Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 + Hulda Kristjana Sigurðardóttir fæddist 17. júní 1910 í Ólafsvík. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli hinn 3. maí síðastliðinn. For- eldrar Huldu voru þau Sigurður Vig- fússon, sjómaður, f. 20. júlí 1869, d. 20. febrúar 1946, og kona hans Guðríð- ur Arnadóttir, f. 5. júlí 1874, d. 2. sept- ember 1944. Þau eignuðust fímm börn, fjóra syni og eina dóttur og var Hulda næst yngst. Þau eru nú öll látin. Hulda fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1922 og Góð kona er gengin. Lát hennar kom ekki á óvart enda lífsgangan orðin löng. Síðustu árin voru Huldu erfið vegna sjóndepru sem ágerðist uns hún blindaðist nær alveg. Við systur áttum samleið með Huldu í 56 ár. Við fráfall hennar rifjast upp margar ljúfar og góðar minningar sem verma hugann. Kynni milli fjölskyldu okkar og þeirra Huldu og Sigurðar hófust er þau, nýflutt í nýbyggt hús sitt við Langholtsveg 59, en við vorum eldri íbúar við götuna, leituðu til okkar vegna umönnunar á Björk dóttur þeirra, þá tæplega tveggja ára, vegna fyrirhugaðrar sjúkra- húsdvalar Huldu. Þessi kynni urðu að vináttu er fór fljótlega að vinna í vistum og gekk jafnframt í kvöldskóla og sótti ýmis hannyrðanám- skeið. Hún vann á Hótel Borg á árun- um 1931-34 eða þangað til hún gift- ist 2. júní 1934 Sig- urði Guðmunds- syni, húsasmíða- meistara, f. 8. febr- úar 1909. Þau eign- uðust eina dóttur, Björk, hjúkrunar- fræðing, og er eig- inmaður hennar Einar Jón- mundsson, læknir. Þau eiga tvö börn, Sigurð og Eyrúnu. Útför Huldu fór fram frá Ás- kirkju 14. maí í kyrrþey að hennar eigin ósk. aldrei rofnaði. Stutt var á milli heimilanna, en húsin stóðu sitt hvorum megin götunnar. Hulda skaust æði oft yfir götuna, fyrst í morgunkaffi og svo gjarnan eftir hádegi til þess að spjalla við móður okkar eða þær brugðu sér í göngu- eða bæjarferð. Við minnumst dagana í sumarbú- staðnum við Hafravatn. Sigurður byggði þennan bústað fyrir for- eldra okkar og upp frá því dvöldum við þarna mikið öll saman. Það var fastur liður að Hulda fór með móð- ur okkar í bústaðinn á vorin, en þá var allt viðrað og pússað fyrir sum- ardvölina. Mikið var oft glatt á hjalla, spaugað og hlegið. Margar eru myndirnar í gömlu mynddalbú- munum frá þessum árum. Faðir okkar og Sigurður úti á bát á vatn- inu að veiða, móðir okkar og Hulda í „rólusófanum" fyrir framan bú- staðinn. Ekki rofnaði sambandið þótt for- eldrar okkar flyttu af Langholts- veginum. Við minnumst hátíða- og tyllidaga, þá voru þau Hulda, Sig- urður og Björk ávallt með okkur. Afmælisdagur Huldu var 17. júní og það tilheyrði í mörg ár að eldra fólkið færi saman í afmæliskaffi á fínan veitingastað, sem var meiri tilbreyting og hátíð en nú er. Starfssvið Huldu var eins og giftra kvenna þeirra tíma, innan heimilisins. Hana hijáði sjúkleiki sem aldrei fékkst bót eða lækning við, þrátt fyrir ýmis læknisráð og læknisaðgerðir innanlands sem ut- an. Erfitt hefur verið að vera sífellt þjáð af höfuðverkjum, mismikið að vísu, en sem ætíð voru til staðar. Margir í Huldu sporum hefðu verið argir og beiskir, jafnvel látið það bitna á öðrum, en þannig var ekki Hulda. Betri og vandaðri mann- eskja er vandfundin. Nú verða ekki famar fleiri ferðir á Hjúkrunarheimilið Skjól að heim- sækja Huldu. Alltaf spurði hún um alla í fjölskyldum okkar, ekki gíst um yngstu kynslóðina og þegar systkinin fjögur fóru í heimsókn til hennar varð hún svo glöð og ham- ingjusöm að hafa þau öll þarna, þrátt fyrir að varla sæi hún þau vegna sjóndeprunnar. Alltaf var sama þakklætið og hlýjan við hverja heimsókn og alltaf var þakkað fyrir tryggð og gömlu góðu dagana. Hún bar mikla um- hyggju fyrir okkur öllum. Hulda minntist móður okkar oft og saknaði hennar mikið þessi 18 ár sem liðin eru frá láti hennar. Gleðigjafinn i lífi Huldu var einkadóttirin Björk og síðar tengdasonurinn hann Einar, svo og HULDA SIG URÐARDÓTTIR MARTEINN GUÐMUNDUR ÓLSEN + Marteinn Guð- mundur Ólsen fæddist í Vest- mannaeyjum 20. febrúar 1938. Hann lést á heimili sínu Hátúni 12, 9. maf síðastliðinn. Móðir hans var Anna Guð- mundsdóttir, f. 13.12. 1920, d. 14.6. 1988, og faðir hans var Mons Ólsen, f. 9.6. 1917, en hann drukknaði við Kanada. Bróðir Marteins er Karl Eron, f. 3.12. 1940, og á hann fímm börn, maki Bjarnlaug Heiga Daníelsdóttir, f. 25.6. 1949, og á hún þrjú börn. Mar- teinn á einn hálfbróður, Ómar. Hinn 31.12. 1967 kvæntist Marteinn Jónínu Kjartansdótt- ur, f. 13.5. 1939. Börn þeirra eru: 1) Aldís, f. 19.4. 1967, hennar börn eru Marteinn Arn- ar, f 26.7. 1982, Auður Þórunn, f. 19.1. 1994, Eyþór, f. 29.4. 1995, og Jónína Sif, f. 29.4. 1997. 2) Guðmundur, f. 11.6. 1968, maki Arnrún Sigur- mundsdóttir, f. 13.3. 1969, þeirra börn eru: Hugborg, f. 3.11. 1986, og Sigurður Gauti, f. 11.11. 1998. 3) Elva, f. 13.1. 1973, hennar synir eru Emil Freyr, f. 7.8. 1988, og Stef- án, f. 23.10. 1991. 4) Helena, f. 9.5. 1974, maki Brynjólfur Þór Stefánsson, f. 11.7. 1964. Börn: Skúli Ævarr, f. 29.4. 1989, og Daní- el Smári, f. 10.10. 1998 Marteinn ólst upp í Vestmannaeyjum hjá móðurforeldr- um sfnum til 6 ára aldurs en fer þaðan á hin ýmsu heimili til 15 ára aldurs en dvelst lengst af á Svínavatni í Grímsnesi. Fyrstu hjúskaparár Marteins og Jóninu voru á Eyrarbakka, en árið 1972 flytjast þau í Voga á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar til ársins 1978 er þau slitu samvistum. Fluttist þá Jónína með börnin til Eyrarbakka en Marteinn flutti til Reykjavíkur. Marteinn stundaði sjó- mennsku mestan hluta ævi sinnar og var í eigin útgerð þangað til hann veiktist. títför Marteins fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 17. maí og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi okkar, þar sem þú hefur nú tapað baráttunni við hræði- legan sjúkdóm, langar okkur til að minnast þín með nokkrum orðum. Eftir að þið mamma skilduð urðu stundimar sem við systkinin áttum með þér dýrmætari en nokkuð ann- að, allt snerist um að fá að fara til pabba. Þú varst sjómaður af lífi og sál og sjórinn átti hug þinn allan allt fram á síðasta dag. Ferðirnar sem við fórum með þér á bryggjuna urðu óteljandi. Þú varst mikill húmoristi og stríðinn varstu. Þú hafðir mikinn áhuga á tónlist og áttir veglegt safn af hljómplötum og kassettum sem þú spilaðir fyrir okkur. Ferðirnar sem þú fórst með okk- ur í og dvölin á Svínavatni sem var þinn eftirlætisstaður, allt eru þetta yndislegar minningar sem við geym- um í hjörtum okkar. Þegar við fór- um að stálpast fór samverustundum okkar fækkandi, svo veiktist þú og þá því miður urðu stundimar enn færri. Elsku pabbi, það er erfitt að vita að komið sé að hinstu kveðju en gott að vita að þú þurfir ekki að þjást lengur. Elsku pabbi, hvíldu í friði. Aldís, Guðinundur, Elva og Helena. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg áOLSTEINAK 564 3555 Utfararstofa íslands sér um: Útfararstjórl tekur að sér umsjón útfarar I samráði við prest og aöstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstaö [ llkhús. - Aðstoða við val á kistu og llkkiæöum. - Undirbúa lík hins látna I kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Pi-est. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað i kirkjugarði. - Organista, sönghópa, elnsöngvara, einleikara og/eða annaö llstafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Slóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Llkbrennsluhelmlld. - Duftker ef llkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á klstu út á land eða utan af landl. - Flutning á kistu til iandslns og frá landinu. Sverrlr Elnarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa fslands - Suðurhllð 35 - 105 Reykjavlk. Síml 581 3300 - alian sólarhringinn. er barnabörnin tvö fæddust, þau Sigurður og Eyrún. Fjölskyldan öll og ekki síst Björk hefur verið stoð og stytta foreldra sinna í hvívetna. Verið hugulsöm og fórnfús og sýnt þeim mikla um- hyggju, ekki síst nú seinni árin, er þau þurftu hennar mest með. Slíks er vert að geta og minnast. Við eigum eftir að sakna Huldu en sárastur verður söknuðurinn hjá Sigurði en þau Hulda voru búin að vera í hjónabandi í tæplega 65 ár. Eftir að Hulda flutti á Skjól fyrir þrem árum hefur Sigurður farið þangað í heimsókn á hverjum degi. Hvern eftirmiðdag sat hann við rúmstokk Huldu, las upphátt, sagði fréttir eða spjallaði við þær tvær er deildu herbergi. Eflaust á herberg- isfélagi Huldu eftir að sakna þess- ara stunda. Við biðjum góðan Guð að blessa fjölskyldu Huldu og minnumst góðrar konu með söknuði og trega. Blessuð sé minning Huldu Sigurð- ardóttur. Herra Jesú, ég hrópa á þig, hjartans því kraftar dvína, bænheyr þú, Drottinn, mildur mig fyrir miskunnsemi þína. (Hallgr. Pétursson.) Susie og Greta Bachmann. Farið hefur fram í kyrrþey útfor Huldu að ósk hennar sjálfrar. Hulda er fædd í Ólafsvík, dóttir hjónanna Guðríðar Árnadóttur og Sigurðar Vigfússonar sjómanns. Ólst þar upp á ástríku heimili með þremur bræðrum, sem nú eru allir látnir, Árna, Friðrik og Guðmundi. Var hún næst yngst i þeim systk- inahópi. Á kreppuárunum fluttist hún til Reykjavíkur eins og svo margt ungt fólk af landsbyggðinni. Vann þá fyrst við húshjálp hjá fjölskyld- um, var í vist eins og það hét, og síðar við þjónustustörf á Hótel Borg, sem þá var nýtekin til starfa og þótti glæsilegur vinnustaður. Á þessum árum kynntist hún manni sínu, Sigurði Guðmundssyni, sem þá var einnig nýfluttur til Reykjavíkur úr Dölunum. Hann nam þá trésmíði. Gengu þau í hjónaband 2. júní 1934. Kröpp voru kjörin fyrstu árin og atvinnuleysi. I byrjun heimstyrjaldar vænkað- ist hagur, næg vinna var fyrir fjöl- skylduföðurinn og þau eignuðust dóttur, sitt einkabarn. Snemma lagðist þungur sjúkdómur á Huldu, óbærilegir verkir í andliti hægra megin. Gekkst hún undir nokkrar læknisaðgerðir vegna þess, sem ekki komu að gagni. 1986 þegar hún er 76 ára gömul finnst orsakavald- urinn, góðkynja heilahimnuæxli sem umlykur upptök andlitstaugar. Þrátt fyrir veikindi sín var Hulda glaðvær og naut sín í vinahópi. 1964 tengist ég þessari fjöl- skyldu, tekjulítill námsmaður, og stofna heimili undir hennar þaki. Fyrsta barnabarn verður auga- steinn ömmu sinnar sem gætir hans alla daga meðan foreldrar vinna, og engin vandamál þekkjast um dagvistun. Þessi tími var Huldu sériega kær og létti henni vanlíðan vegna veikinda. Eftir hátt í fjögurra áratuga samfylgd í kærleiksríku fjölskyldu- lífi, þar sem aldrei féll neinn skuggi á, færi ég Huldu mínar innilegustu þakkir. Frá barnabörnunum tveim, sem voru henni svo kær, þeim Sigurði, sem naut uppfóstrunar ömmu sinn- ar, og Eyrúnu, sem nú er búsett á Costa Rica í Mið-Ameríku, færi ég Huldu hjartanlegt þakklæti og hinstu kveðjur. Einar H. Jónmundsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARTEINN GUÐMUNDUR ÓLSEN, Hátúni 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 17. maí kl. 15.00. Aldís Marteinsdóttir, Guðmundur Magni Marteinsson, Arnrún Sigurmundsdóttir, Elva Marteinsdóttir, Helena Marteinsdóttir, Brynjólfur Þór Stefánsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- iát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Hjaltabakka, síðar húsmóðir á Ytra-Ósi, Steingrímsfirði. Þóra Magnúsdóttir, Ríkarður Jónatansson, Marta Magnúsdóttir, Svavar Jónatansson, Nanna Magnúsdóttir, Hrólfur Guðmundsson, Þórarinn Magnússon, Sigrfður Austmann, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS ÞORSTEINSSONAR trésmiðs, Rauðarárstíg 5. Ingólfur Einarsson, Þórdis Kr. Öfjörð, Guðbjörg Eínarsdóttir, Finnur Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.