Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 42

Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 42
42 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ASA PÁLSDÓTTIR ’t Ása Pálsdóttir fæddist á Akur- eyri 16. ágúst 1983. Hún lést 4. maí síð- astliðinn. Ása var jarðsungin frá Hafn- aríjarðarkirkju 12. maí. Elsku Ása okkar. Nú ert þú farin frá okkur. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert. Við vitum að við eigum eftir að sakna þín mjög -mikið. Þú fórst svo skyndi- lega frá okkur. Okkur líður eins og þú eigir eftir að koma aftur, en því miður er það ekki svo. Við munum enn eftir fyrsta skóla- deginum þínum. Þú varst alltaf bros- andi og hlæjandi með svo smitandi hlátur. Okkur fannst þú alltaf svo fín, í flottum fótum og vel greidd um hárið. Þú varst svo jákvæð og saklaus, gerðir ekki flugu mein. Þú varst svo umhverfisvæn, t.d. ef við hentum rusli á götuna tókst þú það alltaf upp og settir það í ruslið. Okkur langar að þakka þér fyrir árin sem við áttum saman. Þau voru alltof fá. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur tH Önnu, Páls, Krist- jáns og annarra að- standenda. Megi guð styðja ykkur í þessari miklu sorg. Þínar skólasystur Hanna Dögg og Kristín Erla. Elsku Ása mín. Núna ertu farin. Hvað á ég að segja? Eg fæ aldrei að sjá þig aftur. En það eru til minningar, góðar minningar, og ég mun aldrei gleyma þeim. Eins og þegar við vorum að mála myndina, þegar Öm Ingi tók mynd af okkur þegar við vorum að labba á myndinni. Þar eru fótspor þín; fótspor lífsins. Eg man líka þegar ég kom fyrst í skólann og þú komst og talaðir við mig. Þú varst svo blíð og góð. Þú HRINGBRAUT- AUKAHERB. Nýi. 2ja herb. fbúð á efstu hæð (ris) ásamt aukaherb. Stærð 60 fm. Verð 5,9 millj. Laus fljótl. Góð staðsetning. 9459 LAUGARNESVEGUR. Rúmgóð 2ja herb. (b. á 3. hæð með fallegu útsýni. Gott eldhús. Baðherb. nýl standsett. Stærð 61 fm. Verð 5,9 millj. 9419 HAMRABORG - KÓP. Góð 2ja herb.íb. á 2. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bíl- skýli. Parket. Þvottahús á hæðinni. Stæði I bílskýli. Stutt í verzlanir. Áhv. 3 millj. Verð 5,4 millj. 9426 HÁALEITISBRAUT Góð 2ja herb. (b. í kj. með nýl. eldhúsinnr. Parket. Sérhiti. Hús í góðu ástandi, nýl. málað. Áhv. 2,7m. Verð 5,9 m. Laus fljótl. 9542 MOSARIMI Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæð með sérinng. 2 rúmg. svefnherb. Stór stofa. Þvhús (íbúð. Stærð 94 fm. Áhv. 6,2 millj. Verð 9 millj. Gott hús, allt sér. Góð staðsetning. 9516 LOGAFOLD - ÚTSÝNI. Stórglæsileg og sólrík 3ja herb. íb. á 3. hæð í góðu húsi. Parket og flísar. Fallegar innr. Þvhús innaf eldhúsi. Suðursv. Stærð 99,3 fm. Verð 9,7 miilj. Frábær staðsetning, fallegt útsýni. 9538 ESKIHLÍÐ - LAUS Sérlega björt og vel skipulögð 4ra herb. endaíb. á 2. hæð, aðeins ein íb. á hæð. 2 svefnherb. 2 stofur. Stærð 106 fm. Útsýni. Verð 8,5 millj. LAUS STRAX. 9557 DOFRABORGIR - BÍLSK. Vönduð og góð 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð (efstu) ásamt innb. bílskúr. Vandaðar innr. og gólfefni. Fallegt útsýni, tvennar svalir. Áhv. 5,9 m. Gott hús og sameign. 9551 LAUGARNESVEGUR - ÚTSÝNI. Mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á efstu hæð með útsýni út á flóann. 3 svefnherb. Endurn. eldhús og bað. Verð 7,4 millj. Ibúð í góðu ástandi. 9436 LOGAFOLD - LAUS. Rúmgóð neðri sérhæð f tvfbýli á fallegum stað neðst I botnlanga. 3 rúmg. svefnherb. Stórar stofur. Suðurverönd. Stærð 175 fm. Falleg lóð. Áhv. 1,5 m. byggsj. Verð 11,9 millj. Laust strax. Allt sér. 9548 OPIÐ í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 12 - 15. Sími 533 4040 Fax 588 8366 Armúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali. vildir öllum vel og sýndir það. Þitt bros og þinn hlátur heillaði alla. Það er svo margt sem mig langaði að segja þér og gera með þér þótt ég byrjaði að kynnast þér í byrjun 10. bekkjar. Við náðum að gera margt saman, en samt ekki alveg nóg, það er víst aldrei nóg. Þú studdir mig þegar pabbi minn dó og ég er mjög þakklát íyrir það. Eg gleymi aldrei þegar þú og María komuð með kertið, sem var frá bekknum. Eg gleymi því aldrei. Reyndar gleymi ég aldrei neinu því sem við gerðum saman og þér. Jæja, Ása mín, ég á eftir að minn- ast þín eins og þú varst því þú varst frábær. Þú átt eftir að vera í hjarta mínu að eilífu. Elsku Páll, Anna og Kristján, inni- legar samúðarkveðjur. Ég sakna þín. Þín vinkona Rósa. • Fleirí minningargreinar um Ásu Pálsdóttur biða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Dagbók pjff Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands 16.-22. maí. Mánudagur 17. maí Stefán Ólafsson prófessor og Helgi Gunnlaugsson dósent spjalla um verk Anthony Giddens og stöðu hans innan félagsvísind- anna. Prófessor Giddens, rektor the London School of Economics and Political Science, er með þekktari félagsvísindamönnum nútímans. Verk hans hafa haft mikil áhrif bæði innan félagsvís- indanna og í stjórnmálum líðandi stundar, en Giddens er talinn einn helsti hugmyndafræðingur stjórn- arstefnu Tony Blair í Bretlandi. Giddens mun koma hingað til lands í boði LSE félagsins á Is- landi og halda opinberan fyrirlest- ur við Háskóla Islands fimmtu- daginn 20. maí. Málstofunni, sem hér er boðið til, er ætlað að gefa þeim sem áhuga hafa tækifæri til að kynnast verkum Giddens áður en hann kemur hingað og heldur fyrirlestur sinn. Málstofan hefst kl. 12.15 í stofu 201 í Odda Dr. Jussi Hanhimáki, lektor við London School of Economics, flyt- ur fyrirlestur á vegum Sagn- fræðiskorar Háskóla Islands. Fyr- irlesturinn fjallar um viðbrögð Vestur-Evrópubúa við uppgangi McCarthyismans í Bandaríkjunum á fyrri hluta 6. áratugarins og áhrif hans á samskipti Bandaríkj- anna og Vestur-Evrópu. Fyrirlest- urinn nefnist: „The Best Friend of Communism“: Westem European Reactions to McCarthyism. Jussi Hanhimáki lauk doktorsprófi við Boston University árið 1993 og hefur kennt við London School of Economics frá árinu 1995. Hann er höfundur tveggja bóka um stefnu Bandaríkjanna gagnvart Norður- löndum, auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina um banda- ríska utanríkisstefnu, hlutleysis- stefnuna og slökunarstefnuna á kaldastríðstímanum. Hann er nú að vinna að bók um áhrif McCart- hyismans í Vestur-Evrópu og þau menningarátök, sem fylgdu kalda stríðinu á 5. og 6. áratugnum. Fyr- irlesturinn, sem verður fluttur á ensku, verður í Árnagarði, stofu 301, og hefst kl: 17.15. Dr. Þórður Jónsson forstöðu- maður stærðfræðistofu flytur fyr- irlestur í boði Raunvísindastofnun- ar HI. Fyrirlesturinn er um efnið: „Skammtafræði“ og hefst kl. 13:00 í fyrirlestrarsal Endurmenntunar- stofnunar við Dunhaga 7. Fræðslufundur verður haldinn á bókasafni Keldna kl. 12.30. Sagt verður frá 2 samvinnuverkefnum á sviði sníkjudýrafræði: Kirill Galaktionov frá Pétursborg, Rúss- landi, flytur erindi sem nefnist: Digeneans in coastal ecosystems of SW-Ieeland - Fauna composition and transmission pattems. Libuse Kolárová frá Prag, Tékklandi, flytur erindi sem nefnist: Schistosomes in Iceland. Hvort erindi stendur yfir í um 15 mín. Þriðjudagur 18. maí: Dr. Ian Jackson Senior Scient- ist, MRC Human Genetics Unit, Western General Hospital Edin- burgh flytur fyrirlestur sem hann nefnir: „Mouse Pigmentation Genes; a Colourful Way to Study Development“. Það er miðstöð í erfðafræði og lífefna- og sam- eindalíffræði læknadeildar sem stendur að þessum fyrirlestri sem verður haldinn í kennslu- stofu á þriðju hæð í Læknagarði og hefst kl. 16.00. Ian Jackson hefur lengi notað háralit músa til að svara þroskunarfræðilegum spurningum, einkum um samspil próteina í lífverunni. Mörg gen eru þekkt í músinni sem stjórna þroskunarferli litfrumanna og til- urð litarins og eiga flest þeirra sér samsvörun í manninum. Ian hefur einangrað og greint ákveðna fjölskyldu þessara gena og nýtt sér erfðabreyttar lífverur til að athuga hegðun þessara gena í lífverunni sjálfri. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Ólafsson, bakarameistari, Skólastíg 14, Stykkishóimi, lést á St. Franziskuspítalanum í Stykkishólmi 13. maí. Fyrir okkar hönd og annarra ástvina, Ingveldur Sigurðardóttir —----- MftTxnn HRfllllHAIIAI °p,Ðv,rkadagafrakl9-1 & llllflUllllfllVlflll OG LAU. FRÁ KL. 11-14. f MSmfjöiúu~íyíiuh ih Höfum fengið í sölu í þessu glæsilega lyftuhúsi 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Sérinngangur er í hverja íbúð af svölum. Svalir, sérþvottaherbergi, bílskýli (inn- angengt). Húsið verður sérlega vandað að allri gerð (klætt að utan). Afh. fullb. án gólfefna. Lóð frágengin. Frábær staðs. við tjörnina og örstutt í miðbæinn. Útsýni. Teikn. á skrifstofu. Verð frá 12 millj.-13,5 millj. Traustir byggingaraðilar. Fjarðarmót ehf. Hafnarfirði - lyftuhús. Háholt Hf. 2ja (litli turninn) Nýkomin í einkasölu glæsil. 66 fm íb. á fjórðu hæð í lyftuh. Fallegar innr. flísar og parket á gólfum. Sérþvherb. Suð- . Verð 7,4 millj. (60377) ursvalir Gullsmári Kóp. 3ja Nýkomin í einkas. glæsil. ca 85 fm íb. í nýlegu lyftuhús. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Suðursvalir. Eign í sérflokki. (56753)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.