Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 40
$0 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Camilla Bjarna- son fæddist 8. mars 1949. Hún lést á St. Júsefsspítala í Hafnarfirði 7. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Hörð- ur Bjarnason, fyrr- verandi símstöðvar- sljdri í Vestmanna- eyjum, f. 1928, d. 1995, og Bryndís Bjarnason, húsméð- „ ir, f. 1926. Systkini Camillu eru: 1) Pét- ur, maki Herdís S. Gunnlaugsdóttir. 2) Elísabet, maki Ingi Bjarnar Guð- mundsson. 3) Bryndís, maki Þórður J. Skúlason. 4) Hildur, maki Jean Posocco. 5) Hörður, maki Kristín Ragna Pálsdóttir. Eiginmaður Camillu er Garðar Sverrisson, verkfræðingur, f. 11. janúar 1949. Foreldrar hans eru Sverrir Júlfusson, útgerðarmað- ur og alþingismaður, f. 1912 og látinn 1990, og Hrönn Rasmus- sen, húsmóðir og fyrrverandi tal- símavarðstjóri, f. 1921. Camilla og Garðar giftu sig 16. ágúst . 1969. Böm þeirra em: 1) Hrönn, f. 25. janúar 1970, læknanemi. 2) Bryndís, f. 20. janúar 1974, kenn- Fráfall Camillu systur okkar er endir á erfíðum sjúkdómsferli. Ca- milla greindist með taugahrörnun- arsjúkdóm fyrir rúmum fjórum ár- um og síðan þá höfum við ættingjar hennar fylgst með henni missa þrótt dag frá degi og þurfa í æ ríkari mæli umönnunar við. Camilla var elst okkar systkina og fyrst til að falla frá. Hún var leiðtoginn í samhentum ■hópi og miðpunkturinn í góðu sam- bandi okkar. Við höfum átt margar góðar samverustundir bæði á heim- ilum hvert annars og úti í náttúr- unni í útilegum og öðrum fjölskyldu- uppákomum. Allar þær stundir er gott að hafa í farteskinu og það er gott að minnast góðra stunda með henni. Efst í huga er þó reisn hennar í þeim alvarlegu veikindum, sem hún átti í. Camilla sýndi hvað í henni bjó og vopnuð sterkri trú tók hún erfið- leikum sínum af æðruleysi og skyn- semi. Camilla höfðaði alla tíð til þeirra sem áttu í erfiðleikum og margir áttu traustan trúnaðarvin í henni til að deila áhyggjum með. Hún var ekki ein í þeim erfiðleikum, sem hún átti í. Hún var umvafin vin- um og vandamönnum, sem allt vildu gera til að hjálpa til. Það hefur þó reynst svo að þótt Camilla hafi verið sú sem hjálpar naut var það þó oftar hún sem gaf meira en hún þáði. Þetta höfum við staðreynt frá mörg- um þeirra sem lögðu hönd á plóg. Þannig var Camilla og þannig minn- umst við hennar helst. Við systkinin viljum færa okkar hugheila þakklæti til alls þess fólks sem reyndist Camillu systur okkar vel þessi síðustu misseri. Þar komu við sögu fjölmargir ættingjar, vinir, skólafélagar Camillu frá Háskóla Is- lands og aðrir. Sérstaklega viljum við nefna Svein Magnússon lækni, sem reyndist Camillu og fjölskyldu hennar með afbrigðum og langt um- fram það sem venjulegar embættis- skyldur lögðu honum á herðar, enda hélst vinátta og aðstoð Sveins þrátt fyrir að hann skipti um starfsvett- vang og starfaði ekki lengur sem heimilÍ8læknir þeirra hjóna. Við ætt- ingjar Camillu munum ávallt minn- ast þess drengskapar og fómfysi sem Sveinn sýndi henni alla tíð. Við viljum líka nefna nafn Hans Mark- úsar Hafsteinssonar sóknarprests, sem á sama hátt sýndi alla tíð fórn- tfýsi, vináttu og hlýja nærveru og var alltaf til staðar. Sá hlýhugur, sem við urðum vitni að í veikindum Ca- milllu, færir okkur heim sanninn um þá miklu manngæsku sem í fólki býr, þegar eitthvað bjátar á. Veikindi Camillu lögðu vissulega miklar byrðar á nánustu fjölskyldu hennar. Við höfum fylgst með Garð- ári mági okkar og bömum þeirra. aranemi. 3) Hörður, f. 15. nóvember 1979, framhalds- skólanemi. Camilla varð gagnfræðingur frá Hagaskóla 1966 og var á lýðháskóla í Noregi veturinn 1966/1967. Eftir það stundaði hún ýmis almenn skrifstofu- störf en var lengst af við símavörslu á talsambandi við út- lönd, uns þau hjón héldu til náms í Þrándheimi í Noregi 1970. Eftir nám fluttu þau þau í Reykjahlíð í Mývatnssveit, þar sem þau bjuggu um tæpra fimm ára skeið. Þaðan fluttu þau f Ásbúð 51 í Garðabæ þar sem þau bjuggu síðan. Camilla lauk stúd- entsprófi úr öldungadeild Flens- borgarskóla vorið 1989. Hún innritaðist í guðfræðideild Há- skóla íslands haustið 1992 og stundaði það nám meðan kraftar leyfðu. títför Camillu verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánu- daginn 17. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þau eiga alla okkar aðdáun og hafa sýnt sannkallaða hetjulund. Við er- um þess fullviss að Camilla systir okkar hefði ekki getað lent í betri höndum og erum þakklát fyrir það. Síðustu dagana var Camilla á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Sömu- leiðis þar naut CamOla og við að- standendur hennar ríkulegrar hlýju og umhyggju, sem aldrei gleymist. Fyrir það viljum við þakka. Við systkini Camillu minnumst hennar með hlýhug, virðingu og söknuði. Breytni hennar er okkur mikilvæg hvatning í lífinu. Pétur, Elísabet, Bryndís, Hildur og Hörður. í huga okkar sem tengjumst Nor- egi er 17. maí alltaf merkisdagur sem beðið er með óþreyju. Að þessu sinni er mér þó ekki gleðin efst í huga. Þann dag verður nefnilega til grafar borin Camilla Bjamason, sú kona sem ber einna mesta ábyrgð á því að 17. maí er mér jafnkær og raun ber vitni. Haustið 1971 sátum við Pétur bróðir hennar nefnilega að tafli í Safamýrinni og þá kvöldstund var ákveðið að hrista af sér íslenskt jólaslen og heimsækja þau Camillu og Garðar í Þrándheimi fyrir síðustu leifamar af sumarhýmnni. Þegar ég kom þangað var mér tekið eins og nánum ættingja þótt við hefðum aldrei hist fyrr. Þannig var nefnilega Camilla. Gestrisni og alúð vom henni í blóð borin og reyndar átti hún ekki langt að sækja mannkærleikann. Ekki var síður tekið vel á móti Heidi sem ég kynnt- ist í þessari ferð og varð minn lífs- fömnautur. Camilla áleit sig reynd- ar alltaf bera ábyrgð á þessu hjóna- bandi og ávöxtum þess og ekki þurf- um við að kvarta yfir þeirri guðmóð- ur. Við fylgdumst með baráttu Ca- millu við vágestinn úr fjarlægð, okk- ur bámst fréttir af henni og hún frétti af okkur þótt samgangurinn væri síðustu árin hvorki mikill né reglulegur. Nú er baráttu hennar lokið og yfir minningunni hvílir friður. Við Heidi þökkum af heilu hjarta bæði vinátt- una og þáttinn í því að leiða okkur saman um leið og við sendum Garð- ari og bömum þeirra, Bryndísi móð- ur Camillu og ættingjum öllum hug- heilar samúðarkveðjur. Matthfas Kristiansen. Þegar ég hugsa til baka þá sé ég það að það era örfáar konur sem hafa haft vemlega sterk áhrif á mitt líf og ein af þeim konum var Camilla frænka. Hún var ári eldri en ég þannig að það kom af sjálfu sér að MINNINGAR ég leit upp til hennar með aðdáun stráks sem sá að stóra frænka var nánast betri í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur á uppvaxtarár- unum. Eg var svo lánsamur að alast upp í nágrenni við fjölskyldu Ca- millu þar sem þau bjuggu á Birki- melnum og við í Suðurgötunni. Þá var nú heimurinn ekki svona flókinn og fullur af afþreyingarefni, svo sem eins og sjónvarpi og tölvuleikjum. Nei, þá var það gamli Melavöllurinn, Hjómskálagarðurinn, Tjörnin og gamli Kirkjugarðurinn sem drógu okkur til sín með öllum þeim sjarma sem því fylgdi. Við Camilla voram saman nánast upp á hvem einasta dag fram að unglingsárunum en þá tók sveitin við á sumrin. Það kom snemma í ljós að Camilla var gædd miklum og góðum eiginleikum til margra hluta, eiginleikum sem áttu eftir að nýtast henni alla ævi. For- ingjahæfileikar vora ríkulegir og styrkur hennar og áræði meiri en gengur og gerist. Traust hennar var mikið, það var alltaf hægt að reiða sig á hana, sama á hverju gekk. Að eiga slíkan vin þegar maður er að ganga í gegnum æsku- og unglings- ár er ómetanlegt. Við áttum okkar Edensgarð í hjarta Reykjavíkur sem var Suðurgata 5, hús afa og ömmu. Þar eyddum við mörgum stundum við alls kyns leiki og heim- spekilegar vangaveltur um lífið og tilverana. En nú er búið að fjarlægja Suðurgötu 5 og malbika yfir Edens- garðinn okkar, þar sem amma rækt- aði alls kyns grænmeti og bjó okkur sælureit eins og henni var einni lag- ið, en enginn getur malbikað yfir ljúfar minningar og þær lifa með okkur, hvar sem við svo sem eram. Þegar að unglingsárin vora að baki tók alvara lífsins við, fullorðins- árin. Camilla hafði fundið ástina sína, hann Garðar, og saman gengu þau í gegnum lífið og tókust á við gleði og sorg. Þau giftu sig með pomp og pragt, eignuðust þrjú myndarleg böm, Hrönn, Bryndísi og Hörð. Um skeið bjuggu þau f Noregi, þar sem Garðar var í fram- haldsnámi í verkfræði. Eftir heim- komu frá Noregi fluttu þau norður í Mývatnssveit, einhverja fegurstu sveit landsins. Svo kom að því að þau fluttu suður og settust að í Garðabæ, reistu þar fallegt hús og hafa búið þar allt fram til þessa. Það var alltaf gott að líta við í Ásbúðinni og þiggja kaffi og með því. Hjá Ca- millu var alltaf stutt í hláturinn og þó var alvarlegur undirtónn aldrei langt undan, enda ræddum við oft mál sem skiptu okkur miklu. Fyrir mér vora heimsóknir til Camillu mitt í amstri dagsins þær mest gef- andi og sálarstyrkjandi sem hægt var að hugsa sér. Hlutimir alltaf ræddir umbúðalaust. Fyrir rúmum fjóram áram dró ský fyrir sólu hjá Camillu og hennar fjölskyldu. Hún hafði veikst af taugahrömunarsjúkdómi. Þrátt fyr- ir alla tækniþekkingu og þróun í læknavísindum var þetta ólæknandi sjúkdómur. Enginn gat vitað hve lengi Camilla ætti ólifað. Líklega getur enginn skilið það hversu mikið álag slíkt er fyrir eina fjölskyldu nema sá einn sem hefur reynslu af svipuðu. Við, sem fylgdumst með úr fjarlægð, skynjuðum samt hversu glögglega kom í ljós þessi mikli styrkur og samheldni sem fjölskylda Camillu bjó yfir. Sjálf sýndi hún mikinn lífsvilja og lagði sig fram við að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. En smátt og smátt dró af henni og að því kom að hún var köll- uð til æðri heima. Ég minnist þess að er við Camilla voram lítil þá horfðum við oft upp í himininn á dimmum og heiðskíram vetrar- kvöldum og veltum fyrir okkur á hvaða stjörnu Guð skyldi nú eiga heima. Eg trúi því að Camilla viti svarið núna. Elsku fjölskylda, Garð- ar, Hrönn, Bryndís og Hörður, ég bið Guð að styrkja ykkur í sorginni. Iljálmar. „Lífið er mér ekki blaktandi kertaljós sem brennur hægt niður. Það er dýrlegur kyndill sem ég hef fengið í hendur um stund. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hann megi loga eins skært og hátíðlega og frekast er unnt áður en ég rétti hann áfram til næstu kynslóðar." (G. B. Shaw) Stríðinu hennar Camillu er lokið. Þær Camilla og Gulla kona mín hafa átt samleið í félagsstörfum og þau kynni urðu upphaf að vináttu þeirra hjóna og okkar. Þó ekki sé langt um liðið finnst mér nú þegar ég lít í huga mér að ég geti hafa þekkt þau Camillu og Garðar alla tíð. Eftir þvi sem kynni jukust og samfundir urðu fleiri hefur vináttan styrkst. Við urðum þess strax áskynja að Camilla gekk ekki heil til skógar. Fljótt komumst við að því að hún átti ekki von til þess að ná heilsu eða yfirvinna þau veikindi, því við þeim er enn ekki þekktur læknisdómur. Camilla var slík kona að sú vissa að fá ekki að njóta langra lífdaga hlýtur að hafa orðið henni þungbær. Hún vildi sinna fjölskyldunni, sjá bömin sín vaxa úr grasi og komast til manndómsára og hún vildi njóta þess annars sem lífið hefur upp á að bjóða. Hún brást við af hugprýði og ákvað að láta einskis ófreistað til að missa sem minnst, Hún fór því víða með Garðari og fjölskyldu þeirra bæði innan lands og utan, tók þátt í félagsstörfum eins og áður, sótti mannfagnaði og listviðburði eins og ekkert hefði í skorist allt fram á síð- ustu mánuði. Hún innti ávallt fregna af mönnum og málefnum og fylgdist einkar vel með velferð og högum okkar vina þeirra. Hún átti hjarta- lag til að sýna öðram djúpa samúð vegna veikinda og erfiðleika, rétt eins og hún hefði sjálf engar byrðar að bera umfram venjulegar dagleg- ar annir. Camilla sjálf og þau hjón bæði og þeirra nánustu hafa borið sig af einstakri stillingu. Eftir því sem á leið þótti okkur enn meir um vert hvemig hún sjálf tókst á við sí- fellt versnandi afleiðingar þessa ólæknandi sjúkdóms sem stöðugt ágerðist. Lífsvilji hennar var ótrú- lega sterkur, hugrekkið, staðfestan og æðruleysið óbifandi. Hún vildi lifa lífinu lifandi, njóta þess og taka þátt í því meðan stætt var. Hún vildi una sem lengst í faðmi sinna nán- ustu, eiga með þeim sem flestar stundir og fagna með þeim sigrum þeirra og áfóngum í leik, námi og starfi. Camilla hélt sínum lífskyndli skært logandi og hátíðlega á lofti og skilaði honum þannig til næstu kyn- slóðar. Þannig verður minningin um hana. Með því að skipuleggja heimil- ishætti og störf tókst fjölskyldu hennar að gera þetta kleift. Var hún heima allt fram á síðustu vikur, ef- laust miklu lengur en búast hefði mátt við að öðra jöfnu. Má það þakka dugnaði og vilja hennar sjálfrar og ástríkri og óþreytandi aðlúð og umönnun Garðars og bama þeirra. Við Gulla vottum samúð vini okk- ar Garðari og fjölskyldu þeirra og vinkonu okkar Bryndísi móður hennar og biðjum algóðan guð að gefa þeim huggun og styrk í harmi. Við þökkum Camillu að leiðarlokum ánægjulegar samverustundir og hlýja vináttu. Hennar höfum við not- ið og söknum nú vinar í stað að henni genginni. Minningin um hug- prúða og góða konu, hlýja og kæra vinkonu lifir með okkur. Við óskum henni góðrar heimkomu í ríki hins hæsta höfuðsmiðs þar sem hún er laus frá þjáningum og býr í birtu ljóssins sem bægði burt myrkrinu. Ámi Ragnar Árnason. Þú varst besta frænka í heimi. En núna ertu komin upp til himna. Mér fannst gaman að vera í heimsókn hjá þér. Mér fannst gaman að tala við þig; Ég vona að þér líði vel þarna uppi hjá englunum og afa Herði. En núna verð ég að kveðja þig elsku Camilla. Þín frænka, Sara Bjamason. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, líflð hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar,- Drottinn vakir dagaognæturyfirþér. (S. Kr. Pétursson) CAMILLA BJARNASON Hetjulegri baráttu þinni er nú lokið og þú hefur fengið frelsið. Sterk trú þín auðveldaði þér að takast á við erfiðleikana og þú trúðir að allt sem á þig var lagt hefði ein- hvern tilgang. Það er ekki auðvelt að skilja hver sá tilgangur var. Ég minnist þín sem einstakrar konu. Ég kom inn í fjölskyldu ykkar fyrir 13 áram og var ég strax ein af ykk- ur. Þrátt fyrir talsverðan aldursmun náðum við strax vel saman. Til þín var alltaf hægt að leita, þú hlustaðir, ráðlagðir, aðstoðaðir. Heimili ykkar Garðars stóð okkur alltaf opið, t.d. þegar við voram að kveðja og halda út í nám var ekki nema sjálfsagt að bjóða nokkram vinum til ykkar. Þegar við giftum okkur fengum við líka afnot að húsinu ykkar og' var það svo fallega skreytt til heiðurs okkur. Þú lagðir svo mikinn metnað í að gera hlutina vel. Stórt skarð er nú hoggið í samhenta fjölskyldu. Röð minninga ylja okkur um hjarta- ræturnar því samverastundimar vora margar. Við trúum því að þér líði vel nú og sért aftur „spræk og hress, með afa Herði“ eins og Sara okkar sagði. Elsku Camilla, hvíl þú í friði. Kristín Ragna Pálsdóttir. CamOla Bjarnason hóf nám í guð- fræðideild haustið 1992. Hún vakti strax athygli fyrir skyldurækni, ein- lægni, hógværð og hlýju. Henni sóttist námið vel í upphafi, var virk í tímasókn og lauk tilskildum prófum. En svo kom reiðarslagið þegar hún greindist með illvígan sjúkdóm. Mikill var kjarkur hennar og æðra- leysi. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með því hvemig hún barðist hetjulegri baráttu. Hún leitaðist við að sækja tíma enda þótt hún væri bundin við hjólastól og aðstæður í gömlu Háskólabyggingunni væra ekki hagstæðar fótluðu fólki. Til þess naut hún frábærrar umönnun- ar og hjálpar fjölskyldu sinnar. Mik- ill var sá kærleikur sem eiginmaður og börn sýndu henni þegar þau að- stoðuðu hana við að ferðast um. Á það horfðum við með virðingu og að- dáun. Hópur stúdenta hjálpaði henni líka við að taka eins mikinn þátt í lífi deildarinnar og kostur var, m.a. við að sækja messur og annað helgihald í Háskólakapellunni. Þrátt fyrir veikindin, stafaði frá henni mikilli hlýju. Hún heilsaði ætíð með brosi og kvartaði ekki. Nú er hetju- legri baráttu hennar lokið. Eftir sit- ur þakklát minning um mæta og hugrakka konu. Við sendum eigin- manni Camillu og fjölskyldu einlæg- ar samúðaróskir og biðjum Guð að hugga þau og styrkja. Blessuð sé minning Camillu Bjamason. Kennarar og starfsfólk Guð- fræðideildar Háskóla íslands. Á morgun, mánudaginn 17. maí, verður borin til hinstu hvílu Camilla Bjamason, sem lést hinn 7. maí sl., löngu fyrir aldur fram. Þótt ekki verði sagt að fráfall Ca- millu hafi komið á óvart, en hún hafði um nokkurra ára skeið barist við sjaldgjæfan sjúkdóm sem ekki verður sigraður, er enginn reiðubú- inn þegar kallið kemur. Við stöndum andspænis þróun sem við getum engin áhrif haft á, teljum okkur það sterka einstaklinga að við séum fær um að taka því sem koma skal af æðraleysi. Slíkur er hugurinn, en svo þegar stundin rennur upp gríp- ur okkur sorg, jafnvel reiði út í örlög sem era vilja okkar sterkari. Orðið „ósanngjarnt" leitar á hugann en við reynum að dvelja ekki við það held- ur skoðum þann fjársjóð minninga sem Camilla lét okkur í té. Vinátta okkar Camillu var ekki gömul, en leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 14 árum í félagsskap sem byggist á mannrækt og sam- vera. Mörgum stundum eyddum við Camilla saman í umræður um alla heima og geima, ekki síst heimspeki, en hún stundaði nám í guðfræði þeg- ar hún veiktist og hafði mikinn áhuga á „tilganginum". Þótt ekki hefði Camilla ákveðið að vígjast til prests ræddi hún oft við mig um starf prestsins og sagði glettnislega að hún myndi sjá til þegar ég hvatti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.