Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 33
...... ..............v
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
*
IKJOLFAR flestra kosninga
koma upp umræður um það,
hvort eðlilegt sé að gera kannan-
ir fram á síðasta dag kosninga-
baráttu og hvort setja eigi regl-
ur, sem banni birtingu á slíkum
upplýsingum í ákveðinn tíma fyr-
ir kjördag. Rökin, sem færð eru
fram fyrir þessu eru þau, að
skoðanakannanir geti haft óeðli-
leg áhrif á niðurstöðu kosninga.
Pessi röksemdafærsla gengur
ekki upp. í fyrsta lagi er ekkert
óeðlilegt, að þessar upplýsingar
komi fram eins og aðrar í kosn-
ingabaráttu. Það eru birtar nið-
urstöður skoðanakannana um af-
stöðu fólks til málefna. Hvers
vegna ekki um afstöðu fólks til
flokka eða einstakra frambjóð-
enda? I öðru lagi er það rétt,
sem fram kom í umræðum for-
ystumanna stjórnmálaflokkanna
fyrir viku, að flokkarnir sjálfír
mundu gera slíkar kannanir fyr-
ir sig, til þess að sjá hvar þeir
stæðu og slíkar upplýsingar
mundu óhjákvæmilega leka út til
fjölmiðla. Þegar af þessum
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
tveimur ástæðum er fráleitt að
banna birtingu skoðanakannana
um fylgi flokka t.d. viku fyrir
kosningar.
En jafnframt er á það að líta,
að skoðanakannanir geta haft
margvísleg áhrif. Talsmenn
Vinstri grænna og frjálslyndra
héldu því fram, að niðurstöður
skoðanakannana hefðu að ein-
hverju leyti fælt kjósendur frá
þeirra flokkum. Allir vildu vera í
vinningsliðinu. Reynslan sýnir
hins vegar, að stjórnmálaflokkar
geta hagnýtt sér kannanir, sem
eru neikvæðar fyrir þá, sjálfum
sér til framdráttar. I nýafstað-
inni kosningabaráttu er t.d. al-
veg ljóst, að Halldór Ásgrímsson
nýtti sér niðurstöður Gallup-
könnunar, sem bentu til þess, að
Sjálfstæðisflokkurinn væri orð-
inn stærsti flokkurinn í Austur-
landskjördæmi, til þess að snúa
dæminu við og efla stöðu sína og
Framsóknarflokksins á nýjan
leik. Það má vel halda því fram,
að hin neikvæða Gallupkönnun
hafi verið eitt það bezta sem fyr-
ir utanríkisráðherra kom í kosn-
ingabaráttunni.
I kosningabaráttunni árið
1983 birti Morgunblaðið skoð-
anakönnun, sem sýndi mjög
slæma stöðu Alþýðubandalags-
ins. Flokkurinn nýtti sér þá
stöðu til þess að senda út
herkvaðningu til stuðnings-
manna sinna með spurningum
um það, hvort þeir ætluðu að láta
„íhaldið“ fara svona með þá. Sú
útrás skilaði Alþýðubandalaginu
miklu í kosningunum sjálfum.
Þessi tvö dæmi má nefna um
það, hvernig flokkar og stjórn-
málamenn geta fært sér í nyt
skoðanakannanir, sem eru þeim
neikvæðar. Sjálfstæðisflokkur-
inn kemur hvað eftir annað verr
út úr kosningunum en könnun-
um. Sú reynsla, sem af því er
fengin, er síður en svo vísbend-
ing um, að allir vilji vera með
þeim, sem er að vinna. Þvert á
móti bendir hún til þess, að kjós-
endur vilji ekki að einn flokkur
verði of sterkur. Það má vel
vera, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði komið miklu betur út úr
kosningunum nú, ef engar kann-
anir hefðu verið birtar.
Flest bendir til þess, að skoð-
anakannanir eigi eftir að koma
enn meira við sögu í stjórnmála-
baráttunni hér. Sjálfsagt kemur
að því, að einhver aðili prófi að
gera könnun á meðal kjósenda
þegar þeir koma út af kjörstað
og gefí út svokallaða útgöngu-
spá, eins og tíðkast í öðrum lönd-
um. Þeir sem nú krefjast þess,
að takmarkanir verði settar á
skoðanakannanir munu vafalaust
halda því fram að útgönguspár
geti verkað neikvætt fyrir þá,
sem eru að tapa. En með sama
hætti og aðrar kannanir geta
þær gefið þeim hinum sömu
tækifæri á kjördag til þess að
safna saman sínu liði og gera
nýja útrás og jafna metin.
SKOÐANAKANNANIR
OG KOSNINGAR
Fegurst er Brandi
ábóta lýst í Svínfell-
inga sögu og Steinunni
systur hans þá ekki
síður. Samkvæmt
rítúalinu ætti henni að
vera lýst sem hús-
ffeyju Hrafnkels í sögu hans, en
henni bregður að sjálfsögðu ekki
einu sinni fyrir í þessari kven-
mannslausu karlasögu. Brandur
hefði þá líka lýst henni einsog gert
er í Svínfellinga sögu.
Þá er engum sérstökum atburði í
Svínfellinga sögu lýst með þeim
hætti að minni sterklega á frásögn
Hrafnkels sögu, ekki einu sinni þeg-
ar Ormssynir koma í Kirkjubæ og
Ögmundur leitar skjóls í kirkjunni,
því að lýsingin á því, þegar þeir
Sámur sækja Hrafnkel heim og
reka hann frá Aðalbóli, er allt ann-
ars eðlis. Það var heldur óvenjuleg-
ur viðburður, því að Hrafnkell var
goði og stórhöfðingi, en Ögmundur
enginn goðorðsmaður, þótt fyrir-
ferðarmikill væri. En hann er held-
ur fálátur og minnir á Eyvind
Bjarnason sem var fáskiptinn mað-
ur einsog segir í Hrafnkels sögu, en
það var Hrafnkell ekld. Mér er
ómögulegt að sjá að Ögmundur í
Kirkjubæ sé lykillinn að honum.
En margar skýringar Hermanns
Pálssonar á framkomu og tilfinning-
um persóna Hrafnkötlu er þó áleitið
umhugsunarefni og næsta frumleg-
ar. Hermann hittir naglann t.a.m. á
höfuðið þegar hann sýnir fram á
samræmi milli þess að háður er fé-
ránsdómur eftir höfðingjann (í
Kirkjubæ og á Aðalbóli) „dómur
þessi er svo harður, að höfðinginn
(þ.e. Hrafnketill og Ögmundur)
verður að heita má eignarlaus eft-
ir“. Einnig er það rétt hjá Her-
manni að Svartleggja, exi Ögmund-
ar, er „vopn að skapi Hrafnkels,
enda hefur hann öxi eina vopna, er
hann fer að Einari smalamanni sín-
um. Það kemur vel heim við skap-
gerð Hrafnkels, er Ögmundur biður
menn sína ganga fyrst til matar og
lætur þá ekki vita fyrr en síðar,
hvert starf hann hefur
fyrirhugað þeim
þennan morgun. Þeir
Hrafnkell og Ög-
mundur eru báðir fá-
málugir menn og dul-
ir.“
Þetta má til sanns vegar færa,
þótt hér sé ritskýrandinn fremur að
lesa útúr textanum kenningum sín-
um í hag en að þetta sé beinlínis
sagt með þeim hætti í sögunni sem
fullyrt er.
Sú tilgáta Hermanns Páls-
• sonar, að Oddur Þórarins-
son gangi ljósum logum í Hrafnkels
sögu einsog honum er lýst af venju-
legri snilld Sturlu Þórðarsonar í ís-
lendinga sögu, eru ævintýralegar
vangaveltur og harla langsóttar,
einsog dæmin sem Hermann tekur
sýna raunar og sanna. Dæmin sem
hann tilfærir eru of almenn til að
vera eftirminnileg. Hitt þykir mér
öllu merkilegra þegar hann bendir á
að hlutverk griðkonunnar sem er
sendiboði Hrafnketils er sótt í
Droplaugarsona sögu. Þessi önnur
kvenpersóna Hrafnkötlu er ekki
einu sinni hugarfóstur höfundar! Þá
er einungis hin griðkonan eftir hjá
þessum kvenmannslausa höfundi,
sem þætti víst ekki merkilegur í
jafnréttisbaráttu okkar tíma.
Þá er hitt og harla athyglisvert
þegar Hermann Pálsson sýnir fram
á skyldleika milli þess er Hrafnkell
hafnar goðum og orða Alexanders í
sögu hans: „Ég hygg það hégóma
að trúa á goð,“ sagði Hrafnkell, en
Alexander segir: „Mikill hégómi,
segir hann, að trúa slíku.“
Þessar setningar benda eindregið
til sömu ættar; að þama sé einn og
sami höfundur á ferð, Brandur
ábóti.
í raun er ekkert Mkt með
• Hrafnkatli og Ögmundi
Helgasyni í Svínfellinga sögu.
Hrafnkell er óumdeilanlegur höfð-
ingi sögunnar, en Ögmundur einsog
hver annar hryðjuverkamaður í
gervi Sturlungaaldar-höfðingja.
Sámur í Hrafnkötlu er ekkert líkur
Sæmundi Ormssyni í Svínfellinga
sögu sem er hálshöggvinn að lokum
ásamt Guðmundi bróður sínum.
Þeir Ormssynir minna ekkert á Ey-
vind frekar en Sámur Bjamason sé
eftirmynd Sæmundar Ormssonar
eða þeirra bræðra. Og það hlægir
mig að Þórður kakali sé fyrirmynd
Þjóstarssona, en þó öllu fremur að
ein glæsilegasta persóna Sturlunga
sögu, Oddur Þórarinsson, eigi að
vera persónugerður í Einari smala-
manni!
Þetta em þó tilgátur Hermanns
Pálssonar og með eindæmum hve
auðveldlega og sannfærandi honum
tekzt að flétta harmsögulegar per-
sónur Svínfellinga sögu inní Hrafn-
kötlu. Margt virðist svipað á yfir-
borðinu, en er þó gjörólíkt þegar
skáldskapur Hrafnkötlu er borinn
saman við raunvemleikann í Svín-
fellinga sögu. Samt heldur Her-
mann vel á máli sínu, ekki síður en
Barði Guðmundsson þegar hann
spann sinn vef úr Njálu og Ljós-
vetninga sögu og persónustrefí 13.
aldar. Tilgátur og ritskýringar
beggja þessara fræðimanna era eft-
irminnilegar, og raunar lygilegar,
og gefa engum skáldskap eftir. En
þá er líka að sjálfsögðu það helzt
notað sem nýtist í slíkum saman-
burði. Það er engu líkara en púslu-
spilið gangi upp og er það ritskýr-
ingarlegt afrek útaf fyrir sig. Her-
manni tekst þetta að sumu leyti bet-
ur en Barða, þó að samanburður
hans sé fjarstæðukenndari með
köflum, en sannfæringarkrafturinn
svoi mildll að göldram er líkastur.
Á hitt er þó að sjálfsögðu hægt að
fallast með Hermanni Pálssyni að
ýmsir atburðir Hrafnkels sögu
„virðast... bergmál frá viðburðum,
sem gerðust með Freysgyðlingum
um miðja 13. öld...“ og á það einnig
við um Njálu einsog Barði hefur
bent á. Þá era samsvaranir í stíl
Alexanders sögu og Hrafnkötlu
með þeim hætti að rittengsl era
augljós, einsog Hermann Pálsson
hefur sýnt fram á.
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 15. maí
ÞAÐ ER umhugsunar-
efni í ljósi sögulegrar
reynslu, hvers vegna
samstarf Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar-
flokks í rfldsstjórn hef-
ur gengið svo miklu bet-
ur nú en fyrr á árum.
Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur og
ólust upp í Sjálfstæðisflokknum, ef svo má
að orði komast, muna þá tíð, að ekkert var
fjarlægara í huga Sjálfstæðismanna en
samstarf við Framsóknarflokkinn. Hörð
átök voru á milli þessara tveggja flokka á
fjórða áratugnum og trúnaðarbrestur varð
á milli formanna þeirra, Ólafs Thors og
Hermanns Jónassonar, snemma á fimmta
áratugnum. Með myndun Nýsköpunar-
stjórnarinnar sýndi Ólafur að það var hægt
að stjóma landinu án Framsóknarflokks-
ins.
Stjórnarsamstarf flokkanna tveggja á
sjötta áratugnum gekk erfiðlega og Her-
mann Jónasson ákvað að standa utan
seinni ríkisstjórnar þeirra, sem mynduð
var 1953, og hóf í þess stað undirbúning að
því að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá
landsstjórninni, sem honum tókst 1956.
Það var á margra vitorði, að Bjami
Benediktsson hóf könnun á því á síðasta
kjörtímabili Viðreisnarstjórnarinnar,
hvort hægt væri að endurnýja samstarf
þáverandi stjórnarflokka með Alþýðu-
bandalaginu. Þær hugmyndir mættu
harðri andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins
og þar var framarlega í flokki Eyjólfur
Konráð Jónsson, þáverandi ritstjóri Morg-
unblaðsins og varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins. Þegar Bjarni varð var við þá
andstöðu breytti hann um tón og vakti at-
hygli á því í samtölum við flokksmenn
sína, að það væri a.m.k. hægt að vinna með
hluta Alþýðubandalagsins og vísaði þá til
Lúðvíks Jósepssonar. Markmið hans var
að koma í veg fyrir, að Sjálfstæðisflokkur-
inn þyrfti að ganga til samstarfs við Fram-
sóknarflokkinn, ef Viðreisnarstjórnin héldi
meirihluta sínum ekki fjórða kjörtímabilið
í röð, sem telja mátti ósennilegt. Raunar
sagði Bjarni sumum vina sinna, að hann
mundi ekki sjálfur taka sæti í ríksstjórn,
ef Sjálfstæðisflokkurinn neyddist til að
eiga stjórnarsamstarf við Framsóknar-
flokkinn.
Vegna þessarar forsögu var lítil hrifning
yfir því í Sjálfstæðisflokknum, þegar Geir
Hallgrímsson myndaði rikisstjóm sína
sumarið 1974 eftir stórsigur Sjálfstæðis-
flokksins í þingkosningunum þá, þegar
flokkurinn fékk 42,7% greiddra atkvæða,
hæsta hlutfall í sögu lýðveldisins. Sam-
starf flokkanna tveggja í þeirri ríkisstjóm
var vel viðunandi. Þó voru þar hnökrar á.
Margir töldu á þeim tíma, að það væri
óheppilegt, að fyrrverandi forsætisráð-
herra sæti sem fagráðherra í ríkisstjórn,
og víst er um það, að a.m.k. í einu tilviki
gerði Olafur Jóhannesson, sem þá var
dómsmálaráðherra, Geir Hallgrímssyni
erfitt fyrir í samningaviðræðum við Breta
um landhelgismálið.
Sú tilfinning Sjálfstæðismanna var eftir
sem áður sterk, að samstarf við Fram-
sóknarflokkinn í ríkisstjórn væri ekki
æskilegur kostur. Eftir kosningaósigur
stjómarflokkanna vorið 1978 bauð Sjálf-
stæðisflokkurinn Alþýðuflokki upp á Við-
reisnarsamstarf undir forsæti Alþýðu-
flokks. Því tilboði var hafnað. Eftir desem-
berkosningarnar 1979 var enn gerð tilraun
af hálfu Sjálfstæðisflokks til þess að
mynda ríkisstjóm án aðildar Framsóknar-
flokks. Þá var þess freistað að skapa jarð-
veg og andrúmsloft fyrir nýrri nýsköpun-
arstjóm með þátttöku Alþýðubandalags,
áratug eftir að Bjami Benediktsson hafði
reifað slíkar hugmyndir. Andstaða við þær
hugmyndir var hörð innan Alþýðubanda-
lagsins og þá ekki sízt hjá Svavari Gests-
syni.
Samstarf Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks gekk nokkuð vel í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar 1983 til 1987
en miður í þriggja flokka stjórn Þorsteins
Pálssonar frá 1987 til 1988. Hins vegar eru
þess engin dæmi síðustu sjötíu ár að sam-
starf þessara tveggja flokka hafi gengið
jafn vel og á síðasta kjörtímabili og að jafn
mikið traust hafi skapazt á milli helztu for-
ystumanna flokkanna og nú. Hvað veldur?
Ekki sömu
hagsmunir
og áður
HER KEMUR
margt til sögunnar.
Fyrst ber að nefna,
að Davíð Oddsson,
forsætisráðherra,
hefur augljóslega
lagt á það sérstaka áherzlu, að treysta
samstarf flokkanna á síðustu fjómm ámm.
Hann hefur nánast í hvert skipti, sem ráð-
herrar Framsóknarflokksins hafa orðið
íyrir aðkasti, tekið upp hanzkann fyrir þá
og varið þá og gekk raunar svo langt í
þeim efnum síðustu daga kosningabarátt-
unnar, að mörgum Sjálfstæðismönnum
þótti nóg um. Þetta hefur hins vegar leitt
til þess, að traust og trúnaður hefur skap-
azt á mflli hans og helztu forystumanna
Framsóknarflokksins. Þeir treysta honum
og hann þeim. Það hefur auðveldað Davíð
Oddssyni að taka þessa afstöðu, að staða
hans innan Sjálfstæðisflokksins hefur ver-
ið og er mjög sterk og hefur enn eflzt við
að skila Sjálfstæðisflokknum yfir 40% at-
kvæðamagni í kosningunum, sem flokkn-
um hafði ekki tekizt að ná frá árinu 1974.
Þá er á það að líta, að Halldór Ásgríms-
son, formaður Framsóknarflokksins, hefur
töluvert önnur sjónarmið en forverar
hans. Steingrímur Hermannsson lagði
mikla áherzlu á samstarf til vinstri eins og
faðir hans, Hermann Jónasson, gerði
einnig og raunar líka þeir Eysteinn Jóns-
son og að nokkru leyti Ólafur Jóhannes-
son. Viðhorf Halldórs Ásgrimssonar til
stjórnmála hefur alla tíð mótast fyrst og
fremst af þörfum atvinnuveganna, vafa-
laust vegna þess umhverfis sem hann er
sprottinn úr, og þess vegna hefur hann að
mörgu leyti átt málefnalega meiri samleið
með Sjálfstæðisflokknum en vinstriflokk-
unum.
Meginskýringin er hins vegar áreiðan-
lega sú, að Framsóknarflokkurinn á nú
ekki sömu hagsmuna að gæta og áður. Al-
veg fram á síðasta áratug var það eitt
helzta hlutverk Framsóknarflokksins að
efla stöðu Sambands ísl. samvinnufélaga
og dótturfyrirtækja þess og samvinnu-
hreyfingarinnar yfirleitt. Þessi fyrirtæki
voru í harðri samkeppni við einkafýrirtæk-
in, sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð vörð
um. Þessi hagsmunagæzla flokkanna
beggja gat skipt sköpum á haftaárunum
og hægt er að færa rök fyrir því, að Sam-
bandsveldið hafi byggzt upp í skjóli henn-
ar. Togstreitan á milli Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks var því ekki bara af
pólitískum eða persónulegum toga. Hún
endurspeglaði þau átök, sem fram fóru á
milli tveggja blokka í viðskipta- og at-
vinnulífi landsmanna.
Hrun Sambandsins og samvinnuhreyf-
ingarinnar yfirleitt í atvinnulífinu, sem sjá
má síðustu leifarnar af í vandamálum
Kaupfélags Þingeyinga og að nokkru leyti
Kaupfélags Eyfirðinga, hefur valdið því að
Framsóknarflokkurinn er ekki jafn bund-
inn af slíkum hagsmunum og áður. Að vísu
er augljóst, að flokkurinn hugar að þeim
hagsmunum eins og glögglega kom fram í
umræðum um endurskipulagningu banka-
kerfisins fyrir tæpu ári en engu að síður er
ólíku saman að jafna miðað við það, sem
áður var. Mörg þeirra fyrirtækja, sem áð-
ur voru hluti Sambandsveldisins, búa nú
við blómlegan rekstur og eiga við gjör-
breyttar aðstæður sömu hagsmuna að
gæta og önnur einkafyrirtæki í landinu.
Þess vegna fer ekki á milli mála, að
sjónarmið Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks fari í vaxandi mæli saman í mál-
efnum atvinnulífsins og þar er ekki að
finna sömu tilefni til átaka á milli flokk-
anna og áður. Við þetta bætist, að Davíð
Oddsson hefur lagt meiri áherzlu á að
túlka og halda fram málefnum lands-
byggðarinnar en jafnvel nokkur annar for-
maður Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur
komið mörgum á óvart vegna þess, að
PW8i£
f SLIPPNUM
Morgunblaðið/Árai Sæberg
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf sótt
meginfylgi sitt til þéttbýlisins á suðvestur-
horni landsins. Hins vegar hafa þessar
áherzlur í málflutningi formanns Sjálf-
stæðisflokksins á tveimur síðustu kjör-
tímabilum áreiðanlega átt töluverðan þátt
í góðri útkomu og sterkri stöðu Sjálfstæð-
isflokksins í öllum landsbyggðarkjördæm-
um utan Vestfjarða, þar sem sérstakar að-
stæður ríktu í kosningabaráttunni. Þó er
Ijóst að Sjálfstæðisflokkurinn kom betur
út úr kosningunum þar en búast mátti við.
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf
byggt stöðu sína í íslenzkum stjórnmálum
á hagsmunagæzlu fyrir landsbyggðina. Og
vegna þess, að kveðið hefur við nýjan tón í
Sjálfstæðisflokknum í landsbyggðarmál-
um, eiga flokkarnir einnig meiri samleið
að þessu leyti en áður.
Þegar staðan í stjórnmálum er skoðuð
ofan í kjölinn kemur í ljós, að það eru
breyttar aðstæður og nýjar áherzlur í mál-
flutningi beggja stjórnarflokkanna, sem
hafa leitt til þess, að svo gott samstarf hef-
ur tekizt á milli Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Og einmitt af þessum
ástæðum er ósennilegt, að nokkuð bregði
út af í þeim málefnaviðræðum, sem hafnar
eru á milli flokkanna um endurnýjun
stjórnarsamstarfsins.
Það fer auðvitað ekki á milli mála, að til
eru þeir innan Framsóknarflokksins, sem
hugsa á annan veg. Sjónarmið þeirra end-
urspeglast í dagblaðinu Degi, sem heldur
uppi markvissri baráttu fýrir því, að
Framsóknarflokkurinn myndi ríkisstjórn
til vinstri. Sú barátta byggir hins vegar á
gömlum pólitískum forsendum og tekur
ekki mið af þeim veruleika, sem hér hefur
verið gerður að umtalsefni.
Ný viðhorf
í atvinnu-
lífinu
ÞAU NYJU viðhorf
í atvinnulífinu, sem
valda því, að Fram-
sóknarflokkurinn er
frjálsari af hags-
munagæzlu fýrri ára
í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,
endurspeglast ekki sízt í því, að Vinnuveit-
endasamband Islands og Vinnumálasam-
bandið eni að sameinast í nýjum Samtök-
um atvinnulífsins. Sú sameining er líka vís-
bending um annað, sem er að gerast í við-
skiptalífmu.
Hin gömlu dótturfyrirtæki Sambandsins
hafa verið að eflast á ný á þessum áratug
og um skeið virtist svo, sem hér væru að
myndast aftur tvær öflugar viðskipta-
blokkir. Annars vegar hin hefðbundnu
einkafýrirtæki og hins vegar Sambands-
fýrirtækin gömlu, sem hafa verið að endur-
nýja sig og styrkja stöðu sína.
Báðum aðilum er hins vegar orðið ljóst,
að eins konar viðskiptastríð á milli þeirra
háir vexti fýrirtækjanna. Þeir eru staðnað-
ir í skotgröfunum. Þess vegna má sjá ýmis
merki þess, að fyrirtækin eru að nálgast
hvert annað og leita samstarfs. Viðræður
sl. haust á milli fulltrúa SH og ÍS mörkuðu
ákveðin þáttaskil í þessum efnum, þótt þær
hafi ekki leitt til sameiningar fýrirtækj-
anna. Samstarf Olíufélagsins og Guðmund-
ar Kristjánssonar, útgerðarmanns á vett-
vangi Básafells, er vísbending um það
sama.
Á næstu árum má gera ráð fyrir, að
samstarfið innan hinna nýju Samtaka at-
vinnulífsins og margvíslegir sameiginlegir
viðskiptahagsmunir leiði til aukinnar sam-
vinnu á milli fýrirtækja, sem áður til-
heyrðu hinum gömlu viðskiptablokkum,
sem byggðust á hagsmunum, sem eru liðin
tíð. Þessi þróun á eftir að sjást með marg-
víslegum hætti í samstarfi Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks.
En jafnframt vekur hún alveg nýjar
spurningar fýrir pólitíska andstæðinga
þessara tveggja flokka. Hvernig ætla þeir
að skapa sér nýja vígstöðu í stjórnmálun-
um í átökum við flokka, sem alla öldina
hafa tekizt á en eiga nú svo margra sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta að búast má
við æ nánara samnstarfi þeirra í milli á
næstu árum? Samfýlkingin þarf að finna
trúverðugt svar við þeirri spurningu, ætli
hún að eiga raunhæfa möguleika á að kom-
ast til valda í fýrirsjáanlegri framtíð. Við-
reisnarstjórn sömu flokka sat að völdum
þrjú kjörtímabil í röð eins og menn muna.
„Þegar staðan í
stjórnmálum er
skoðuð ofan í kjölinn
kemur í Ijós, að það
eru breyttar aðstæð-
ur og nýjar áherzlur
í máiflutningi beggja
stj órnarflokkanna,
sem hafa leitt til
þess, að svo gott
samstarf hefur tek-
izt á milli Sjálfstæð-
isflokks og Fram-
sóknarflokks. Og
einmitt af þessum
ástæðum er ósenni-
legt, að nokkuð
bregði út af í þeim
málefnaviðræðum,
sem hafnar eru á
milli flokkanna um
endurnýjun stjórnar-
samstarfsins.“