Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
..........—1.....
MINNINGAR
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SVAVA MATTHÍASDÓTTIR,
Hátúni 12,
lést á heimili sínu sunnudaginn 9. maí sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Guðlaug A. Sigurfinnsdóttir, Yngvi Þór Kristinsson,
Jón K. Sigurfinnsson,
Rúnar P. Sigurfinnsson,
Ari Sigurfinnsson,
Logi Sigurfinnsson,
Guðrún Sigurfinnsdóttir,
Bryndís Þorgeirsdóttir,
Sandra Surairat,
Dóra Þórhallsdóttir,
Jónína Ágústsdóttir,
Gústav Gústavsson
og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR G. ÓLAFSSON
bifreiðastjóri,
Hraunbæ 102-D,
verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn
17. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vin-
samlegast bent á Krabbameinsfélag fslands.
Ólafur Sigurðsson,
Bryndís H. Sigurðardóttir,
Margrét G. Sigurðardóttir,
Sigurður G. Sigurðsson,
Magdalena Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
HULDA G. K. SIGURÐARDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
Reykjavík,
áður til heimilis á Langholtsvegi 59,
Reykjavfk,
andaðist þriðjudaginn 4. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum hjúkrunarfólki, 3. hæð, Skjóli, góða umönnun.
Þökkum sýnda samúð og hlýju.
Sigurður Guðmundsson,
Björk Sigurðardóttir, Einar H. Jónmundsson,
Sigurður Einarsson, Eyrún Einarsdóttir.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN VETURLIÐASON
matsveinn,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður til heimilis á Hringbraut 39,
Reykjavfk,
lést að kvöldi fimmtudagsins 13. maí.
Eyjólfur Jónsson,
Kristinn Jónsson, Björk Aðalsteinsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir, Jóhannes Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega þá miklu samúð og vinsemd
sem okkur var sýnd við andlát og útför okkar
hjartkæru
HERBJARTAR PÉTURSDÓTTUR,
frá Kirkjubæ
f Vestmannaeyjum,
á Melstað,
f Miðfirði.
Guðni Þór Ólafsson,
Ólafur Teitur Guðnason, Engilbjört Auðunsdóttir,
Pétur Rúnar Guðnason,
Árni Þorlákur Guðnason,
Lilja írena Guðnadóttir,
Eysteinn Guðni Guðnason,
Sólrún Dögg Árnadóttir, Ágúst F. Jakobsson,
Ósk Pétursdóttir
Guðlaug Pétursdóttir,
Magnús Pétursson,
Jóna Pétursdóttir,
Guðrún R. Pétursdóttir,
Brynja Pétursdóttir.
+ Henry Niels
Laxdal fæddist
2. desember 1935.
Hann Iést 29. aprfl
síðastliðinn. Hann
var mublusmiður.
Foreldrar hans
voru Helga Níels-
dóttir, f. 1893, d.
1977 og Jóhannes
Laxdal, f. 1891 d.
1979 bæði búandi í
Tungu á Svalbarðs-
strönd. Henry var
yngstur sjö systk-
ina: Theodór, f.
1917; Helgi, f. 1919,
drukknaði 1945 með m.s. Detti-
fossi; Helena Rannveig, f. 1921,
d. 1986; Anna Guðný, f. 1922;
Esther Áslaug, f. 1924; Björn
Líndal, f. 1934, d. 1997. Á tví-
tugsaldri hélt Henry til systur
sinnar Helenu Rannveigar í
Maine í Bandaríkjunum,
Nú er lokið átta mánaða baráttu
Hernys Níelsar Laxdal við krabba-
mein í höfði. Yfir lauk á heimili
hans við Spruce Road (Grenigötu) í
Lakeland (Vatnalandi) í Flórídu-
ríki Vestanhafs. Hann var borinn
og barnfæddur í Tungu á Sval-
barðsströnd, ólst þar upp yngstur
sjö systkina sem nú lifa hann þrjú.
Eg kynntist honum símleiðis og
bréfleiðis vestan um haf fyrir tæp-
um fjórum árum, skömmu eftir að
fyrstu fundum mínum við elstu
dóttur hans, kærustu mína Jónínu
Kristínu, bar fyrst saman. Rík
ástæða er til þess að minnast hans
sakir einstakrar ljúfmennsku ,
hjálpsemi og hlýju gagnvart okkur.
Ekki síst þegar á reyndi, okkar
megin Atlantsála á ísaköldu landi
haustið 1995, flóð á flóð ofan og enn
og aftur við húsbruna hjá Jónínu
1997 austur á fjörðum. Þá var alltaf
lagt á ráðin; smiðurinn sagði til sín.
Eins var þegar eitthvað bjátaði á
hjá honum langt vestan við álana,
endrum og eins, en aldrei þó harð-
ar en frá sl. hausti þegar sjúkdómi
sem varð að banameini hans tókst
ekki lengur að dyljast, hvorki hon-
um né okkur heima.
I daglegum samskiptum voru
þær systur, kímni og hnyttni, fóru-
nautar Henrys, bæði heima og að
heiman. Mér er sagt að hann sverji
sig í ættina sína að því leyti, og
ekki efa ég það eftir góð kynni af
hans móður- og foðurfólki. Hann
var þeim eiginleika gæddur að vera
hvorutveggja; gáfaður - þrjóskur
og léttlyndur - hlýr. Hans aðals-
merki voru heiðarleiki og samstarf.
I hringiðu þessara eiginleika dafn-
aði ást hans til lífsins, vina og fjöl-
skyldu. Vinnufélagar hans, fyrir
vestan, missa mikils í stjórnanda
sem lagði mesta áherslu á það að;
hverju loknu verki yrði skilað af
þeirri natni og samviskusemi sem
til væri stofnað. Henry var vinnu-
þjarkur fram í fmgurgóma. Hann
var lífsnautnamaður og skirraðist
ekki við að fara nýjar leiðir ef á
þurfti að halda. „Mublusmiður er
rétta orðið yfir mig“ sagði hann á
banalegunni. Hann ávann sér ekki
nein réttindi sem iðnaðarmaður á
íslenzkan mælikvarða. I öllum um-
sögnum um hans æviferil þau fjör-
tíu og fjögur ár sem hann bjó er-
lendis sem iðnaðarmaður og öðlað-
ist réttindi 1962, ber aðilum saman
um að hann hafi verið haldinn full-
komnunaráráttu í sinni grein. Met-
inn sem frumkvöðull og smekk-
maður. Sjálfmenntaður Islending-
ur í Ameríku. Hann keypti innrétt-
ingafyrirtæki og stofnaði upp úr
því „Custom Cabinets and Wood-
works“ árið 1972. Rak fyrirtækið
með sóma þar til hann kenndi sér
meins. Annálaður fyrir vandvirkni
og alltaf nóg að gera. Hagsýnn
„timburmaður" eins og í orðinu
gæti falist. Tilfínningamaður eins
og í lífínu felst. Áður en langir
vinnudagarnir hófust og að þeim
loknum lá leiðin út í garð með
skömmu áður en
hann eignaðist með
Ester Láru Sigurðar-
dóttur, Akureyri,
fyrstu dóttur sína; 1)
Jónína Kristín Lax-
dal, f. 1955, skrif-
stofumaður, Akur-
eyri, sambýlismaður
Finnur M. Gunn-
laugsson fram-
kvæmdastjóri, Akur-
eyri, börn Jónínu
með tílfari Sigurðs-
syni (látinn) a) Ester
Björg, b) Ulfur Reg-
inn. Barn Finns, Arn-
aldur Máni. Henry vann við húsa-
smíðar í Maine þar sem hann
kvæntist 24. aprfl 1957 Shirley
Mae Cleveland, f. 1939. Þau
fluttu í Tungu á Svalbarðsströnd
í júlí 1957 og fóru þaðan aftur í
nóvember 1958. Börn þeirra eru
þrjú: 2) Henry Níels yngri, f. 1957
grænar hendur og lífið þar í hugan-
um. Hann hugði til beturumbóta
fyrir fjölskylduna eftir langa og
stranga_ starfsævi. Ævintýrasmið-
ur? Útlagi? Mjólkurbílstjóri?
Bóndi? Já, jörð og ævintýri.
Gestrisni Henrys var með eindæm-
um. Ekki síst nutu hennar þeir Is-
lendingar sem leið sína lögðu til
hans eða í nágrannabyggðirnar.
Mágur hans og vinur til hinstu
stundar, fiðluleikari frá Maine,
Bjarni Morel, segir Henry hafa
verið sér til eftirbreytni í viðmóti.
Bjarni hefur nú misst mikils. Líf
Henrys vestanhafs er enn og verð-
ur líklega ætíð eins og óráðin gáta.
Þar vestra verða ævarandi tengsl
hans við fjölskyldu sína og vini á
Islandi að sömu ráðgátu. Það er
torvelt að feta sig fram á veg í
þeirri þoku sem hylur hæð og lægð
þegar horft er til baka.
Hann var orðlagður sem einstak-
ur maður. Fagurkerinn var trúr
sínum uppruna, og ætlaði að eyða
efri árunum í garðinum og á
heimaslóðum. Skilja við ,A-merík-
una“. Komst þó ekki á þá áfanga-
staði hress og glaður. Sjúkdómur-
inn kom honum á óvart eins og
skrattinn úr sauðaleggnum. Henry
var í vafa um hvort landið væri
betra, - land tækifæranna eða Is-
land. Hann var barnelskur, - þjáð-
ist, barðist og dó. Ekki eins og sá
afi sem hann vildi verða og þráði, -
en hann dó í guðs lukkunnar hend-
ur með börnin fjögur sér við hlið og
barnabörnin flest.
Vestan hafs ogvinda
vertusællminnHenry
Vegi þeir og heíji þig
á vængjum upp til himna
til guðs.
Láti hann sér lynda.
Við Jónína sendum öllum syrgj-
endum og vinum Henrys samúðar-
kveðjur.
Farðu í friði.
Finnur Magnús Gunnlaugsson.
Nýlega lést mjög kær vinur minn;
„Úncle Henry“ eins og ég kallaði
hann stundum.
Ég hitti þig fyrst árið 1988, þeg-
ar fjölskylda mín gisti hjá þér. Allt
sem þú áttir þá, fannst mér frá-
bært. Fyrsta skiptið mitt í Amer-
íkunni! Þú áttir allt sem mig hafði
dreymt um að eiga í húsinu mínu
þegar ég yrði stór. Ég fékk að leika
mér í sundlauginni eins og ég vildi.
Svo var það ísskápurinn, tvöfaldur,
ekta amerískur með klakavél og
öllu. Ekki nóg með þetta, þarna
var líka „Cable TV“. Sjónvarpið
var á allan daginn; 100 stöðvar ef
ekki fleiri. Næst hittumst við 1993.
Þér fannst svo gaman að fara á
mótorhjólinu þínu á rúntinn. Eitt
skiptið tókstu mig með og fórst
með mig nokkra hringi um hverfið.
Mér fannst það frábært. Aldrei
dreymdi mig um á þessum tímum
að ég ætti eftir að búa í húsinu á
á Akureyri, framkvæmdasljóri í
Lakeland, kvæntur Velinu Gail
útibússtjóra í Lakeland. Þau
eiga tvö börn: a) Henry Níels. b)
Heather Nicole. 3) Larry Kay, f.
1959 í Maine, verktaki í La-
keland, sambýliskona Rebecca
verkakona í Lakeland, barn
Larrys er Malinda. 4) Linda Je-
an, f. 1961 í Maine, launafulltrúi
í Jacksonville, barn hennar af
fyrra hjónabandi er Victoria.
Éiginmaður Lindu er Stephen
Race, hermaður í bandaríska
sjóhernum, barn þeirra er Ta-
ylor René. Henry og Shirley
skildu 1968. Hann giftist eftir-
lifandi eiginkonu 1982, Beverly
Yates, f. 1951, frá Rhode Island.
Börn hennar eru Tracy, f.-1971
og David, f. 1973. Börn Tracy
eru tvíburarnir Teyler og Ta-
yler.
Hinsta kveðja og bálför
Henrys fóru fram í Lakeland 2.
og 3. maí s. I., en aska hans
verður flutt heim að hans ósk,
og minningarathöfn haldin í
sumar, sem auglýst verður síð-
ar, í Svalbarðskirkju á Sval-
barðsströnd.
móti þér. í desember 1995 flutti ég
svo þangað. Ég man hvað þú hjálp-
aðir okkur rosalega mikið fyrst eft-
ir að við komum út. Það var gaman
að fara yfir til þín. Þú varst alltaf
svo góður og glaðlegur við mig. En
stundum fannst mér þú svolítið
þrjóskur, en það hjálpaði mér bara.
Þú harðneitaðir að tala við mig ís-
lensku og ég mátti ekki heldur tala
íslensku við þig. Þá þóttist þú ekki
skilja. Þannig neyddist ég til að
tala ensku við þig þótt mér líkaði
það ekki. Það leið varla sá dagur að
ég heimsótti þig ekki. Ef ég vildi
ekki tala ensku þá bara horfði ég á
þig dunda þér í garðinum þínum.
Þú varst alltaf í bleikum sundbux-
um. Ég gleymi þeim aldrei. Um
helgar komstu stundum og ég fór
með þér í vinnuna. Skifstofan þín
var hræðileg, þangað til ég kom til
sögunnar. Þegar ég var búin að
þrífa sendirðu mig í garðvinnu svo
ég hefði nú eitthvað að gera. Ég
skoðaði oft myndirnar af öllum
verkefnunum sem þú hafðir með
höndum. Þá var ég í pásuí tiltekt-
inni. Ég var ákveðin í því að þú
mundir innrétta húsið mitt þegar
ég yrði stór. Búin að ákveða hvern-
ig allt ætti að vera hjá mér. En
þessi draumur verður ekki að veru-
leika. Þú varst stoltur af mér, hvað
mér gekk vel í skólanum. Þér
fannst vænt um mig. Svo flutti ég
frá þér, fór aftur til Islands. Sein-
asta sumar var í síðasta skiptið ég
sá þig í fullu fjöri og við góða
heilsu. Þetta var mánuði áður en
þú veiktist. Gleymi aldrei þegar
mamma hringdi í mig heim og
sagði að þú værir orðinn veikur.
Fyrst skildi ég ekki af hverju þetta
kom fyrir þig. Þú, svo góður maður
og vildir allt gera fyrir alla. Settist
ég niður og skrifaði þér bréf. I
bréfinu sagði ég að þú þyrftir að
berjast gegn þessum veikindum og
ég væri með þér í anda og hugsaði
alltaf til þín. Ég kæmi bráðum út
til þín aftur. Þú varst svo ánægður
að fá þetta bréf. Mest varstu samt
ánægður að ég sagði þér hvað mér
þætti vænt um þig. Svo flutti ég út
aftur í desember. Um leið og ég
kom fór ég beinustu leið til þín. Ég
þekkti þig ekki. Mér brá. Hvernig
gat þetta gerst svona hratt? Þú
varst dapur og leiður. Þú varst allt
annar maður. En mér þótti samt
alltaf jafn vænt um þig. Þér þótti
svo gott að fara út, setjast í stólinn
þinn, fá þér sígarettu og komast
frá öllum látunum inni. Ég hélt síð-
an að þú værir að hressast, eftir
jóL Þú varst farinn að klæða þig í
föt. Það var leiðinlegt að sjá þig í
náttfötunum. Maður sá þig af og til
labba efth- götunni og svo komstu í
heimsókn til okkar. Fékkst íslensk-
an fisk. Það fannst þér gott. Mér
þótti rosalega gaman að fara með
þér í göngutúra, þótt væru þeir
ekki langir. Þegar þú sast úti í
garðstofunni horfðir á sjónvarpið,
strauk ég á þér bakið. Það fannst
þér gott. Eitt kvöldið kom ég með
HENRY NIELS
LAXDAL