Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 119. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS AP MANNRÆNINGINN gefur lögreglumönnum fyrirmæli; einn g’íslanna talar í farsima. Indland og Pakistan boða friðarviðræður Dras á Indlandi, Nýju Delhí, Islamabad. AP, Reuters. Eldur í veg- göngum Vín, Neuchatel í Sviss. AP, Reuters. AÐ minnsta kosti fjórir létu lífið og 67 slösuðust þegar mikill eldur kom upp í Tauern-veggöngunum í austur- rísku Ölpunum snemma í gærmorg- un. Síðdegis í gær var enn ekkd fylii- lega Ijóst hvort einhverra væri enn saknað, en björgunarstarf hafði gengið erfiðlega vegna reyks í göng- unum, og gífurlegur hiti í þeim hafði valdið því að þak þeirra hafði hrunið á kafla. Eldurinn kom upp þegar flutn- ingabíll, hlaðinn málningu, lenti í árekstri við annan bíl, er kom á móti honum, um 600 metrum frá nyrðri munna ganganna, sem eru 6,4 km löng. Kviknaði samstundis í flutn- ingabílnum, og urðu sprengingar í kjölfarið. Talið er að alls hafi um 50 bílar lent í slysinu. Göngin eru á hraðbraut E55, helstu tengiæðinni milli Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu og Balkanskaga. Um hádegisbil í gær var haft eftir björgunarmönnum að fjórir hefðu ekki komist lífs af úr göngunum, og hafði lík eins þeirra fundist. Af þeim er slösuðust var 31 fluttur á sjúkra- hús. Talið er að þetta sé versta slys sem orðið hefur í veggöngum síðan 41 fórst í eldsvoða er varð í Mont Blanc-göngunum í mars. I gær lokuðu svissnesk yfirvöld veggöngum þar í landi í kjölfar þess að rannsóknir leiddu í Ijós að göngin gætu breyst í dauðagildrur ef eldur brytist út í þeim. ----------------- NATO heldur árásum áfram Brussel. AP. TALSMAÐUR Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), Peter Daniel, sagði í gær að bandalagið myndi ekki hætta loftárásum sínum á Júgóslavíu þótt fregnir hafi borist af árangri í viðræðum Viktors Tsjernómyrdíns, samningamanns Rússa í deilunni. Daniel sagði árásir gærdagsins gegn Serbum í Kosovo, 66. árásar- daginn í röð, hafa verið árangurs- ríkar. Að minnsta kosti 17 fall- byssum og tveim skriðdrekum hefði verið eytt. Allar flugvélar NATO hefðu snúið heim heilu og höldnu. NATO biði þess að fá nánari fregnir af viðræðum Tsjernómyrd- íns og Slobodan Milosevics, Júgó- slavíuforseta, er fram fóru á fostu- dag. Tsjernómyrdín sagði þær hafa verið árangursríkar. INDVERSKAR herflugvélar gerðu í gær árásir á búðir skæruliða sem berjast gegn indverskum yfirráðum í Kasmírhéraði. Indverjar hafa sam- þykkt tilboð Pakistana um friðar- viðræður og er búist við að þær hefjist á næstu dögum. Pakistanski forsætisráðherrann bauðst til að senda utanríkisráð- herra sinn til Nýju Delhí til við- ræðna, og að því er upplýsingamála- ráðherra Pakistans tjáði fréttastofu Reuters í gær sættist forsætisráð- herra Indlands á þá tillögu. Indverjar hafa haldið uppi loft- árásum á búðir skæruliða frá því á miðvikudag. I gær sökuðu indversk blöð Pakistana um að hafa rofið friðarsáttmála milli ríkjanna, og í harðorðum leiðara sagði The Times of India að umheiminum væri ljóst, að um væri að ræða hreinar ofbeld- isaðgerðir af hálfu Pakistana. Pakistönsk stjómvöld hafa neitað því að þau hafi nokkur tengsl við skæruliðana í Kasmír, og utanríkis- ráðherra Indlands sagði á fóstudag að vera kynni að pakistanski herinn væri í samstarfi við skæruliðana án tilstillis pakistanskra stjórnvalda. „Okkur hafa borist upplýsingar um að pakistanska stjórnin hafi ekki átt mikinn þátt í þessu,“ sagði utanríkisráðherrann við frétta- menn. „Þetta er samsæri af hálfu hersins." Haft var eftir talsmanni skæru- liðanna í gær að væntanlegar friðar- viðræður myndu engu breyta fyrir þá. „Okkur varðar ekkert um niður- stöðuna og hún mun ekki skipta okkur neinu,“ hafði AP fréttastofan eftir fulltrúa skæruliðanna, er berj- ast gegn indverskum yfirráðum í Kasmír. Pakistan og Indland hafa tvisvar sinnum háð stríð vegna deilunnar um Kasmír síðan þau fengu sjálf- stæði frá Bretlandi 1947. Mann- ræningi felldur Þessalóníku, Elbasan í Albaníu. Reuters, AP. SÉRSVEIT albönsku lögreglunnar réðst í gær til inngöngu í gríska fólksflutningabifreið þar sem alb- anskur byssumaður hélt farþegum og bílstjóra í gíslingu. í árásinni var ræninginn felldur, og einnig féll grískur farþegi sem lögreglumenn skutu í misgripum. Grísk stjómvöld hafa fordæmt aðgerðir albönsku lög- reglunnar og sagt þær til marks um „virðingarleysi fyrir mannslífum". Ræninginn, 25 ára Albani, tók bifreiðina á sitt vald á föstudags- morgun skammt frá flugvellinum í Þessalóníku í Grikklandi. Um borð voru um fimmtán manns. Fimm konum var sleppt fljótlega. Eftir 12 klukkustunda akstur neyddi ræn- inginn bílstjórann til þess að aka yf- ir albönsku landamærin. Lögregla fylgdi rútunni eftir. Grísk yfirvöld höfðu greitt ræningjanum sem svarar ellefu milljónum króna, sem hann hafði krafist fyrir að láta gísl- ana lausa, en hann stóð ekki við orð sín og hafði í hótunum. Þegar komið var að albanska bænum Elbasan, sem er um 60 km suður af Tirana, um klukkan fimm í gærmorgun að íslenskum tíma, neyddi lögreglan rútuna til að stoppa og skutu lögreglumenn ræn- ingjann í gegnum framrúðu bílsins. Einn gíslanna, ungur Grikki, var skotinn þegar hann reyndi að kom- ast út úr rútunni um leið og ræning- inn hafði verið felldur. Grísk kona særðist einnig. Ræningjanum hafði verið látinn í té farsími til að hann gæti talað við lögreglu og fjölmiðla. „Ég er ekki að gera þetta út af peningunum," var haft eftir honum. „Ég gerði þetta út af því sem þeir hafa gert mér. Ég bið ekki um mikið, bara 50 milljón drökmur... Ég er mjög þreyttur." Obasanjo tekinn við Abuja í Nígeríu. Reuters. OLUSEGUN Obasanjo, hers- höfðingi, sór í gær embættiseið sem réttkjörinn forseti Nígeríu og lauk þar með 15 ára valdatíð hersins í þessu fjölmennasta landi Afríku. „Ég mun standa vörð um stjómarskrá Nígeríu, með Guðs hjálp,“ sagði Obasanjo. Nelson Mandela, fráfarandi forseti Suður-Afríku, og Karl Bretaprins voru meðal þeirra er vom við athöfnina. Obasanjo var látinn laus úr fangelsi fyrir tæpu ári, en hann var hnepptur í varð- hald fyrir meinta tilraun til upp- reisnar gegn fyrrverandi ein- ræðisherra landsins, Sani Abacha. Abacha lést í júní í fyrra og síðan hafa tilraunir til að koma á lýðræði í landinu gengið heldur brösuglega. Nígería stendur nú frammi fyrir einhverjum mesta efnahagsvanda sem steðjað hef- ur að landinu frá því það varð sjálfstætt ríki. Samgöngubot eða nattúrusplöll VIÐSKEPn ÆVINNUIÍF Á SUNNUDEQI SOLIN SEST ALDREI HJÁ STRAX SUNNUDAGUR Alheilaga memn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.