Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ
34 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
r SKOÐUN
1. ÁFANGI SUNDA-
BRAUTAR í JARÐGÖNG
SUNDABRAUTIN
er án efa stærsta ein-
staka mannvirki í
skipulags- og umferð-
armálum sem íslend-
ingar hafa nokkurn
tíma ráðist í. Þetta
risavaxna verkefni
snýst um vegtengingu
frá Kleppsholti og
Vogum, nú eða frá Kr-
inglumýrarbraut eins
og ég mun sérstaklega
fjalla um, fyrst yfír El-
liðavog, þaðan í Geld-
inganes, yfir Leiruvog
í Alfsnes og að endingu
yfir Kollafjörð. Þá
fyrst hefur náðst við-
unandi og fullnægjandi samgöngu-
bót fyrir hið nýja sameinaða sveit-
arfélag, Kjalames-Reykjavík.
Ekki þarf að fjölyrða um aðra
landsmenn sem samgöngubótanna
munu njóta. Þetta verður sam-
starfsverkefni Reykjavíkurborgar
< og ríkisins og standa ráðamenn
ríkis og borgar nú frammi fyrir
ákvörðun um hvaða leið skuli valin
í þessum fyrsta áfanga. Vinnuhóp-
ur, undir forystu vegamálastjóra
og borgarverkfræðings, sem unnið
hefur að undirbúningi þessa máls
hefur nú skilað af sér mikilli
skýrslu með heitinu Sundabraut -
áfangaskýrsla 2.
I skýrslunni koma fram nokkrar
hugmyndir um ólíkar leiðir og ger-
ir stýrihópurinn tillögu um að
svokölluð Leið III verði valin. Eft-
ir að hafa kynnt mér skýrsluna
kemst ég að þeirri niðurstöðu að sú
leið sem stýrihópurinn
gerir tillögu um sé
ekki góður kostur og
ekki sambærilegur við
t.d. jarðgöng milli
Gufuness og Kirkju-
sands sem ég tel mjög
áhugaverðan kost.
Hugmyndina um
Gufunes-Kirkjusand
er nauðsynlegt að
skoða betur áður en
ákvörðun um þennan
fyrsta áfanga verður
tekin. Akvörðunin um
fyrsta áfangann, sem
oft er nefnd „þverun
KIeppsvíkur“, er lang-
mikilvægasta ákvörð-
unin í öllu verkefninu og því er
mjög mikilvægt að ekki sé rasað
um ráð fram í þessu mikilvæga
máli.
Óskaleið verkfræðinga
og arkitekta
Þessi leið er fyrst og fremst
metnaðarfull dirfskuhugmynd sem
sameinar marga kosti þessarar
vegtengingar. Hún er sannkallað
óskabam verkfræðinga og arki-
tekta en fellur sjálfkrafa út vegna
gífurlegs kostnaðar. Þessi leið er í
stuttu máli bita- eða seglbrú, yfir
Kleppsvík, sú stærsta sem hefur
verið ráðgerð hér á landi. Milli-
landaskip eiga að geta siglt undir
brúna þannig að hæð brúarinnar er
veruleg eða allt að 50 metrum.
Þessi leið er umfram allt ögrandi
og spennandi kostur, sem leysir
umferðartæknilega flest þau
Óskar
Bergsson
Andlitskremin frá If^E/VÐ0 í tilboðspakkningum
1. Duo-Liposome krem,
dag- og næturkrem
2. Free Radical gel, til
aö fjarlægja úrgangs-
efni úr húöinni.
3. AHA krem til að
fjarlægja dauöar
húöfrumur.
Notist sem nætur-
krem eina viku í
mánuði.
ÚTSÖLUSTAÐIR: Ingólfsapótek, Kringlunni, - Rima Apótek, Grafarvogi.
Nýjung! Þýsk gæðavara
Ekta augnahára- og augnabrúnalit-
ur, er samanstendur af litakremi og
geli sem blandast saman, allt í ein-
um pakka. Mjög auðveldur í notk-
un, fæst í þremur litum og gefur
frábæran árangur.
Útsölustaðir: Apótek og
snyrtivöruverslanir
ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra
burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum._
TANA Cosmetics Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317
Jarðgöngin eru um-
hverfislega góð lausn,
segir Oskar Bergsson,
Þau leiða umferðina úr
augsýn og létta á um-
ferð gegnum hverfin við
Sæbraut og Kieppsveg.
vandamál sem við er að eiga, á
djarfan og afgerandi hátt. Hitt
verður svo alltaf matsatriði hvort
umferðarmannvirki eigi að taka
mikið til sín i umhverfinu eða ekki.
Utfrá hagsmunum Reykvíkinga
hefur þessi Leið I afgerandi kosti
umfram Leið III. Hún er staðsett á
þeim stað sem gert er ráð fyrir
vegtengingu yfir Kleppsvík sam-
kvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016. Sú staðsetning var valin
eftir mikla yfirlegu Borgarskipu-
lags Reykjavíkur og meirihluta
skipulags- og umferðarnefndar.
Margskonar rök eru þar fram sett,
en það sem vegur þó þyngst þar er
að umferðartengingin veitir um-
ferðinni í átt að miðborg höfuð-
borgarinnar. Gallamir við Leið I
eru fyrst og fremst mikill kostnað-
ur og hugsanlega ágreiningur um
fyrirferð mannvirkisins í umhverf-
inu.
Óskaleið fasteignasala
og lögfræðinga
Ef hægt er að segja að Leið I sé
óskaleið arkitekta og verkfræðinga
þá er hægt að segja um Leið III að
hún sé óskaleið fasteignasala og
lögfræðinga því að þeir samningar
um eignauppkaup sem þar eru
ógerðir og óleystir geta tekið lengii
tíma heldur en allur verktími
Sundabrautarinnar. Leið III byrjar
Gufunesmegin, með jarðgöngum í
gegnum Gufuneshöfðann eða land-
fyllingum undir höfðanum, brú yfir
voginn, yfir athafnasvæði ESSO við
Gelgjutanga, í göng undir Klepps-
mýrarveginn og kemur upp milli
húss gamla Bifreiðaeftirlitsins og
Barðavogs.
Umferðarlega tel ég að umferð-
inni sé um of beint í suður á það
vegakerfi sem hefur nú þegar verið
vel leyst með tilkomu Höfðabakka-
brúar og tvöfóldun Gullinbráar. Sú
umferð sem kemur utan af landi
eða úr Grafarvogs- og Borgarholts-
hverfum og ætlar í suður, í Árbæ,
Breiðholt, austurbæ Kópavogs eða
lengra hefur verið leyst að miklu
leyti, þannig að það er svolítið verið
að binda sömu slaufuna tvisvar
með því að veita umferð nýrrar
Sundabrautar í sömu átt, auk þess
sem það þjónar ekki hagsmunum
höfuðborgarinnar að veita umferð-
inni frá. Það flýgur nú margt í
gegnum hugann þegar þessi Leið
III er skoðuð. Að mínu mati er
þetta versta leiðin. Það mætti helst
halda að þegar menn voru búnir að
reikna sig gjaldþrota í Leið I, þá
sátu þeir uppi með þessa. „Frekar
þann versta en þann næstbesta,“
sagði Snæfríður íslandssól, þegar
það rann upp fyrir henni að hún
fengi ekki að eiga sinn heittelskaða.
Eg á reyndar ekki von á því og er
ekki að gefa í skyn að þeir vega-
málastjóri og borgarverkfræðingur
séu svo óbeislaðir tilfinningalega að
sömu rök búi að baki hjá þeim og
hjá Snæfríði, í skáldsögu Nóbels-
skáldsins. Heldur er það hitt að ég
held að óleystu hnútarnir í þessari
leið séu svo margfalt fleiri en í öðr-
um leiðum sem sýndar eru í skýrsl-
unni. Þar á ég fyrst og fremst við
fyrirhuguð eignauppkaup, en það
eru nú ekki beint einföldustu samn-
Geldinganes
fi Eiðsvík
Holtsvegur
Vesturíandsvegur
Kostnaðarsamantekt Sæbraut-Hallsvegur
LEIÐIR KOSTNAÐUR í MILUÖRÐUM
Leið I
Leiö 1.1 Hábrú, bitabrú 8,4
Leiö 1.2 Hábrú, seglbrú 10,6
Leið 1.3 Botngöng 10,4
Lelð III
Leiö llt.l 680 m brú og göng í gegnum Gufuneshöfða 6,5
Leiö III.2 680 m brú, fylling út fyrir Gufuneshöföa 6,1
Leið III.3 170 m brú, skering í Gufuneshöfða. 4,8
Landmótunarleiö, 170 og 50 m brýr og
göng t gegnum Gufuneshöfða 5,2
* Jarögöng frá Gufunesi að Kirkjusandi 3,5
* Innskot höfundar, en upphæöin er tekin uppúr skýrslunni.
ingaviðræður sem menn komast í.
Hvað kostar t.d. athafnasvæði
ESSO, ef það er þá yfir höfuð til
sölu? Hvaða athafnasvæði ætlar
borgin að bjóða fyrirtækinu á móti?
Eða er kannski óbeint verið að vísa
fyrirtækinu úr borginni með starf-
semi sína? Hvað kosta einbýlishús-
in í Barðavoginum ef þau eru yfir
höfuð til sölu? Hvað taka samning-
ar af þessari stærðargráðu langan
tíma? Hvað hækkar hljóðstigið í
nærliggjandi húsum í Vogahverfi
um mörg desíbel við það að fá
munnann á jarðgöngunum heim á
hlað til sín? Þolir gatnakerfi Voga-
hverfis þá umferðaraukningu sem
verður til með gangamunna Sunda-
brautar á þessum stað. Ótal slíkum
spumingum þarf að svara áður en
hægt er að mæla jafn eindregið
með einni tillögu umfram aðrar
eins og gert hefur verið.
Óskaleið vegfarenda
og skattgreiðenda
Ég hef líst Leiðum I og III sem
sérstökum óskaleiðum sérfræðinga
sem á ólíkum sviðum gætu látið
ljós sitt skína. Leiðin sem ég mæli
með er jarðgöng milli Gufuness og
Kirkjusands og er áætlaður kostn-
aður þeirra 3,5 milljarðar. I saman-
burði við hinar tillögurnar er þetta
óskaleið vegfarenda og skattgreið-
enda.
Leiðin liggur frá Gufunesi í
austri í jarðgöngum undir Elliða-
voginn, undir Kleppsholtin og kem-
ur upp við Kringlumýrarbraut og
endar í nýjum gatnamótum við
enda Kringlumýrarbrautar við Sæ-
braut. Þessi leið er tæknilega mjög
sambærileg við Hvalfjarðargöngin
og ætti sú reynsla sem þar varð til,
að geta nýst vel í þessari fram-
kvæmd. Göngin eru 4 km löng og
koma inn á gatnamót tveggja stofn-
brauta, Kringlumýrarbrautar og
Sæbrautar að vestanverðu og eru
ekki fyrirsjáanleg umferðarrýmd-
arvandamál þar. Einnig er nægjan-
legt rými fyrir gangamunnann við
austurenda ganganna. A þessari
leið er ekki um nein veruleg eigna-
uppkaup að ræða. Þessi leið léttir
líka mikið á umferð um Kleppsveg
og Sæbraut sem síðan sjálfkrafa
leiðir af sér minni umferð um
Vogahverfi og Kleppsholt. Þessi
leið styttir mjög leiðina niður í bæ
fyrir Grafarvogsbúa og þá sem
koma utan af landi. Þessi leið nýtist
vel Kópavogsbúum, Garðbæingum
og Hafnfirðingum vegna beinnar
tengingar við Kringlumýrarbraut
og ekki síst Reykvíkingum sem búa
vestan Laugardals og Háaleitis-
brautar auk þess sem gestir höfuð-
borgarinnar eru nánast leiddir inn í
miðborgina með þessum göngum.
I skýrslunni fær þessi leið eftii--
farandi umsögn: Jarðgöngin eru
umhverfislega góð lausn. Þau leiða
umferðina úr augsýn og létta á um-
ferð gegnum hverfin við Sæ-
braut/Kleppsveg. Þar eru hús sem
liggja mjög nálægt Sæbraut og
verða því fyrir miklu ónæði af völd-
um hávaða. Þessi leið er mjög hag-
stæð fyrir þetta vandamál og hefur
það umfram Leið I og III. Þessi
lausn léttir einnig á umferð um Sæ-
braut milli Kringlumýrarbrautar
og Holtavegar og léttir þannig á
tengingum hafnarsvæðisins við
Sæbraut. Jarðgöngin gætu kostað
u.þ.b. 3,5 milljarða. Arðsemi þess-
arar lausnar hefur verið metin 21%
þar sem landmótunarleið er fyrsta
skrefið en jarðgöngin yrðu síðan
tekin í notkun 2012. Þessi jarð-
gangaleið hefur fyrst og fremst
verið skoðuð með Leið III, en það
er mín skoðun að jarðgangaleiðin
eigi að koma fyrst og síðan komi
aðrar leiðir síðar.
Þegar kostnaðurinn af þessum
mismunandi leiðum á svokallaðri
þverun Kleppsvíkur er skoðaður
kemur í ljós að jarðgöngin frá
Gufunesi að Kirkjusandi eru hag-
kvæmasti kosturinn. Sjá töflu:
Kostnaðarsamantekt Sæ-
braut-Hallsvegur.
Eins og fram kemur í töflunni
sést að jarðgöngin frá Gufunesi að
Kirkjusandi eru hagkvæmasti kost-
urinn, fyrir svo utan það að vera
tæknilega besti kosturinn með
minnstu óvissuþættina samanber
nýfengna reynslu úr Hvalfjarðar-
göngum. Þegar horft er til erlendra
stórborga þá er það regla frekar en
undantekning að umferðartenging-
ar í borgum eru leystar neðanjarð-
ar. I viðtölum við ýmsa aðila sem
að málinu hafa komið ber flestum
saman um það að þessi leið, þ.e.
jarðgöng milli Gufuness og Kirkju-
sands, sé mjög áhugaverður og
spennandi kostur, en hann sé eitt-
hvað sem við gerum seinna. Því er
ég ósammála og tel reyndar að
þetta sé sú leið og sú framkvæmd
sem við eigum að fara í fyrst.
Höfundur cr varaborgarfulltrúi.