Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
í DAG
„Almætti
mannsins “
Almættið er Guðs en ekki manna. Stefán
Friðbjarnarson segir að bezt fari á því að trú
og vísindi eigi samleið inn í nýja öld.
„MEGINEINKENNI þeirra
lífsviðhorfa, sem settu svip sinn á
framanverða 20. öld, var sann-
færingin um það, að manninum
væri í raun fátt eitt ómáttugt.
Þessi almættishyggja hefur beðið
skipbrot. Það er mjög að vonum.
Trúin á takmarklausa framfara-
hæfni mannsins og mannlegs
samfélags var byggð á sandi...“.
Þessi orð séra Heimis Steinsson-
ar í sunnudagshugvekju Morgun-
blaðsins árið 1985 eru sannyrði.
Sitt hvað olli
því að trúin á
„almætti manns-
ins“ fékk byr í
segl á öndverðri
20. öldinni og
raunar á öllum
áratugum henn-
ar. Stóraukin
menntun og
þekking og al-
hliða framfarir,
byggðar á rann-
sóknum og vís-
indum, gjör-
breyttu búsetu-
skilyrðum
manna á plánet-
unni jörð til hins
betra, lengdu
meðalævi þeirra
um áratugi, unnu bug á sjúkdóm-
um ogþreyttu víða fátækt í far-
sæld. Ólafur G. Einarsson, fráfar-
andi forseti Alþingis, komst svo
að orði um þessi efni þegar hann
var menntamálaráðherra:
„Vísindin verða sífellt mikil-
vægari hverju þjóðfélagi. Til
vísindalegrar hugsunar og at-
hafna getum við ekki aðeins
rakið bætta afkomu okkar í
efnahagslegum skilningi, heldur
einnig þann skilning og hug-
myndir sem við höfum um okk-
ur sjálf, umhverfi okkar og
menningu. Vísindi og tækni hafa
áhrif á atvinnuhætti, samgöng-
ur, samskipti og heilsufar, svo
fátt eitt sé nefnt. I dag leggja
því flestar þjóðir vaxandi
áherzlu á vísinda- og rannsókn-
arstarf." Þessi orð eru sannyrði
- sem orð séra Heimis Steins-
sonar.
Menntun og þekking eru Guðs
gjafir og árangursríkust vopn í
lífsbaráttu einstaklinga og þjóða.
Sú staðreynd verður ekki um of
undirstrikuð. Mannkynið hefur á
hinn bóginn oftlega misfarið með
þessi „vopn“. Það sýna tvær
heimsstyrjaldir á 20. öldinni. Það
sýna staðbundin stríð á öllum
áratugum aldarinnar, einnig hin
síðustu misserin. Það sýna
hryðjuverk og eiturlyf. Það sýnir
sú staðreynd að „draumar“ 20.
aldar-manna um brún og rauð
„þúsund ára ríki“ enduðu í helför
og hryllingi.
Gylfi Þ. Gíslason, íyrrv.
menntamálaráðherra, sagði m.a.,
er Friðrikskapella (sem kennd er
við stofnanda KFUM og K) var
vígð 25. maí árið 1993:
„Nútímamaðurinn hefur öðlast
mikla þekkingu á þeim heimi,
sem við lifum í. En vísindin veita
ekki svar við öllum spurningum
og hafa aldrei ætlað sér það. Ein
mikilvægasta gáta nútímans er,
hvernig hann sé, maðurinn, sem
hefur lagt lönd og höf jarðarinnar
undir sig og er
að ná valdi á
himingeimnum.
Hann er há-
menntaður, rík-
ur og voldugur.
En er hann
sjálfum sér nóg-
ur? Hefur hann
vald yfir sjálfum
sér? Er hann
sáttur við sjálf-
an sig? Er hon-
um ljóst að kær-
leikurinn er ofar
öllum skilningi?
Allir menn
verða að vera
jafnvígir á hvort
tveggja: að njóta
sannrar ham-
ingju og bera þunga sorg. Slíkur
maður verður að hafa frið í sál
sinni, vera sáttur við sjálfan sig.
En sá einn er sáttur við sjálfan
sig, sem er sáttur við Guð; þann
Guð, sem þessi kapella á að þjóna
og þar sem leitað verður eftir
fundum við hann. Og sá einn er
sáttur við Guð, sem í afstöðu
sinni til hans efast aldrei, spyr
einskis, af því að hann nýtur náð-
ar hans, þeirrar náðar, sem líf og
dauði frelsarans færði mönnun-
um.“
Við skulum hugleiða þessi orð,
nú þegar hvítasunna fer í hönd.
Trúlega verður niðurstaðan eitt-
hvað á þessa leið. Efla ber al-
menna og faglega menntun, rann-
sóknir og vísindi, sem eru Guðs
gjafir og forsendur frekari fram-
fara í mannheimi. Tæknilegar
framfarir nægja hins vegar ekki
til þess, hversu stórstígar og örar
sem þær eru, að tryggja mann-
lega hamingju og velferð. Heilag-
ur andi kærleikans, sem kom yfir
postula Krists á hvítasunnu, þarf
að koma yfir þjóðir og einstak-
linga - og meðtakast af þjóðum
og einstaklingum - til að mann-
kynið haldi vöku sinni um þau
heimspekilegu, siðferðilegu og
trúarlegu gildi, sem velferð þess
byggist á.
Almættið er Guðs en ekki
manna.
Höfundur er fyrrverandi blaða-
maður við Morgunblaðið.
FUGLAHÚS
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Oðumo
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
VELVAKAJMPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sigurhátíð
sæl og blíð
JÆJA, þá eru kosningarn-
ar afstaðnar og allar
stjómmálahreyfingar lýsa
yfir ánægju sinni yfir sigri
flokks síns, þótt sumir geti
vart dulið vonbrigði sín, en
það var allsstaðar sigur
samt, því þeir sem lentu í
minnihluta segjast vera
komnir til að vera. Mestur
var sigurinn hjá honum
Alla, sem sjálfstæðir voru
að dekra við. Reyndar get
ég ekki leynt vonbrigðum
mínum yfir að það voru
ekki nógu margir sama
sinnis og ég. En vonandi á
ég eftir að tóra í fjögur ár
enn, til að geta fagnað
sönnum sigri míns flokks.
Kannski verða þá aldraðir
og aðrir minnimáttar vís-
ari um hvað þeir hafa kosið
yfir sig í þetta sinn. Mér
var mjög bilt við og fullur
undrunar daginn eftir alla
sigrana, þegar sagt var frá
í fréttatíma fjölmiðia, að
vel launaða fólkið fengi
30% kauphækkun. En það
vora sennilega ekki til
neinir aurar til að hækka
ellilífeyri okkar gamlingj-
anna um þó ekki væri
nema svona 3%. Guðfaðir
ríkisstjórnarinnar sagðist
ekki hafa haft hugmynd
um hækkunina fyrr en
hann heyrði það í fréttum.
Kannski trúa því einhveij-
ir. En ég er ekki trúgjarn
maður. En kannski í þakk-
lætisskyni yfir sigrinum
mun hann víst ekki gleyma
okkur öldruðum og öryrkj-
um, eins og hann gerði í
áramótaræðunni síðustu.
Mig granar reyndar að
sumir hafi greitt götu hans
sem síður skyldi, því þang-
að leitar klárinn sem hann
er kvaldastur og ekki era
allir sinnar gæfu smiðir.
Sofus Berthelsen, eldri.
Net-uppboð
MIG langaði að ath hvort
einhver hefúr prófað net-
uppboð sem er á is-
landus.com, því að ég hef
prófað það og gerði boð í
happdrættismiða sem ég
fékk á 1.050 kr. annan og
því uppboði lauk 16. mars
og gerði tilboð í annan og
fékk hann á 1.265 kr. og
því boði lauk 5. apríl og
átti að senda mér þá í pósti
en hef engan miða fengið,
ég hef sent tölvupóst og
spurt hvort ekki sé von á
miðunum en fékk ekkert
svar. Það væri gaman að
vita hvort einhverjir hafa
lent líka í þessu.
Ein vonsvikin.
Vantar aðstoð
KONA hafði samband við
Velvakanda og er hún að
leita að einhverjum sem
gæti aftengt líknarbelg í
mælaborði bifreiðar henn-
ar. Segist hún ekki fá þetta
gert hjá umboðinu. Hægt
er að hafa samband við
hana í síma 562 3557.
Tapað/fundið
Kápa tekin í misgrip-
um á kvennakvöldi
Á KVENNAKVÖLDI í
kosningamiðstöð Sjálf-
stæðisflokksins í Skipholti
19, fimmtudaginn 6. maí,
tók einhver í misgripum
ljósa kápu (frakki) og
skildi aðra svipaða eftir en
þó aðeins stærri. Viðkom-
andi kona er vinsamlega
beðin að hringja í Fanney í
síma 551 6137.
Dýrahald
Kettlinga vantar
heimili
6 VIKNA kettlingar, 5
stk., gullfallegir í öllum lit-
um og kassavanir, óska
eftir heimili. Upplýsingar í
síma 562 5103.
Kisur óska
eftir heimili
TVÆR kisur óska eftir
heimili vegna ofnæmis á
heimili. Upplýsingar í síma
586 2393.
Páfagaukur
týndist
BLÁR og hvítur páfagauk-
ur týndist frá Suðurgötu í
Reykjavík. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 562 5202.
Kettlinga vantar
heimili
FJÓRIR litlir hnoðrar fást
gefins. 8 vikna og kassa-
vanir. Upplýsingar í síma
554 2218.
Kettlingur í óskilum
í Mosfellsbæ
KÖTTUR, frekar lítill,
u.þ.b. 9 mánaða, er í
óskilum á Sveinsstöðum í
Mosfellsbæ. Hann er
svartur með hvítar lappir
og hvítt framan í trýni.
Þeir sem kannast við kisu
geta haft samband í síma
698 2822.
Kettling vantar
heimili
KETTLINGUR, rúmlega
tveggja mánaða læða,
kassavön óskar eftir heim-
ili. Svört með hvítum blett-
um á maga, andliti og lopp-
um. Upplýsingar hjá
Hjálmari í síma 564 4966
eða í vinnusíma 557 4848.
Pennavinir
Fimmtán ára tékknesk stúlka með
margvísleg áhugamál vill eignast ís-
lenska pennavini:
Martina Golasikova,
Pod Lysinami 475/4,
CZ-147 00 Praha 4,
Czech Republic.
ítalskur frímerkjasafnari vill skiptast
á merkjum. Getur ekki um aldur:
Silvio Beato,
Via Chianesi 18,
50018 Scandicci,
Italy.
Frönsk 62 ára kona frá Normandí sem
komin er á eftirlaun vill eignast ís-
lenska pennavini. Vill einnig skiptast á
frímerkjum, póstkortum o.fl.:
Marie Francoise Carpentier,
24 Rue d’Etancourt,
76420 Bihorel,
France.
Fjórtán árajapönsk stúlka með áhuga
á tónlist, bréfaskriftum og að versla:
Ayako Nakayama,
2-121 Ushioda-cho,
Tsurumi-ku,
Yokohama-shi,
Kanagawa,
230-0041,
Jaðpan.
Fimmtán ára tékkneskur piltur með
mikinn Islandsáhuga:
Pavel Hajek,
Sportovni 735,
CZ-537 01 Chrudim N,
Czech Republic.
Bandarískur karlmaður sem getur
ekki um aldur:
Milton Finkelstein,
19 Vincent Street,
Newark,
New Jersey 07105,
U.S.A.
Víkverji skrifar...
ISLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu
hefst á þriðjudaginn og strax í
fyrstu umferð er á dagskrá sann-
kallaður stórleikur - viðureign Ak-
urnesinga og KR-inga á heimavelli
þeirra síðamefndu í vesturbænum.
Þessi félög hafa löngum eldað grátt
silfur og fullvíst má telja að þau
verði í toppbaráttunni í sumar. Á
þessa viðureign koma líka jafnan
fleiri áhorfendur en á nokkurn ann-
an leik sumarsins, ef minnið svíkur
Víkverja ekki, og því verður líklega
glatt á hjalla í Frostaskjólinu í
fyrstu umferðinni.
Samkvæmt árlegri spá þjálfara,
fyrirliða og forráðamanna liðanna,
sem gerð varð opinber í vikunni,
verða KR-ingar íslandsmeistarar í
haust og er það ekki í íyrsta skipti
sem útkoman úr spánni er á þann
veg - en í þetta skipti er Víkverji
satt að segja trúaður á að hún geti
ræst. KR-ingar hafa greinilega
mjög sterku liði á að skipa og skv.
fréttum er Bjarki Gunnlaugsson á
leið til þeirra frá Brann í Noregi.
Með hann innanborðs verður liðið
ekki árennilegt, og Víkverji leyfir
sér því að taka undir með þjálfur-
um, fyrirliðum og forystumönnum
liðanna: og spá KR Islandsmeist-
aratign í haust, í fyrsta skipti síðan
1968.
XXX
VÍKVERJI er svo heppinn að
vera hlutlaus þegar kemur að
knattspymu; nýtur þess að horfa á
íþróttina vel fram borna af fótafím-
um kempum, alveg sama hver á í
hlut, en tapar ekki svefni þó KR
tapi eða ÍA eða ÍBV eða eitthvert
annað lið. Og hann er ekki einn
þeirra mörgu sem einhverra hluta
vegna hafa hom í síðu KR. Þvert á
móti dáist Víkverji að vesturbæjar-
félaginu, sem sannarlega má kalla
stórveldi þó svo karlalið þess í
knattspyrnu hafi ekki orðið íslands-
meistari í ríflega þrjá áratugi; starf-
semin er nefnilega slík að unun er
með að fylgjast úr fjarlægð. Stuðn-
ingsmennirnir svo margir, dyggir
og þolinmóðir að með ólíkindum er.
Það verður væntanlega engin smá
hátíð sem KR-ingar halda þegar
karlalið þeirra verður loks íslands-
meistari. Og KR-ingar eru fram-
sæknir; nú hefur hlutafélag tekið
yfir rekstur efstu flokka félagsins
(eins og hjá Frömurum) og það
nýjasta er útvarpsstöð, sem sett
hefur verið á laggirnar og átti að
hefja útsendingar í gær. Sannarlega
snjallt uppátæki og ber vott um lif-
andi félag þó 100 ára sé.
xxx
FYRST Víkverji er farinn að
fjalla um knattspyrnu getur
hann ekki stillt sig um að minnast á
deildarkeppnina í Englandi. Spenn-
an er slík nú undir lokin að með
ólíkindum er. Og það er einmitt í
dag sem keppni lýkur í ensku úr-
valsdeildinni. Meistarar Manchest-
er United eru með einu stigi meira
en Arsenal fyrir leiki dagsins, en
bæði eiga þá heimaleiki; United
gegn Tottenham en Arsenal gegn
Aston Villa. Sparkfíklar geta fylgst
með báðum leikjum hér uppi á Is-
landi, þótt ótrúlegt megi virðast, því
Stöð 2 verður með annan í beinni
útsendingu og hinn verður sýndur
beint á Sýn. Þeir hörðustu stilla því
sjálfsagt upp tveimur sjónvarps-
tækjum í stofunni hjá sér og horfa á
þá báða í beinni! Víkverji er satt að
segja að hugsa um að gera það!
x x x
SKAPLEGA fer það í taug-
arnar á Víkverja þegar and-
stæðingar Samfylkingarinnar kalla
þetta sameinaða framboð vinstri-
manna Fylkinguna; augljóslega í
þeim tilgangi að stríða þeim vinstri
mönnum sem buðu nú fram til Al-
þingis í sameiningu, með því að nota
á þá nafn þessa róttæka pólitíska
félags vinstri manna sem til var hér
í eina tíð. Til dæmis er tönnlast á
Fylkingunni í Vef-Þjóðviljanum -
sem vitnað er í í Staksteinum hér í
blaðinu á fimmtudaginn.
Ekki að Víkverji hafi neinna
hagsmuna að gæta en honum finnst
þetta hálfkjánalagt. Svona álíka og
þegar ákveðnir hægrimenn á þingi
gerðu sér far um að nefna formann
ÁJþýðuflokksins Jón Hannibalsson
á tímabili og vinstrimenn sumir
hverjir tala um Hannes Gissurar-
son, þegar á allra vitorði er að
mennirnir tveir nota jafnan milli-
nöfnin Baldvin og Hólmsteinn líka
og þykir því ugglaust vænna um að
það sé gert.