Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 25 Alhliða brúðkaupsþjónusta Allt nema að finna maka í ÖÐRUM hópnum sem Morgnn- blaðið ræddi við eru sex nemend- ur, Heiða Björk Jósefsdóttir, Inga Jóna Hjaltadóttir, Rósa Júl- ía Steinþórsdóttir, Jón Agnar Ólafsson, Þórdís Geirsdóttir og Erna Margrét Arnarsdóttir. Segja má, að þau hafi ekki Ieit- að langt yfir skammt til að sækja nýsköpunarhugmynd sína, því að Erna Margrét gengur í hjöna- band í júnímánuði. Það var einmitt út frá umræðum um þá athöfn, sem hugmyndin að þjón- ustufyrirtækinu Hring- um & hjörtum, kviknaði, en fyrir- tækið sérhæfir sig í undirbún- ingi, ráðgjöf og framkvæmd brúðkaupa. „Allt nema að finna maka,“ segja þau létt í lund. Þau eru að hasla sér völl á nýjum markaði, því ekkert sambærilegt fyrirtæki er starfrækt á íslandi. Liðsheildin góð Hópurinn virðist vel saman settur enda kemur í Ijós að þau hafa unnið mjög vel saman. Þau taka fram að enginn einn sé leið- togi, eins og í rauninni hafi verið ætlast til, enda taka þau orðið hvert af öðru, þó án yfirgangs, þegar þau útskýra framgang verkefnisins. Þau telja góðan grundvöll fyr- ir fyrirtæki af þessu tagi hér á landi vegna þess efnahagsum- hverfis, sem við nú búum við. Fólk meti tíma sinn meira en oft áður og hafí skotsilfur til að fá fagmenn til að leysa hlutina. Eftir að hafa fengið hugmynd- ina var farið í greiningar af ýmsu tagi, svo sem markaðs- og sam- keppnisgreiningu til að kanna hvort hugmyndin væri raunhæf. Síðan var haldið á fúnd Tryggva Pálssonar, yfirmanns fyrirtækja- sviðs Islandsbanka, sem er þjálf- ari hópsins. í höndunum höfðu þau greiningu á ytra umhverfi. „Honum leist strax vel á hug- myndina en gerði athugasemdir við hana og stakk upp á við út- víkkuðum starfsemina með því að sjá einnig um fermingar, afmæli og fleira þess háttar. Við höfum ekki gert það ennþá, en framtíð- armöguleikar eru fyrir hendi.“ 60% nýgiftra hefðu nýtt sér þjónustuna Næsta skref var að hefjast handa við hina eiginlegu við- skiptaáætlun með tilheyrandi rekstraráætlunum til þriggja ára. Þar inn í þurfti að reikna með töpuðum viðskiptakröfúm, afföllum af raðgreiðslusamning- um, sköttum og slíku. En áður en til alls þessa kom var sett upp markaðskönnun meðal nýgiftra hjóna. I ljós kom að 60% hefðu þegið hjálp frá ámóta fyrirtæki hefði hún verið fyrir hendi. Einnig var gerð könnun um hvaða þætti þjónustunnar fólk hefði helst viljað nota. Var það helst í sambandi við matinn og veislusalinn, en síst virtist vera þörf fyrir þjónustu vegna skemmtikrafta í veislunni eins og Ahættumat á skuldabréfaflokkum Gæti orðið að fyrirtæki VERKEFNI eins hópsins í nám- skeiðinu um nýsköpun í Viðskipta- háskólanum snerist um fyi'irtækið Icelandic Rating Service (IRS), sem sér um áhættumat á skuldabréfa- flokkum og verðbréfasjóðum. Vegna mikilla anna á næstsíðasta degi skilafrests verkefnisins voru Bryndís Ösp Valsóttir og Örlygur Ólafsson vant við látin. Fyrir svör- um urðu þeir Sigurður Berndsen og Einar Þorsteinsson. Markmið IRS er annars vegar að veita fjárfestum áreiðanlegar upp- lýsingar um skuldabréfaflokka fyr- irtækja, stofnana og sjóða og hins vegar að auðvelda fyrirtækjum að- gang að fjármagnsmörkuðum með viðurkenndri áhættumatsgreiningu. Fyrirmyndin að fyrirtækinu er sótt til kanadíska fyrirtækisins Canadian Bond Rating Service (CBRS), sem hefur verið starfandi síðan 1972 og er eina slíka fyrirtæk- ið þar í landi. Hefur hópurinn verið í sambandi við tengil CBRS, sem hef- ur leiðbeint þeim. í áætluninni er gert er ráð fyrir að um sameignar- fyrirtæki verði að ræða. Gæti orðið að veruleika CBRS hefur sett upp útibú í Bandaríkjunum og hyggst hasla sér völl í Evrópu. Sigurður upplýsir, að tengillinn haf! staðið í þeirri trú í upphafi, að hópurinn væri að undir- búa raunverulega stofnun fyrirtæk- is. Spurðir hvort þeir sjái hugsan- lega fyrir sér raunverulegt samstarf í framtíðinni segja þeir, að miðað við það sem fram hafi komið í bréfa- viðskiptunum séu töluverðir mögu- leikar á því. Einnig hefur innlendur aðili inn- an fjármálageirans sýnt nemenda- fyrirtækinu áhuga, en sá velti fyrir sér stofnun sambærilegs fyrirtækis fyrir nokkrum árum án þess að úr því yrði. Þrátt fyrir fyrirsjáanlega vel- gengni nú við lok verkefnisins gekk það ekki eins vel í byrjun. Eftir fyrsta fund með þjálfara sínum, sem er Tryggvi Pálsson líkt og í hinum hópnum sem Morgunblaðið ræddi við, lá við að þeim féllust algjörlega hendur við verkefnið. Tryggvi taldi ýmsa vankanta á áætluninni og að ekki væri grundvöllur fyrir slíku fyrirtæki hér á landi. Hann hafnaði henni þó ekki alveg og ráðlagði þeim að skoða hana betur. Hópurinn hugsaði því sitt ráð upp á nýtt og fann þá meðal annars kanadíska fyrirtækið, sem hann hefur síðan átt samstarf við. Endurskoðuð áætlun Þegar hópurinn hitti Tryggva Pálsson í annað sinn sögðust þau vera að velta fyrir sér að finna ann- að verkefni, þetta væri frekar von- laust. Ekki þótti honum ástæða til þess, en tíndi til nokkur atriði, sem hann vildi fá svör við svo sem hversu mörgum fyrirtækjum þau gætu hugsanlega þjónað. A því stigi höfðu þau gert greiningu á skulda- bréfamarkaðnum og gátu sýnt fram á hvernig hann hefur þróast. „Það virðist til dæmis vera ákveðin fylgni með örum vexti skráðra fyrirtækja á Verðbréfaþingi og fjölgun fyrir- tækja sem gefa út skuldabréfa- Morgunblaðið/Þorkell GÓÐ samvinna myndaðist í þessum hópi. F.v. í neðri röð, Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Inga Jóna Hjaltadóttir, Ema Margrét Amarsdóttir og Jón Agnar Ólafsson. Fyrir afan standa f.v. Þórdís Geirsdóttir og Heiða Björk Jósefsdóttir. tónlistarmanna. Spurð um kostnað við meðal- brúðkaup slá þau á 750 þúsund krónur fyrir 200 manna veislu. Þau taka þó skýrt fram, að kostnaðurinn sé mjög misjafn, þar sem verðandi brúðhjón geti ráðið hvaða þætti þjónustunnar þau nýta sér. Sumir vilji dýran brúðarkjól en að minna sé lagt í matinn, aðrir vilji hafa það öfugt. „Einnig getur hver þáttur verið á mjög breiðu verðsviði, samanber skreyting í sal. Við höfum hugs- að okkur að komið verði á fundi með tilvonandi brúðhjónum og gert verði tilboð í þá þætti sem þau vilja nýta sér.“ Verðstefnan erfíðust Þegar þau era spurð hvað hafi verið erfiðast við verkefnið vefst þeim svolítið tunga um tönn. Segja síðan að í upphafi hafi það verið að fá góða hugmynd en síð- an hafi verið einna erfiðast að glíma við verðstefnuna. „Líka að fá þetta til að ganga upp, því verðstefnan verður að stemma við greiðslustefnuna. Það verður að vera samhengi á milli hvemig við ætlum að lágmarka áhættuna hjá okkur án þess að gera við- skiptavinina fráhverfa með því að heimta fyrirframgreiðslu.“ Hafa verður í huga að hér er ekki um raunverulegt fyrirtæki að ræða, hins vegar er undirbún- ingurinn það góður, að einungis vantar hlutafé og frumkvæði til að hrinda því í framkvæmd. Þau segjast ekki viss um hvort af því verði, en þau hafi sent verkefnið inn í samkeppni Nýsköpunar- sjóðs, Nýsköpun ‘99. „Nei, ætli það verði af því að við stofnum svona fyrirtæki," segir einhver og annar bætir við: „Það getur vel verið að eitthvert okkar stofni slíkt fyrirtæki að námi loknu. Hver veit?“ I lokin em þau spurð hvað þau hafi lært af þessu verkefni. „Það að vinna saman í hópi. Þegar við fengum verkefnið í hendur viss- um við í rauninni ekkert hvar við áttum að byrja. Síðan gekk þetta rnjög vel og við höfúm lært að nýta á hagkvæman hátt nám- skeiðin sem við tókum fyrr í vet- ur. Námsefni alls ársins er hnýtt mjög vel saman í þessu nám- skeiði og það hefur verið mun gagnlegra en við gerðum ráð fyrir. Síðast en ekki síst höfum við lært að trúa á sjálf okkur." Morgunblaðið/Þorkell SIGURÐUR Berndsen og Einar Þorsteinsson, tveir af fjórum nemendum um verkefnið áhættumat á skuldabréfaflokkum og verðbréfasjóðum. flokka. Á tímabilinu 2000-2005 falla 66% þessara flokka í gjalddaga. Þar af leiðandi munu þau gefa út nýja skuldabréfaflokka til að endurfjár- magna gömlu lánin. Við töldum hugsanlegt að við gætum selt þeim einhverja þjónustu. Einnig gefa sveitarfélögin, sem gefa út skulda- bréfaflokka, upp mjög mismunandi upplýsingar og við teljum að þar sé ákveðinn markaður.“ Nemendumir gátu þannig svarað þeim spumingum, sem Tryggvi lagði fyrir þau og þar með var stór áfangasigur unninn. Mismunur á áhættustigi Olís og Eimskips Til þess að afla sér lánsfjármagns mun nemendafyrirtækið gefa út skuldabréfaflokk á markaði. „Mark- aðurinn er fremur vanþróaður í dag og til dæmis bera fyrirtæki eins og Olís og Eimskip svipaða vexti í skuldabréfaflokkum, án tillits til þess áhættustigs sem liggur á bak við. Ef Olís yrði leyst upp felast eignir þess að miklum hluta í olíu- tönkum víða um land, en Eimskip hefur fjölbreyttari starfsemi, þannig að áhættustig Olís yrði talið miklu hærra. Þeir ættu því að borga mun hærri vexti." Þeir félagar segja að starfsemi fyrirtækisins felist að mestu í grein- ingarvinnu, sem að hluta til er unn- in út frá stöðluðum vinnubrögðum. „Ýmsir þættir eru greindir, svo sem fjárhagsstaða, framtíðarmöguleik- ar, sjóðsstreymi, ytra umhverfi, stjórnun og svo framvegis. Hverj- um þætti eru gefnar einkunnir og út úr þessu kemur einhver heildarein- kunn, sem hægt er að bera saman við aðra fjárfestingarkosti. Ef fjár- festir keypti skuldabréfaflokk, sem fengið hefði einkunnina AA hér á Islandi, þá gæti sá hinn sami fjár- fest í nákvæmlega sama pappír í Kanada eða Bandaríkjunum sem hefur AA í einkunn frá CBRS. Þannig hefur hann samanburðinn. Einnig er þetta góður kostur fyrir fjárfesta sem kaupa blint, því þá þurfa þeir ekki að vita allt um fyi-ir- tækið.“ Spurðir hvaða lærdóm þeir hafi aðallega dregið af þessu verkefni taka þeir fram að vinnan hafi falist í því að „kafa þvert á allt námsefnið" sem þeir lærðu í vetur. Það hafi því verið mjög hagnýtt. „Einnig finnst mér að þessi frum- kvöðlahugsunarháttur sé farinn að skila sér. Ég er farinn að hugsa allt öðruvísi gagnvart íyrirtækjum og er stöðugt að leita eftir tækifærum og þá með mun meiri innsýn í hvað er raunverulegt og hvað ekki,“ segir Sigurður og þvi samsinnir Einar. FRÁBÆRIR SUMARSKÓR Bull Boxer skór verð kr. 4.900 Wosh strigaskór verð kr. 6.900 One skór verð kr. 4.900 Zulu sandalar verð kr. 7.900 Henne sandalar verð kr. 8.900 Billi B. skór verð kr. 4.500 SAUTJÁN SKÓDEILD Laugavegi 91, sími 511 1727. Kringlunni, slmi 533 1727.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.