Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
NATO kem-
ur til hjálpar
„Hvernig brygðust Bandaríkjamenn við ef
Kínverjar og Rússar ákvæðu að hefja loft-
árásir á Norður-Karolínu vegna þess að
við neituðum að fara frá Víetnam?“
aður er nefndur
Ichak Adizes.
Hann er búsettur
í Kalifomíuríki í
Bandaríkjunum,
þar sem hann hefur rekið ráð-
gjafarfyrirtæki í eigin nafni í
hálfan þriðja áratug og sem ráð-
gjafi starfað fyrir fjölda heims-
þekktra fyrirtækja. Dr. Adizes
er vinsæll fyrirlesari og hélt m.a.
erindi á Viðskiptaþingi Verslun-
arráðs Islands 1991. Hann hefur
gefið út fjölda rita um stjómun
fyrirtækja og hafa þau verið
þýdd á ríflega
VIÐHORF 20 tungumál.
----- En Adizes
Eftir Skapta þessi skiptir
Hallgrímsson s@r ejn.
vörðungu af
stjómun fyrirtækja heldur hefur
hann einnig verið ráðgjafi ým-
issa erlendra ríkisstjóma, þar á
meðal hinnar íslensku að því er
hann upplýsir á Netinu. Síðasta
ár hefur hann gefið forsætisráð-
herra Makedóníu ráð mánaðar-
lega og hefur einnig starfað fyrir
forsætisráðherra Grikklands.
Adizes er gyðingur, fæddur í
Júgóslavíu en flúði þaðan í síðari
heimsstyrjöldinni yfir fjöllin í
suðurátt undan Helfórinni og
ólst upp í ísrael. Og hann hefur
mjög ákveðnar skoðanir á því
sem verið hefur að gerast á
Balkanskaga.
Athyglisvert er að kynna sér
viðhorf Adizes og rökstuðning
hans. Áður en sprengjuárásir
NATO á Kosovo og Serbíu
hófust kvaðst hann andvígur
þeim af nokkmm ástæðum; m.a.
væri siðferðilega rangt að beita
slíkum aðferðum, þær bæra ekki
mikilli herkænsku vitni og út-
koman yrði ekki sú sem vonast
væri eftir.
Hann fullyrti að hæfi NATO
loftárásir myndi pólitísk staða
Milosevic forseta styrkjast,
þveröfugt við það sem ætlun
vesturveldanna væri. Adizes
segist ekki geta fyrirgefið Serb-
um misgjörðir þeirra í Kosovo,
athafnir þeirra þar séu óafsak-
anlegar og ómanneskjulegar og
þeim verði að linna. Loftárásir á
Júgóslavíu séu hins vegar ekki
rétta leiðin til þess. Þær komi
Milosevic ekki frá völdum eða
stöðvi kúgun hans gagnvart
Kosovo. Ráðgjafinn þekkir
Milosevic nefnilega persónulega;
honum var boðið af þáverandi
forsætisráðherra Serbíu til
landsins 1991 - til að gefa ráð
um hvernig best væri að koma í
veg fyrir að rflqasambandið lið-
aðist í sundur - og ræddi þá
einnig við Milosevic, sem var
forseti Júgóslavíu. „Maðurinn er
andlega sjúkur. Móðir hans,
bróðir og frændi frömdu öll
sjálfsmorð þegar hann var ellefu
ára. Öll á einu ári. Hann er að
eyðileggja Júgóslavíu eins og
svo margir stofnendur fyrir-
tækja eyðileggja þau vegna þess
að þeir geta ekki stjómað
þeim ... Vandamálið er ekki
Serbía eða Kosovo. Þar birtist
hins vegar vitnisburður um
vandann." Hann fullyrðir að
hemaðurinn þurfi að beinast að
rót vandans og hún sé Milosevic
sjálfur." Markmiðið ætti því að
vera að koma honum frá völdum.
Síðar lýsir Adizes þeirri skoðun
að þegar Milosevic safnaði liði á
lchak Adizes, bandarískur ráðgjafi.
landamærum Kosovo hefði
NATO átt að gera slíkt hið sama
í Makedóníu, Króatíu og Ung-
verjalandi. Hann bendir á að
innan við eins dags akstur sé frá
Ungverjalandi til Belgrad og
þegar herir Milosevics hafi farið
inn í Kosovo hafi NATO átti að
fara landleiðina til Belgrad,
grípa Milosevic glóðvolgan og
færa hann fyrir glæpadómstól-
inn í Haag. Það hefði leyst vand-
ann. Hann bendir nefnilega á að
sá tollur sem serbneska þjóðin
þurfi að gjalda fyrir þjóðernis-
hreinsanir Milosevis valdi hon-
um engum áhyggjum. Hann
hugsi einungis um að halda völd-
um en sé nákvæmlega sama um
þjóð sína.
Þegar Adizes kom til Júgó-
slavíu á sínum tíma átti hann
fyrst fund með ríkisstjóm Ser-
bíu og forystumönnum Sósíal-
istaflokksins. Eftir þann fund
kveðst hann hafa verið sann-
færður um að vandamálið væri
ekki Slóvenía eða Króatía - sem
þá stefndu þegar að sjálfstæði -
heldur Kosovo. Þær væri að
finna tvær milljónir múslima
sem vildu ekki vera hluti af Jú-
góslavíu. Ólæsi væri þar gífur-
legt, atvinnuleysi mikið og fæð-
ingartíðni sú hæsta í heimi, hjón
eignuðust að meðaltali níu böm.
Og kostnaður Júgóslavíu við
heilsugæslu, menntun og at-
vinnuleysisbætur í Kosovo nam
einum og hálfum milljarði doll-
ara á ári - á núvirði era það
rúmlega eitt hundrað milijarðar
króna! „Hvemig getið þið haldið
þessu áfi-am?“ kveðst Ádizes
hafa spurt forystumenn Serbíu.
,Á sama tíma og lyf era ekki til
á sjúkrahúsum í Serbíu eyðið þið
gífurlegum fjármunum í Kosovo
þar sem fólkið hatar ykkur. Þið
segið sjálfir að fyrir fáeinum ár-
um hafi Albanir þar ekki verið
nema 40.000 en nú era þeir tvær
milljónir. Hvenær nær þessi
bylgja til Belgrad? Kosovo er
drep Serbíu." Hann hafi reyndar
viðurkennt að í Kosovo hefði
serbneska þjóðin orðið til fyrir
500 áram, hann féllist á þau rök
að um væri að ræða hina
serbnesku Jerúsalem og skiljan-
lega vilji enginn láta af hendi
slíkt svæði „en mynduð þið ekki
skera af ykkur hægri höndina ef
drep kæmist í hana eða mynduð
þið láta það breiðast út?“
Adizes segir að þegar hann
hafi nýlega hlustað á viðtöl við
ráðgjafa Clintons forseta í sjón-
varpi hafi hann loks gert sér
grein fyrir sjúklegri snilld Milos-
evics. „Auðvitað! Hann ætlar sér
að losa sig við Kosovo-Albanana
út úr Kosovo, tvær milljónir
manna, og raunverulega í sam-
starfi við NATO. Hvemig?“ Og
hann svarar: „NATO er bara í
háloftunum, ekki satt? Hann
hefur frjálsar hendur á jörðu
niðri. Hryllingsverk hér og þar
og gífurlegur fólksflótti fylgir í
kjölfarið. Að sönnu tapar hann
einum og einum flugvelli og ein-
hverjum verksmiðjum vegna
árásanna. Hann tapar kannski
nokkur þúsund hermönnum og
óbreyttum borguram en hann
hreinsar til í vöggu serbnesku
þjóðarinnar, og stendur þar með
við loforð þess efnis sem hann
gaf þegar hann komst til valda.“
Meira af Adizes síðar.
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
+ Guðmundur Ket-
ilsson mjólkur-
fræðingur fæddist á
Álfsstöðum á Skeið-
um 10. september
1919. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands, Selfossi, 9.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ketill Helgason frá
Skálholti í Biskups-
tungum og Kristín
Hafliðaddttir frá
Birnustöðum á
Skeiðum. Guðmund-
ur átti 9 systkini en
eftirlifandi bræður hans eru:
Ólafur, Sigurbjöm og Hafliði.
Guðmundur kvæntist 17. nóv-
ember 1945 Ingilaugu Sigríði
Jónsdóttur, f. 22. nóvember
1921, í Arakoti á Skeiðum, d. 23.
júní 1995. Foreldrar hennar
vom hjónin Jón Helgason og
Margrét Kristjánsdóttir, sem
bjuggu síðast í Litla-Saurbæ í
Ölfusi. Börn þeirra em: 1) Jón
Grétar, f. 28. ágúst 1945, eigin-
kona hans er Hildur Guðmunds-
dóttir og eiga þau tvær dætur
og tvö barnabörn. 2) Kristín
Anna, f. 15. apríl 1949. Eigin-
Nú kveð ég ástkæran fóður minn,
Guðmund, sem lést eftir erfið veik-
indi á Sjúkrahúsi Suðurlands þann 9.
maí sl.
Þegar komið er að kveðjustund þá
fer hugurinn að reika og ýmsar
minningar sækja á hugann. Flestar
þessar minningar tengjast Álfsstöð-
um, æskuheimili pabba, kindunum
hans og hestum.
Pabbi var tómstundabóndi, hann
átti bæði kindur og hesta allt til árs-
ins 1979 en þá hætti hann með kind-
umar og nokkram áram seinna með
hestana. Það er í raun táknrænt að
pabbi skyldi hafa kvatt að vori til en
þegar ég var að alast upp sem bam
var alltaf svo mikið að gera í kring-
um sauðburðinn. Nú trúi ég því að
pabbi sé að stússast í kringum kind-
ur og lömb og hafi nóg að gera.
Pabbi var ekki alltaf að flíka til-
finningum sínum en í minningunni
var alltaf svo gott að vera með hon-
um í fjárhúsinu og hesthúsinu, þar
var hann svo nálægur. Ég sé hann
einmitt ljóslifandi fyrir mér uppi á
túni, fylgjast með kindunum sínum,
reisa við lamb. gefa því lyf og marka.
Þessar stundir era mér ógleymanleg-
ar núna þegar ég rifja upp samvera
mína með pabba. Einnig allir útreið-
artúrarnir og ferðalögin í gamla
Landrovemum, X-1216. Mér era líka
minnisstæðar allar stundimar sem
hann pabbi eyddi með mér vð lær-
dóminn, sérstaklega öfl hjálpin í
kringum stærðfræðina. Það var líka
pabbi sem kenndi mér að prjóna þó
að mamma væri pijónakonan á heim-
ilinu. Reyndar í seinni tíð, þegar árin
færðust yfir, þá prjónuðu þau saman
lopapeysumar upp á lofti. Mamma sá
um mynsturprjónið og úrtökumar en
pabbi um þetta einlita.
Fyrir tæpum fjóram áram lést
+ Rósa Dóra Helgadóttir
fæddist að Botni í Eyjafirði
hinn 16. desember 1940. Hún
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri hinn 28. apríl síðast-
liðinn og fór útför hennar fram
frá Akureyrarkirkju 6. maí.
Elsku amma.
Núna ert þú farin og ég vil ekki
að það sé satt. Þú varst alltaf svo
góð við mig og okkur frændsystkin-
in. Ég veit að þú ert komin á betri
stað, en ég vildi að ég hefði getað
heimsótt þig oftar. En fjarlægðin
gerði fjöllin blá og hjartað stærra.
Þú varst ekki bara amma, þú
varst líka góður vinur og það var
svo gaman að tala vð þig um alla
maður hennar er
Bogi Karlsson og
eiga þau eina dótt-
ur. 3) Helgi, f. 25.
júm' 1955. Eigin-
kona hans er Mar-
grét Sverrisdóttir
og eiga þau fjögur
börn. 4) Álfheiður
Sjöfn, f. 3. maí 1957.
Hennar maður er
Hlöðver Ólafur
Ólafsson. Þau eiga
tvær dætur. 5) Ey-
dís Katla Guð-
mundsdóttir, f. 21.
nóvember 1962.
Hennar maður er Jón Hlöðver
Hrafnsson og eiga þau þijú
börn.
Guðmundur var tvo vetur við
Héraðsskólann að Laugarvatni
1939-1940 og 40-41. Seinna
nam hann svo mjólkurfræði við
Iðnskólann á Selfossi og vann á
Mjólkurbúi Flóamanna árin
1943-1947 en þá hætti hann þar.
Frá árinu 1949 og allt til ársloka
1989 starfaði Guðmundur sem
mjólkurfræðingur í MBF.
Útför Guðmundar fór fram
laugardaginn 15. maí frá Sel-
fosskirkju.
mamma, lífsfórunautur pabba í nær
50 ár. Andlát hennar var pabba að
mörgu leyti mjög erfitt. Hann hafði
vakinn og sofinn annast hana í henn-
ar veikindum í 6 ár. Það er í raun
ómetanlegt og verður aldrei full-
þakkað hversu vel hann pabbi ann-
aðist hana. Því var hans missir mikill
og mikið tómarúm myndaðist.
Pabbi og mamma byggðu sér hús
að Austurvegi 60 og áttu þar heima
nánast alla sína búskapartíð. Þegar
pabbi tók þá ákvörðun að selja
,Austurveginn“ og flytja árið 1997
fannst mér pabbi standa á mjög erf-
iðum tímamótum. Nokkra áður en
hann flutti var hluta af garðinum bak
við hús ratt burt og ég veit að það
fannst pabba mjög sárt að sjá garð-
inn sem hann og mamma höfðu kom-
ið upp hverfa á einu augabragði. En
á nýja staðnum undi hann sér mjög
vel og bjó þar síðustu árin í heimilis-
legu og hlýlegu umhverfi.
Lífsljós pabba er slokknað. Ég bið
algóðan guð að leiða hann í Ijósið þar
sem hann á góða heimkomu í faðmi
hennar mömmu. Þeir endurfúndir
hafa svo sannarlega verið kærir. Guð
geymi þau bæði.
Eydís Katla.
Að morgni sunnudagsins 9. maí
fékk tengdafaðir minn hvfldina eftir
nokkuð langa og erfiða legu á
Sjúkrahúsi Suðurlands.
Mín fyrstu kynni af Guðmundi
voru þegar ég fór að venja komur
mínar á æskuheimili Eydísar, að
Austurvegi 60, um helgar á mennta-
skólaáram okkar hjóna. Ég var
þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast
Guðmundi í kringum hestana hans
þar sem hann var með hesthús
ásamt Jóni Grétari. Ég hafði ekki
heima og geima. Og rökræða líka.
Það var líka alltaf frábært að koma í
heimsókn, þú tókst alltaf svo vel á
móti manni og þér þótti svo vænt
um okkur öll. Og okkur þykir vænt
um þig. Þú og þitt stóra, hlýja
hjarta hélt hita á okkur, jafnvel á
dimmustu veturnáttum.
Það er svo erfitt að sleppa ein-
hveijum sem maður elskar að það
hálfa væri nóg. En ég verð víst að
gera það, en þú lifir áfram í hjarta
mínu.
Það er svo miklu meira sem ég vil
skrifa til þín, en ég læt mér nægja
að hugsa til þín og ég veit þú heyrir.
Sofðu rótt, elsku amma.
Þitt barnabam,
kynnst hestamennsku fyrr og því var
það ánægjulegt að ég fékk að fara
með honum í reiðtúra eða aðstoða
hann í hesthúsunum. Baðtúramir
niður á Stokkseyri voru ógleyman-
legir svo ég tali ekki um stundirnar í
kringum heyskapinn. Öll fjölskyldan
tók þátt í að heyja, kappið var rnikið
að koma heyinu í hús og oft þurfti
snör handtök áður en rigningin brast
á.
Guðmundur var þannig skapi far-
inn að hann var ekki að hafa of mörg
orð um hlutina og menn hlupu ekki
beinlínis í fangið á honum fyrst í
stað. Það var nú samt þannig að
stutt var í innilegan hlátur og
glettni. Hann var vandaður maður
sem átti dásamlega konu og þau í
sameiningu byggðu sitt indæla heim-
ili að Austurvegi 60.
Börn þeirra hjóna nutu umhyggju
og ástar og síðar á lífsleiðinni fengu
barnabömin að njóta þess sama frá
afa Gumma og ömmu Ingu.
Fyrir tæpum fjóram áram lést
Inga en í veikindum hennar annaðist
Guðmundur hana í æðraleysi og
óbifanlegum dugnaði. Andlát hennar
var Guðmundi erfitt og síðar tók
hann þá ákvörðun að selja Austur-
veg 60 og flutti hann í Starengi 4 þar
sem hann bjó á hlýlegu heimili.
Það er margs að minnast þegar
hugurinn leitar til baka og efst er
þakklæti fyrir þær stundir sem við
áttum saman. Jafnframt þakklæti
fyrir það að börn okkar hjóna voru
svo gæfusöm að kynnast afa Gumma
og ömmu Ingu.
Með þessum orðum kveð ég ást-
kæran tengafóður minn. Guð blessi
minningu þína. Hvíl þú í íriði.
Jón Hlöðver Hrafnsson.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Afi okkar Guðmundur Ketilsson er
dáinn og á kveðjustundinni líða um
huga okkar minningarnar sem við
biðjum algóðan Guð að varðveita og
blessa.
Fyrsta minningin um afa er minn-
ing bamsins - óljós en samt svo Ijós-
lifandi. Ég var ekki há í loftinu þegar
ég fékk að fara með afa og íjölskyldu
minni til að skoða nýfætt folald uppí
sveit þar sem hestarnir hans afa
vora. Leiðangurinn var myndaður og
myndin er skýr í huga mér. Afi ung-
legur og stoltur yfir ferðinni og litla
krflinu sínu, amma, pabbi, mamma
með mig dauðskelkaða í fanginu auk
fletri og sérlega fallegt folaldið. Síðar
áttu afi og íris systir eftir að sam-
eina krafta sína 1 hestamennskunni,
en aldrei varð nein hestakona úr mér
þrátt fyrir ferðina forðum.
Síðan stækkuðu litlu hnáturnar og
afi og amma eignuðust sífellt meiri
hluttdeild í minningum þeirra.
Heimili afa og ömmu við Austur-
veg var fallegt og einkar vinalegt,
umkringt ævintýragarði með hest-
húsi og gróðurskála. I gróðurskálan-
um sátu amma og afi iðulega innan-
um fagurblómgaðar rósir og dalíur.
Þau unnu hitanum þar og gróðrinum
og þar var yndislegt að setjast niður
með þeim og þiggja gómsætar klein-
umar hennar ömmu og spjalla við
þau um lífið og tilveruna. Afi og
amma höfðu alltaf einlægan áhuga á
högum okkar og lífsáformum og
glöddust svo innilega yfir góðum tíð-
indum.
Afi var ekki maður margra orða
en kímnin og glettnin í svip hans var
aldrei langt undan, ekki síst þegar
talið barst að bamabörnunum og
litlu snáðunum Ömólfi og Þórgný
bamabamadrengjunum tveim. Þeir
vora litlu sólargeislarnir hans þegar
ævinnar sól tók að hníga til viðar.
Við kveðjum ástkæran afa okkar
með kæra þakklæti fyrir allt sem
hann var okkur. Guð blessi minningu
afa og ömmu á Austurvegi og megi
Guðs englar vaka yfir þeim á himn-
um.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Aníta og íris. -
GUÐMUNDUR
KETILSSON
RÓSA DÓRA
HELGADÓTTIR
Edda Þöll.