Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ j | Í : Keyptu beint frá Kanada '97 Jeep Laredo 4x4 '98 Lincoln Navigator 4x4 '97 Ford diesel 15 manna '99 Suzuki Gr vitara 4x4 '96 Chev. diesel Pickup 4x4 FOB HALIFAX - KANADISKUR DOLLAR Til afhendingar strax North Atlantic Trading Corp. Sími 0015146372486 Fax 0015146373699 Netfang: natcome@aol.com Tilboðsverð 16.600,-s«gr. MODEL 20606X50 6 HP, 51 cm sláttubreidd. Grassafnari og drif. MODEL 20101X50 3.5 HP, 51 cm sláttubreidd. SLÁTTUVÉLAR á tilboðsverði Tilboðsverð 35.000 - 1URRAY sláttutraktorar á verðum frá 140.000,- stgr. Tilboð giida til 08.06*99 eða meðan birgðir endast. ÞOR HF Reykjavik - Akureyri REYKJAVÍK: Armúll 11 - Síml 568 1500 AKUREYRI: Lónsbakki - Sími 461 1070 www.thor.is LISTIR Lagarljóð Kópavogsskálda SKÁLDKONUR í Ritlistarhópi Kópavogs komu nokkrum ljóðum fyrir í heitu pottunum í Sundlaug Kópavogs á dögunum. Ljóðin eru 32 að tölu og yrkisefnið fijálst. Skáldkonurnar eru Krisljana Emil- ía Guðmundsdóttir, Sigríður Vil- hjálmsdóttir, Guðrún Guðlaugsdótt- ir, Sigrún Oddsdóttir, Anna S. Björnsdóttir, Helga K. Einarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Guðríð- ur Lillý Guðmundsdóttir. Vonast skáldin til að ljóðin muni lífga upp á heimsóknir í heitu pott- ana og leyfi fólki að njóta skáid- skapar í þeirri slökun er heitu pott- amir og laugamar veita í önnum hins daglega h'fs. Ritlistarhópur Kópavogs hefur starfað í nokkur ár, félagar hópsins em skáld og rithöfundar í Kópa- vogi. Vikulegir fundir og upplestr- ar hópsins em á kaffistofu Gerðar- safiis á fimmtudögum klukkan 17 á veturaa. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SKÁLDKONURNAR með lagarljóðin: Krisljana Emilía Guðmunds- dóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Guðríður Lillý Guðmundsdóttir, Anna S. Bjömsdóttir og Sigrún Oddsdóttir. Fjarverandi þegar ljósmyndara bar að garði vora Helga K. Einars- dóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir. Presturinn Koesler og málefni kirkjunnar ERLEIVDAR BÆKLR Spennusaga „THE GREATEST EVIL“ eftir William X. Kienzle. Ballantine Books 1999. 294 síður. BANDARÍSKI spennusagnahöf- undurinn William X. Kienzle er fyrr- um prestur, sem í meira en tvo ára- tugi hefur skrifað sakamálasögur um kaþólska prestinn Robert Koesler í Detroit. Þekktasta sagan um Koesler er án efa sú fyrsta, „The Rosary Murders“, sem kvikmynduð var með Donald Sutherland í aðal- hlutverkinu. Síðan hafa Koesler-sög- umar komið út hver á fætur annarri einu sinni á ári og eru orðnar um tuttugu talsins. Sú nýjasta heitir „The Greatest Evil“ og kom fyrir skemmstu út í vasabroti hjá Ballantine bókaútgáfunni en hún segir frá yfirvofandi starfslokum Koeslers og hvernig honum gengur að koma nýjum manni í starfið gegn vilja biskupsins síns. Heldur er hér um óspennandi og leiðigjarnan lest- ur að ræða og mun síðri sögu en mátti finna t. d. í síðustu bók höfund- arins, Maðurinn sem elskaði Guð eða „The Man Who Loved God“. Strangur biskup Mikill hluti nýju bókarinnar varð- KÓR Karlsháskóla í Prag hefur boð- ið Hamrahlíðarkórnum í heimsókn til Tékklands og heldur kórinn utan mánudaginn 31. maí. Kórinn mun koma fram á femum tónleikum, m.a. hátíðartónleikum í viðhafnarsal Karlsháskóla, og syngja auk þess við tvær messur. Af þessu tilefni verður Hamrahlíðarkórsins með styrktartónleika í Háteigskirkju í dag og hefjast þeir kl. 16.00. Tónleikar Hamrahlíðarkórsins verða í Prag og borginni Hradec Králové í nágrenni Prag. Verkefna- skráin verður ah'slensk, en að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur, stjórnanda kórsins, er þessa stundina unnið að því úti að þýða dagskrána á tékk- nesku. Á verkefnaskrá er m.a. Is- lenskt rapp eftir Atla Heimi Sveins- son sem verður frumflutt á tónleik- um kórsins í Háteigskirkju í dag. „íslenskt rapp,“ segir Þorgerður, „er ótrúlega spennandi verk. Við höfum í okkar röðum mjög duglegan básúnuleikara sem er að ljúka ein- leikaraprófi úr Tónlistarskólanum í ar starfsemi kirkjunnar og álit í ýmsum málefnum þar sem takast á kenningar strangtrúarmanna og hinna sem frjálslyndari eru og er kannski óþarfi að taka fram að presturinn/spæjarinn Koesler, mál- pípa höfundarins, er í síðarnefnda hópnum. Kienzle tekst ekki að setja málefnin fram á spennandi eða for- vitnilegan hátt enda kannski alls ekki á allra færi og uppbygging sög- unnar býður í raun ekki upp á mikil og spennandi tilþrif. I henni rekur Koesler einfaldlega sögu biskups- ins, sem á þátt í vandræðum hans, og er sú upprifjun bæði löng og ströng. Vincent Delvecchio heitir bisk- upinn sem um ræðir en Koesler hef- ur þekkt hann allt sitt líf. Sem ungur maður og tilvonandi prestur var hann svipað innrættur og Koesler en með ámnum hefur hann orðið for- pokaður og strangur bókstafsmaður sem þolir engin frávik frá kennisetn- ingunum, hefur tapað sambandinu við systur sína og bróður og beitir jafnvel stöðu sinni til þess að níðast á náunganum. Koesler rekur hvemig maðurinn varð eins og hann er og kemur inn á sjálfsmorð frænda hans, banvænan sjúkdóm móður hans, fóstureyðingar systur hans, en hún er læknir, og hjúskaparstöðu bróður hans, sem verið hefur í sambúð með sömu konunni í aldarfjórðung en aldrei kvænst henni; altso lifað í synd allan þennan tíma. Sjálfur á biskupinn í einstaklega klaufalegu Reykjavík. En verkið er samið fyrir kórinn, með hann í huga, og er sam- leikur kórsins og básúnunnar." Að sögn Þorgerðar hefur Atli hagað verkinu þannig að í Tékklandi mun kórinn fara með ákveðinn hluta text- ans á tékknesku. „Við eram því búin að vera að bjástra við tékkneskuna undanfarið,“ segir hún. Tékklandsferðina segir Þorgerð- ur til komna vegna starfs kórsins á alþjóðavettvangi. „Kór Karlsháskól- ans hefur í gegnum tíðina sýnt okk- ur mikinn áhuga og aðdáun, en það var svo fyrir um fimm árum að þeir komu formlega til okkar eftir tón- leika á Europa cantat og buðu okk- ur til Prag. Síðan er þetta búið að liggja í loftinu, en ferðin hefur ekki verið farin fyrr en nú,“ bætir hún við. Að sögn Þorgerðar leggst ferðin prýðisvel í hana. „Þetta eru mjög duglegir krakkar og það hefur verið töluverð vinna að fullæfa dagskrána á sama tíma og þeir sem era í skóla hafa verið í prófum." ástarsambandi ef ástarsamband skyldi kalla. Allt hefur þetta saman- lagt mótað prestinn unga og síðar biskupinn með mjög neikvæðum hætti þar til Koesler ákveður að nú sé nóg komið. Viðtal í lokin Fjölskyldumeðlimir biskupsins þjóna allir hlutverki sem fulltrúar þeirra viðfangsefna sem kaþólska kirkjan hefur glímt við í gegnum ald- irnar fremur en persónur af holdi og blóði og virka því kannski óþarflega óspennandi. Höfundurinn Kienzle brúkar þær til þess að fjalla um við- horf kirkjunnar til málefna eins og sjálfsmorðs, fóstureyðinga, óvígðrar sambúðar og fleira sem til fellur; skírlífi presta meðal annars. Allar þær umræður blandaðar upprifjun- um á ævisögu biskupsins og virka helst til gamaldags og þreyttar og við bætist að Kienzle verður seint talinn frísklegur penni. Útgefandinn birtir viðtal við höf- undinn í lok bókarinnar þar sem hann er spurður út í hitt og þetta eins og muninn á starfi rithöfundar- ins og prestsins, óánægju hans með bíómyndina sem gerð var eftir „The Rosary Murders", lesbækur og upp- áhalds rithöfunda sína. Þeir era: Pat Conroy, Donald Westlake, Loren Estleman, Ferrol Sams, Markús, Lúkas, Matthías og Jóhannes. Arnaldur Indriðason Stúlkna- raddir í Seljakirkju STÚLKNAKÓR Tónlistarskól- ans í Keflavík heldur tónleika í nýjum safnaðarsal Seljakirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni era íslensk þjóðlög, sönglög, ættjarðarlög og dægurlög, dagskrá sem kór- inn söng í Bandaríkjunum um síðustu mánaðamót. Einnig mun kórinn syngja nokkur lög á ensku, sem stúlkumar þurftu að læra fyrir kóramótið Amer- ica Sings. Stjórnandi kórsins er Gróa Hreinsdóttir og undirleikari Karen Sturlaugsson. Sýningum lýkur Gallerí Kambur SÝNINGU Kristjáns Krist- jánssonar á 40 tölvuklippi- myndum í Galleríi Kambi í Holta- og Landsveit lýkur í kvöld, sunnudagskvöld. Hamrahlíðarkór- inn til Tékklands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.