað til að laða til sín menningarviðburði víðs vegar að en með menningar- legri víðsýni eykst líka skilningur- inn á uppruna og mikilvægi eigin menningar. „Katuaq er eins og hljóðfæri, sem á hverri stundu getur hafið leik sinn. A daginn er það fullt af draumum, en á kvöldin segulsvið sem dregur fólk inn í ljósið. Katuaq er hús gætt töfrum, byggingarlist þess innblásin af flökti norðurljósa, hafís, af leik ljóssins í snjó og ís. I opnu og hlýju anddyrinu, í hinum rúmgóða stóra sal, hinum þægilega litla sal og vel útbúnum fundarsöl- um hafa verið sköpuð skilyrði fyrir ný öfl í menningarlífi Grænlands, Norðurlandanna og norðurheim- skautssvæðisins," segir meðal ann- ars í kynningarbæklingi Katuaq. íslensk menningardagskrá Dagana fjórða til sjöunda maí síðastliðinn var vígslu Katuaq í óeiginlegum skilningi fram haldið, rúmlega tveimur árum eftir að eig- inieg starfsemi hófst. Árið 1997 ákvað stjórn Norræna hússins í Reykjavík að færa hinni nýju menningarmiðstöð Grænlendinga íslenska menningardagskrá að gjöf. Undirbúningsnefnd, skipuð Riittu Heinámaa, forstjóra Nor- ræna hússins, frú Vigdísi Finn- bogadóttur og Sveini Einarssyni lagði á ráðin varðandi efnisatriði dagskrárinnar og réð Málfríði Finnbogadóttur til að stjóma verk- efninu. Jan Klpvstad, forstjóri Katuaq, og Juakka Lyberth sáu um skipulagningu af hálfu Græn- lands. Á þriðja tug íslenskra lista- og fræðimanna hélt vestur á bóginn og fjölluðu um menningu og nátt- úru íslands á fjölbreyttan hátt. Ari Trausti Guðmundsson hélt fyrirlestur um eldvirkni og heim- sótti skóla og fræddi grænlenska nemendur um Island. Tríó Reykjavíkur, Sólrún Bragadóttir og Þórarinn Stefánsson fluttu tón- list og Hallveig Thorlacius sýndi Sögusvuntuna við mikla hrifningu grænlenskra barna en sýningar stóðu yfír í eina viku. Tónlistar- mennirnir Egill Ólafsson, Bjöm Thoroddsen, Asgeir Óskarsson og Gunnar Hrafnsson vora sérstakir fulltrúar Reykjavíkur menningar- borgar Evrópu árið 2000. Þeir fluttu dagskrána Heimsreisa Höllu, sem er byggð á þjóðlaginu Ljósið kemur langt og mjótt og nutu til þess stuðnings áheyrenda sem voru vel með á nótunum. Fornbókmenntir Söguleg og menningarleg tengsl Islands og Grænlands era ekki mikil. Þó má finna í miðaldabók- menntum Islendinga frásögur af Grænlandi og siglingum þangað. Kristín Bragadóttir, forstöðumað- ur þjóðdeildar Landsbókasafns - Háskólabókasafns, kynnti þann hluta íslenskra fombókmennta sem teygir anga sína vestur eftir. „Ég byrjaði á því að kynna mið- aldabókmenntaarf okkar og rithefð því Grænlendingar eiga sér mjög stutta rithefð, þar hafa frásagnir flust munnlega^ milli kynslóða,“ sagði Kristín. „Ég tók fyrir tvær mjög gamlar miðaldasögur, ritaðar á Islandi af íslenskum höfundum en eiga sögusvið á Grænlandi. Þetta era Eiríks saga rauða og Grænlend- ingasaga en aðaláherslu lagði ég á galdra sem segir frá í Eiríks sögu. Þar er talað um eins konar völvu sem segir fyrir um óorðna hluti og er notuð eins og spákona. Þessar seiðkonur vora mjög virtar og fólk trúði á þær. í fyrirlestri mínum benti ég á skyldleika við sagnir um Sama, það virðist eins og rík tengsl séu þar á milli, þ.e. að svipaðir at- burðir hafí gerst í Grænlandi og í Finnmörku." Kristín lagði áherslu á sögu Guðrýðar Þorbjamardóttur því stuttu áður hafði Brynja Bene- diktsdóttir heimsótt Nuuk með leik- rit sitt Ferðir Guðríðar, sem fjallar um þessa sömu Guðríði. „Það könn- uðust margir við það leikrit eftir heimsókn Brynju þannig að þau tóku strax við því sem ég var að segja. Guðríður þessi kemur til Grænlands um árið 1000, þá um tví- tugt og þegar orðin kristin. Hún el- ur bam sem mun vera fyrsta hvíta bamið í Norður-Ameríku. Ég reyndi að draga fram ýmislegt í sögu Guðríðar sem er mjög merki- legt og studdist þá við leikrit Brynju. Höfundar sagnanna sem ég fjallaði aðallega um vora kristnir en flestar persónur þeirra heiðnar. Þar sem Guðríður er kristin fær hún mikla athygli höfundanna sem leit- ast við að gera hlut kristninnar þar með áhrifameiri.“ Kristín sagði sögumar ekki síð- ur áhrifamiklar sögur af siglingum þar sem segir frá veikindum og dauða um borð í skipunum og ýms- um öðram erfiðleikum sem steðja að. „Einhverjar heimildir era til um siglingar milli landanna fyrir 1400 en síðan virðist eins og komi gat í þær frásagnir. Þá virðist líka hvíti maðurinn hverfa úr frásögn- um almennt og er ekki vitað með vissu hvað því olli. Kenningar era uppi um að Inuitar hafí komið og eytt hvíta manninum eða að far- sóttir hafi geisað og enn aðrar til- gátur hafa einnig komið upp.“ Kristín hafði með sér töluvert af litskyggnum af handritum en einnig gömul kort þar sem m.a. Grænland var dregið upp en á nán- ast óþekkjanlegan hátt og vakti það sérstaka athugli áheyrenda. Fyrirlestur Kristínar vakti mikla Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson ISLENSKI hópurinn sem kom að dagskránni í Grænlandi. TRÍÓ Reykjavíkur, Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir og Pet- er Máté, héldu tónleika ásamt Sólrúnu Bragadóttur og Þórarni Stef- ánssyni. Auk þess kom listafólkið fram á íslensku menningarkvöldi. BRÚÐULEIKHÚS Hallveigar Thorlacius eftidi til sýningar. LISE Lennart (t.v), ráðherra mennta- og menningarmála, hélt mót- töku fyrir íslenska hópinn fyrir hönd landsstjórnar. Með henni á myndinni eru Kristjana Motzfeld, eiginkona formanns landsstjórnar, og Vigdís Finnbogadóttir, sem sæti átti í undirbúningsnefnd. athygli þeirra sem hann sóttu og fjölbreyttar umræður spunnust. Þannig var reyndar um alla dag- skrárliði daganna. Erró gefur myndverk Hver dagskrárliðurinn rak ann- an á milli þess sem heimamenn buðu íslenska hópnum í hinar ýmsu móttökur. Frú Vigdís Finnboga- dóttir hélt hátíðarræðu, Þórann Sigurðardóttir kynnti Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 og Riitta Heinámaa talaði um starfsemi Norræna hússins í Reykjavík. Þá var opnuð ljós- myndasýning um Reykjavík og önnur söguleg sýning um landnám Islands og þróun landsins til full- veldis. Verk eftir Erró prýddu salar- kynni Katuaq og settu sterkan svip á húsið. Þannig mun verða áfram, því þó að þessi sýning Errós hverfi, munu verk hans ávallt verða Græn- lendingum uppspretta vangaveltna um samfélagið. Á hátíðardagskrá í stóra sal Katuaq 5. maí afhenti Ei- ríkur Þorláksson Grænlendingum að gjöf fimm verk eftir Erró fyrir hönd listamannsins. Gjöfin er til listasafns Grænlands sem í raun er ekki til en gjöf Errós er hvatning til að slíkt safn verði stofnað með tíð og tíma. Að ósk hans verða verkin geymd í Katuaq þar til listasafn Grænlands getur tekið við þeim. Myndimar era úr seríunni „Les femmes fatales" (199) og unnar í silkiþrykk. Eiríkur sagði eina meg- inástæðu þess að Erró vildi gefa Grænlendingum þessi verk vera að hann tengdist landinu sterkum böndum þegar hann dvaldi þar um hríð árið 1981 við að ganga frá verk- inu „Eskimoscape" sem hangir venjulega í bókasafninu í Nuuk en er nú á sýningunni í Katuaq. „Erró vinnur efni sín mikið í serí- um,“ sagði Eríkur. „Hann fjallar um sama þemað aftur og aftur. I myndunum sem hann gaf Græn- lendingum tekur hann hetjur úr teiknimyndabókum og setur þær fram sem vísbendingu í hvemig samtíminn setur upp „steriotýpur". Undirliggjandi tónn í verkunum gæti verið að þrátt fyrir alla jafn- réttisbaráttu samtímans setur teiknimyndaheimurinn upp mynd af dýrkun á karlmannlegum hetjum og fagurlimuðum kvenpersónum." Formaður stjómar Katuaq, Per Berthelsen, veitti verkunum við- töku. Lokakvöld íslensku menningar- daganna var haldið fóstudagskvöld- ið 7. maí. Egill Ólafsson og félagar fluttu þá sína dagskrá auk þess sem Guðmundur Ragnarsson mat- reiðslumeistari sá um íslenskan veislumat í bland við grænlenska sémétti. Á lokakvöldinu naut græn- lensk þjóðmenning sín í bland við ís- lenska og undirstrikaði þannig þau auknu tengsl sem þessar grann- þjóðir munu leggja áherslu á í fram- tíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.