Morgunblaðið - 16.05.1999, Page 41

Morgunblaðið - 16.05.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 41 hana eindregið til að taka vígslu í fyllingu tímans. Því miður kom ekki til þess, henni var ætlað annað hlut- verk. Camilla háði baráttu sína af æðru- leysi og virðingu. Minningin um hana er minning um brosandi og glæsilega konu sem skilur eftir sig arfleifð vináttu, kærleika og sann- leika. Minningin um Camillu er minningin um konu sem fann á sér líðan annarra, gaf af einlægni og átti ætíð uppörvun öðrum til handa. Eg þakka henni samíylgdina. Aðstandendum Camillu, Garðari og börnum þeirra hjóna, móður hennar, Bryndísi, systkinum og öðr- um ástvinum færum við Þorsteinn innilegar samúðarkveðjur og óskir um blessun Guðs. Ellen Ingvadóttir. Fyrir rnn það bil 12 árum stóð ung kona á tröppunum hjá mér og bauð mér blóm til sölu. Ágóðanum af blómasölunni skyldi varið til líknar- starfa á vegum Sinawikklúbbs Garðabæjar. Þessi unga kona var Ca- milla Bjamason. Við tókum tal sam- an og hún hvatti mig til að ganga í klúbbinn. Á þeim vettvangi áttum við síðar margar góðar stundir saman. Lffið virtist brosa við Camillu. Hún var hæfíleikarík og greind, hún átti stóra, samheldna fjölskyldu, og hún átti líka drauma um nám í guðfræði við Háskóla íslands. En svo kom reiðarslagið, sjúkdómurinn, sem tók hana heljartökum. Eiginmaður og fjölskylda studdu hana með ráðum og dáð, en þar kom að fleiri þurftu að koma og leggja þeim lið. Var þá myndaður stuðningshópur, sem reyndi að létta undir með fjölskyld- unni þannig að Camilla gat dvalið á heimili sínu nánast þar til yfir lauk. Það var einstök lífsreynsla að fá að vera með Camillu í veikindum henn- ar. Sálarstyrkur hennar, æðruleysi og trúartraust hafði djúp áhrif á þá sem voru nálægt henni. Okkur skorti aldrei umræðuefni þegar ég var hjá henni. Hún hafði lifandi áhuga á mönnum og málefnum, tónlist og leikhúsi, og trúin var henni hjartfólg- in. Það var því sárt þegar hún átti orðið svo erfitt með að tjá sig að oft þurfti að hvá eftir því sem hún var að reyna að segja. I síðasta sinn sem við vorum saman las ég fyrir hana sálm eftir Einar Benediktsson. Henni lík- aði það greinilega vel, því hún bað mig að lesa hann aftur. Mig langar til að kveðja elsku Camillu hér með síð- asta versi þessa sálms: Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. Garðari, bömunum og fjölskyld- unni allri sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Iiulda Óskarsdóttir Perry. Hjartans Camilla mín. Þó að ég hafi átt að vita að hverju dró, brestur mig orð á þessari kveðju- stund. Traust þitt á Drottni brást þér þó ekki þrátt fyrir hin miklu veikindi þín. Það var gjöf og lær- dómur sem þú veittir mér, sem var svo lánsöm að verða þér samferða í guðfræðideildinni. Þakka þér, elsku vina, samræðurnar um lífið og tilveruna og þá birtu sem þú veittir inn í líf mitt með æðruleysi þínu, hugrekki og trúartrausti. Að kveðja heim sem kristnum ber um kvöld og morgun lífsins er jafnerfitt æ að læra, og engum lærðist íþrótt sú, ef ei, vor Jesús værir þú hjá oss með orð þitt kæra. Pú dauðans þekkir beiskju best, vor bróðir, Jesús kær, er lést þitt líf, að dauða deyddir. Þér manna kunnugt eðlið er og angist sú, er reynum vér, að dyrum dauðans leiddir. Ó Drottinn, nær sem dauðans hönd frá dufti mínu skilur önd, miglykjaláttuhvörmum sem bam við móðurbrjóst og fá þann blund, er værstan hljóta má, í þínum ástarörmum. (Þýð. H. Hálfdánarson.) Kæru Garðar, Hrönn, Bryndís og Hörður, ég votta ykkur sem og öðr- um vinum og vandamönnum Ca- millu mína dýpstu samúð á þessari kveðjustund og bið algóðan Guð um að veita ykkur styrk í sorg ykkar. Ragnheiður Karftas Pétursdóttir. Þú hefur fengið friðinn blíða, fróun harms það getur veitt. Sárt var það að sjá þig líða sárt að geta ekki neitt. (J.H.) Hér verður ekki rakinn æviferill Camillu Bjarnason heldur er hér kvödd með virðingu og þakklæti ein okkar ágætasta félagskona í Sinawik, Garðabæ. Hún var ein af stofnendum klúbbsins og var virkur félagi alla tíð. Sat í stjóm og var formaður 1990-91. ÖH sín störf í þágu klúbbs- ins vann hún af hógværð og sam- viskusemi. Sótti fundi með okkur þó svo að kraftar hennar væru á þrot- um. Eftir að hún greindist með illvíg- an sjúkdóm virtist henni ekki efst í huga kvíði og sorg eða ótti vegna þess er verða vildi. Hún vildi ræða flest annað en eigin veikindi. Bar- áttuþrek CamiUu við sjúkdóminn var með ólíkindum. Hún gaf okkur hinum hlutdeHd í þeim kjarki og æðruleysi sem prýðir stóra sál. Við fráfall Camillu standa fjöl- skylda hennar og nánustu ættingjar frammi fyrir djúpri sorg. Megi góð- ur Guð vemda og styrkja Garðar eiginmann hennar sem annaðist og studdi hana í veikindunum af ást og umhyggju sem við hin dáðumst að. Blessun Guðs fylgi minningu um góða konu. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (F.S.) Með þakklæti fyrir allt. Fyrir hönd Sinawik í Garðabæ. Eh'n Sigurjónsdóttir. Við viljum kveðja CamiHu sem batt okkur sterkum vináttuböndum. Hetjuna sem sannaði fyrir okkur að þjáningin er fæðingarhríð skilmngs- ins eins og sagt er frá í Spámannin- um. Við áttum það sameiginlegt að starfa saman í Oddfellowreglunni og bundumst CamHlu sérstökum vin- áttuböndum. Við kölluðum okkur Guðrúnarnar þó engin okkar héti því nafni og á samverustundum okk- ar var mikið skrafað og hlegið því ekkert mannlegt var okkur óvið- Blómastofa Friðjfnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. komandi. CamHla hafði einstaka hæfileika tH að benda okkur á ný sjónarmið og þá var aUtaf bjartara framundan. Hún var víðsýn og hafði mjög sterka réttlætiskennd gagn- vart mönnum og málefnum. AHar erum við sammála um að það hafi verið forréttindi að kynnast Camillu. Við nutum þessara samveru- stunda, við vissum hvert stefndi og tíminn var naumur. Þrátt fyrir það héldum við okkar striki og með að- stoð eiginmanns hennar, Garðars, gátum við hist og hnýtt vináttubönd- in sterkar og lengur en okkar óraði fyrir. Vináttan leiddi okkur áfram því Camilla var svo jákvæð og alltaf tH í að taka þátt í uppátækjum okk- ar. Þessar samverustundir eru dýr- mætar perlur í minningunni þegar CamUla er ekki lengur hjá okkur. Við erum þakklátar henni fyrir að leiða okkur saman og munum ávaUt minnast CamHlu fyrir kjark, þraut- seigju og bjartsýni hvað sem á gekk. Trúin var sterkt afl í lífi Camillu og mótaði viðhorf hennar til lífsins og gaf henni styrk í veikindunum. Hún hafði mikla ánægju af náminu í guðfræðideUdinni og þar nutu hæfi- leikar hennar sín. Lífsreynsla Ca- millu, trúin og þekkingin á marg- breytUeika mannlífsins, var kólfur- inn í vináttusambandi okkar. Við vottum Garðari, börnunum og öllum ástvinum okkar dýpstu samúð. Bryndís, Gígja, Guðlaug og Harpa. umgengust hana meðan á baráttu hennar stóð. Því verður ekki með orðum lýst hvað hver og ein okkar hefur lært af CamUlu. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til Garðars og bamanna, Bryndísar móður hennar, systkinanna og allra vina og samferðamanna. Við biðjum góðan Guð að blessa þau öU og styrkja á þessari sorgarstund. Guðrún Ásbjömsdóttir. Rétt eins og nú var það í sumar- byrjun fyrir eUefu árum, að við stúd- ínumar sjö úr Flensborg fórum sam: an tU Þýskalands. TUefnið var ærið. í okkar augum var mikUsverðum áfanga náð - víst með þrældómi en ógleymanlegum ánægjustundum. Vináttubönd námsáranna styrktust enn betur þessa daga okkar í Ham- borg. Lífsglaðar og bjartsýnar á framtíð- ina óraði okkur ekki fyrir, að fljót- lega þyrfti CamUla að takast á við al- varleg veikindi. AUan þennan tíma höfum við undrast sálarstyrk og bar-^. áttuþrek vinkonu okkar. Með raun- ■ sæi, geðprýði og ekki síst með kímni- gáfuna í lagi lét CamUla ekki aftra sér frá að lifa lffinu sem kostur var. Við minnumst allra samvemstund- anna, þegar einlæg trú hennar og öll lífssýn snart okkur, svo aldrei gleym- ist. Með virðingu kveðjum við kæra skólasystur og vinkonu og vottum Garðari og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Herdís, Kristín G., Kristín S., Soffi'a, Vilborg og Þórunn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Lækjarsmára 2, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans föstudaginn 14. maí. Arnmundur Jónasson, Aðalheiður Sighvatsdóttir, Gísli Jónasson, Árný Albertsdóttir, og barnabörn Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, Astkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi. opnast himins hlið. Ingólfur Sigurbjörnsson, Niður stjömum stráð, Vesturgötu 7, Rvk. engill framhjá fer. Lést þann 14. maí á Líknardeild Landspítalans. Drottins nægð og náð Útför hans verður auglýst síðar. boðin alþjóð er. Guð er eUíf ást, Anna ingólfsdóttir, Kristinn Pálmason, engu hjarta’ er hætt. Jón Ingólfsson, Nína Sverrisdóttir, Ríkir eilíf ást, Þuríður Ingóifsdóttir, Magnús Ólafsson, sérhvert böl skal bætt. Sigurþór Ingólfsson, Elísa Sigurðardóttir, Lofið Guð sem gaf, Ingibjörg Ingólfsdóttir, • Herbert Guðmundsson, þakkið hjálp og hlíf. Friðrik Sigurbjörnsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Tæmt er húmsins haf, barnabörn og barnabarnbarn. allt er ljós og líf. f- (Stefán frá Hvítadal) Látin er góð vinkona okkar Ca- milla Bjarnason, aðeins 50 ára. Við minnumst hennar með mikUli virð- ingu og eftirsjá. Eg vU fyrir hönd þeirra fjölmörgu sstr. í Rbst. nr. 7, Þorgerði IOOF, sem lögðust á eitt í „DeUum umönnuninni" (stuðnings- hópi CamUiu), þakka henni fyrir sterkan persónuleika og andlegt þrek er hún gaf okkur öllum sem \m GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 a flísar ^prfaparke, verð ^jpúð þjónusta OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AUAI SHU I I ill • I(II Iti YKJAVÍK Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ERNA SVEINBJÖRNSDÓTTIR THOMPSON frá Sæmundarhlíð, er lést miðvikudaginn 27. janúar, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 18. maí, kl. 18.30. Susan og Jón S. Thompson, Habbí og Fred Heymann, Lóa, Skip, Andrew og Nicholas, Dúna Borgen. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, MARGRÉTAR KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR, Löngumýri, Skagafirði. Systkinin og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR AXELS JÚLfUSSONAR, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Breiðagerði 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3-B á Hrafnistu. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Rúnar Magnússon, Svanhildur Stefánsdóttir, Margrét J. Magnúsdóttir, Haraldur H. Einarsson, Erna Magnúsdóttir, Gunnar P. Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. s'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.