Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL
Sameinuðu þjóðanna hefur
gefíð út formlega ákæru á hend-
ur Slobodan Milosevic Júgó-
slavíuforseta. Er þetta í fyrsta
skipti í sögunni sem sitjandi
þjóðhöfðingi er ákærður fyrir
stríðsglæpi og glæpi gegn mann-
kyninu.
Segir Louise Arbour, aðalsak-
sóknari dómstólsins, að fyrir
liggi sannanir um að Milosevic og
samstarfsmenn hans beri ábyrgð
á því að 740 þúsund Kosovo-Alb-
anir hafi verið hraktir frá heim-
kynnum sínum auk þess að bera
ábyrgð á 340 morðum. Tók hún
fram að ekki væri einungis um að
ræða ábyrgð er rekja mætti til
stöðu viðkomandi, heldur gengi
ákæran út frá því að hinir
ákærðu bæru persónulega
ábyrgð á ódæðisverkunum.
Þessar ákærur koma fæstum á
óvart. Ódæðisverkin er framin
hafa verið í Kosovo eiga sér fáar
hliðstæður í sögu þessarar aldar.
Helst er hægt að bera þau sam-
an við hryllingsverk Stalíns,
Hitlers og Pol Pots. Hafi dóm-
stóllinn undir höndum óyggjandi
sannanir ber honum skylda til að
leggja fram ákærur.
Það er svo annað mál að ákær-
an á hendur Milosevic verður
varla til að auðvelda samninga til
að binda enda á átökin í Kosovo.
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Dómstóllinn er óháður og tekur
ekki tillit til þeirra pólitísku af-
leiðinga er ákvarðanir hans
kunna að hafa. Vart verður hjá
því komist að halda áfram við-
ræðum við Milosevic. Á meðan
hann gegnir embætti forseta Jú-
góslavíu er hann eini raunhæfi
samningsaðili Vesturlanda. Verið
getur að draga muni úr samn-
ingsvilja Milosevics þar sem hon-
um hlýtur nú að vera ljóst að
hann verði látinn svara til saka
þegar ófriðnum linnir og að hann
mun ekki getað samið um sakar-
uppgjöf sér til handa. Að sama
skapi styrkir ákæran einnig þá í
sessi er vilja engar tilslakanir
gagnvart Milosevic og telja að
ekki beri að hvika frá þeim skil-
yrðum er NATO setti í upphafi
árásanna. Fyrst og fremst er
ákæran hins vegar viðvörun til
harðstjóra um allan heim. Þeir
eru persónulega ábyrgir fyrir
myrkraverkum er framin eru í
skjóli þeirra.
EINKA-
VÆÐING
RÍKISSTJÓRNIN setti sér
það markmið fyrir fjórum ár-
um, í upphafi kjörtímabilsins, að
ganga til verka með skipulögðum
hætti við að breyta rekstrarformi
nokkurra ríkisfyrirtækja, auka
sjálfstæði þeirra á markaði og
selja hlutafé ríkisins öðrum.
Þessum markmiðum náði ríkis-
stjórnin, Búnaðarbanka íslands
og Landsbanka íslands var
breytt í hlutafélög og nýtt hluta-
fé selt á markaði. Pósti og síma
var skipt í Landssíma íslands hf.
og íslandspóst hf. og samkeppni
var innleidd á fjarskiptamarkaði.
Nýrri stofnun, Póst- og fjar-
skiptaeftirliti, var komið á fót.
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
hf. var stofnaður og hlutabréf í
honum seld. Rekstrarformi ís-
lenzkra aðalverktaka sf. var
breytt í hlutafélag og ríkið seldi
að hluta til eða öllu leyti hluta-
bréf sín í stórum fyrirtækjum,
m.a. íslenzka járnblendifélaginu
hf. og Áburðarverksmiðjunni hf.
Samtals námu sölutekjur ríkis-
ins tæplega 8 milljörðum króna á
kjörtímabilinu og var seldur hlut-
ur úr samtals 9 fyrirtækjum.
Eignaraðilar að þessum almenn-
ingshlutafélögum skipta tugþús-
undum. Með einkavæðingunni
hefur ríkisstjórnin eflt mjög
þann hlutabréfamarkað, sem hér
hefur verið að mótast, og gert
þátttöku almennings í atvinnulíf-
inu að veruleika.
Þetta er hins vegar einungis
fyrsta skrefið í átt til þeirrar
einkavæðingar, sem er seinna á
ferðinni hér en í mörgum öðrum
löndum. Ný ríkisstjórn hefur á
stefnuskrá sinni að halda áfram
sölu ríkisbankanna og undirbúa
sölu Landssíma íslands hf. Af
einhverjum ástæðum virðist þó
gæta tregðu í sambandi við sölu
Landssímans hjá Framsóknar-
flokknum. Ætla verður þó að af
þeirri sölu verði á kjörtímabilinu
og má þá gera ráð fyrir að ríkis-
sjóður fái í sölutekjur tugi millj-
arða króna.
Það er hins vegar alvarlegt
umhugsunarefni í tengslum við
einkavæðingu hvernig hægt er að
koma í veg fyrir að hver eignin á
fætur annarri lendi í fárra hönd-
um og þá í vaxandi mæli sömu
aðila í þjóðfélaginu.
MILOSEVIC
ÁKÆRÐUR
Ef Brandur
•byskup hefur
ekki skrifað Hrafn-
kötlu virðist ljóst að
einhver lærisveina
hans eða rithöfundur
sem var handgenginn
þýðingum hans á Gyðinga sögu og
Álexanders sögu hefur skrifað
hana, svo augljós rittengsl sem eru
milli þessara verka. Þó að engin leið
sé til að fallast á kenningar Her-
manns Pálssonar um Ormssyni og
þá Svínfellinga sem íyrirmyndir að
persónum í Hrafnkötlu, þá eru aðr-
ar skýringar Hermanns á söguper-
sónum Hrafnkötlu og athöfnum
þeirra augljóslega svo nærri réttu
lagi að auðvelt er að fallast á þær,
einsog hann ber þær fram í Sið-
fræði Hrafnkels sögu. Getgátur og
fullyrðingar Hermanns um lykilper-
sónumar, einsog þær eru bornar
fram í riti hans um Freysgyðlinga,
eru að mínum dómi jafn fjarri lagi
og hugmyndir hans um siðfræði
sögunnar eru á sterkum rökum
reistar. Það er auðvelt að taka undir
flest það sem hann segir um jafn
óáþreifanleg efni og sjálfsþekkingu,
örlög og sjálfskaparvíti. Skrif Her-
manns um þessa þætti eru sannfær-
andi vísindi og haldbær málssókn
fyrir skýringum á heldur óraun-
verulegum og huglægum þáttum
sögunnar, t.a.m. er allt sem hann
segir um ofmetnað áreiðanlega mik-
ilvæg skýring á þeirri harmrænu
leikfléttu sem gerir söguna eftir-
minnilega. En samanburðurinn við
Sturlungaaldarmenn og samtíð höf-
undar steytir ávallt á einhverju
skeri. Örlítið dæmi um það er sú
staðreynd að Hrafnkell kýs lífíð og
fær það, en Ormssynir biðja sér
griða en eru drepnir 1248. Þannig
raknar samanburðarfléttan ávallt
upp þegar reynt er að opna sálarlíf
persónanna og sögusvið með þeim
lyklum sem nærtæk-
astir eru úr samtíð
höfundar. Samtíma-
menn hans voru að
sjálfsögðu allir kristn-
ir, en persónur Hrafn-
kötlu eiga að vera ása-
trúarmenn og því heiðingjar að
dómi höfundar. Þeim er eitthvað
áfátt í siðferðilegum skilningi vegna
sinnar heiðnu lífsskoðunar, það er
einn helzti boðskapur sögunnar ef
um boðskap er að ræða. Það má vel
til sanns vegar færa að það sé ekki
eingöngu brotalöm í Hrafnkötlu,
heldur flestum ef ekki öllum íslend-
inga sögum, að þær eiga að gerast í
heiðnu samfélagi 10. aldar en bera
samt áberandi merki kristinna
áhrifa vegna lífsskoðana höfunda.
Þeir Þjóstarssynir og bandamenn
Sáms fyrirfara Freyfaxa og hrinda
honum fram af hömrunum, en með
því fóma þeir í raun og veru sjálfum
frjósemisguðinum Frey. Síðan eru
goðhús Hrafnkels brennd. Þessir
heiðnu menn eru látnir fremja goð-
gá sem er ekki minni óverkan en
sumt af því sem forystumenn
kristninnar gerðu sig seka um í hita
baráttunnar, s.s. Hjalti Skeggjason
sem orti níð um Freyju og Þang-
brandur sem braut allan heiðindóm
og bramlaði, hvar sem hann gat því
við komið. Höfundur Hrafnkels
sögu er einfaldlega að segja að
Freyr og tákngervingur hans, hest-
urinn Freyfaxi, séu óheillakrákur
sögunnar andspænis jákvæðum
siðaboðskap kristninnar einsog
Hermann Pálsson lýsir honum af
skarpskyggni, en þó einkum mikl-
um lærdómi - og þar með að sjálf-
sögðu einkum og sér í lagi and-
spænis hugarheimi höfundar sjálfs
en ekki endilega þeirra heiðnu per-
sóna sem hann er að skrifa um.
Hrafnkell elskar engan nema Frey
og svo Freyfaxa, en honum fer þó
ekki að vegna vel fyrr en þeim hef-
ur verið fómað. Það er áminning
kristins höfundar. En fyrst verður
Hrafnkell að hefna sín á Sámi með
því að drepa Eyvind Bjarnason
bróður hans, en það er heiðin af-
staða. En samfélag sturlunga var
reyndar einnig nægileg forsenda
fyrir slíku hefndarverki, svo oft sem
menn voru drepnir og pyntaðir á
Sturlungaöld til að koma í veg fyrir
að þeir þyrðu eða gætu hefnt sín.
Hefndarþorsti heiðingjanna brann í
brjósti þeirra kristnu vígamanna
sem kveiktu eldana á Flugumýri og
Bergþórshvoli. Hrafnkell býr svo
aftur við vinsældir eftir að hann
hefur fórnað Frey og lært að temja
ofsa sinn og ofmetnað, það er krist-
in afstaða: að kunna sér hóf.
Það er úr þessum tvískinnungi,
þessum andstæðum sem Hrafnkels
saga og aðrar íslendinga sögur
verða til. Það er af þessum and-
stæðum sem list þeirra rís. Hún
verður ekki einungis til úr átökum
persónanna, sjálfskaparvíti þeirra
og ofmetnaði, heldur einnig - og
ekki síður - úr hugmyndafræðileg-
um átökum, þeirri áskorun sem
kristnir höfundar tóku í glímunni
við heiðinn arf. Hrafnkatla er
dæmisaga um yfirburði kristinnar
hugmyndafræði gagnvart heiðnum
arfi, ef hún er á annað borð dæmi-
saga. En það skyldi þó ekki vera að
hún sé einfaldlega innansveitar-
kronika um fólk sem verður til í
þeirri deiglu sem skáld sækja í þeg-
ar þau smíða sér nýjan heim úr
draumum og veruleika? Sem sagt:
að sagan sé ekki skáldskapur frá
rótum, heldur smíðuð úr nokkru
efni einsog allt það sem verður til í
smiðju merkra rithöfunda. Það var í
eldi þessarar smiðju sem Snorri
herti sinn heim. Það hafa önnur
skáld einnig gert og þá einnig höf-
undur Hrafnkötlu. M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 29. maí
Heimsókn ANTH-
ony Giddens, pró-
fessors og rektors
hins virta háskóla,
London School of
Economics, fyrir
rúmri viku vakti
mikla athygli og um-
ræður, ekki sízt á meðal áhugamanna um
þjóðmál. Enda var Giddens kynntur hér
sem einn helzti hugmyndafræðingur að
baki umsköpun brezka Verkamannaflokks-
ins, sem komizt hefur til valda í Bretlandi
eftir langt stjórnartímabil íhaldsflokksins.
Velgengni Verkamannaflokks Blaii’ hefur
verið mikil á sama tíma og íhaldsflokkur-
inn undir forystu Williams Hagues virðist í
algerri upplausn.. Það er því ekki óeðlilegt,
að margir vinstri menn hér hafi velt því
fyrir sér, hvort Anthony Giddens hefði
svör við spurningu þeirra um það, hvernig
þeir gætu náð svipuðum árangri.
í umræðum í tilefni af heimsókn Giddens
hefur stefnu Blair verið líkt við stefnu
Clintons í Bandaríkjunum og talið, að þess-
ir tveir forystumenn hinna engilsaxnesku
þjóða beggja vegna Atlantshafsins byggðu
í meginatriðum á sömu viðhorfum. Að
hluta til er það vafalaust rétt. Þó má að
mörgu leyti segja, að ríkisstjóm Clintons
sé eins konar samsteypustjórn á milli þjóð-
félagslegra umbótasinna og markaðssinn-
aðra íhaldsmanna. Þetta kemur skýrt í ljós,
þegar lesin er bók Roberts Reich, fyrrum
vinnumálaráðherra Clintons, sem nú er
prófessor við Brandeis-háskóla í Banda-
ríkjunum (sem Geir H. Haarde, fjármála-
ráðherra, hefur m.a. stundað nám við),
„Locked in the Cabinet“. í þeirri bók, sem
áður hefur verið fjallað um hér í Reykja-
víkurbréfi, lýsir Reich baráttu sinni og
Hillary Clintons og að nokkru leyti forset-
ans sjálfs, við fulltrúa Wall Street í fyrri
ríkisstjóm Clintons og þá ekki sízt Rubin,
fjármálaráðherra, sem nýlega sagði af sér
og fær þau eftirmæli að vera bezti fjár-
málaráðherra í sögu Bandaríkjanna á þess-
ari öld. Fulltrúa þeirra sjónarmiða er tæp-
ast að finna í ríkisstjóm Verkamanna-
flokksins.
Enginn vafi leikur á því, að fyrirlestur
Anthony Giddens í Háskóla íslands á eftir
að hafa mikil áhrif á þjóðmálaumræður hér
á næstu mánuðum og misserum og ganga
má út frá því, sem vísu, að innan Samfylk-
ingarinnar fari fram víðtækar umræður
um, hvort sú stjómmálahreyfing geti end-
urnýjað steftiu sína að einhverju leyti á
gmndvelli þeirra hugmynda og skoðana,
sem hann setti fram. En hvaða hugmyndir
og skoðanir era það? Er eitthvað nýtt í
þeim eða er hér á ferðinni snjöll markaðs-
setning á gömlum hugmyndum? Að sumu
leyti en öðra leyti ekki.
í fyrirlestri sínum í háskólanum tók
Anthony Giddens saman og setti inn í eina
heildarmynd margt af því, sem til umræðu
hefur verið á Vesturlöndum á undanförn-
um árum ásamt vissum nýjum hugmynd-
um, sem ástæða er til að gefa gaum. Þenn-
an heildarpakka kallar hann þriðju leiðina
en viðurkennir, að það efnisheiti sé ekki
nýtt af nálinni og hafi oft verið notað áður.
Hvað felst í þriðju leiðinni? Eitt af því er
umfjöllun um alþjóðavæðinguna, sem hefur
sett mark sitt á þjóðfélagsumræður um
heim allan á þessum áratug og menn skipt-
ast í hópa um hvort sé af hinu góða. Hvem-
ig eigi að bregðast við alþjóðavæðingunni
og áhrifum og afleiðingum hennar.
Áhrif alþjóðavæðingarinnar era augljós-
lega mismunandi eftir löndum. í Banda-
ríkjunum hefur Patrick Buchanan gengið
fram fyrir skjöldu og hafið baráttu fyrir
nýrri verndarstefnu til þess að koma í veg
fýrir, að alþjóðavæðingin ræni bandarískt
verkafólk atvinnu sinni. Þar hefur stjórn-
málamaður á hægri vængnum tekið upp
baráttu fyrir þrengstu hagsmunum verka-
fólks undir merkjum vemdarstefnu á sama
tíma og Robert Reich, einn helzti um-
bótasinninn í liði Clintons, vill mæta afleið-
ingum alþjóðavæðingarinnar með stór-
auknu fjármagni til þess að veita fólki nýja
starfsmenntun.
Hér á íslandi hafa áhrif alþjóðavæðing-
arinnar birzt með öðram hætti, áhyggjum
yfir því hvaða áhrif hún muni hafa á ís-
lenzka tungu og menningu og sjálfsvitund
þjóðarinnar. Hvort þetta litla mál- og
menningarsvæði geti staðið af sér hol-
skeflu alþjóðlegra menningaráhrifa. Það
hefur ekki sízt verið Morgunblaðið sem á
allmörgum undanfömum áram hefur hvatt
til umhugsunar um þessi áhrif alþjóðavæð-
ingarinnar á íslandi. í því sambandi hefur
blaðið varpað fram spurningum um, hvort
verja ætti miklum fjármunum til þess að
talsetja allt efni, sem sýnt er á sjónvarps-
stöðvum og í kvikmyndahúsum. Þessi við-
horf hafa lítið verið rædd á hinum pólitíska
vettvangi, eins merkilegt og það nú er.
Við íslendingar höfum á þessum áratug
opnað land okkar fyiir áhrifum alþjóða-
væðingar í efnahagspálum og fjármálum
að verulegu leyti. Áhrifin hafa fram til
þessa verið jákvæð. En hvað gerist ef við
göngum lengra? Sagt er, að með EES-
samningnum getum við nýtt okkur nánast
allt það bezta, sem fylgir aðild að ESB en
losnum við hið neikvæða. Sjávarútvegsfyr-
irtæki okkar fjárfesta í vaxandi mæli í öðr-
um löndum á sama tíma og við bönnum er-
lendar fjárfestingar í sjávarútvegi hér.
Hversu lengi komumst við upp með þetta?
Hvaða áhrif mundi það hafa, ef við leyfðum
erlendar fjárfestingar í íslenzkum sjávar-
útvegi? Mundu útgerðarfyrirtækin í Hull
og Grimsby, svo að notað sé orðalag Morg-
unblaðsins sjálfs fyrr á árum, kaupa upp ís-
lenzk útgerðarfyrirtæki og leggja þannig
undir sig fiskveiðilögsögu okkar?
En svo er spurningin: hefur afstaðan til
þessara mála eitthvað með hægri og vinstri
að gera? Geta þeir jafnaðarmannaflokkar,
sem leita að endumýjun í hugmyndum
manna á borð við Anthony Giddens, skapað
sér einhverja sérstöðu í afstöðu til þessara
málefna? Og þá hvaða sérstöðu?
Annað meginatriði sem Giddens lagði
áherzlu á í fyrirlestri sínum í háskólanum
er áhrif tæknivæðingarinnar og þá fyrst og
fremst upplýsingatækninnar. Hann minnti
á, að einu sinni hefði verið til fjölmenn
verkalýðsstétt og það hefði ekki sízt verið
hlutverk jafnaðarmannaflokka og sósíal-
ískra flokka að standa vörð um hagsmuni
hennar. Þessi fjölmenna verkalýðsstétt í
þeim skilningi er ekki lengur til. Hins veg-
ar er komin til sögunnar ný stétt fólks, sem
starfar fyrst og fremst á sviði upplýsinga-
tækni. Þetta fólk starfar ekki endilega á
hefðbundinn hátt í stóram skipulögðum
fyrirtækjum og stofnunum. Það getur út af
fyrir sig sinnt starfi sínu á seglbát í Karab-
íska hafinu með jafn góðum árangri og á
skrifstofu stórfyrirtækis í Bandaríkjunum.
Giddens telur að þessi nýja stétt upplýs-
ingatæknifólks sé til vinstri í sumum mál-
um en til hægri í öðrum málum.
Það er enginn vafi á því að upplýsinga-
tæknin er að gjörbreyta daglegu lífi okkar.
Upplýsingatæknin leiðir til þess að fjöl-
mörg hefðbundin störf eru að hverfa. Fyrir
skömmu sagði Barclays-bankinn í Bret-
landi upp 6000 manns vegna áhrifa síma-
tækni og Netsins á starfsemi bankans.
Fólk stundar sín bankaviðskipti sjálft. Það
er ekki ósennilegt, að skiljanleg tregða ís-
lenzku bankanna til þess að stíga svo stórt
skref sé ein af meginástæðunum fyrir því,
að það er enn alltof dýrt. En því hefur ver-
ið spáð, að tugir þúsunda bankamanna
muni missa atvinnu sína í Evrópu á allra
næstu áram.
Upplýsingatæknin er líka að útrýma
gömlum milliliðum. Við föram enn út í búð
til þess að kaupa í matinn. En það getur
verið stutt í að hefðbundnar verzlanir
hverfi og að verzlunin færist á Netið. Nú
era tvö stór fyrirtæki í Bandaríkjunum,
Amazon og eBay að takast á um það í
hvaða formi verzlunin verður á Netinu í
framtíðinni. Netið mun útrýma gömlum
milliliðum og þeim kostnaði, sem þeir hafa
haft í för með sér, en auðvitað era netfyrir-
tækin sjálf milliliðir. Þau era bara annars
konar milliliðir.
En hvað hefur þetta með vinstri og
hægri í stjórnmálum að gera? Getur
Á sílaveiðum við Tjörnina.
Morgunblaðið/Ómar
Verkamannaflokkurinn í Bretlandi skapað
sér einhverja sérstöðu á þessu sviði, sem
geri honum kleift að ná pólitísku forskoti á
Ihaldsflokkinn?
Er þetta kannski ekki spuming um
hvaða stjórnmálaflokkar verða fyrri til að
svara þeim vandamálum og viðfangsefnum,
sem alþjóðavætt upplýsingasamfélag kall-
ar fram? Og að sú staðreynd, að maður á
borð við Anthony Giddens er að fjalla um
þau, sé vísbending um að jafnaðarmanna-
flokkarnir í Evrópu hafi í þeim efnum tekið
framkvæði, sem hægri flokkamir þurfi að
gæta sín á? En alla vega er ljóst, að í póli-
tískum umræðum samtímans skiptir máli
hvaða svör stjórnmálaflokkarnir gefa við
þeim spurningum, sem hinn nýi tími setur
fram. Og kannski má skilja Giddens sem
svo, að þarna sé tækifæri fyrir hina gömlu
vinstri flokka að ganga í endurnýjun líf-
daga með því að mæta betur þörfum fólks
við gjörbreyttar aðstæður en hægri flokk-
arnir geri eða hugmyndafræðingar frjáls-
hyggjunnar.
Við hér á íslandi höfum ekki gert mikið
af því að tengja alþjóðavæðinguna og upp-
lýsingasamfélagið við pólitískar umræður í
okkar samfélagi. En ekki er ólíklegt, að
heimsókn Giddens verði til þess, að það
verði gert í auknum mæli.
Nýjar hug-
myndir
hugmyndir, sem
I FYRIRLESTRI
Giddens í Háskóla ís-
lands komu fram at-
hyglisverðar nýjar
hann tengir við þriðju
leiðina svoneftidu. Dæmi um það var um-
fjöllun hans um öldran og stöðu aldraðs
fólks. Hið hefðbundna kerfi á Vesturlönd-
um er að starfslok fólks verði á árabilinu
60-70 ára. Hér á íslandi er það við 70 ár,
þótt fólk geti hætt fyrr og öðlast lífeyris-
réttindi fyrr. I kringum þetta grandvallar-
atriði hefur svo verið byggt upp lífeyris-
sjóðakerfi og önnur kerfi, sem við þekkj-
um.
Giddens vekur hins vegar athygli á því,
að við verðum að líta á öldrun í nýju ljósi.
Að verða gamall er ekki það sama og áður.
Það sé hægt að hafa svo mikil áhrif á það,
hvernig við verðum gömul. Læknavísindin
koma til sögunnar með nýjar leiðir. Lífs-
stíll fólks hefur breytzt. í stuttu máli: við
höfum það sjálf í hendi okkar að töluverðu
leyti hvemig við eldumst og hvenær við
verðum gömul. í samræmi við þetta lýsti
Giddens andstöðu við hefðbundnar reglur
um starfslok.
Almenningur hér hefur talað um þessar
hugmyndir Giddens um langt árabil og
löngu áður en hann kom hér og lýsti þess-
um skoðunum. Manna á meðal hefur lengi
verið spurt hvers vegna fólk eigi að hætta
störfum, þótt það sé við beztu heilsu og í
fullu fjöri. Og það má spyrja: hvers vegna?
Era þetta ekki einfaldlega gamlar og úrelt-
ar hugmyndir? Er ekki eðlilegt að fólk geti
unnið fulla vinnu á meðan það hefur heilsu
til? Mundi það ekki jafnframt létta mjög á
kostnaði þjóðfélagsins, sem margir hafa
vaxandi áhyggjur af, vegna þess hve stór
hópur þjóðfélagsþegna er hættur störfum?
Hér er Giddens raunverulega að tala um
grandvallarbreytingar á því tryggingakerfi
um afkomu fólks, sem byggt hefur verið
upp á Vesturlöndum.
Onnur hugmynd þessu óskyld, sem fram
kom í fyrirlestri hans, sneri að ríkisvald-
inu. Hann lýsti þeirri skoðun, að það þyrfti
að endurskilgreina ríkisvaldið. Það gætu
verið til almenningsstofnanir, sem væra
ekki endilega ríkisstoíhanir, eins og við
þekkjum þær í dag. Þetta era áhugaverðar
hugmýndir, sem geta haft víðtæk áhrif.
I okkar huga er fyrst og fremst um að
ræða tvenns konar eignarrétt, ríkiseign og
einkaeign. í lögunum um fiskveiðistjómun
frá 1984 vora fiskimiðin nefnd sameign
þjóðarinnar. Margir hafa gert lítið úr
þessu lagaákvæði. Við nánari skoðun kem-
ur í ljós, að þetta hugtak á sér mörg hund-
ruð ára gamla sögu í lagahefð ekki sízt
engilsaxneskra þjóða. í Bandaríkjunum
era fjölmargar almannaeignir, sem ekki
teljast í ríkiseigu heldur í almannaeigu og
ákveðnar reglur, sem gilda um þær eignir.
í umræðum um fiskveiðistjómarkerfið hér
má segja, að örlað hafi á hugmyndum um,
að hugtakið sameign þjóðarinnar gæti orð-
ið vísir að nýrri tegund eignarréttar, þar
sem um væri að ræða eignir í almannaeigu
eins og fiskimiðin eru lögum samkvæmt.
Hugmyndir Giddens um endurskilgrein-
ingu ríkisvaldsins tengjast augljóslega
þessari hugsun að nokkru leyti.
Þá var líka athyglisvert að hlusta á um-
fjöllun Giddens um framtíðarþróun lýð-
ræðisins. Þá á hann augljóslega við þá
framþróun lýðræðisins, sem Morgunblaðið
hefur ítrekað gert að umtalsefni síðustu ár-
in eftir að blaðið birti í heild umfjöllun
tímaritsins Economist um það, að fulltrúa-
lýðræðið væri orðið staðnað og að færa
ætti meira af ákvarðanatöku ríkis og sveit-
arfélaga til fólksins sjálfs.
Að mæta
nýjum við-
fangsefnum
ÞEIR SEM HLUSTA
á fyrirlestur Giddens
hljóta að komast að
þeirri niðurstöðu, að
hann sé fyrst og
fremst að hvetja til
þess, að stjórnmálaumræðumar taki mið
af gjörbreyttum viðhorfum og nýjum að-
stæðum. Áð stjórnmálaflokkamir hafi of
lengi starfað á grandvelli hugmynda fyrri
tíma. Að þeir hafi einfaldlega ekld fylgt eft-
ir þeirri gífurlega öru þróun, sem orðið
hefur á heimsbyggðinni, fyrst og fremst á
þessum áratug.
Við getum yfirfært þessa hugsun á okkar
samfélag og sagt sem svo: hvers vegna var
við myndun nýrrar ríkisstjómar lögð
áherzla á, að sérstakur ráðherra landbúnað-
armála gæti einbeitt sér að því verkeftii, í
staðinn fyrir að segja sem svo, að það væri
nauðsynlegt að setja á stofn nýtt ráðuneyti,
sem einbeitti sér að uppbyggingu og þróun
upplýsingatækni á íslandi? Það er hinn nýi
tími. Landbúnaðurinn er gamli tíminn. Og
með þessum orðum er ekld gert lítið úr því
starfi, sem fram hefur farið innan stjóm-
kerfisins um upplýsingasamfélagið.
Með sama hætti og stjórnmálaumræður
á íslandi endurspegli ekki þennan nýja
tíma endurspeglist hann heldur ekki í
breyttu skipulagi íslenzka stjómkerfisins.
M.ö.o., við verðum að endurskipuleggja og
endurskilgreina þjóðfélagskerfi okkar til
þess að geta betur svarað kröfum nýrra
tíma.
Hvaða stjórnmálaflokkur verður fyrstur
til?
„Er þetta kannski
ekki spurning um
hvaða stjórnmála-
flokkar verða
fyrri til að svara
þeim vandamálum
og viðfangsefnum,
sem alþjóðavætt
upplýsingasamfó-
lag kallar fram?
Og að sú stað-
reynd, að maður á
borð við Anthony
Giddens er að
fjalla um þau, sé
vísbending um að
jafnaðarmanna-
flokkarnir í Evr-
ópu hafi í þeim
efnum tekið frum-
kvæði, sem hægri
flokkarnir þurfí
að gæta sín á?“
k