Morgunblaðið - 16.05.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 16.05.1999, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Arctic Trucks JEPPINN dregur sérsmíðaða kerru sem hægt er að nota í varahluti, ef í nauðirnar rekur. Myndin er tekin á Suðurskautslandinu þar sem tveir Toyota-jeppar, sem breytt var hér á landi til snjóaksturs, voru notaðir f rannsóknarleiðangri. Báðir Suðurskautsjepparnir, auk eins til, verða notaðir í leiðangrinum nú. Islenskir jeppamenn hafa náð ótrúlegum árangri í að ferðast um ótroðnar slóðir. Jeppar sem breytt hefur verið eftir íslensku hugviti hafa vakið athygli víða um heim, opnað nýja möguleika og nýjar leiðir. Næstu daga mun níu manna leiðangur freista þess að aka þremur breyttum Toyota-jeppum yfír Grænlands- jökul, frá Nuuk í vestri til Isertoq í austri. Guðni Einarsson kynnti sér áform leiðangursmanna um þessa frumraun í akstri yfír jökulinn sem jafnframt verður fyrsta ökuferð á milli bæjar- félaga á Grænlandi, fari alltaðóskum. FERÐIN er farin í tilefni af 226 ára afmæli verslunarfyr- irtældsins KNI A/S, sem er stærsta fyrirtæki á Græn- landi og helsti bakhjarl leið- angursins. KNI A/S er byggt á grunni Konunglegu Grænlandsversl- unarinnar og rekur verslanir um allt landið. Hjá KNI starfa nú um 1.600 manns. Forsvarsmenn KNI langaði til að halda upp á afmælið með eftirminni- legum hætti. Þeir rákust á heima- síðu Arctic Trucks, dótturfyrirtækis Toyota á Islandi, sem unnið hefur að jeppabreytingum og kynningu á breyttum jeppum utanlands. M.a. voru tveir jeppar frá Arctic Trucks notaðir í leiðangri Sænsku pólstofn- unarinnar á Suðurskautslandinu 1997-98. KNI sendi fyrirspurn um hvort áhugi væri á samstarfí um að aka yfir Grænlandsjökul í fyrsta sinn í tilefni afmælisins. Það stóð ekki á jákvæðu svari og hefur und- irbúningur leiðangursins staðið í hálft ár. Gamall draumur Friðþjófur Nansen varð fyrstur manna, svo vitað sé, til að ganga yfir Grænlandsjökul og fór hann á milli Nuuk og Ammassalik árið 1888. Síð- an hafa margir leiðangrar fetað í fót- spor Nansens, ýmist á gönguskíðum ogeða hundasleðum. íslenska jeppamenn hefur lengi dreymt um að sigrast á hinum risa- vaxna Grænlandsjökli, þótt ekki hafi reynst mögulegt að láta á það reyna fyrr en nú. Amgrímur Hermanns- son, annar leiðangursstjóranna, varpaði fyrst fram þessari hugmynd árið 1988 og hóf af alvöru að vinna að því að gera hana að veruleika árið 1992, án þess að fá tilskilin leyfi. Amgrímur segist fljótlega hafa áttað sig á því að þetta yrði ekki fram- kvæmt nema í náinni samvinnu við Grænlendinga. Ferðalög á vélknún- um farartækjum um óbyggðir Græn- lands era háð leyfisveitingum, auk þess sem krafist er trygginga fyrir leiðangursmenn. Árið 1995 stóðu Amgrímur og Toyota á íslandi fyrir því að koma breyttum jeppum til Syðri-Straum- fjarðar þar sem þeir era notaðir til að flytja ferðamenn. íslenskir jökla- jeppar era því ekki óþekktir þar í landi. Níu leiðangursmenn Fjórir íslendingar og fimm Danir taka þátt í leiðangrinum. Þeir era: Allan Greisen, 34 ára bifvélavirki, kafari og þúsundþjalasmiður. Am- grímur Hermannsson, 45 ára leið- angursstjóri og ökumaður. Hann er þrautreyndur fjallamaður eftir ald- arfjórðungsstarf í björgunarsveit og rekstur ferðaskrifstofu sinnar Addís (Addice) frá 1985. Hún hefur sér- hæft sig í ferðum um hálendi íslands á ofurjeppum. Ástvaldur Guðmunds- son, 46 ára ökumaður og aðstoðar- leiðangursstjóri. Hann á að baki 27 ára starf í björgunarsveit og hefur starfað með Jöklarannsóknafélaginu um 20 ára skeið. Freyr Jónsson, 33 ára ökumaður og viðgerðarmaður. Freyr er véltæknifræðingur hjá Toyota og hönnuður margra breyt- inga á jeppum. Freyr hefur verið fé- lagsmaður í 4x4 klúbbnum í meira en áratug og í Jöklarannsóknafélaginu í meira en áratug. Hann fór haustið 1997 ásamt Jóni Svanþórssyni til Suðurskautslandsins þar sem breyttir jeppar voru notaðir við rannsóknastörf. Henning Edvard Madsen, 53 ára forstjóri Mercedes Benz í Grænlandi og umboðsmaður Mitsubishi. Hann hefur ferðast víða um heim og verður nú fyrsti farþeg- inn yfir Grænlandsjökul um landveg. Madsen borgaði hálfa miiljón ís- lenskra króna fyrir farið, en verður að puða til jafns við hina! Ingimund- ur Þór Þorsteinsson, 32 ára raf- magnsfræðingur og ísklifrari. Á að baki 15 ára starf með íslenskum björgunarsveitum. Rekur eigið fyrir- tæki, Aukaraf, sem hefur sérhæft sig í breytingum á rafkerfum bfla. Lasse Rungholm, 36 ára, annast leiðang- ursstjóm og almannatengsl. Lög- fræðingur, flugmaður, kafari og skiðagöngumaður. Malte Udsen, 20 ára hljóðupptökumaður og aðstoðar- maður við kvikmyndagerð. Steen Andersen, 38 ára kvikmyndatöku- maður. Ferðaáætlunin Um þessa helgi era mikil hátíðar- höld í Nuuk í tilefni afmælis KNI, tónleikar, tískusýning og veisluhöld. Hápunktur hátíðarhaldanna verður þegar jeppamir þrír leggja af stað frá Nuuk 16. maí að viðstöddum helstu forystumönnum Grænlend- inga og fjölda gesta. Jepparnir verða fyrst ferjaðir yfir Godthábsfjörðinn og taka land á norðurströnd fjarðarins. Þaðan verð- ur ekin um 150 km leið eftir svo- nefndum Narsarsuaq-sléttum að Tarsesuaq-vatni við jökulröndina og yfir vatnið að jöklinum. Þessi leið hefur aldrei verið ekin fyrr og má búast við bröttum fjöllum, hliðar- halla og stórgrýti á leiðinni. Af myndum og kortum að dæma er jökulröndin ekki árennileg og vit- að er að sprungusvæði ná tugi kfló- metra inn á jökulinn, áður en hájökl- inum er náð. Valdar vora fjórar leið- ir á jökulinn eftir kortum og loft- myndum. Freyr Jónsson sagðist eins eiga von á nota yrði spilin á bílunum til að komast upp á jökulröndina. Amgi'ímur Hermannsson flaug með þyrlu að jökulröndinni síðastlið- inn fimmtudag. Hann skoðaði leið- irnar fjórar og telur að þær séu allar færar íslensku jöklajeppunum. Eins kannaði Amgrímur ísinn á vatninu og reyndist hann vera bflheldur. Hann taldi að það myndi spara mik- inn tíma að geta ekið síðustu 20 km ÍSLENSKU leiðangursmennirn- ir við farartækin. F.v.: Amgrím- ur Hermannsson, Ingimundur Þór Þorsteinsson, Freyr Jónsson og Ástvaldur Guðmundsson. Auk þeirra taka fimm Danir þátt í leiðangrinum. að jökulröndinni á sléttum ísnum í stað þess að klöngrast um grýtta mela og fjöll. Á jöklinum liggur leiðin fyrst að yfirgefinni ratsjárstöð í eigu Banda- ríkjamanna, DYE II, Sea Bass. Ef aðstæður leyfa verður flogið þangað á skíðaflugvél með fjölmiðlafólk og haldinn blaðamannafundur með leið- angursmönnum. Þaðan liggur leiðin yfir hábungu jökulsins í suðaustm- að annarri yfirgefinni ratsjárstöð, DYE III, Sob Story. Áfram liggur leiðin niður að jökulröndinni að austan þar sem farið verður niðm- að þorpinu Isertoq um erfitt sprangusvæði. Niðurleiðin er að hluta sú sama og þremenningarnir Ólafur Örn Har- aldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason fóru upp á Græn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.