Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VÖÐUSELSURTA gægist upp til að athuga með kðp sinn
en hún fer sjaldnast svo langt að hún sjái ekki eða heyri
í kópnum.
PÓSTURFELDUR vöðuselskópsins heldur á honum hita
meðan hann er á spena. Kópurinn er fremur ósjálfbjarga
fyrstu dagana og hefur þá litla stjóm á hreyfingum
sínum.
BLÖÐRUSELSKÓPAR fæðast með þéttan kópafeld og
geta synt og kafað strax eftir fæðingu.
Á sela-
slóð
Ungur íslenskur háskólanemi hefur að
undanförnu unnið að MSc-verkefni á vist-
fræði blöðrusela á íslandsmiðum í boði
Hafrannsóknastofnunar. Liður í þessu
verkefni Guðmundar Þórðarsonar var
ferð með norsku rannsóknarskipi út á ísinn
við Jan Mayen til afla gagna um lífeðlis-
fræði, æxlunarlíffræði og fæðunám blöðru-
og vöðusela, sem hann segir hér frá.
Utbreiðsla vöðusels
ftuu
Jósefsland
Kæpingarsvæði
KANADA
HL' v
Nýfundna
land M •%••
Svalbaröl
TVÆR selategundir, vöðu-
selir og blöðruselír, eru
reglulegir gestir á íslands-
miðum. Þetta eru fremur
stórir selir og vel aðlagaðir hinu
kalda vistkerfi sem þeir búa í. Teg-
undimar kæpa á hafísnum í kringum
Jan Mayen um mánaðamótin mars-
apríl og er kæpingunni og umönnun
kópanna lýst hér á eftir.
Vöðuselir
Það hljóta að vera mikil viðbrigði
fyrir vöðuselskóp að fæðast. Kópur-
inn yfirgefur 37° C heitan líkama
urtunnar og mætir hinni köldu veröld
hafíssins þar sem frostið getur hæg-
lega náð 20° C. Kæping (fæðing)
urtunnar gengur vanalega nyög hratt
fyrir sig og ekki er hægt að greina
neinar hríðir hjá henni. Strax eftir að
kópurinn lendir á ísnum snýr urtan
sér við og lyktar af trýni hans. Þessi
fyrsta snerting er ákaflega mikilvæg
því þama lærir urtan að þekkja af-
kvæmi sitt og á meðan hún elur önn
íyrir kópnum reka þau alltaf trýnin
saman er þau hittast eftir aðskilnað.
Ef urtan þarf að yfirgefa ísinn og nær
ekki að lykta af trýni kópsins eftir
fæðinguna er kópurinn nánast dauða-
dæmdur því ekki er víst að hún þekki
hann aftur. Vöðuselsurtur taka aldrei
kópa í fóstur svo vitað sé.
Vöðuselskópar eru fremur burðar-
litlir er þeir fæðast, þeir vega 9 til 10
kíló, hafa litla fitu sér til einangrunar
og feldur þeirra er blautur og heldur
illa hita í því ástandi. Kópurinn skelf-
ur af kulda fyrst eftir fæðinguna en
mjög fljótlega fer lífeðlisfræðilegt
ferli í gang sem framleiðir varma
með bruna brúnnar fitu. Þessi
varmamyndun er fengin án þess að
dýrið skjálfi. Brún fíta finnst hjá
flestum afkvæmum spendýra, m.a.
hjá mönnum, og hjá mörgum spen-
dýrum sem liggja í dvala á vetuma.
Kópurinn treystir ekki lengi á brúnu
fituna heldur fer þegar að leita að
spena urtunar, jafnvel meðan hann
er enn þá blautur.
Eins og áður sagði er kópurinn
fremur ósjálfbjarga er hann fæðist.
Hreyfingar hans eru ósamhæfðar og
feldurinn klístraður og votur. Menn
hafa gengið svo langt að segja að
kópurinn minni þá helst á blauta
rottu. En þetta ástand varir stutt,
feldurinn þornar fljótt og verður
dúnkenndur jafnframt því nær kóp-
urinn betri stjórn á hreyfingum sín-
Blöðruselur
Útbreiðslusvæði blöðnrsela ervestanvert
Noröur Atlantshafið. Selirnir kæpa á
fjórum svæðum, á tveim við Nýfundna-
land, við vesturströnd Grænlands og við
Jan Mayen. Kæping er í lok mars.
Blöðruselir hópast saman á Grænlands-
sundi í júií og fella þá feldinn. Nokkur
óvissa ríkir um stofnstærð blööruselanna
sem kæpa í kringum Jan Mayen en talið
er að þeir séu ekki færri en 125 þúsund.
Norömenn og Rússar stunduöu veiðar
úr þessum stofni en stðan 1993 hafa
Norðmenn setiö einir að veiðunum.
Veiöarnar eru ríkisstyrktar.
Blöðruselir voru ekki mikið nytjaðir hér
við land áður fyrr. Ekki er óalgengt aö
kóparnir komi í net við Norðurland.
Blöðruselir eru reglulegir gestir á
Skjálfanda og eru um 20 til 40 selir
skotnir þar á ári.
Vöðuselur
Vöðuselir eru íshafsselir og nær
útbreiðsla þeirra um mest allt norðan-
vert Atlantshafið. Þekkt eru fjögur
kæpingarsvæði, tvö við Nýfundnaland,
eitt við Jan Mayen og að lokum í Hvíta
hafinu. Talið er að stofninn við Jan
Mayen telji nú um 300 þúsund dýr. Viö
Jan Mayen kæpa vöðuselir í lok mars.
Miklar veiöar voru stundaðar á þessu
svæði áður fyrr og voru það fyrst og
fremst Norðmenn og Rússar sem
stunduðu þær. Norðmenn stunda nú
ríkisstyrktar veiðar til að hefta offjölgun
selanna.
Talsvert er um að vööuselskópar og ungir
selir komi í net sjómanna hér við land.
Áður fyrr var vööuselur talsvert veiddur
hér við land en gegnd hans viröist hafa
farið minnkandi á þessari öld.
um. Feldur kópsins er í raun fóstur-
hár hans en ólíkt flestum öðrum
spendýrum þá fella sumar tegundir
sela ekki fósturhárin í leginu heldur
fæðast kóparnir með þykkan Ijósan
fósturfeld. Ljósi feldurinn heldur svo
VIKUGAMALL blöðruselskóp-
ur mótmælir harðlega þegar
greinarhöfundur gerir sig lík-
legan til að grípa um aftur-
hreifa hans í þeim tilgangi að
merkja hann.
hita á vöðuselskópnum fyrstu tvær
vikunar. I raun er feldur
vöðuselskópa gulleitur fyrstu sólar-
hringana eftir fæðinguna en liturinn
er komin frá legvatninu. Meðal
enskumælandi selveiðimanna er kóp-
urinn þá kallaður „yellowcoat“ eða
gulfeldur en er guli liturinn fólnar og
kópurinn verður mjallarhvítur nefn-
ist hann „whitecoat" eða hvítfeldur.
Urtan víkur varla frá kópnum
fyrstu dagana eftir fæðinguna en eftir
því sem frá líður fer hún að fara oftar
í sjóinn og í lengri tíma í senn. Samt
sem áður fer hún sjaldan svo langt að
hún sjái eða heyri ekki í kópnum. Oft
má sjá urtuna kíkja upp milli ísjaka
til að athuga hvað afkvæmið sé að
gera af sér. Svo virðist sem ýmsir
þættir hafi áhrif á það hversu miklum
tíma urtan eyðir hjá kópnum. Um-
hverfisþættir eins og hitastig, vind-
hraði, skýjaþykkni og þéttleiki ísjaka
virðast skipta höfuðmáli.
Vöðuselsurtan ver lítið svæði í
kringum kópinn sinn gegn öðrum
urtum. Sjaldan er þó um bein áflog
að ræða heldur er látið nægja að láta
ófriðlega með hljóðum og bægsla-
gangi. Urtan flýr vanalega í sjóinn ef
menn koma of nærri en það er þó
ekki algilt. Oft reynir urtan þá að
vera á milli manna og kópsins en ef
þeir gerast of nærgöngulir flýr hún
oftast í sjóinn án mikilla mótmæla.
Líkt og flest ungviði eyða
vöðuselskópar mestum tíma sínum í
að sofa og oft vakna þeir ekki nema
til að sjúga urtuna. Þeir kalla á urt-
una með hljóði sem er ótrúlega líkt
barnsgráti og þurfa vanalega ekki að
bíða lengi eftfr að urtan komi og gefi
þeim. Vanalega sýgur kópurinn urt-