Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 57

Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 57 FOLK I FRETTUM ERLENDAH Bergþór Pálsson óperusöngvari fjallar um geisladisk Andrea Bocelli, Sogno. Undurfögur og töff söngrödd SUMIR halda því e.t.v. fram, að sú staðreynd að Andrea Bocelli er blindur, hafi fleytt honum áfram, af því að fólki finnist hrífandi að blindur maður geti staðið jafnfætis öðrum í mis- kunnarlaus- um sam- keppnis- heimi tón- listargróða- hyggju. En þegar grannt er skoðað, er slík hugs- un angi af fordóm- um, því að jafn- rétti verður ekki náð fyrr en fotlun, kyn- ferði, litarháttur, kynhneigð o.s.frv. hætta að koma málinu við þegar rætt er um hæfileika. Best ég reyni þá að koma mér að því sem kemur málinu við! Eitt er víst að Bocelli er gæddur undurfagurri og hrikalega „töff‘ söngrödd og ekkert skrýtið, að hún hefur gert hann að alþjóðlegri stjömu. En stundum er sagt að maður sem á annað foreldri hvítt og hitt svart, eigi erfitt með að samsama sig öðrum hvorum kyn- stofninum, þar sem hvorki svartir né hvítir líti á vesalings manninn sem hluta af sér. Kannski á það við ANDREA BocelJi, um söngvara sem hafa ítök í popp- og óperuheiminum samtímis. Hvorum megin er Andrea Bocelli eiginlega? Eða er hann báðum megin og nær að sameina þessar greinar söngheimsins í hamingju- sömu hjónabandi? Heyrst hefur að Bocelli vinni nú að hljóðritun á La Bohéme eftir Puccini, þar sem hann syngur undir stjóm Zubin Mehta. Áður hefur komið út aríu- plata með Bocelli, en það verður spenn- andi að heyra hvemig honum gengur að feta sig í heilu ópera- hlutverki, því að vissulega læðist sú hugsun að manni, að svona rödd njóti sín bet- ur í rómantískri óperatónlist. Það verður líka fróðlegt að vita hvemig óperuunnendur taka slíkri útgáfu með þessum „kommersíal" lista- manni. En er ekki Roberto Alagna „kommersíal" listamaður þó hann syngi bara ópera? Einnig má gera ráð fyrir að ýmsir sem þekkja BocelÚ af poppinu einu saman, leggi í fyrsta skipti eyra við ópera- tónlist og uppgötvi þar með ómældar víddir, sem þeir hafa farið á mis við og er það ekki bara gott mál? Sogno er sem sagt að hluta ítalskt sykurpopp, sem renn- ur ljúflega og átakalítið fram hjá. Platan þykist ekki vera neitt annað og sem slík er hún ósköp „sæt“. Textamir fjalla gjaman á bjart- sýnan hátt um gildi þess að vera sterkur gagnvart áföllum í hafsjó lífsins og undursamleika ástarinn- ar, sem er afskaplega auðvelt að samsama sig við ef maður er und- ursamlega ástfanginn. Ekki spillir fyrir, að til liðs við Andrea koma t.d. Celine Dion í The Prayer, bæn um að við finnum ljósið og geymum það í hjörtum okkar, innleiðum frið, réttlæti, bræðralag og von, en útrýmum ofbeldi; Eros Ramazzotti í Nel cuore lei, hugleiðingu um feg- urð kærleikans. E.t.v. finnst sum- um yrkisefnin væmin, en platan vinnur á við hlustun, einkum vegna einlægninnar í rödd Bocellis. Þeg- ar allt kemur til alls er einlægni andstæða væmni, hversu við- kvæmnislegt sem efnið er. Og þar sem söngvarinn er einlægur og há- músíkalskur tilfinningamaður með gullbarka, má jafnvel flokka sumt á plötunni undir gæsahúðarefni, t.d. Cantico, sem ætti að geta orðið jafnvinsælt og Con te partiro af plötunni Romanza, sem allur heim- urinn hefur nú heyrt. Cantico er al- vörulag, sem ég marka af því að ég var með það á heilanum meðan ég var úti í búð að kaupa pasta og grænmeti. I heild er platan áheyrileg og vonandi dreymir þær milljónir sem kaupa plöturnar hans Bocellis um bræðralag og kærleika á jörðinni. Þá er vel. MorgunblaðiðAJón Svavarsson SKJÖLDUR Siguijónsson og Agla Egilsdóttir voru með ein- dæmum glæsileg á grímuballinu. HRINGIR og Magga Stína héldu uppi stemmningunni góðu. Mjög ' hátíðlegt Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD var haldinn grímudansleikur í Iðnó, þar sem fólk mætti í sínu fínasta og fékk svo afhenta grímu við innganginn. Hringir og Magga Stína léku fyrir dansi, og fannst söngkonunni mjög gaman þetta kvöld. „Það var rosalega skemmtilegt, al- veg geðveikt. Það verður alltaf svo skemmtileg stemmning þegar fólk kemur saman til að gera eitthvað al- veg sérstakt. Það voru allir mjög fín- ir með grímu, og þannig varð ballið svo hátíðlegt. Ekkert líkt dimmisjón þar sem maður ælir um leið og mað- ur kemur inn. Ég misskildi þetta reyndar og hélt að þetta væri furðu- fataball og mætti því með kanínu- eyru.“ COSMETIC hár o? ne?lur Ef þú vilt bæta húö þína, hár og neglur reyndu þá Silica Forte - þú finnur stóran mun eftir 3 til 6 mánuði! Kísill (Silica) er eitt mikilvægasta steinefnið fyrir líkamann. Hann fyrirfinnst meðal annars í elftingu og kísilþörungum. Silica Forte inniheldur einstakt kísilþykkni sem er mjög auðugt af flavóníðum. BÆTT MEÐ © VÍTAMÍNI Dreifing; Éh GÍIsaehF sími 533 3232 1 lif T i T I i T I i T T i T 11T I i T UT T i T Föt á alla fjölskylduna á frábæru verði! fATAMARICAbURINN QZ£NSAS\/ec;i 7 om ALLA VfíQA FHA11-11 f A f_T A T T j f T j ▼ T j f_T j f T j ▼ Tjf UT T j 1 ] 4T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.