Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 37
MINNINGAR
VAL
SKOWRONSKI
+ VaI Skowronski
fæddist í bænuni
Adams í Massachu-
setts í Bandaríkjun-
um 26. mai 1914.
Hann lést á Land-
spítalanum 22. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar Vals voru Henry
Peter Skowronski og
Tekla Jaworska, þau
voru fædd í Banda-
ríkjunum en póisk að
uppruna. Val átti sex
systkini, þau eru:
John Peter, Henri-
etta, Helena, Henry
Francis, Zofia Tekla og Susanna
Hedwig. Þau eru öll látin nema
Zofia Tekla.
Val kvæntist 21. október árið
1953 Guðrtínu Þórðardóttur, htís-
móður, f. 28. maí 1918. Börn
þeirra eru: 1) Henry
Val, tækniteiknari, f.
19.12. 1952, maki
Helga H. Ltíthers.
Þeirra dóttir er Mar-
grét. Henry á tvö börn
af fyrra hjónabandi,
Guðrtínu Heigu og
Pálma. 2) Carol, verð-
bréfaráðgjafi, f. 16.12.
1954, maki Tomas
Mantz. 3) Agnes Sig-
urveig, útibússtjóri, f.
1.10. 1956, maki Don-
aid Arnold. Börn
þeirra eru Eran
Marcus og Sean Alex-
ander. 4) Tekla Guðrún, hár-
greiðslukona, f. 13.3. 1958. 5) Jane,
tannsmiður, f. 21.8. 1959. Sonur
hennar er Gunnar Val.
Val og Guðrún bjuggu í Kefla-
vík mest af sinni hjtískapartíð,
fyrst á Hafnargötu 72 og síðan á
Mánagötu 1, allt til ársins 1995
er þau fluttu að Árskógum 8 í
Reykjavík. Val skráði sig í
bandaríska herinn árið 1939 og
þjónaði í hernum seinni heims-
styrjaldarárin allt til ársins
1945. I hernum lauk hann prófi
sem bryti árið 1940, en við lok
herþjónustu bar hann titilinn
liðþjáifi. Hann vann sem bryti á
veitingastað í New York frá
1945-1948, er hann tók sig upp
og fluttist til íslands. Eftir að til
Islands kom vann Val á Kefla-
víkurflugvelli, fyrst sem bryti á
veitingastað og síðan í kaffiterí-
unni í „Navy Exchange" allt til
ársins 1977. Eftir að Val lauk
störfum á Keflavíkurflugvelli
rétti hann hjálparhönd á veit-
ingahúsinu Þristinum f Keflavík,
sem Guðrtín og tvær vinkonur
hennar ráku saman í félagi.
Útfór Vals verður gerð frá
Kristskirkju, Landakoti mánu-
daginn 31. maí og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Lífshlaup Vals Skowronskis var
um margt merkilegt, „Val hennar
Gunnu frænku“ eins og við systkin-
in kölluðum hann ávallt. Ég man
vel sem ungur drengur eftir Val
því mér þótti hann afar merkileg-
ur, hann var útlendingur, hafði ver-
ið hermaður og var með flott húð-
flúr á handleggnum sem hann
sýndi okkur krökkunum þegar við
báðum hann um það. Töluverður
samgangur hefur alla tíð verið á
milli fjölskyldnanna, en Gunna
frænka er uppeldissystir föður
míns. Börn Gunnu og Vals, þau
Henry, Systa, Sigga, Tekla og Ja-
ne, eru öll á svipuðum aldri og við
systkinin, svo heimsóknir til Kefla-
víkur voru ávallt spennandi. Þau
systkinin eni enn meðal okkar
bestu vina í dag. Val vann uppi á
Keflavíkurflugvelli og því var um
margt eins og að koma til útlanda
að heimsækja Gunnu og Val hér
áður fyrr, því þar var oft ýmislegt
á boðstólum sem almennt fékkst
ekki á íslandi og átti það sinn þátt í
að gera Val markilegri í augum
okkar krakkanna. Ég kynntist Val
fyrst almennilega sumarið 1975
þegar ég var í sumai’vinnu á Kefla-
víkurflugvelli, þá bjó ég á heimili
Gunnu og Vals á Mánagötunni í
Keflavík og minnist ég enn þess
tíma með þakklæti. Gunna frænka
hefur leikið stærra hlutverk í lífí
okkar systkinanna en hana grunar,
kærleik hennar og hlýju eru engin
takmörk sett og Val átti sinn þátt
þar í.
Val var hlédrægur og hæglátur
maður, hann var lítið gefinn fyrir
margmenni, en ef maður settist
með honum að spjalla lék hann á
als oddi og var skemmtilegur við-
ræðu. Hann var kaþólskrar tníar
og mjög trúrækinn maður. Áhuga-
mál hans voru silungs- og laxveið-
ar, hann var laginn veiðimaður og
hafði mikið yndi af veiðitúrum.
Uppáhaldsveiðiferðir hans voru í
Strauma í Borgarfirði með Ólafi
Finnbogasyni vini sínum og veiði-
félaga. Val hafði einnig mikinn
áhuga á frímerkja- og myntsöfnun.
í upphafi herþjónustu sinnar ár-
ið 1939 var Val staðsettur í Suður-
Ameríkuríkinu Panama, og reynd-
ist það seinna örlagaríkur áhrifa-
valdur á líf hans. Val veiktist þar af
malaríu og var fluttur á sjúkrahús,
herdeild hans fór stuttu seinna
með skipalest sem var sökkt og
fórust þar allir félagar hans,
sjúkrahúsvistin bjargaði þannig lífi
Vals. Val þoldi illa loftslagið í
Panama og hefur malaríuveikin átt
sinn þátt í því. Seinna árið 1948
þegar hann er að vinna í New York
kemur vinur hans með atvinnuaug-
lýsingu, þar sem boðin var vinna á
Keflavíkurflugvelli á Islandi. Val
ákvað strax að slá til og prófa, sér-
staklega til þess að komast í annað
og kaldara loftslag. Val heillaðist
strax af íslandi, bæði náttúru og
loftslagi. Árið 1950 hittir hann
Guðnínu Þórðardóttur og þar með
voru örlög hans ráðin, hann settist
að á Islandi. Óhætt er að segja að
það hafi verið hans gæfuríkasta
spor í lífinu er hann gekk að eiga
Guðrúnu í október árið 1953, því
Gunna frænka er einstök kona. Það
hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir
Val að búa hér á Islandi, taugar
hans til Bandaríkjanna voru ávallt
sterkar og alla tíð fylgdist hann
ekki síður með fréttum að utan en
hér heima. Ameríski hafnaboltinn
var hans uppáhaldsíþrótt og var
ein hans mesta skemmtun að fylgj-
ast með beinum útsendingum af
hafnaboltaleikjum í Bandaríkjun-
um. Hann reyndi að heimsækja
fjölskyldu sína í Bandaríkjunum
eftir megni og þess má geta að árið
1967, þegar Val var í heimsókn hjá
fjölskyldu sinni, var tekið viðtal við
hann í bæjarblaðinu og fyrirsögnin
þar er „Syngur Islandi lof‘. Þar
lýsir Val því að hann vilji hvergi
annars staðar búa en á íslandi og
fer fögrum orðum um loftslag og
náttúru.
Aðstæður hafa hagað því svo nú
síðustu árin að börn Vals og Gunnu
búa beggja vegna Atlantshafsins,
aðeins Jane dóttir þeirra býr á ís-
landi. Val hafði alla tíð haft mikla
ánægju af því að ljósmynda og ber
fjölskyldualbúmið þess vott, einnig
tók hann margar kvikmyndir af
fjölskyldunni strax á uppvaxtarár-
um bamanna, sem ekki var algengt
þá. Þessar myndir hélt hann mikið
upp á, sérstaklega nú í seinni tíð,
og hafði gaman af að skoða þær
tímunum saman, eflaust fannst
honum þær færa bömin og barna-
bömin nær sér. Þetta myndasafn
er arfur hans til fjölskyldunnar,
skilaboð um hversu mikilvægir ást-
vinir hans vom honum, hversu
mikilvægar minningamar em,
minningar um gleðistundir í lífi
fjölskyldunnar, sameiginlegar
minningar ástvina.
Heilsu Vals hrakaði síðustu árin
og naut hann einstakrar umönnun-
ar konu sinnar í veikindum sínum.
Það er þakkarvert að hann náði að
fara í febrúar sl. til Bandaríkjanna
í útför bróður síns, séra Johns Pet-
ers, og um leið að heimsækja dæt-
ur sínar og son og fjölskyldur
ÓLÖF SIG URBJÖRG
JÓHANNESDÓTTIR
+ Ólöf Sigurbjörg
Jóhannesdóttir
fæddist á Bæ í Mtíla-
sveit 25. maí 1912.
Hún lést á Sjúkra-
htísi Reykjavíkur 30.
apríl síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Langholts-
kirkju 14. maí.
Fyrir rúmum fjöra-
tíu árum hélt ég, þá níu
ára borgarbarn, á vit
ævintýranna í sveit til
Ólu frænku í Kvígind-
isfirði. Minningamar
streyma fram í hugann. Ég sé lág-
vaxna, kvika húsmóður standa á
bæjarhlaðinu, bera hendur að
munni sér og kalla kus, kus, komið
þið heim. Kýrnar vora svo hændar
að Ólu að oftast hlýddu þær kalli
hennar og kúasmalinn ungi slapp
við að tölta út í haga að sækja þær.
Hlæjandi matselju við svörtu kola-
eldavélina sem lokkar
fram girnilega rétti úr
selkjöti eða nýveiddum
silungi. Bograndi hús-
móður við bæjarlæk-
inn, með bláar hendur
af kulda, við að skola
þvottinn, segjandi sög-
ur til að létta okkur
störfin. Blíða móður
með olíulampa ganga
milli herbergja að af-
loknum vinnudegi til
þess að gæta að því að
allir legðust sáttir til
sængur. Á síðustu ár-
um sé ég kátan eldri
borgara búsettan í Kópavogi að
rifja upp liðinn tíma, prjónandi á
fjölmarga afkomendur og drengina
mína. Þakka þér fyrir að hafa mig í
fjögur gæfurík og hlý sumur og
reynast mér sem móðir.
Ég sendi fjölskyldu Ólafar mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ingibjörg Auðunsdóttir.
þeirra. Þær minningar sefa nú sár-
an aðskilnað vegna vegalengda.
Elsku Gunna, ég og fjölskylda
mín vottum þér og fjölskyldu þinni
einlæga samúð okkar. Megi minn-
ing um góðan mann styrkja ykkur í
missi ykkar.
Blessuð sé minning Vals
Skowronskis.
Guðmundur Guðmundsson.
Elsku afí.
Minningar okkar um þig munu
verða okkur veganesti um ókomna
framtíð.
Standið ekki við gröf mína og fellið tár;
ég er ekki þar. Ég sef ekki.
Eg er vindurinn sem blæs.
Ég er demanturinn sem glitrar á fónn.
Ég er sólskin á frjósaman akur.
Ég er hin milda vorrigning.
Þegar þú vaknar í morgunkyrrð
er ég vængjaþytur fuglanna.
Ég er stjaman sem lýsir á nóttu.
Standið ekki við gröf mína og fellið tár;
ég er ekki þar. Ég lifi.
(Höfiók.)
Góður Guð geymi afa okkar.
Guðrún Helga,
Gunnar Val og Pálmi.
Fljót er sem myndlíking hins
mannlega lífs. Við helga fæðingu
okkar eram við skírð í því og við
andlát er stráð helgu vatni fljótsins
yfir kistu okkar, sem táknræn at-
höfn blessunar Guðs.
Fljótið streymir endalaust
áfram, á sama hátt og líf okkar.
Það streymir umhverfis kletta og
hindranir, yfir boðaföll og fellur
fram sem foss, en finnur ávallt
bestu leið að endamarkinu. Líf
okkar era eins, munurinn aðeins sá
að hrynjandi okkar er í kringum
gleði og sorgir, lífið rennur áfram
frá fæðingu til dauða, en framrás
þess er sífelld.
Fljót er sá staður sem Val undi
sér best við, þar fann hann kyrrð
og gleði í hjarta. Standandi út í
miðri á, með veiðiflugu stangar-
innar dansandi á vatnsfletinum,
finnandi strauminn og lífið í vatn-
inu, þá var hann sáttur við Guð
sinn.
Á hverju ári fór Val í veiðiferðir í
ár eins og Straum, Norðurá og í
Sogið. Tímum saman glímdi hann
við þessi fljót og oftar en ekki hélt
hann stoltur á aflanum í hendi við
myndatöku og gleðin skein í brosi
hans. Á sama hátt átti Val margar
gleðistundir með fjölskyldunni í
sumarbústaðnum á Þingvöllum og
þá var gjarnan reynt við veiðar á
meðan dagsljós entist.
Fljót lífsins streymir áfram, þótt
það hafi nú hrifið Val með sér.
Fjölskylda hans stendur á bökkum
þess og mun ávallt muna hann þar
með stöng í hönd, glaðan í bragði
yfir því besta sem fljót lífsins aflaði
honum.
Hvert okkar sér fljótið frá sínu
sjónarhorni, en minning um góðan
mann er okkur sameiginleg og
þakklætið er einlægt fyrir að fá að
standa á bökkum fljótsins þar sem
lífsandi hans rann hjá í framrás
sinni að lokatakmarkinu.
Thomas Mantz.
Vilt þú læra
skemmtilegt og
gefandi handverk?
Iðnskólinn býður upp á skemmtilegt nám í bókbandi.
Búið er að stytta námið og gera það hnitmiðaðra.
Áhersla er lögð á handverksþáttinn og engar kvaðir eru
á að vera samningsbundinn hjá meistara.
Hér eru taldir upp nokkrir þeir kostir sem
þetta nám hefur.
Samfellt nám í skóla
Styttra nám
Áhersla á handbókband
Engin samningskvöð
Gefandi handverk sem veitir
góða atvlnnumögulelka
Auðveldar fólki að skapa sér
sjálfstæðan atvinnurekstur
Nánari upplýsingar lijá Iðnskólanum i Reykjavik
i síma 5S2 6240
Veldu
besta leikmanninn
www.simi.is
0 V
i LANDSSÍMA
DEILDIN