Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 57
----------------------^
FOLK I FRETTUM
MYNPBÖNP
Hreinskil-
inn Rodman
Ég á mig sjálfur
(Bad as I Wanna Be)
Huimildarmynd
★★
Framleiðendur: John Perrin Flynn.
Leiksljóri: Jean de Segonzag. Hand-
ritshöfundar: John M. Gar og Ant-
hony Haywood. Byggt á sögu Dennis
Rodman og Tim Keown. Aðalhlut-
verk: Dwayne Adaway. (92 mín)
Bandarísk. Skífan, mai 1999. Öilum
leyfð.
NBA-leikmaðurinn Dennis Rod-
man er mörgum kunnur fyrir kraft-
mikinn körfubolta og djarfa ímynd
sína. í þessari
leiknu heimildar-
mynd segir
kappinn sögu
sína frá því að
hann var vand-
ræðaunglingur í
fátæktarhverf-
um Dallas-borg-
ar til dagsins í
dag. Myndin er
byggð á sjálfsævisögu Rodmans
sem vakti bæði athygli og hneyksl-
an er hún kom út. í myndinni, líkt
og í bókinni, er Rodman sérlega
hreinskilinn í lýsingum á sjálfum
sér og andrúmslofti NBA-deildar-
innar sem margir hafa gagnrýnt
fyrir að hafa meiri áhuga á pening-
um en boltanum. Megináherslan er
þó á þroskabraut Rodmans sjálfs,
sem sýnir feimnislaust, hvemig
hann þroskaðist úr hálfgerðri álku í
þann djarfa og frjálslynda einstak-
ling sem hann er nú (eða segist
vera). Myndin hefur jafnframt
áhugaverðan stíl sem bætir upp fyr-
ir þá viðvaningsslikju sem við hana
loðir. Leikarar standa sig alveg
ágætlega og er gaman að Rodman
sjálfum sem gegnir hlutverki sögu-
manns með glott á vör. Þessi mynd
er NBA-aðdáendum eflaust mikill
fengur og aðrir gætu vel haft gam-
an af henni.
Heiða Jóhannsdóttir
Góð myndbönd
Keimur af kirsuberi
(Ta’m E Guilass) iHrk
Sterk og einföld mynd íranska leik-
stjórans Abbas Kiarostami gefur inn-
sýn í ytri og innri baráttu ólíkra per-
sóna á fjarlægu heimshorni.
Þjófurinn★★★
Ljúfsár og heiliandi kvikmynd um lít-
inn dreng sem finnur langþráða íoð-
urímynd í manni sem er bæði svika-
hrappur og flagari.
Úr augsýn (Out of Sight) irkk
Óvenju afslöppuð en jafnframt þokka-
full glæpamynd eftir sögu Elmore Le-
onard og ber fágað handbragð leik-
stjórans Soderberghs.
í hundakofanum
(In the Doghouse) krk'k
Skemmtileg fjölskyldumynd sem tek-
ur sig mátulega alvarlega. Kímnin lyft-
ir frásögninni og gerir að verkum að
flestir ættu að geta notið góðrar
stundar við skjáinn.
Óskastund (Wishmaster) kk'k
Einfold saga en ágætlega unnin og yfir
meðallagi skemmtileg. Fín afþreying
og eitthvað aðeins meira fyrir aðdá-
endur hryilingsmynda.
Innbrotsmenn (Safe Men) kk'k
Mjög skrítin og alveg sérstaklega vit-
laus mynd en skemmtileg á köflum og
sprenghlægileg inn á miili, og óhætt að
mæla með við flesta sem leita sér að
stundarafþreyingu
Fjárhættuspilarinn
(The Gambler) ickk'k
Skemmtileg saga sem fléttar saman
skáldskap og raunveruleika á marg-
slunginn hátt. Handritið er í sérflokki
og leikurinn frábær.
Hershöfðinginn
(The General) kk'k
Vel gerð og ágætlega leikin írsk mynd
um glæpamanninn Martin Cahill sem
ólst upp í fátækrahverfum Dyflinnar
og varð eins konar goðsögn á sínum
heimaslóðum.
Tökum sporið
(Dance With Me) kk'k
Þessari dansmynd er óhætt að mæla
með fyrir þá sem kunna að meta suð-
ræna sveiflu, notalega rómantík og
sykursæta leikara.
„SUPER“
KENNARAR
BEN LUIS - stórkostlegur
kennari frá USA
heldur námskeið í
BREAK og SALSA.
Kennsia hefst hann 4. jóní.
Bnnig kennir okkar frábæra
j NATASHA ROYAL sem þjálfað
hefur bæði bikar- og
íslandsmeistarana í BREflK.
Innritun og upplýsingar í síma
552 0345,
frá kl. 16-19 daglega.
Dansinn kkk'k
Dansinn er besta íslenska kvikmynd
síðustu ára og vekur vonir um bjartarí
framtíð greininni til handa.
Evuvík (Eve’s Bayou) kkkk
Óvenjulegt samræmi er í myndinni
sem stöðugt minnir á hita, ástríður og
galdur. Evuvík er án efa eitt besta,
djarfasta og metnaðarfyllsta fjöl-
skyldudrama sem fest hefur verið á
fílmu lengi lengi.
Snáksaugu
(Snake Eyes) kk'k
„Snake Eyes“ undir greinilegum áhrif-
um frá meistara Hitchcock en nær
ekki þeim hæðum sem henni eru ætl-
aðar. Tæknivinna er að vonum óað-
finnanleg og leikur ágætur.
Hin eina sanna Ijóska „The Real
Blond“ ★★★
Verulega góð og þaulhugsuð mynd
sem vekur upp þarfar og áhugaverðar
spumingar um sambönd kynjanna frá
ólíkum sjónarhomum.
Kossinn „Kissed“ ★★★
VeJ leikin og skrífuð mynd, fáguð í út-
liti og framsetningu og í ljósri mótsögn
við óhugnarlegan efniviðirm. Ótrúlega
djörf og eftirminnileg á sinn sérstaka
hátt. Vel þess virði að skoða, fyrir þá
sem treysta sér.
Skuggamyndir
„Portraits Chinois" ★★'A
Skuggamyndir er ágæt skemmtun
ogkrefjandi tilbreyting frá bandarísku
síbyljunni. Persónur em margar og
myndin kallar á vakandi athygli áhorf-
andans allan tímann.
Truman þátturinn.
„The Truman Show“ kkkk
Stór, „sönn“ og frábærlega uppbyggð
samsærískenning sem lítur gagnrýnið
á menningu samtímans. Handritið er
afburðagott og myndin óaðfínnanleg
frá tæknilegu sjónarhorni. Mynd sem
allir ættu að sjá.
Gildir einu „Whatever" kkk
Raunsæisleg kvikmynd um umstang
uppvaxtaráranna á fyrri hluta níunda
áratugarins. Jarðbundin og þroskuð
nálgunin gerir myndina áhrifaríka.
Handan við hornið „Next Stop
Wonderland” kkk'k
Nýstárleg og vel gerð rómantísk gam-\
anmynd sem skartar margbreytilegri
persónusköpum og skondnum húmor.
Góð mynd sem skilur eftir sig notalega
sumartilfínningu.
Risinn minn
„My Giant“ kk'k
„Risinn minn“ er góðlátleg lítil mynd
sem ætti að geta verið ágæt skemmtun
fyrír alla fjölskylduna.
Kennslustund í tangó
„The Tango Lesson" kkk
Einkennist af sérstökum mótsögnum.
Sjálfhverf, tilgerðarleg og vond, en um
leið einlæg, djörf og kímin. Þetta er
margslungin mynd sem stendur og
fellur með viðtökum hvers og eins.
Guðmundur Ásgeirsson/Heiða
Jóhannsdóttir/Ottó Geir Borg
DAMMÚUI
‘fla“ Verzlunarskóli íslands
Innritun nýnema vorið 1999
Nýútskrifaðir grunnskólanemar
Umsóknarfrestur um skólavist í Verzlunarskóla
✓
Islands rennur út fostudaginn 4. júní kl. 16:00.
Verzlunarskóli íslands getur nú innritað 280 nemendur til náms í 3. bekk. Berist fleiri umsókn-
ir verður valið úr þeim á grundvelli einkunna í samræmdum greinum á grunnskólaprófi.
Reiknað er meðaltal samræmdra einkunna og skólaeinkunna. Eldri umsækjendur, og þeir sem
hafa stundað nám í erlendum grunnskólum, eru þó metnir sérstaklega.
Nemendur sem innritast í Verzlunarskóla íslands geta valið eftirtaldar námsbrautir til stúdentsprófs:
Braut
Alþjóðabraut:
Hagfræðibraut:
Málabraut:
Stærðfræðibraut:
Viðskiptabraut:
Samskipti á erlendum tungumálum. Saga og menning
helstu viðskiptalanda, alþjóðastofnanir og starfsemi þeirra.
Viðskiptagreinar, stærðfræði og tungumál. Góður grunnur að
háskólanámi í hagfræði og öðrum þjóðfélagsgreinum.
Fimm erlend tungumál í kjama. Góður grunnur að háskólanámi í
erlendum tungumálum og málvísindum.
Stærðfræði, raungreinar og viðskiptagreinar. Góður grunnur að
háskólanámi í verkfræði og raunvísindum.
Rekstur og stjómun fyrirtækja. Stofnun og rekstur eigin
fyrirtækis. Góður gmnnur að háskólanámi í viðskiptagreinum.
Á fyrsta ári velja nemendur milli þýsku og frönsku en að öðm leyti stunda allir sama nám.
Að loknu fyrsta námsári er valið milli brauta.
Sérkenni hverrar brautar mótast af því framhaldsnámi sem stefnt er að og þeirri
starfsþjálfun sem nemendur fá.
Verslunarpróf er tekið að loknu tveggja ára námi og stúdentspróf að loknu fjögurra ára námi.
Umsóknareyðublað fylgir grunnskólaskírteinum en það má einnig fá á skrifstofu skólans og
þar sem sameiginleg innritun í framhaldsskóla fer fram.
Upplýsingar um nám er að finna á heimasíðu skólans http://www.verslo.is
Þar er einnig hægt að leggja inn fyrirspumir og umsókn um skólavist.
Opið hús
verður í Verzlunarskóla íslands þriðjudaginn 1. júní 1999 frá kl. 15:00-18:00.
Þar munu kennarar og námsráðgjafar veita upplýsingar um
námið í skólanum og taka á móti umsóknum.
Verið velkomin.
OPIÐ I DAG
SUNNUDAG 12-17
Symnsarhelsi
SUÐURLANDSBRAUT 22 - S: 553 7100 / 553 6011