Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 27

Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 27 BLÖÐRUSELSKÓPAR liggja einir og yfirgefnir á ísnum VÖÐUSELSURTA og kópur nudda ávallt saman nefjum í um mánuð eftir að urtan yfirgefur þá en smám saman er þau hittast eftir aðskilnað. öðlast þeir þor til að fara í sjóinn og leita sér fæðu. SJALDGÆFT er að sjá blöðruselsurtur með kópa svo nærri hvor annarri. Vanalega halda urturnar um 50 metrum á milli sín og hrekja aðrar urtur frá gerist þær of nærgöngular. Veiðar á blöðrusel 1971-1997 30.000 raj----------------------------------- dV □ Fullorðnir selir nrfl H Kópar 25.000 — -----------———------------------ 20.000 -..............................-...... ml' Íli 15.000 j i 'T. !l; :j Jljl | ..... 10.000 j t p I I I ; J Url i lL 5 000 HnHI J1 n 0 Ll;ÍéL..ll.lLLu. .4kJEL J~L ■=_aJ 1971 ‘73 '75 '77 '79 '81 '83 '85 '87 '89 '91 '93 '95 ‘97 Veiðar á vöðusel 1971-1997 20.900---------------------------------------------------------------- dVf □ Fullorðnir selir 1971 '73 '75 ‘77 '79 '81 '83 ‘85 '87 '89 '91 '93 '95 '97 1t L Vöðuselur Blöðruselur Þyngd urtu 130 kg 160 kg Þyngd brimils 130 kg 300 kg Lengd urtu 170 cm 220 cm Lengd brimils 170 cm 250 cm Kynþroskaaldur urtu 4 ára 3 ára Kynþroskaaldur brimils 4 ára 5 ára Meðallífslíkur 30 ár 30 ár una í u.þ.b. 10 mínútur eða þangað til urtan fer eða kópurinn hættir að sjúga. Nýfæddur kópur á oft í erfið- leikum með að staðsetja geirvörtur urtunnar og eyðir hann því oft um- talsverðum tíma í að leita og sjúga hin ýmsu svæði á kvið urtunnar. Þegar kópurinn loks finnur geirvört- umar getur það reynst honum erfitt að halda sér uppréttum og sperrtum nógu langan tíma til að sjúga fylli sína. En fljótlega vex kópnum „fisk- ur um hrygg“ og eftir einn til tvo daga tekst honum að staðsetja geir- vörturnar fljótt jafnframt því sem hann nær tökum á þeirri list að færa sig milli geirvartnanna. Vanalega núa urta og kópur saman trýnum áð- ur en urtan leyfir kópnum að sjúga sig. Þetta gerir hún til að fullvissa sig um að kópurinn sé hennar af- kvæmi. Sumar urtur leyfa kópnum ekki að sjúga sig strax heldur færa sig um nokkra metra er kópurinn er við það að byrja að sjúga geirvört- una. Stundum endurtekur urtan þetta nokknun sinnum. Kópurinn eltir vanalega móður sína en mót- mælir þessari stríðni ákaft með miklum hljóðagangi. En að lokum lætur urtan undan og leyfir honum að sjúga sig og grefur hann þá klón- um í ísinn og þrýstir trýninu að spenanum. Vöðuselskópar vaxa hratt á hinni fituríku mjólk sem urtan framleiðir. Fituinnihald mjólkurinnar eykst eft- ir því sem á líður og nær fituinni- haldið um 40% um það leyti sem kópurinn er vaninn undann. Vöðuselsmjólk er því 8 til 10 sinnum fituríkari en kúamjólk. Hin orkuríka mjólk veldur því að kópurinn fitnar ört og er hann er um vikugamall má segja að hann sé orðinn hnöttóttur af spiki. Kópurinn þyngist að meðaltali um 2 kg á dag og er rúmur helming- ur þyngdaraukningarinnar í formi fitu. Eftir 10 til 12 daga yfirgefur urtan kópinn og vegur hann þá um 30 kíló en sumir kópar vega allt að 35 kílóum og getur þá fitulagið verið um 5 sentimetra þykkt. Það er mikil áreynsla fyrir urtuna að mjólka ofan í kópinn. Hún nærist lítið sem ekkert í þær tæpu tvær vik- ur sem hún elur önn fyrir kópnum og þarf þvi að reiða sig algerlega á forðanæringu sína sem hún geymir undir húðinni í formi fitu. Þetta veld- ur því að hún missir um 3 kíló á dag. Þegar hún loks yfirgefur kópinn hef- ur hún misst um fjórðung líkams- þyngdar sinnar eða um 35 kíló. Vöðuselsbrimlar byrja að hópast að kæpingarsvæðunum skömmu áð- ur en urturnar skiija við kópana. Þeir mynda þá þétta hópa á isnum og bíða þess að þeirra tími komi. Er urturnar yfirgefa kópana fara brim- larnir að færa sig upp á skaftið og stíga í vænginn við urtumar. I því felst að elta urtuna og jafnvel að narta í afturhreifa hennar. Ekki virðist vera um paramyndun að ræða hjá vöðuselum heldur er látið nægja að makast í sjónum og þar með hafa brimlamir gert skyldu sína. Kópurinn fellir hvíta fósturfeld- inn þegar urtan yfirgefur hann. Undir fósturfeldinum hefur þá myndast snöggur stálgrár kópafeld- ur með svörtum skellum. Hvíti feld- urinn dettur af í stómm flygsum og er kópurinn þá frekar töturslegur. Selveiðimenn kalla því kópana á þessu tímabili tötrajakka eða á ensku „ragged-jaeket“. Eftir um viku hafa svo kópamir misst allan fósturfeldinn. Ekki er talið að fósturfeldurinn gagnist kópnum vel til að sleppa óséður frá ísbjömum og öðrum af- ræningjum. Til þess er alit of mikill hávaði og bægslagangur í kópnum. Aftur á móti hefur verið sýnt fram á að feldurinn beinir geislum sólar að húðinni og lokar svo hitann milli hár- anna. Þannig myndast nokkurs kon- ar „gróðurhúsaáhrif‘ og getur hiti húðarinnar orðið allt að 41° C þrátt fyrir bmnagadd en líkamshiti kóps- ins fer þó ekki yfir 37° C. Feldurinn hindrar því ekki einungis hitatap kópsins heldur sparar þetta honum dýrmæta orku. Það er einungis eftir að kópurinn hefur fengið þykkt og vel einangrandi fitulag að fósturfeld- urinn fellur af honum. Er fósturfeldurinn er horfinn nefnist kópurinn á ensku „beater“ eða „lemjari" og er það dregið af klaufalegu sundi kópsins er hann fer að synda og kafa í sjónum. Lemur hann þá yfirborðið með nokkmm lát- um og gusugangi. Hér á landi em þeir þó yfirleitt nefndir bletta- eða dropakópar. Kóparnir nærast ekki á þessu tímabili heldur reiða sig á fitu- birgðir sínar. Þeir halda sig að mestu á og við ísjaka þangað til að farið er að ganga á fitubirgðimar. Þá fara þeir að eyða meiri og meiri tíma í sjónum og komast fljótt upp á lagið með að veiða sviflæg krabbadýr. Er þeir stækka og veiðihæfnin eykst verður smávaxinn fiskur einnig hluti af bráð þeirra. Talið er að um 30 til 40% kópanna nái ekki eins árs aldri við náttúmleg- ar aðstæður. Válynd veður og vont sjólag geta hvolft ísjökum með þeim afleiðingum að kópamir verða við- skilja við urtumar, drukkna eða kremjast á milli ísjaka. Afræningjar era fyrst og fremst ísbimir, hákarlar og háhymingar að ógleymdum manninum. Blöðruselir Kópar blöðrasela era mun stærri en kópar vöðusela. Þannig er blöðraselskópurinn um 105 senti- metrar og vegur um 20 kíló við fæð- ingu. Lýsa má andliti kópsins sem fremur flötu með stórum svörtum augum. Ólíkt vöðuselskópnum þá missir blöðraselskópurinn fósturhár- in meðan hann er enn í legi urtunn- ar. Kópamir fæðast því í eiginlegum kópafeldi (sem samsvarar bletta- kópafeldi vöðuselsins). Feldur blöðruselskópsins er blágrár á bak- inu en silfurgrár á síðunni og kviðn- um. Hinn þétti og fallegi feldur kóps- ins var mjög eftirsóttur áður fyrr til skinnavinnslu og fékk kópurinn þá heitið „blueback“ eða blábakur sök- um þess. Kæping blöðraselsurtunnar er mjög ólík kæpingu vöðuselsins. Urt- an velur stað fremur langt frá næstu urtu eða um 50 metram frá næsta nágranna. Kæpingin virðist reyna mjög mikið á urtuna og hefur hún miklar hríðir sem standa talsverðan tíma. Eftir fæðinguna snýr urtan sér ekki að kópnum heldur liggur hreyf- ingarlaus og virðist uppgefin. Mun- urinn milli hríða og fæðingar þessara selategunda er talinn vera vegna þess hve blöðraselskópurinn er stór m.v. urtuna. Einnig getur munurinn stafað af félagskerfi selanna. Þar sem urtan kæpir langt frá öðram urtum era litlar líkur á því að hún raglist á sínum kóp og öðram kóp- um. Jafnframt því yfirgefur urtan aldrei kópinn meðan hún mjólkar og þess vegna hefur hún ekki þörf fyrir að geta greint hann frá öðram kóp- um. Miðað við vöðuselskóp er blábakur- inn mjög þroskaður er hann kemur í heiminn. Auk þess að hafa eiginlegan kópafeld hefur hann einangrandi spiklag undir húðinni. Þá hefur kóp- urinn gott vald á hreyfingum sínum þannig að hann getur skriðið um ísinn og synt stuttu eftir fæðingu. Karl- kyns kópar eru stærri en kven- kynskópar og helst sá munur alla ævi. Urtan ver kóp sinn af mikilli hörku ef einhver kemur í nánd við hann. Áður fyrr var urtan alltaf drepin þegar sóst var eftir blábaks- feldi en nú er bannað að veiða kópana meðan þeir eru á spena. Þessi mikla móðuramhyggja er nauðsynleg ef kópurinn á að komast af. Vanalega bíða brimlar í nágrenni urtunnar og keppa um hylli hennar af mikilli hörku og sýna kópnum þá enga nærgætni og geta þeir jafnvel drepið hann. Brimlarnir reyna að ganga í augun á urtunni með því að blása upp blöðruna sem þeir hafa á hausnum og með því að loka annarri nösinni og blása upp himnu sem belgist þá eldrauð út um hina nös- ina. Ef slík látalæti nægja ekki til að bægja öðrum brimlum frá berj- ast þeir með kjafti og klóm. Þrátt fyrir að brimillinn sé um 100 kílóum þyngri en urtan og hiki ekki við að ráðast á aðra brimla, hörfar hann ávallt undan urtunni ef hún fer að láta ófriðlega. Þannig heldur hún brimlinum frá kópnum. Vanalega tekst einum brimli að hrekja alla keppinauta frá urtunni og bíður hann þá eftir að hún yfirgefi kópinn. Áður fyrr vora brimill, urta og kópur nefnd fjölskylda en það getur vart talist réttnefni þar sem næsta víst er að brimillinn er ekki faðir kóps urtunnar. Ef fólki finnst mikið til koma um hinn hraða vöxt vöðuselskópsins og þann stutta tíma sem hann er á spena þá er hann ekki hálfdrætting- ur á við blábakinn. Blöðruselsurtur mjólka einungis í um fjóra daga fyr- ir kópinn og er það styttri tími en hjá nokkru öðra spendýri. Þrátt fyrir þennan stutta tíma tekst kóp- unum meira en að tvöfalda þyngd sína og þyngjast þeir um 5 kíló á dag og stundum meira. Eins og hjá vöðuselnum er þessi þyngdaraukn- ing fyrst og fremst að þakka hinni fituríku mjólk urtunnar. Fituinni- hald mjólkurinnar er yfir 50% og er hún líkust súrmjólk að þykkt. Mjólkin er bragðgóð og ekki er hið minnsta fisk- eða lýsisbragð af henni. Eftir um fjóra daga yfirgefur urtan kópinn og makast við brimil- inn og halda þau síðan hvort sína leið. Kópurinn verður eftir á ísnum og heldur þar fyrir í allt að mánuð eftir því sem best er vitað. Liggur hann á ísnum aðgerðalítill fyrstu dagana en er frá líður fer hann að stinga sér í sjóinn. Merkilegt er að kópurinn forðar sér yfirleitt ekki í sjóinn þeg- ar menn koma á ísinn til hans heldur horfir hann á þá yfirvegaður og spakur. Ef komið er mjög nálægt bregst hann við með því að sýna pasturslitlar tennumar og rýta hátt. Sömu hættur bíða blöðrasels- kópanna og afkvæma vöðuselanna en þar sem þeir era þroskaðri við fæðingu og styttri tíma á spena eiga þeir betri möguleika á að lifa fyrsta árið af. Þannig er talið að náttúraleg affoll blöðrasela séu um 15 til 20% fyrsta æviárið. Líkt og vöðuselskópar er fýrsta fæða blöðruselskópsins sviflæg krabbadýr en fljótlega nær hann nægjanlegri fimi til að klófesta fiska. Þrátt fyrir að kópar þessara tegunda séu fljótir að læra að veiða þá ná þeir yfirleitt ekki að afla sér nægjanlegrar fæðu fyrsta einn og hálfan mánuðinn. Þetta veldur því að kóparnir léttast mikið og ganga þeir þá mjög á forðafituna. En sem betur fer fyrir þá komast þeir um síðir flestir upp á lagið með fæðuöfl- unina og taka þá að fitna aftur. Ekki er óalgengt að blöðraselskóp- ur léttist um 20 kíló á þessu tíma- bili. Þrátt fyrir að fullorðnir selir þessara tegunda séu fimar fiskætur þá ná þeir aldrei á lífsleiðinni að safna jafn mikilli forðafitu og þeir höfðu sem kópar. Kópafeldinn missa svo kópar þess- ara tegunda rúmlega ári síðar. Blá- bakurinn fær þá hinn brúnskellótta feld fullorðnu dýranna. Vöðuselskóp- urinn verður nánast hvítur, með ör- fáum brúnum doppum. Er hann verður kynþroska fær hann hin ein- kennandi dökka söðul á bakið. Enska nafn vöðuselsins er „harp seal“ eða hörpuselur og er það dregið af söðl- inum þvi ef horft er ofan á dýrið minnir hann á hörpu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.