Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 49
Alþjóðleg-
ur blóð-
gjafadagur
23. maí
Frá Bimi Harðarsyni:
BLÓÐGJAFAFÉLAG íslands er fé-
lagskapur allra blóðgjafa á Islandi
og annarra sem áhuga hafa á mál-
efnum blóðbanka og blóðgjafaþjón-
ustu. Stjóm félagsins hefur á síðast-
liðnum árum lagt áherslu á að félag-
ið sé hagsmunaaðili blóðgjafa, en í
því felst sjálfbæri um blóð og afurðir
unnar úr blóði, gæði og öryggi og
aukið framboð blóðgjafa. A árinu
1998 gekk Blóðgjafafélag fslands í
alþjóðasamband blóðgjafafélaga til
að sækja þangað bæði styrk og
stuðning. Alþjóðasamband blóð-
gjafafélaga ákvað að 23. maí ár hvert
skyldi helgaður blóðgjöfum sem gefa
blóð sitt af fúsum og frjálsum vilja.
Dagurinn var haldinn hátíðlpgur
víða um lönd fyrst árið 1995. Á ís-
landi var fyrst haldið upp á þennan
dag árið 1998, með opnu húsi í Blóð-
bankanum. í stuttu máli tókst dag-
urinn framar björtustu vonum og
var húsíyllir megnið af deginum.
Þess má geta að forseti íslands var
verndari dagsins.
Að þessu sinni mun 23. maí bera
upp á hvítasunnudag og þykir stjóm
félagsins ekki ráðlegt að vera með
opið hús á svo helgum degi. Hitt er
annað mál að vikuna á undan verða
uppákomur í Blóðbankanum á vegum
Blóðbankans og starfshóps um
heilsueflingu blóðgjafa og byggir á
íslensku heilbrigðisáætluninni og
tekur mið af markmiðum alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar um heil-
brigði fyrir alla árið 2000. Meðal
styrktaraðila heilsuviku Blóðbankans
em World Class, Eróbik Sport,
versluninn íþrótt, Sundlaug Kópa-
vogs, Sláturfélag Suðurlands, Heilsu-
húsið og Heilsuhælið í Hveragerði.
Stjórn blóðgjafafélags íslands
hvetur alla til að notfæra sér tæki-
færið og kynnast því sem fram fer á
heilsuviku Blóðbankans. Heilsuvikan
hefst sunnudaginn 16. maí kl. 13 með
ávarpi Sveins Guðmundssonar yfir-
læknis og henni lýkur formlega
föstudaginn 21. maí þó svo átakið
muni standa út árið. Á meðan á
heilsuviku Blóðbankans stendur
verður boðið upp á skráningu nýrra
blóðgjafa, blóðþrýstings- og blóð-
rauðamælingu, uppskriftabæklinga,
ýmis tilboð til blóðgjafa, ráðgjöf og
þolmælingu. Mætum öll.
BJÖRN HARÐARSON,
formaður Blóðgjafafélags íslands.
Mjög gott 227 fm einbýlishús með innb. bílskúr á þessum vinsæla stað. Stðr stofa
með arni og stðrt sjónvarpshol með arni. 4 svefnherbergi. Endurnýjað baðherb.
Stór timburverönd með heitum potti. Parket á gólfum. Falleg ræktuð lóð. Hiti í
^stéttum. Verð 19,9 millj. Góð staðsetning.
FASTEIGNA rf
MARKAÐURENN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/
BRÚNASTEKKUR
Fyrirtæki til sölu
Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja skapa sér og sínum góða
tekjumöguleika. Við á Höfða höfum fengið til sölu silkiprentvélar
og allt sem þarf til silkiprentunar á fatnaði o.fl.
Húsnæðisþörf, góður bílskúr. Staðsetning getur verið hvar sem
er á landinu. Verð 2,5 millj. Upplýsingar veitir Ásmundur á
Höfða, sími 533 6050 eða Sigurgeir 897 3327.
Sveigjanleg greiðslukjör. Öll skipti skoðuð.
Nálastungunóm
Skóli hinna f jögurra árstíða auglýsir
nám í kínverskum nálastungum.
Nú er oð hef jast innritun í eins drs nám í kínverskum nálastungum,
sem hefst í ágúst 1999 og er aetlað þeim, sem hafa gáða undirstöSu
í vestraenni líffraeði og líffaerafrceði. Námið skiptist í 4 annir.
Kennt verður kvöld og helgar:
♦ Hugmyndafrœðin um Vin og Yang.
♦ Uppbygging líkamons; starfsemi, þróun, samspil og ójafnvœgi.
♦ Uppruni sjúkdóma.
♦ Kínversk sjúkdómafrœði.
♦ Kínversk sjúkdómsgreining, þar ó meðal hlustun og greining ó hinum
12 púlsum.
♦ Staðsetning og kynning ó hinum mismunandi tegundum
nólastungupunkta..
♦ Hinar sérstöku Meridian æðar.
♦ Stofnar og greinar (Stems and Branches) - Kínversk stjörnuspeki í
lækningum.
♦ Meðferðartækni, þ.e. notkun nála og moxa.
Kennarar á námskeiðinu hafa allir lokið minnst fjögurra ára námi í
kínverskum lcekningum og hafa þar að auki nokkurra ára reynslu í nála-
stungulaekningum. Takmarkaður f jöldi nemenda kemst að.
Allar nánari upplýsingar eru veittor í sima 552 5759.
Lækjasiviári 100, Kóp.
Stórglæsileg og sérstaklega vönduð 120 fm 4ra herb.
neðri sérhæð. Gegnheilt yberaro parket, sérsmíðaðar
honduras mahóní innréttingar og náttúruflísar.
Sérinngangur og -garður. Lokuð gata í jaðri útivistar-
svæðis. Vandað bílskýli. Einstök eign.
Verður til sýnis í dag, 16. maí, milli kl. 15 og 18.
Ásett verð 13,3 millj.
Tilboð óskast, sími 564 3439.
Heimalind 24
Sölusýning í dag
Glæsilegt nýtt einb./tvíbýll alls 295
fm þar af innbyggður bílskúr 36
fm. Við verðum með teikningar á
staðnum frá kl. 14—17.
Verið velkomin — sjón
er sögu ríkari.
lAUFÁS
Fasteignasala
Suðurlandsbraut 12
SÍMI:533-im
FAX:533*1115
LAUFÁS
Fasteignasala
Suðurlandsbraut 12
s(mi53311U
^=533*1115
Opið hús kl. 14-16
UnnarbrautlO, Seltjarnarnes,
efri hæð, 147 fm, 4 svefnh., bílskúr 40 fm. Eignin
þarfnast standsetningar.
Verðtilboð óskast.
Klapparstígur 40
Efri hæð og ris. Skemmtileg eign. 3—4 svefn-
herbergi. Á neðri hæð er verslun.
Verð 9,7 m.
í forritunarmálinu Java. Farið er í öll helstu undirstöðuatriði
Java og hentar námskeiðið öllum þeim sem hafa j
grunnþekkingu á Windows stýrikerfinu. Æ
Öll námsgögn eru á ísiensku.
Q2 Tölvuskóli
S Reykjavíkur
Borgartúni 28, sími 561 6699
www.tolvuskoli.is
tolvuskoli @ tolvuskoli.is
Uppbygging Java
Tölvuskóli Reykjavíkur býður upp á markvisst námskeið
Atburdalikan
Netforritun
Grafisk forritun
Java Applet
Bidlara/midlara umhverfi
:■