Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 37
----------------------*
nokkra kjóla til að sýna Traci. Pú
vildir endilega að ég mátaði svarta
kjólinn. Auðvitað gerði ég það. Þér
leist vel á hann. Þú ljómaðir þegar
þú sást mig í honum. Þegar ég kom
úr kvöldskólanum eitt kvöldið, brá
mér. Sjúkrabíllinn var fyrir utan
húsið hjá þér. Ég fór beint yfír. Sá
þig liggjandi á gólfinu. Fyrst hélt
ég að þú værir dáinn en svo heyrði
ég þig tala. Ég var svo hrædd að
ég táraðist. Eitt skiptið hringdirðu
til okkar. Ég svaraði og þú baðst
mig að koma og hjálpa þér, meira
að segja á íslensku. Þú hafðir runn-
ið úr hjólastólnum og gast ekki lyft
þér upp. Ég var alltaf tilbúin til að
hlaupa yfir og vera hjá þér, þegar
Beverly þurfti að skreppa út,
hjálpa þér uppí rúmið eða úr því,
og til að fara með þig út. Ég vildi
að þú hefðir treyst þér að koma
með okkur þegar ég og Helgi fór-
um að sjá fallhlífastökkið. Þú hefð-
ir haft gaman af því! Þér fannst ég
svo falleg. Sagðir að ég yrði „fal-
legasta stelpan á ballinu“. Seinasta
skiptið sem ég sá þig vakandi var
kvöldið sem við Helgi fórum á
„Prom“. Við komum til að sýna þér
hamingju okkar. Þú tókst fast í
höndina á mér og hélst henni. Svo
dróstu mig að þér og hvíslaðir í
eyra mér. Eftir þetta kom ég í
nokkur skipti til þín en vildi ekki
vekja þig. Horfði bara á þig í smá
stund. Eg vildi óska þess að þú
kæmir á útskriftina mína 19. maí.
En ég veit að þú verður þar með
mér þegar ég labba yfír sviðið. Þú
sem hlakkaðir svo til að fara til Is-
lands um næstu jól og áramót.
Núna verður ekkert úr því. Núna
er húsið á móti rosalega tómlegt,
það vantar þig, „Uncle Henry“.
Vildi að þú hefðir getað verið leng-
ur með okkur. Það var svo mikið líf
í kringum þig. Ég á eftir að sakna
þín mikið. Gatan er ekki söm við
sig í dag.
Blessuð sé minning þín.
Sigrún María Guðjónsdóttir.
Kæri frændi.
Aldrei óraði mig fyrir því að þú
myndir kveðja okkur svona fljótt og
snögglega. Ég sem var búinn að
bóka þig hérna hjá okkur á hótel
jörð langt fram yfir aldamótin.
Ef ekki vegna meðfædds létt-
leika og góðrar kímnigáfu, þá
vegna orðlagðrar þijósku ættarinn-
ar.
Þegar þú komst hingað til Is-
lands fyrir tveimur árum, varstu að
tala um að kaupa þér hús hérna til
að dvelja hér yfir sumartímann í
framtíðinni, og sjálfur ætlaði ég að
slappa af við sundlaugarbarminn
hjá þér einn og einn vetrarpart með
konunni.
En svona er þetta nú - mennirnir
álykta en Guð einn ræður. Og hans
dómi er affarasælast að hlýða og
sætta sig við.
Það var nú ekki ætlunin að fara
að skrifa neina lofrullu um þig enda
viss um að það hefðir þú ekki kært
þig um, jafn heillyndur og þú varst.
En eitt verð ég þó að nefna sem
mér kemur í hug eftir áralaga vin-
áttu og það er hvað þú varst góður
félagi.
Þrátt fyrir aldursmuninn varstu
mér sem eldri bróðir. Reyndar áttir
þú það til að kynna mig sem pabba
þinn fyrir vinum þínum í Flórída.
Þegar ég kom út til þín fyrir 15
árum til 6 mánaða dvalar tókstu
mér opnum örmum og í raun
kenndir þú mér það litla sem ég
kann í smíðum, og hefur reynst
mér notadrjúgt æ síðan. Eins var
gestrisnin ríkuleg þegar ég kom til
þín í haust með fjölskylduna, til að
kveðja þig hinsta sinni.
Elsku kallinn minn, nú ertu far-
inn í ferðina miklu sem enginn fær
umflúið.
Ekki veit ég hvort hún er nokkuð
lík skemmtísiglingunni sem þú
fórst í um Karabíska hafið á sínum
tíma, en hitt veit ég, að eftir lifir
minning um góðan dreng sem
kvaddi langt um aldur fram.
Farðu í friði og Guðs blessun
fylgi þér.
Þinn vinur
Birgir Laxdal.
VLADIMIR KNOOPF
MILERIS
Vladimir
Knoopf Mileris
var fæddur í Kíev,
tíkraínu, 15. júní
1916. Hann lést á
heimili sínu í
Reykjavík hinn 9.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru: Alexander
Knoopf Mileris,
læknir í Kiev og
kona hans Nina
Mileris, Iyfjafræð-
ingur. Vladimir var
einbirni. Hann kom
til íslands í septem-
ber 1939. Hann kvæntist 1942
Fjólu Steinsdóttur, f. 27. maí
1923. Þau fluttust til Sierra Le-
one 1947, en aftur
til fslands 1993.
Synir þeirra eru: 1)
Oleg, f. 1941, sam-
býlisk. Nina. 2)
Alexander, f. 1943,
eiginkona Nadia.
Þau eiga tvö böm.
3) Georg, f. 1947.
Fyrri kona hans var
Carmen og eiga þau
tvö börn. Sambýlis-
kona Georgs er
María Svenson. 4)
Henry, f. 1949, d.
1973.
títför Vladimirs
verður gerð frá Bústaðakirkju,
mánudaginn 17. maí og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
í septembermánuði 1939, rétt eft-
ir stríðsbyrjun, var á siglingu nærri
ströndum Islands skip frá Memel,
Litháen, og meðal háseta ungur
maður, sem mátti eiga von á að
verða „tekinn í herinn“ - einhvem
stórveldisherinn - um leið og skipið
kæmi til heimahafnar, en sú hugsun
var honum ekki að skapi. Hann tók
það ráð að stökkva fyrir borð, og
mun hafa þurft kjark til að gera
slíkt, úti fyrir „úrgum ströndum"
óþekkts lands, sem gerólíkt var öllu
sem hann hafði alist upp við. En til
lands komst hann og var honum
veitt aðhlynning og fékk brátt
vinnu, enda óhandlatur.
Vladimir reyndi fyrir sér með
vinnu á mörgum sviðum, meðan
hann var hér, almenna verka-
mannavinnu, sjómennsku, kaup-
mennsku, og í stýrimannaskólann
fór hann og gekk vel. Þar kom að
hann kynntist stúlku, Fjólu, sem
var ein af þrettán börnum Steins og
Valgerðar að Litla-Hvammi í Mið-
firði, og þar með móðursystir kon-
unnar minnar. En þegar stríðinu
var lokið, vaknaði með honum sá
ásetningur að leita tækifæra í fjar-
lægum löndum; hélt hann til Eng-
lands með fjölskyldu sína og hugðist
fara til Suður-Afríku þar sem tæki-
færin biðu. Keypti hann skip í
Englandi, ásamt tveim öðrum, til
þess að sigla þangað - en skipið
strandaði við Sierra Leone
(Freetown). En þar var þá góð skip-
un á málum undir verndarvæng
Breta. Vladimir kom þar upp veit-
ingarekstri, í útjaðri borgarinnar,
lyrstur manna á þeim slóðum, og
vann fjölskyldan öll þar að. Á þess-
um stað áttu þau Vladimir og Fjóla
heimili og starfsvettvang í 45 ár.
Eignuðust þau fjóra syni, hina
gervilegustu menn, en misstu þann
yngsta af slysfórum (1973).
Vladimir var frá Kíev, Úkraínu
og af rússnesku og þýsku foreldri -
Alexander Knoopf Mileris, læknir,
og Nina Mileris, lyfjafræðingur,
hétu þau. Hann fæddist árið 1916,
rétt íyrir byltinguna og þegar
drengurinn var sjö ára varð móðirin
að flýja með hann til Litháen, en
Alexander var þá í keisarahemum
og til hans spurðist aldrei eftir
þetta; en Vladimir ólst síðan upp
hjá móðurfólki sínu í Litháen.
Og þegar hann óx úr grasi beindi
athafnaþráin honum að sjómennsk-
unni, til að afla sér fjár og þekking-
ar. En það starf varð upphaf að
langri og breytilegri ævi-leið, eins
og nú var lítillega minnst á, og mun-
ar þar þó vitanlega mest um dvölina
í Freetown. Þegar aldurinn fór að
færast yfir og synimir að taka við
rekstrinum, fluttust þau hjónin aft-
ur til íslands, og keyptu sér íbúð við
Skálagerði, þar sem Fjóla býr nú.
Vladimir var þá orðinn heilsutæpur,
en Fjóla annaðist hann þannig, að
allir dáðust að, og lánsamur er hver,
sem eignast slíkt ævikvöld. Það
held ég einkenni öll systkini hennar,
að þau vanrækja ekki sína.
Vladimir kom mér fyrir sem hæg-
látur, góðlyndur og gamansamur
maður, sem vildi gjaman spjalla um
liðna tíma. Þegar ættfólk konu hans
og minnar hittist, tók ég mér oft
sæti hjá honum og fannst mér, að
honum þætti vænt um það.
Óska ég honum nú gæfu og geng-
is á nýjum leiðum í þessum merki-
lega heimi, sem við öll byggjum og
erum hluti af.
Þorsteinn Guðjónsson.
t
Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir samúð og
hlýhug við fráfall og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
bróður,
GUÐMUNDAR HANNESAR EINARSSONAR,
Eystri Leirágörðum.
Ólöf Friðjónsdóttir,
Adolf Einarsson,
Pálmi Þ. Hannesson, Valgerður Kristjánsdóttir,
Magnús I. Hannesson, Andrea Björnsdóttir,
Guðríður S. Hannesdóttir, Ulrich Kastenholz.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
VLADIMIR KNOPF MILERIS,
Skálagerði 5
Reykjavfk,
sem lést á heimili sínu í Reykjavík sunnu-
daginn 9. mai, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju mánudaginn 17. maí kl. 13.30.
Fjóla Steinsdóttir Mileris,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær sonur minn, bróðir og frændi,
STEFÁN ÁGÚST SOTO,
Philadelphiu,
Pennsilvaniu,
Bandaríkjunum,
andaðist mánudaginn 28. desember 1998.
Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu
mánudaginn 31. maí, kl. 13.30.
Sigríður Benediktsdóttir Soto,
Jakob R. Garðarsson,
Katrín M. Soto,
Marco B. Soto
og aðrir ættingjar hins látna.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR ÁRNASON,
lést á sjúkrahúsi f Mexíkó föstudaginn
14. maí.
Jarðarför auglýst síðar.
Guðrún Kolbrún Jónsdóttir,
Árni B. Sigurðsson,
Sigurður Þór Sigurðsson,
Þóra K. Sigurðardóttir,
Rut Sigurðardóttir,
Sturla Sigurðsson,
Álfheiður Erla Sigurðardóttir.
t
Sonur minn og bróðir okkar,
HELGI HJÁLMARSSON,
Hæðargarði 2,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 20. apríl síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Bera Kristjánsdóttir,
Hulda Valtýsdóttir, Kristján Jóhannsson,
Sólrún Hjálmarsdóttir, Sævar Hjálmarsson
og aðrir aðstandendur.
Móðir okkar, t RAGNA SIGURÐARDÓTTIR
frá Arnarvatni,
lést á Kumbaravogi fimmtudaginn 13. maí.
Ormur Hreinsson, Styrmir Hreinsson, Helga Hreinsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ÓLAFSSON
bakarameistari,
Skólastíg 14,
Stykkishólmi,
lést á St. Fransiskussjúkrahúsinu fimmtudaginn 13. maí.
Fyrir okkar hönd og annarra ástvina,
Ingveldur Sigurðardóttir.
t
Minningarathöfn um elskulega móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÓSU HÁLFDÁNARDÓTTUR,
Álfheimum 34,
verður haldin í Langhoitskirkju á morgun,
mánudaginn 17. maí, kl. 10.30.
Útförin fer fram frá Svalbarðsstrandarkirkju
þriðjudaginn 18. maí kl. 13.30.
Ásta L. Jónsdóttir, Þórir Sigurbjörnsson,
Jens Jónsson, Minerva Sveinsdóttir,
María M. Jónsdóttir, Gísli Ögmundsson,
Bjarni H. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.