Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Finnlandsforseti til Moskvu aö reyna aö semja um Kosovo: Sífellt fleiri vilja hóta Stríðsherrann okkar lætur varla standa á sér þegar að landhernaði kemur, enda aldrei fyrr haft svo marga vaska menn undir vopnum. íslendingar eiga sæti í nefnd Sameinuðu þjóðanna um 2000 vandann Alþjóðleg könnun um 2000 vandann HAUKUR Ingibergsson, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður íslensku 2000 nefndarinn- ar, á sæti í stjómamefnd Upplýsingamið- stöðvar Samein- uðu þjóðanna um 2000 vand- ann. Hann sagði að markmið nefndarinnar, sem var sett á laggimar í febr- úar síðastliðn- um, væri í gróf- um dráttum að reyna að fá heildar- yfirsýn yfir vandann og aðstoða þá sem þyrftu á aðstoð að halda. Þetta er m.a. gert með því að hvetja til og styðja aðgerðir ein- stakra ríkja, svæða og atvinnu- greina vegna 2000 vandans og með því að miðla upplýsingum um stöðu ríkja og atvinnugreina varðandi lausn á 2000 vandanum og hvetja til gerðar viðlagaáætlana. ísland fulltrúi smáþjóða Haukur sagði að íslendingar væra fulltrúar smáþjóðanna í nefndinni, en auk Islands eiga Pakistan, Filippseyjar, Marokkó, Bandaríkin, Holland, Mexíkó, Jap- an, Bretland, Chile, Kórea og Búlgaría, fulltrúa í nefndinni. Hann sagði að mesta vinnan færi fram á skrifstofu nefndarinnar í Was- hington en tæknin, þ.e. tölvupóstur, gerði honum kleift að vinna sína vinnu hér og því væri lítið um ferða- lög. Að sögn Hauks var eitt af fyrstu verkefnum Upplýsingamiðstöðvar- innar að reyna að byggja upp tengsl við sem flest ríki og athuga hvort verið væri að takast á við vandann með réttum hætti. Alls hafa 155 ríki skipað sérstakan tengslamann vegna vandans og fara samskipti nefndarinnar við einstök ríki nú einkum í gegnum þá. Þróunarlöndin standa verst að vígi „Við höfum reynt að einbeita okk- ur frekar að þróunarlöndunum og þeim sem við vitum að minna er komið af stað hjá,“ sagði Haukur. „Það era þróunarlöndin og lönd sem standa illa efnahagslega eins og austantjaldslöndin og Asíulöndin, sem standa verst að vígi.“ Haukur sagði að þessa daga væri í fyrsta skipti verið að framkvæma alþjóðlega könnun um vandann „Við eram nú að gera mat ó sam- ræmdu formi hjá löndum heimsins og það verður reynt að ná því sam- an og vinna eitthvað upp úr því fýrir fund sem haldinn verður í New York upp úr miðjum júní.“ „Á fundinn í júní verður reynt að fá alla þá sem leiða starfið í kring- um 2000 vandann í sínum þjóðfélög- um og eins sérfræðinga frá alþjóða- stofnunum. Stefnt er að því að á fundinum verði greint frá því hvemig ástandið er, en það er alveg ljóst að í lok ársins munu koma upp einhver vandamál því ýmsir verða ekki búnir með það sem þeir hefðu átt að vera búnir með.“ Upplýsingamiðstöð Sameinuðu þjóðanna hefur sett upp upplýsinga- vef, sem auk þess að vera upplýs- ingabrannur um vandann hefur að geyma tengingar inn á vefi ríkja og stofnana. Netslóðin er: http://www.iy2kee.org. Sumaráætlun Viðeyjarferju Engeyjarsigl- ingar í sumar Viðeyjarferjan hf. hefur sumaráætl- un í dag. Ferjan hefur siglt milli Reykja- víkur og Viðeyjar frá því fyrir 1970 en Eysteinn Yngvason hefur rekið ferjuna frá árinu 1993. Hann var spurður hvort fyrirhugaðar væru ein- hverjar breytingar á ferðum ferjunnar í sum- ar? ^ „Aætlunin er eins og hún var á síðasta ári - laugardaga og sunnudaga siglir hún á heilu tímun- um, fyrsta ferð klukkan 13.00 til Viðeyjar en síð- asta ferð til eyjarinnar er klukkan 17.00. Einnig era kvöldferðir þessa daga og fimmtudaga og föstudaga. Við höldum uppi þessari þjónustu samkvæmt samningi við Reykja- víkurborg. En hins vegar erum við eigendur Viðeyjarferjunnar með aðrar siglingar undir nafn- inu Siglingamiðstöðin hf. og bjóð- um þar upp á stangveiðiferðir fyrir hópa, 5 til 100 manns, síðan frá byrjun júní fram í miðjan ágúst út í Lundey á Kollafirði fyrir þá sem vilja skoða lundann, þær taka um tvo tíma. I þeim ferðum er viðkoma í Viðey í bakaleiðinni. Loks erum við að hefja í júnímánuði reglulegar ferðir út í Engey.“ - Hvað er að sjá í Engey? „Það er ekki bryggja í Engey svo við eram að taka í notkun sérstakan bát sem er útbúinn til þess að taka land þar sem er hafnleysa. Þessar ferðir út í Eng- ey verða allar famar í fylgd far- arstjóra. Það sem hægt er að skoða í Engey er m.a. minjar frá hemámsárunum, neðanjarðar- byrgi og húsarústir, fallbyssu- stæði og fleira. Við höfum farið með hópa út í Engey til þess að skoða þetta og menn haft mikið gaman af. Geysi fjölbreytt fugla- líf er í Engey.“ - Eru svona ferðir mikið sótt- ar? „Já, þessar ferðir sem við höf- um farið út í Engey hafa vakið athygli og áhuga manna og ánægju þeirra sem farið hafa í þær. Viðeyjarferðirnar era mikið sóttar, það fara út í Viðey um 17 til 20 þúsund manns á ári.“ - Er mikið um að vera í Viðey á sumrín? „Já, þar er ýmislegt í boði, þar er rekin hestaleiga og reiðhjóla- leiga og það hefur verið boðið upp á staðarskoðun á þriðjudags- kvöldum, skálinn í Viðey, Viðeyj- amaust, er mikið sóttur m.a. af skólakrökkum á vorin, þar er stór og mikil grillaðstaða, þetta er vinsælt til fjölskylduferða, starfsmannaferða, leikskólaferða og fleira. Einnig koma hópar í félagsheimili --------- Viðeyingafélagsins í gamla vatnsgeymin- um. Þá hefur fólk sótt þó nokkuð í mynda- sýningu sem verið hefur í gamla skólahúsinu. Fólk hefur einnig gert sér ferð til að skoða lista- verk Richard Serra, sem er út í eyjunni. Loks fara sumir bara til að njóta útivistar, borða nesti og þess háttar.“ -Er fólki heimilt að tjalda í Viðey? „Já, fæstir vita að það er heim- ilt. En það eru tjaldstæði á svæð- Eysteinn Yngrason ►Eysteinn Yngvason er fæddur 8. maí 1955 í Reykjavfk. Hann lauk prófi frá Vélskóla íslands árið 1978. Hann hefur starfað sem útgerðarmaður lengst af og rekur nú Viðeyjarferjuna, en það hefur hann gert frá 1993. Hann var með rekstur Grímseyjarferj- unnar Sæfara frá 1993 til 1996. Hann er kvæntur Bergljótu Vikt- orsdóttur og eiga þau þrjá syni. Um 20 þúsund manns á ári inu við Viðeyjamaust þar sem fólk getur tjaldað. Einnig hafa sumir fengið að tjalda annars staðar í samráði við ráðsmann Viðeyjar.“ - Er yfirleitt sjóveður til Við- eyjarsiglinga? „Það er helst að það sé ófært einhverja daga á ári að vetrar- tímanum. Við siglum með hópa til Viðeyjar allt árið og falla sjaldan úr ferðir." - Flytjið þið oft út fólk í brúð- kaup og aðrar athafnir í Viðvey? „Já, bæði í brúðkaup, ferming- ar og messur. Margar athafnir era haldnar í Viðey á ári hverju. Meðan áætlunarferðir standa yf- ir er boðið upp á kaffiveitingar í Viðeyjarstofu og nýta sér það margir. Svo hafa hópar fengið þjónustu frá Viðeyjarstofu í Við- eyjamausti." - Er ágóði af þessarí starfsemi allrí? „Já, þetta ber sig, það er ekki spurning.“ - Er vinsælt að sigla í lunda- skoðun út á Kollafjörð? „Ferðamenn hafa sótt mikið í þær ferðir. Það er talið að um fjögur þúsund lundapör séu í Lundey, fólki hefur komið sú tala óvart, það heldur að lundinn sé ekki svona algengur hér á Sund- unum, heldur að hann sé helst í Vestmannaeyjum. Þetta heyrir maður oft á tali fólks þegar við rennum upp að Lundey. Undan- farin sumur höfum við farið þrjár ferðir í viku, en það hefur ekki dugað svo þetta sumarið verð- um við með daglegar ........ ferðir út að Lundey. Loks má geta þess að við gerum líka út skemmtiskipið Ámes. Það liggur í Reykjavíkur- höfn og við förurn með hópa á því um Sundin og út á Faxaflóa allt árið um kring, þótt vissulega séu flestar ferðirnar famar á sumrin. Við föram um hverja helgi með um 200 manns í skemmtisigling- ar. Þessa þjónustu hafa starfs- mannafélög gjarnan nýtt sér, svo og erlendir ferðahópar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.